Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 1966 RdHQOH TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 KR fallið í 2. deild? Fátt getur hindrað fall liðsins úr þessu Alf-Reykjavík, mánudag. Fátt virðist nú geta hindrað, að KR leiki í 2. deild í íslandsmót- inu í handknattleik næsta ár. Ár- menningar kræktu í tvö þýðingar- Sveit ÍR vann Steinþórsmótið svokallaða, sem er 6 manna sveitakeppni í svigi, var háð í Hamragili við ÍR-skál- ann s.l. sunnudag og hófst keppn- in kl. 2 e.h Úrslit urðu þau, að sveit ÍR sigraði á samanlögðum tíma 721,5 sek. í sveit ÍR voru þeir Eyþór Haraldsson, Guðni Sigfússon, Har- aldur Pálsson, Sigurður Einarsson Framhald á 14. síðu. mikil stig gegn Haukum á sunnu- dagskvöld og hafa með því hlot- ið 6 stig, en KR er á botninum með 4 stig og hefur Ieikið alla sína leiki. Einasta von KR er, að félagið vinni kæruna vegna leiks- ins við FH og sigri í endurtekn- um leik. En þótt KR vinni kæruna, er mjög ósennilegt, að liðið vinni FH og svo er því við að bæta, að Ármann á eftir einn leik, gegn Val, og gæti hæglega hlotið stig út úr þeim leik. Kannski verður fall til þess, að KR gerir átak í handknattleiks- málum sínum. KR á marga hæfa menn í stjórn handknattleiksdeild arinnar og ættu þeir að leggja áherzlu á yngri flokkana, en þar er KR í miklum öldudal og fær Framhaid á bis. 15. Fram-stúlkurnar björg uðu Ármanní frá falii Alf-Reykjavík, mánudag. Nú er öllum leikjum í 1. deild- ar keppni kvenna í handknattlefk Iokið, nema hvað Valur og FH eiga eftir að leika úrslitaleikinn, og ljóst að Breiðablik er fallið niður í 2. deild. Á laugardagskvöld voru leiknir tveir leikir í deildinni og mættust LEK SINN 150. LEIK Áður en leikur Ármanns og Víkings í 1. deild kvenna hófst að Hálogalandi sl. laugardags- kvöld afhenti fyrirliði Víkings- Sigríði Kjartansdóttur Ár- manni, fagran blómvönd í til- efni af því, að þessi leikur var hinn 150. í röðinni, sem Sigríð- ur lék með meistaraflokki Ár- manns. Sigríður hefur um mörg ár leikið með meistaraflokki Ár- manns við góðan orðstír og orð ið íslandsmeistari með félag- inu. Hún hefur einnig tekið þátt í landsleikjum með góðum ár- angri. íþróttasíða Tímans ósk- ar Sigríði til hamingju með þennan áfanga á íþróttaferli sínum. — alf. Armann og Víkingur í fyrri leikn- ; um. Víkingur sigraði með 9:6 eft- ir hörkuspennaniii leik, og var því ljóst, að allt var undir Fram komið, hvort Ármann héldi sæti j sínu í 1. deild, en Ármann var i með 2 stig, næst neðst, aðeins 1 Breiðablik var með færri stig, 1 stig. Og í síðari leiknum áttu Breiðablik og Fram að leika og tækist Breiðablik að sigra var Ár- mann dottið. Það leit sannarlega ekki út fyr- ir, að Ármann mundi halda sæti sínu í 1. deild eftir fyrri hálfleik- inn hjá Fram og Breiðablik, en Breiðabliksstúlkurnar höfðu sýnt skínandi leik og höfðu jdir 6:3. En staðan átti eftir að breytast, og einnig vonleysissvipurinn á Ár- manns-stúlkunum, því Fram-stúlk- urnar tókg, leikinn í sínar hend- ur í síðari hálfleik og unnu hann 8:1. Urðu því lokatölurnar 11:7. Með þessum úrslitum voru Breiðabliksstúlkurnar fallnar nið ur í 2. deild, en þeim til huggun- ar skal sagt, að ekkert kvennalið hefur tekið eins mikhim framför- um í vetur og lið þeirra. Nú er um að gera fyrir þær að leggja ekki árar í bát, heldur stefna að því að vinna sæti í 1. deild aftur að ári. Eftir sigur gegn S<bke City á laugardag skortir Liverpool nú aðeins eitt stig til að hljóta meist- aratitil, því helzti keppinauturinn, Burnley, tapaði á sama tíma fyrir Aston Villa. Baráttan á botninum harðnar stöðugt. Endanlega er nú útséð að Blackburn fellur niður, en stóra spurningin er, hvaða lið annað dettur. Hér koma úrslitin á laugardag: 1. deild: Aston ViHa — Burnley 2rl Blackpurn — WBA 0:1 Blackpool — Nottingh. F. 0Æ Fulham — Sheff. W. 4r2 Leeds — Everton 4:1 Leicester — Newcastle 1:2 Liverpool — Stoke 2:0 Sheff Utd. — Manch. Utd. 3:1 Sunderland — Ohelsea 2:0 Tottenham — Northampton 1:1 West Ham — Arsenal 2:1 2. deild: Bristol C. — Ipswich frestað Bury — Preston 5:0 Cardiff — Middlesbro frest Coventry — Birmingham 4:3 Derby — Leyton O. 4:1 Manchester C. — Bolton 4:1 Norwich — Charlton 2:0 Framhald á bls. 15. Leikur gegn A-Þjóó- verjum út um þúfur? Líklegt að KSÍ reyni að fá íra í staðinn Alf-Reykjavík, mánudag. Eins og komið hefur fram fréttum, hafði Knattspyrnusam- band íslands ráðgert landsleik við Austur-Þjóðverja í Reykjavík á sumri komanda. Nú mun hins veg- ar vera ljóst, að ekkert verður úr þessum fyrirhugaða leik, eftir því, sem blaðið bezt veit, en KSÍ mun ekki hafa treyst sér til að ganga að þeim skilmálum, sem Austur- Þjóðverjar settu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ nú þreifað fyrir sér um landsleik gegn áhugamönnum Norður-frlands og þykir líklegt, að leikur gegn þeim fari fram í Rvík 8. ágúst. Verða því 3 landsleikir háðir í Reykja- vík næsta sumar. Sá fyrsti verður gegn Dönum, leikmenn 23ja ára og yngri, í júní, leikur gegn írum væntanlega í ágúst — og loks verður leikið gegn áhugamönnum Frakklands í september. Jón Árnason, TBR Reykjavíkurmótið í badmintem Jón Árnason sigraði Óskar í mjög jöfnum úrslitaleik Reykjavíkurmeistaramótið í bad minton var haldið í íþróttahúsi Vals laugardaginn 16. og sunnu- daginn 17. apríl. Þátttakendur voru rúmlega 40 frá þremur fé- löguan, Tennis- og badmintonfé- lagi Reykjavíkur, Knattspyrnufé- lagi Reykjavíkur og Skandinavisk boldklub. Á laugardag fór fram undan- keppni og voru leiknir samtals 36 leikir þann dag og keppt fra kl. 3. um daginn til klukkan 8.15 um kvöldið. Er þetta hin mesta þolraun fyrir þá sem komast í úr- slit og taka þátt í mörgum grein- um Ýmsir snarpir leikir fóru fram á laugardag og munaði oft litlu, hver sigraði og komst áfram eða féll úr leik, en í badmintonmót- um er jafnan útsláttarkeppni. Úrslitaleikir voru svo leiknir á sunnudag í Valsihúsinu og hófst sú keppni kl. 14.00. 1. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarkeppni urðu Lovísa Sig- urðardóttir og Jón Árnason TBR, Sigruðu þau hjónin Jónínu Niel- jónfusardóttir og Lárus Guð- mundsson í jöfnum og skemmti- legum leik með 15:9, 13:15, 18:16. Eins og sést af tölunum, þurfti aukalotu til að útkljá keppnina. Nokikuð háði það f þessum leik sem og öðrum úrslitaleikjum, að boltarair virtust nokkuð harðir, Jónma var oft mjög góð við net- ið, en það dugðl ekki til að vega upp á mótí fajnnm hættulegu bolt- um frá Jóni bakhandarmegin við andstæðrngana. Lárus sló einnig meira af boltum út fyrir völlinn en góðu hófu gegnir og hefur það sennilega stafað af hraða boltanna. 2. Reykjavíkurmeistarar í tví- liðaleik kvenna urðu Hulda Guð- mundsdóttir og Lovísa Sigurðar- dóttir T.B.R. sigruðu þær Jónínu Níeljóníusardóttur og Rannveigu Magnúsdóttur með 15:6 og 15:11. Þessi leikur var léttur og fjör- ugur og engan veginn eins ójafn og-tölurnar sýna. Alltof mikið var um langar sendingar en lítið um stutta bolta. Líktist leikurinn á köflum að því leyti meira ein- liðaleik en tvíliðaleik. Erfitt er að gera upp á milli keppenda í þessum leik. Allar eru þær þraut- reyndar í íþróttinni, en sendingar Huldu voru mjög hnitmiðaðar og gerðu raunar út um sigurinn í leiknum. 3. Reykjavíkurmeistari í einliða- leik kvenna varð Lovísa Sigurðar- dóttir T.B.R. Sigraði hún Jónínu Níeljóníusdóttur í afar jöfnum leik með 11:10 og 11:8 í fyrri lotunni var Jónína yfir 10:7, þannig að ekki munaði miklu að hún ynni fyrri lotuna og hefði þá þurft aukalotu til að fá úrslit. Framhald á bls. 15. YFIRLÝSING Vegna skrifa á íþróttasíðum Tímans og Alþýðublaðsins að undanförnu um styrktarleik vegna „Herferðar gegn hungri“ viljum við tveir undirritað- ir, sem að þeim hafa staðið, gefa eftirfarandi yfirlýsingu: Við teljum ekki heppilegí, að frekari umræður um þetta nál fari fram, enda þótt skoðan- ir okkar á sjálfu málefninu séu óbreyttar og andstæðar sem fyrr, en berum fulla virðingu fyrir sjónarmiðum hvor ann* ars. Eins og jafnan, þegar ritdeil- ur eiga sér stað, er ýmislegt sagt, sem betra hefði verið ósagt. Öll stóryrði í garð hvors annars eru hér með dregin til baka. Reykjavík, 18. apríl 1966 Einar Björnsson Alfreð Þorsteinsson. Þróttur upp? Alf-Reykjavík. — f kvöid, þriðju- dagskvöld, fæst að öHum líkind- um úr því skorið, hvaða lið vinn- ur keppnina í 2. deild fslandsmóts- ins í handknattleik, en þá leika Þróttur og ÍR. Staða Þróttar er langbezt og nægir Þrótturum jafn- tefli til að hljóta sigur I keppn- inni, en vinni ÍR, þurfa 3 lið að keppa aftur, þ.e. Þróttur, ÍR og Víkingur, um efsta sætið. Auk leiksins f 2. deild milli Þróttar og ÍR, fara fram nokkrir leikir í yngri flokkunum í kvöld Fyrsti leikur hefst kl. 20.15. Unnu styttuna til eignar S.l. föstudagskvöld fór fram úr- slitalcikur milli Rvíkurúrvals og varnarliðsmanna í hinni árlegu keppni í körfuknattleik. Svo fóru leikar, að Reykjavík sigraði með 73:64, og vann um leið til eignar hina fögru styttu, sem kepp't var um. Á myndinni hér að ofan sést Kolbeinn Pálsson, KR, fyrirliði Reykjavfkur, með styttuna. Kol- beinn stóð sig vel í leiknum og átti stóran þátt í sigrinum. Ánægj- an yfir unnum sigri leynir sér ekki. Og við tökum undir og ósk- um reykvískum körfuknattleiks- mönnum til hamingju með sigur- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.