Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. anríl 1966 Otgefandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramKvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Glsiason Ritstj.skrifstofur l Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastrætl 7. Af greiðslusimi 12323. Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán innaniands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA bJ Ný dýrtíðardemba Dýrtíðin vex og magnast jafnt og þétt og vísitölustig- unum rignir niður yfir þjóðina. Á þessu er aðeins ofur- lítill dagamunur eins og í rysjóttu veðurlagi. Með stuttu mitlihfn fcoma hret og dembur — og sumarmálahretið í dýrtSSnni núna fer ekki fram hjá neinum. Það er demba, sem fólk finnur. í einu vetfangi skellir ríkisstjórnin yfir þjóðina hækkun, sem nemur 40—80% á einni helztu neyzluvöru hennar — fiskinum — og smjörlíki fylgir með. Þannig er dýrtíðin hækkuð í einni dembu um 3—4% eða jafnmörg vísitölustig, og fyrstu vikurnar fær launafólk að bera þetta bótalaust, en síðan tekur dýr- tfðarskrúfan verulegan fjörkipp, og mun það segja ó- þyrmilega til sín í næstu kaupsamningum. Og síðan köma nýjar hækkanir með nýjum hraða og stærri stökk- um. Þessa nýju dýrtíðardembu ber að með þeim hætti, að hún er ofurlítill merkissteinn á uppgjafarferli ríkis- stjórnarinnar fyrir dýrtíðarflóðinu. Eins og þjóðin veit, var það eitt meginheit ,,viðreisnar“stjórnarinnar, þegar hún tók við 1959, að stöðva dýrtíðina og uppi hafðir hinir hermannlegustu tilburðir og nokkur viðleitni, sem því miður fór þó mjög í handaskolum. Ólafur Thors lýsti yfir eftir nokkurn valdaferil. að því miður hefði þessi viðleitni stjórnarinnar ekki tekizt, en það væri svo al- varlegt mál, að allt annað, sem unnizt hefði, gæti orðið að engu, ef nýtt viðnám tækist ekki. Ríksstjórnin lýsti því yfir, að hún hefði enn tilburði og viðleitni til við- náms dýrtíðinni. En eftir að Bjarni Benediktsson tók við valdi forsætisráðherra, var sem viðleitni þessi fjaraði alveg út, og var jafnvel farið að tala um, að hæfileg dýr- tíð hefði nokkra kosti. Þannig hefur verið látið reka á reiðanum í algerri uppgjöf fyrir dýrtíðinni, en ríkis- stjórnin hefur þó til þessa haft tilburði til þess að afla tekna í fjárlögum til móts við ákveðnar niðurgreiðslur og uppbætur. En nú eftir áramótin hefur stjórnin einnig varpað frá sér þessari viðleitni og lætur nú Alþingi samþykkja 80— 100 millj. kr. greiðslur úr ríkissjóði til stuðnings við sjávarútveginn, stuðning, sem hann getur nú ekki án verið vegna þess hvernig verðbólgustefna stjórnarinnar hefur leikið hann. En allir skattamælar ríkisstjórnarinn- ar eru svo fullir að út af flóir, og hún hefur engin sköpuð ráð til þess að afla tekna á móti. Þá grípur stjórnin til þess uppgjafaráðs að afnema niðurgreiðslur á fiski til íslenzkra neytenda, sem þessu nemur. og varpa þessari dýrtíðarfyllu beina leið út í verðlagið og á herðar al- mennings, og þó fyrst og fremst á stórar fjölskyldur og fátækustu stéttirnar, sem mest neyta þessarar algeng- ustu neyzluvöru íslendinga, fisksins. Ríkisstjórnin varpar þannig frá sér síðustu tilburðum til dýrtíðarviðnáms og lætur skeika að sköpuðu um það, þótt nýrri dýrtíðarskriðu sé þannig hleypt af stað með nýjum og hröðum víxlverkunum og óviðráðanlegum af- leiðingum. Að þessu leyti er hér um nýjan merkistein að ræða í ólánsferli ríkisstjórnarinnar, en allar ábyrgar lýðræðisstjórnir sjá sóma sinn í því að segja af sér. áður en að þessum merkisteini algerrar uppgjafar kemur. Þessi ríkisstjórn á ekki slíka sómatilfinningu Hún telur sér hæfa að sitja og horfa á, með&n hún opnar flóðgátt- irnar. í hvaða lokur skyldi hin sitjandi uppgjafarstjórn seilast næst? TIMINN 5 Ásgeir Bjarnason, alþm. SUMARMÁL Senn er vetur um garð genginn, að þvi er almanakið segir. Hitt er svo annað mál, hvernig harpa heilsar og vorið verður. Veturinn, sem nú er að líða, hefur á margan hátt skor ið sig úr, hvað tíðarfar snertir. Frosthörkur komu snemma og í sumum landshlutum snjóaði byrjun vetrar og mikill snjór er víða á landinu ennþá. Þessi vetur hefur allvíða ver ið gjafafrekur, þar sem inni- stöður sauðfjár hafa verið mun meiri nú en þekkzt hefur í mörg ár. Vera má, að það sé sums staðar úrelt orðið að nota vetrarbeit, þótt hún hafi á Iiðn um áratugum og öldum verið drjúgur þáttur í vetrarfóðri sauðfjár. Innigjöf ánna mun vafalaust gefa vænni dilka, ef vel er fóðrað, þar til sauðgróð ur er kominn. Ræktaðir eru árlega hér á landi 4000 — 5000 ha lands, en þó er það svo, að fóðurforði mun í heild ekki vera nægur. ef illa árar. Fóðurbætisgjöf íer vaxandi og erfitt mun vera að fóðra hámjólka kýr, án þess að gefa þeim kjarnafóður. Á síðastliðnu ári var innfluttur fóðurbætir 35.000 lestir. í verð lagsgrundvelli landbúnaðarins fyrir yfirstandandi ár er meðal fóðurbætiskostnaður á bú tal- inn vera um kr. 30.000,00. Eigi skal neitt um það sagt, hvort þessi kostnaður sé . of mikill en sjálfsagt er hann mjög ni‘ munandi á hinum einstöku bu- um. Hjá mörgum þjóðum er talið nauðsynlegt að kjarnfóð- ur nemi 40—60% af heildar- fóðurmagninu. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að geta búið sem mest að sínu, og þar verður grasræktin öruggust. Þótt víða sé nokkuð trygg korn rækt hér á landi, þá er varla hægt að hugsa sér hana al- mennt, en hún getur sparað innflutning á kolvetnisfóður- bæti. Próteinfóðurbæti höfum við i síldar. fiski- og hvalmjöli en ekki er 'áðlegt að nota pró- tein fóður eingöngu, þar sem yfirleitt er nóg af þvi í velverk uðu heyi. Nýjar heyverkunar 8 aðferðir eru að ryðja sér til rúms og allar horfur á að efna tap í heyi verði minni fram- vegis, en hingað til, þótt á því hafi orðið miklar breytingar til bóta síðustu árin. Ræktun góðra og kjarnmikilla fóður- jurta hér á landi skapar öryggi í fóðuröflun. Ræktaða landið er góð eign og verðmæt. Það er og verður bezta undirstaða Iandbúnaðarins og þarf að auk ast mikið frá því, sem nú er. Veturinn í vetur hefur reynzt bændum erfiður á fleiri svið- um t.d. við það að koma heim til sín eldsneyti og fóðurbæti. Þá hafa og flutningar á mjólk verið afar erfiðir í sumum landshlutum. Allt rýrir þetta tekjur bænda — lækkar laun þeirra. Fyrir utan mikla vinnu umfram það venjulega, er út- lagður kostnaður þænda við snjómokstur og dýrari flutn- ingatæki miklum mun meiri en oft áður. Athuga þarf um hent uga snjóbOa eða önnur tæki, sem ekki þarnast akbrauta. Þá hefur það gerzt í vetur, að vatn hefur viða þorrið, eða frosið, og því orðið aft flytja það langar leiðir í tönkum eða brúsum. A*lt segir þetta sína sögu og sýnir, að betur þarf að búa um hnútana i þessurn efn- um en verið hefur, ef nægilegt öryggi á að vera, hveraig, sem viðrar. Sjálfsagt má með ýmiss konar tækúi tryggja nægilegt vatn til heimilanna, en það kostar líka sitt. Bæjarfélög og þéttbýli hafa notið opinberrar fyrirgreiðslu við vatnsveitur. Sambærileg aðstoð hefur ekki fengizt fyrir bændur almennt, þótt það kosti þá tugi og jafn- vel hundruð þúsunda að veita sér eins sjálfsögð þægindi og rennandi vatn er. Skortur á rafmagni hefur viða verið tilfinnanlegur, þar sem vatn hefur minnkað svo mikið í uppistöðum virkjana. Óvenju miklir stormar hafa víða valdið stórtjóni á heyjum og mannvirkjum. Læknislaus héruð hafa og sína sögu að segja. Á sama tíma og tíðarfarið hefur leikið margan grátt, er nú rætt um virkjun Þjórsár hjá Búrfelli og álverksmiðju í Sraumsvík. Sórframkvæmdir eru byrjaðar í Hvalfirði. Ólík- legt er, að slíkar framkvæmd ir sem þessar styrki aðstöðu landbúnaðarins og geri hann þess megnugan að mæta bæði erfiðu árferði og aukinni sam keppni um vinnuafl til fram- kvæmda, þegar á það er jafn framt Iitið, sem nú eru horf- ur á, að bændur nái ekki grundvallarverði fj rir fram- leiðslu sína á yfirstandandi ári. Er það ef til vill von einhverra að eldi loðdýra s.s. níinka og chinchilla bæti hag bæudastétt arinnar frá því, sem nú horfir? Hér er stiklað á stóru í vandamálum líðandi stundar og bent á yerkefni, sem bíða úrlausnar. Engum er það Ijós- ara en bændum sjálfum, hvað við er að stríða. En glaðir og gunnreifir kveðja þeir vetur og heilsa sumri í trausti þess, að snjóa og ísa leysi bráðlega, svo að vorstörfin geti hafizt og jafnframt í von um, að blása megi hlýrri vindar og betur gróa í félags- og framfaramál- um sveitanna. ÞRIÐJUDAGSGREININ I 77/ athugunnar fyrír ökumenn Frá s. 1. áramótum til 1. apríl hefur lögreglivi í Reykjavík haft afskipti af 713 árekstrum. Af þess um fjölda hafa 147 árekstrar ver ið aftan-á-keyrslur. Þar sem hér er um að ræða mjög háa tölu sér lögreglan sérstaka ástæðu til, að verða athygli ökumanna á fyrr- greindri staðreynd í þeirri von að ökumenn taki það til athugun ar og gæti þess jafnan að hafa ætíð nægilega langt bil á milli farartækja, og þeir er á undan aka taki fullt tillit til þeirra sem á eft ir eru og snögghemli ekki aema nauðsyn krefji. Mikill fjöldi þessara árekstra og slysa verður við umferðarljós og ennfremur á stærstu verzlunar göturn borgarinnar, þar sem um- ferð er mikil. iEn aðal ástæðan fyrir aftan-á-keyrslum er, að öku menn gæta þess ekki að hafa nægi legt bil milli bifreiða og einnig vegna þess að ökumenn haía aug ann við eitthvað annað en akstur inn sjálfan. í 52. grein umferðarlaga segir svo: „Ökumaður, sem ætlar að nema staðar eða draga snögglega úr hraða. skal gefa þeim, sem á eftir koma, greinileg merki um þá ætlan sína. Skal það gert með hemlaljósmerki á þeim ökutækjum sem hafa skulu hémlaljós, en ann ars með því að rétta upp hönd eða á annan greinilegan og ótvíræðan hátt“. Ennfremur segir svo í 45. gr. umferðarlaganna: „Ökutæki. sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera í svo mikilli fjarlægð frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt ökutækið, sem á undan er stöðvist eða dregið sé úr hraða þess.“ Þar sem lögregluskýrslur sýna að í sambandi við aftan-á-keyrslur verða mörg slys á fólki telur lög reglan fyllstu ástæðu til, að hvetja alla ökumenn til að taka mál þetta alvarlega, og er það von lögre^l unnar að hver og einn ökumaður athugi sinn eigin akstursmáta og um leið hvort hagsmunir hans og hagsmunir ökumannsins, sem á undan fer eða á eftir i hvert sinn fari ekki saman. Lögreglan óskar eftir samvinnu við alla vegfarandur, til að koma i veg fyrir slys og óhöpp í um- ferðinni, en þann þátt umferöarinn ar. er hér um ræðir, er auðvelt að bæta. Reynsla sýnir að bezta slysa vörnin er að gera sér ljóst að hætta er á ferðum. Þessu til sönn unar, nœgir að benda á að flest ir árekstrar og slys verða þar, sem akstursskilyrði eru góð, ÞAR ER EKKI SÝND NÆGILEG AÐ GÆZLA. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.