Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 11
f MUÐJUDAGUR 19. apríl 1966 TÍMINN 11 A TOM TULLETT 41 Oftast dirflst fómarlambið ekki að kalla á lögregluna af ótta við að hann verði talinn samsekur. Láti hann verða af því færa bófarnir sér til vamar að hann hafi átt frum- kvæðið að viðskiptum þeirra. Gagni það ekki bjóðast þeir til að skila aftur helmingnum af upphæðinni, og oftast er því boði tekið. Eitt sinn náðist sérstæður svikahrappur fyrir þá sök eina að kona lögreglumanns hjá Alþjóðalögreglunni gerðist svo djörf að gægjast í verki manns síns að honum sofandi. Það var upphafið á síðasta kaflanum í sögu „greifans“. eins og Edward Johnston-Noas titlaði sjálfan sig. Upphafið var að á fimm mánuðum 1950 sveik þessi fyrr- verandi málafærslumaður og orðlagði kvennabósi 21.500 ster lingspund út úr 71 manni í húsnæðisvandræðum. Aðferð hans var einföld og árangursrík. Hann auglýsti tvær íbúðir til leigu. Þetta var irni það leyti þegar húsnæðisvandræðin voru mest í London. Hann bæði „leigði“ íbúðimar og „seldi“ hús- gögnin í þeim fjölda fólks samtímis. Hann tók við fyrirfram- greiðslu af læknum, embættismönniun og tugum nýgiftra hjóna. Þegar óþolinmóður „leigjandi“ kom og kvartaði, leit gervigreifinn á hann gegnum einglyrnið, lofaði endurgreiðslu á framlagi hans og gaf í skyn að íbúðin færi til næsta manns á biðlista. Þetta nægði ævinlega til að eyða gransemdum manna, sumir báðust meira að segja afsökunar á framkomu sinni. Loks snera þó sumir sér til lögreglunnar og aðrir til blað- anna. Rannsókn var hafin og brátt sá Johnston-Noas fram á að annaðhvort varð hann að flýja land eða fara í fangelsi. Hann kaus fyrri kostinn og ætlaði til Parísar. Enn hafði hann nóg fé til að borga vel þeim sem átti að sjá um flóttann, og kvöld nokkurt í apríl 1950 var ekið með hann til Newhaven á Ermasundsströndinni. Þar var hann geymdur uppi á hanabjálka næstu nótt. Að morgni var farið með hann niður að sjó, þar sem lítill bátur beið. Fyrst varð hann að borga 250 pund og síðan reyndi hann ásamt skips- höfninni að ýta farkostiniun á flot. Sjór var úfinn og kastaði bátnum jafnharðan upp í fjörana. Loks varð greifinn að gef- ast upp, holdvotur og skjálfandi af kulda, og gista næstu nótt í Brighton. Næsta dag tókst honum að komast á smáflugvél fra Lympe ta Le Bourget. Hann bar vegabréf með nafninu „Charles Tagg“ og slapp í gegmun vegabréfaskoðunina. Callaghan lögreluforini sem stjómaði rannsókn málsins komst nú að raun um að sökudólgurinn var horfinn. Hann sendi lýsingu til Alþjóðalögreglunnar. Yfir starfsliðinu á að- alskrifstofunni var um þessar mundir ungur lögreglumaður að nafni Roger Ravard. Hann lét ljósmynd af hinum eftir- lýsta Englendingi í veski sitt. Ekki gat hann granað að mað- urinn sem hann leitaði átti í baráttu við að draga fram lífið þarna í borginni. Högum greifans sjálftitlaða hafði heldur en ekki hrakað. Alla ævi hafði hann lifað í vellystingum og ungur erfði hann 100.000 sterlingspund. Málafærslumannsstarfið hafði fært honum miklar tekjur, kvenfólkið elti hann á röndum, veizlur hans í skrauthýsi í Mayfair vora frægar. Nú var hann pen- ingalaus, soltinn og einu fötin sem hann átti voru orðin slitin. Þótt hann væri fæddur í París, kunni hann aldrei frönsku til neinnar hlítar, og erfitt var að fá atvinnu. Hann varð uppþvottamaður í veitingahúsi, snapaði mat og svaf i óþrif- legum og rökum afkimum. Að þvi kom að hann fór að flakka milli sveitabæja og vinna fyrir mat sínum með snún- ingum. Eitt sinn hafðist hann við í hænsnáhúsi í sex viikur og át maís þegar annað var ekki að hafa. Svo varð heppnin hon- um hliðhollari, félag brezkra uppgjafahermanna í París gaf honum fatnað og skotsilfur, hann fékk vinnu í birgðageymslu brezka sendiráðsins við húsþrif og sendiferðir. Hann stað- næmdist þar lengi og gaf lítinn gaum fríðri, ungri konu sem vann þar líka. Sú kona varð honum fótakefli, því hún var eiginkona Rog- ens Ravards. Snemma morguns, þegar bóndi hennar var ekki vaknaður, vantaði hana peninga til að borga heimsendar vör- ur. í stað þess að vekja hann fór hún í veski hans til að ná í peningaseðil, en þá datt lítil ljósmynd á gólfið. Húr tók hana upp og ætlaði að koma henni fyrir aftur, en sá þá að þetta var mynd af goskarlinum í birgðageymslunni þar sem hún starfaði. Nú var hún í Mípu, hún vissi að maður DANSAÐÁ DRAUMUM Hln hjúkrunarkonan náði henni og hló, móð og másandi. — Hvert í ósköpunum ertu að flýta þér svona? Ertu að hlaupast á brott? spurði hún. — Efcki alveg, svaraði JiE. Ég ætalði aðeins að fá mér dálítið frískt loft, meðan tími gefst. En Judy 0‘Farrell, sem hafði verið bezta vinkona Jill, frá því að þær byrjuðu sem hjú'krunar- nemar í St. Monica, lét ekki gabba sig. — Hvað er að? spurði hún, og blá augu hennar sem venju- lega voru hlæjandi, rannsökuðu andlit vinkonu hennar áhyggju- fulL — Þú hefur þó efcki verið tek- in fyrir? Ég sá, að þú fórst inn til yfirhjúkrunarkonunnar. — Nei, guð hjálpi þér! svaraði JM, síðan reyndi hún að losa sig úr klípunni með því að slá öllu upp í grín. — Ég hef ekki verið rekin fyr- ir að vanrækja sjúklinga mína, eða daðra við karlpersónur starfs liðsins! — Spítalinn mundi sannarlega hrynja, ef það gerðist elskan. Þú ert areiðanlegasta og virðulegasta veran í honum, sagði Judy. En HERMINA BLACK ef yfirhjúkrimarkonan sendi eftir MÉR, þá þyrfti efcki að segja þér, að allt væri í báli og brandi! Hin rauðhærða og bláeyga Judy var fæddur írsfcur uppreisnarsegg ur með ótafcmarkað magn af góðu skapi, sem var alltaf að koma henni í vandræði. — Jæja, hvað vildi hinn mikli hvíti höfðingi þér? spurði hún. Jill gat ekki gert að sér að brosa, þó að hún hristi höfuðið ávítandi þegar hún svaraði: Það á að setja mig yfir nýjan sjúkling. Dansmærin Sandra St. Just er væntanleg hingað til að ganga undir uppskurð. Judy glennti upp augun. — Sjálf St. Just! Það er aldr- ei! Hver er sfcurðlæfcnirinn? Eða eiga allir læknar Haxley Street að vinna verkið? — Nei! Augu Judy glömupðu. — Segðu mér meira, Jilly. Frænka mín er í St. Monica, og hún segir að hann sé laglegasti lyflæknirinn, sem hún hefur séð, — ég meina skurðlæknir. Litla hjartað mitt er þegar farið að slá ótt og títt. — Þvaður! sagði Jill hvasslega og reyndi að telja sjálfri sér trú um, að ef hún gæti talað um hann á þennan hátt, þá hlyti allt að vera í lagi, og það væri aðeins áfallið, sem hefði komið henni úr jafnvægi. — Hann hefur engan tíma fyrir kvenfólk og i augum hans eru hjúkrunarkonurnar aðeins vélar, — en guð hjálpi þeim samt, ef þeim verður eitthvað á! — Ekki láta litla stúlku verða fyrir vonbrigðum, bað Judy. Þú þekkir þó tilihneigingu mína til hetjudýrkunar. En Kathleen segir samt, að hann geti verið hræði- lega óheflaður, en þegar hann er elskulegur, gleymir maður því samstundis og fellur flatur fyrir honum! — Og þá stígur hann yfir þig og furðar sig á, hvaða ójafna þetta hafi verið á gólfinu, sagði Jill þurrlega og óskaði, að hjarta hennar gæti slegið eðlilega. Judy greip lokkandi um hand- legg hennar. — Segðu mér elskan, — Er draumur hverrar stúlku um ástar ævintýri á spítala? — Vertu ekki svona barnaleg! Jill losaði sig og rödd hennar, sem var venjulega svo viðkunnanleg, var nú kuldaleg — Hann er harður sem stál og hugsar aðeins um vinnuna. Og það er tími til kominn, að þú hættir að falla í trans fyrir lækn um. Það er óafsakanlegt. Ef ég vissi ekki, að það gerði engum mein — — Ekki vera reið — það ætti að vera leyfilegt, að láta sig dreyma. Ekki skamma ég þig, þó hugmynd þin um skemmtun sé fólgin í heiðursmerkjum og spít- ala til að stjórna! En það átti ekki við Judy að vera gröm lengur en stutta stund og andartaki síðar var hún garin að reyna að lokka JM aftur. — Er hann mjög laglegur? Jill gat ekki annað en hlegið. — Þú ert óforbetranleg, til kynnti hún. Og það, sem þú þarfn ast, er löðrungur. Hann er — mjög sérstakur. En gleymum þvi — Þú munt sjá nóg af honum næstu vikurnar. Og —þó ég viti, að þetta verður mjög athyglisvert tilfelli, — þá er þér velkomið að taka það að þér, ef yfinhjúkrunar fconan samþykkir það. — Yndisleg von! andvarp- aði Judy. En ég þori að veðja, að það er ekki til sú hjúkrunarkona, á þessum stað, sem vildi ekki fús lega fóma augntönninni fyrir að vera í þínum sporum. Þó skurð- læknirinn væri ekki talinn með, þá hlýtur að vera dásamlegt að fá að hjúkra Söndru St. Just — marg ar frægar persónur munu koma að heimsækja hana. — Jæja, þið getið allar beðið um eiginhandar undirskrift, þeg ar hún er orðin nógu hress, sagðí JM. Eg verð að þjóta núna, eg er búin að slæpast allt of lengi. — Og hún hraðaði sér á brott, þakklát fyrir að vera laus. Hún hafi bjargað sér vel frá þessu, þvi þrátt fyrir ærs) vinkonu sinn ar vissi hún, að Judy sá oft raik- ið meira en henni var ætlað. Það var gott, að hún hafði yfirgefið St. Moniac, áður en Vere Carring ton kom til sögunnar, og vissi ekkert um ástæðuna fyrir þvi, að hún — JM — hafði skyndilega ákveðið að yfirgefa London. Ef hún hefði aðeins getað beðið yfihhjúkrunarkonuna að láta ein hverja aðra taka að sér þetta „merkilega tilfelli“, ef hún að- eins gæti fundið afsökun til að biðja hana þess, jafnvel núna, á síðustu sundu. En hún gat imnyd að sér óánægða rödd yfirfijúkrun arkonunnar svyrja kuldalega: '— En systir Porster. Hvaða ástæðu hefur þú fyrir þvi að vilja ekki taka þetta tilfelli að þér? Og hvernig gæti hún svarað: — Ég get efcki þolað það, vegna þess, að ég bar vUlta og vonlausa ást í brjósti til Vere Carrington, — og veit ekki hvernig ég á að geta hitt hann aftur, á hverjutn degi, þó svo hann vissi aldrei, að ég væri til — Þegar allt fcom til alls, hafði hún gefið upp á bátinn allt, sem henni var kærast i St Monica, þannig. að hún mætti læknast af þessari leyndu ást, sem, þvert á móti vilja hennar, hafði vaxið, og vaxið. unz hún ógnaði með bví, ÚTVARPIÐ ÞrtCjudagor 19. aprfl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Við vinnuna. 14. 40 ViS, seim heima sitjum. :5.00 Miðdegis- útvarp. 16.30 BfSdegis útvarp. 17.20 FramburSarkennsIa í dönsku og ensku. 18.00 Tónlist artími barnanna. GuSrún Sveins dóttir stjórnar timanum 18.30 Tónleikar. 19.20 VeSurfregnlr. 19. 30 Fréttir. 20.00 Einsöngur f út- varpssal. EiSur Á. Gunnarssor ssragur viS undirleik GuSrúnar Kristinsdóttur. 20.20 Dagskríi um Jónas GuSlaugsson skáld. GuS- mundur Gislason Hagalin Hyiur erindl um skáldiS.. GuSrún GuS laugsdóttir og Jón Júliusson lesa úr verkum Jónasar GuSIaugsson ar. 21.20 FiSlukonsert nr. 1 i g- moll, op. 26 eftir Max Bruch. Isaac Stern og Fflharmoniuhljóm sveitin leika; Eugene Ormandy stj. 21.45 LjóS eftir erlend skáld Þóroddur GuSmundsson þýddi. Andrés Björnsson les 22.00 Frétt ir og veSurfregnir. 22.10 „Heltar slóðarorusta“ eftir Benedlkt Gröndal. Lárus Pálsson ietkari les (11). 22.35 „Skerjagarðsróman tfk“ — Gösta Westerlund, Erling Grönstedt o. fl. teika harmoniku lög 23.00 Á hljóðbergi Björn Th. Björnsson listfræíflngur velur efn ið og kynnir. 23.40 Dagskrörtok. MtSvikudagur 20. april 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hád«*gis útvarp. 13.15 Við vinnuna. 15 00 Miðdegisútvarp. 16.30 SiSdegisút- varp 17.20 Framburðar kennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þing fréttir. 18.00 Útvarpssaga barn anna: „Tamar og Tóta“ Sigiirðut’ Gunnarsson kennari les eigin þÝð ingu (10). 18.35 Tónleikar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir. 20. 00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Efst á baugi B. GuSmundsson og Björn 16- hannsson tala um erlend málefni 2035 „Heljarslóðarorusta“ eftir Benedikt Grönda) Lárus Pátsson leikari ies niðurlag sögunnar * 12> 21.00 Dagskrá báskólastúdenta sfðasta vetrardag. ávarp. S-.úd- entakórinn syngur erind) um hagsmunabaráttu stúdenta. ”ætt við Pétur Þorsteinsson lögfr og Birgi tsl Gunnarsson. hdl Glatt á hjalla skemmtiefni 22.00 Fréftir og veðurfregnir 22.10 Lö* unga fólksinr Bergur Guðnason kynnir 23.80 Dagskrárlok. ^■■■■■■■■■■■■■■Hna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.