Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. aprfl 1966 „SÉ EG EFTBR SAUÐUNUM..." í fyrstu igreinunum var noki uS rætt um möguleika lands ins, nú verður vikið að ei'nstök um búgreinum. Áður var á það bent, að landið væri bezt fallið til grasræktar. Kvikfé breytir grasi í mat oig aðrar afurðir. Það er fróðlegt að sjá, hvernig fiólkið og búféð varð samrýmt og aðlaðaðist landinu. Til foma var hér svínarækt, og naut griparækt var þá þýðingar- meiri en sauðfjárrækt, en eftir því sem aldirnar liðu liurfu svínin og sauðfé sótti á miðað við nautgripina. Sauðkindin nýtti alla kosti landsins bezt, fullnægði öllum þörfum fólksins bezt og fólkið nýtti af henni hvert tangur og tetur. Það kunni líka að geyma allar afurðir hennar á snilldar legan hátt, skyrgerð og slátur gerð eru frá sjónarmiði mat- vælafræði og gerlafræði sniild arlegar uppfinningar. En saga sauðfjárins þessa bjargvættar þjóðarinnar um margar kaldar aldir er alls ekld öll. Margir þykjast sjá enn vaxandi hlutverk fyrir það í framtíðinni. íslenzka sauðféð starfar, eins eins og allt okkar búfé, xrá því sem hingað var flutt á land- námsöld, þó hefur með vissu orðið nokkur blöndun af erlend um. En að mestu hefur stofninn haldizt einangraður í yfir 5000 ár. Þessu fylgja bæði kostir og gallar, kostirnir eru fólgnir í mikilli aðlögun að umhverfinu, svo sem gerð ullar, dugnaði og beitarþoli við erfið s'kilyrði, gallar eru viðnámsleysi stofns ins gegn ýmsum sjúkdómum vegna einangrunarinnar. fslenzkt sauðfé er tvímæla- laust búið mörgum kostum, það er frjósamt í meira en meðal lagi, lömbin vaxa hratt, og er það sjaldgæft ef ekki óþekkt hjá erlendum kynjum, að lömb sem ganga á órækt.uðu lar.di, gefi góð föll svo ung sem hér. Kjötgæðin eru fullkomlega sambærileg við það, sem erlend is gerist, og íslenzka dilkakjöt ið er betra en kjöt af flestum erlendum fjárkynjum. íslenzka kjötið er fíngert og fitan laus við ullarbragð og tólgarbragð, en fita sumra fjárlcynja hefur þá galla. Þá hefur verið talað um sérstök bragðgæði vegna fjölbreyttra beitarjurta, sem ís- leiKka féð hefur á fjöllum uppi, en ekki er þetta þó sannað og væri hér full þörf rannsóknar eins og á fleiri sviðum. Marg ir vilja byggja á þessum sér- einkennum og gæðum við aug lýsingu kjötsins og sölu, og er það ekki að ustæðulausu. Því að þó ósannað sé, að bragðbetra kjöt fáist af lömbum, sem bitið hafa göfug kjarngrös á heiðum en hinum, sem þanið hafa vömb sína á túngresi eða káij í lágsveitum, þá er hitt vfst, að íslenzkt lambakjöt er mikil bæðavara, er fullkomlega gæti staðið fyrir nafni, ef vel væri auglýst. En til þess þyrfti að- eins að vera hægt að bjóða svo mikið kjöt, að það gæti verið á markaðinum erlendis allt árið, svo að hægt væri að kynna það undir ' sérstöku nafni. En til þess þyrfti einmitt að stórauka framleiðsluna, þá fyrst gæti hún staðið undir lcynningar- kostnaði og markaðsöflun. Þá er að nefna aðrar afurðir sauðfjárins en kjötið, það eru ull og gærur. Á öld sífjölbreytt ari og fullkomnari gerviefna mætti láta sér detta í hug, að þessar vörur yrðu verðlausar eða verðlitlar. Ekkert bendir þó til þess, heldur þvert á móti, að þær muni halda gildi sínu og jafnvel auka það eftir því sem tímar líða og þær verða hlutfallslega sjaldgæfari. Áður voru húsigögn, vagnsæti og síðar bílsæti oft klædd leðri eða skinni, en fáir munu nú hafa efni á slíkum munaði að aka bíl, sem klæddur. er ekta leðri á 'sætum. S)dnn "rriúnu' alltaf hafa nokkuð frám yfir gerviefni, þó að góð verði. íslenzka ullin er sérstæð, það gefur henni strax gildi, við höfðum heimilisiðnað, sem vann úr ullinni samkvæmt sér kostum hennar. Nú er unnið að rannsóknum á því, hvernig þetta megi takast í verksmiðj um. Það er mjög mikilvægt, að þetta takist, svo að íslenzkur iðnaður geti nýtt séreinkenni íslenzku ullarinnar og gert úr henni gæðavörur, sem seljast á erlendum mörkuðum. Það ræð ur úrslitum fyrir frumatvinnu veg þann, sem hráefnið skapar, hvernig hinum atvinnuvegun- um tekst til iðnaðinum að vinna vel úr hráefninu og verzlun- inni að afla markaðar og dreifa vörunni á ódýran hátt. Ullin. hefur hér verið mjög vanrækt, bæði hvað kynbætur fjárins, hiTðingu hennar og verðlagningu snertir. Þarna má ná miklum framförum á skömmum tíma, og þær munu nást, aðeins ef ullin fæst greidd á góðu verði. Rannsóknir hafa þegar sýnt, að mjög auðvelt er að bæta ullargæðin með kynbót um. Sömuleiðis utlarmagn af hverri kind. Með hækkuðu verði á ullinni mundi hún verða betur hirt og kæmi þá meira til skila. Vetrarrúningur verður upp tekinn á næstu ár- um á öllu yngra fé og þá nýtist ullin einnig betur. Mjög svipað er að segja um gærurnar og ullina. Sömu kyn bætur og gerðar væru til að bæta hvítu ullina munu stór bæta hvitu gærurnar. Úr grá um gærum og ýmsum skraut gærum má fá mjög verðmæta vöru- Með kunnáttu og snjöll um iðnaði má margfalda allar gærur að verðmæti áður en Framhald á bls. 12. TÍMINN BRÉF TIL BLAÐSINS MINKURINN Á ALÞINGI Ég hygg að margur íslendingyr haíi orðið undrandi þegar fram kom á Allþingi tillaga um að leyfa á ný minkaeldi á íslandi, og marga hef ég heyrt varpa fram þessari spurningu. — Er íslendingum ómögulegt að læra af reynslunni? Það er eðli legt að svona sé spurt eftir þá sorglegu reynslu sem orðið hef ur af minkaræktjnni hér. Ber það vott um að íslendingar geti talizt menningarþjóð þegar nokkr ir af forráðamönnum þeirra telja sig þess umkomna að virða að vettugi tillögur sérfróðra vís- indamanna um innflutning minka en hlaupa eftir vilja ágjamra fjár plógsmanna sem ekkert hirða um þó þeir valdi fjölmörgum tjóni, ef þeir geta hagnazt eitthvað .sjálfir? Ég las það nýlega í blaðagrein um þetta minkamál að líklega væri tjónið sem minkurinn gerði, ekki eins mikið og af væri látið. Sá sem þetta hefur ritað hefur áreiðanlega ekki verið kunnugur þeim hervirkjum sem minkurinn gerir, eða þá að hann er að reyna að ná í lélegt hálmstrá til að fljóta á til að verja minkinn. Ég ætla að segja hér frá, aðeins einu dæmi af mörgum, til að sýna hvað miklu tjóni minkurinn getur valdið. Flestir munu hafa heyrt að Slútnes í Mývatni er af mörgum talinn einn af fegurstu stöðum á landinu. Þar var mjög mikið og fjölbreytt fuglalíf og þúsundir af mörgum andategundum áttu þar hreiður sín, og Þó eigendurnir skildu þar eftir 4 til 5 egg í hverju hreiðri, þá voru þá tekin þarna allt að 10.000 andaregg á sumri þegar mest var. (Til eru skýrslur yfir þessa eggja töku í meira en 60 ár þar sem tilgreint er hvað mörg egg eru af hverri tegund). Þegar minkurinn komst í eyj una, minnkaði varpið svo að eitt sumar voru aðeins tekin 12— tólf — egg úr eyjunni. Það er líklega flestum ljóst hvert tjón þetta er fyrir eigendurna og þetta hafa þeir orðið að þola bótalaust. Marg ar jarðir í Mývatnssveit hafa á sama hátt orðið fyrir miklu tjóni af völdum minkanna og hvað svo um æðarvörp víðsvegar um landið — silung í ám og vötnum og svo allar laxaárnar sem að líkindum geta gefið af sér meiri tekjur en öll minkabúin, er hér verða reist. Það tjón sem verður á lax og sil ungsveiði af völdum minkanna er áreiðanlega engin leið að meta, af skiljanlegum ástæðum. Það á að reyna að telja almenningi trú um að svo vel verði um allt búið að engin hætta sé á að nokkur minkur geti sloppið úr búrunum. Þetta eru nákvæmlega sömu rok in sem minkaræktarmennirnir vildu fyrir þrem áratugum, fá landsmenn til að trúa. En það er öllum fullkunnugt að þetta voru eintóm falsrök. Ég held að nú muni flestir álíta að ennþá fari á sömu leið. Auðvitað verður að hafa mjög strangt eftirlit með minkaeldinu. Öruggir trúnaðarmenn merki minkana og minkaeigendurnir verða að sanna hver verða afdrif hvers minks. Ef svo veiðist merkt ur minkur sem þá sjáanlega hef- ur sloppið úr haldi, þá verði öll minkabú í landinu látin borga helminginn af þeim kostnaði sem fer til þess að eyða villimink- um. Ég held að minkaeigendurnir hljóti að sætta sig við þetta, — það er að segja, ef þeir trúa sín- um eigin rökum, að minkarnir geti ekki sloppið úr búrunum. Að öðrum kosti viðurkenna þeir að rökin séu yísvitandi fals. Sjálfsagt er að hvert lögsagnar umdæmi í landinu ráði því sjálft hvort reist er minkabú innan þess takmarka. Annað væri óþolandi gerræði og ólíklegt að menn létu troða svo á rétti sínum. Heyrt hef ég að minkaræktar mennirnir vilji fá að reisa minka bú í Vestmannaeyjum. Ólíklegt tel ég að Vestmannaeyingar almennt tækju slíkt í mál, og ef ætti að þröngva minkabúi á einhvern landshluta, þvert á móti vilja £bú anna, þá held ég að ennþá sé svo mikið víkingablóð í íslendingum að þeir rísi upp allir sem einn, taki höndum saman og láti hart mæta hörðu og reki af sér ósóm ann með valdi, ef það tekst ekki á annan hátt. Ég held að efcki sé hægt að telja þá þjóðholla menn sem fyrst fluttu minka til fslands, og urðu þar með valdir að minkaplág unni. Nú er útlit fyrir að nýir menn vilji gjarnan feta í fótspor þeirra, svo glæsileg sem bau eru. Á páskadag 1966. Jóhannes Sigfinnsson. Innflutningur flekuhúsa Fyrirspurn til dr. Jóhannesar Nordal Miðvibudaginn fyrir páska var haldinn aðalfundur Seðlabankans fyrir s.'l. ár og fylgdi dr. Jóhannes Nordal bankastjóri ársreikningum bankans úr hlaði með talsverðu hóli um viðreisnarstefnuna svo kölluðu. Ekki komst bankastjórinn þó hjá að viðurkenna, að víða hefði viðreisnin strandað, en leið irnar til úrbóta taldi hann þó að lægju í lítt breyttum viðreisnar farvegi. Ein af hinum nýju viðreisnar ráðstöfunum, sem doktorinn benti á, er ,hin 20 ára gamla tilraun, að flytja inn tilbúin flekahús. f ræðu sinni taldi Jóhannes þessa til- raun mjög þýðingarmikla í því skyni, að lækka byggingarkostnað inn og „auka framboðið á hús- næði“. Aðra leið til úrbóta í húsnæðis vandamálinu benti doktorinn ekki á í ræðu sinni, þótt vitað sé, að hér er um stórmál að ræða, sem flestu öðru fremur veldur óstöðv andi verðbólgu. Með því að doktorinn og banka stjórinn telur innflutning flcka- húsa helztu og tiltækustu lausn ina á þessu stóra máli, leyfi ég mér að beina til hans eftirgreind um spurningum: 1. Hvar á borgarlandinu leyfir borgarstjórnarmeirihlutinn i R- vík að reisa einnar hæðar flekahús án steyptrar kjallarahæðar ? 2. Hvar leyfa hin sömu borgar yfirvöld að reisa slík innflutt timburhús þótt steyptur kjallari sé undir þeim? 3. Hver er verðmunurinn á hin um innfluttu flekahúsum staðsett uim og fullgerðum hér og jafn stór um húsum byggðum úr innlendri steinsteypu? 4. Hefir Efnahagsmálastoínun ríkisins ekki gert áætlanir og skýrslur, almenningi til leiðbein ingar, varðandi umrætt viðreisnar snjallræði til lausnar húsnæðis- vandamálinu, og hvar er hægt að fá slíkar leiðbeiningar? Ekki efa ég, að doktorinn hafi kynnt sér árangurinn af samskon ar tilraun og hér um ræðir, sem gerð var fyrir ca. 20 árum. Þá var það „nýsköpunin“ en ekki „við- reisnin" sem gerði mislukkaða til raun í þessu efni. Gamall draiigur er aldrei nýr, en þó cr tatið að hann geti breytzt til betri vegar, og má vera, að svo sé í þessu efni. Vafalítið er doktornum ljóst, að því aðeins kemur umrætt við- reisnar snjallræði að notum, að það hafi áhrif til bóta í Reykja vík eða á þenslusvæðinu við Faxa flóa, því að ekki er þess þörf þar sem íbúðarhúsin eru yfirgefin mannlaus vegna aðstreymis að Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbrightstofnun) til- kynnir, að hún muni veita terða- styrki íslendingum, sem fengið hafa inngöngu í háskóla eða aðr- ar æðri menntastofnanir í Banda- ríkjunum á námsárinu 1966—67. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostnaði frá Reykjavík til Faxaflóasvæðinu. Einnig mun doktornum . ljóst, 'að leyfi til að flytja inn hús, sem bannað er að setja upp, t. d. í Reykjavík eða nágrenni, leysa iitið vandann fyrir þá íslendinga, sem mest vanta húsnæði nú. Máske eru það lfka ekki íslendingar, sem hafð ir eru í huga þegar ákveðið er að fljrtja inn tilbúin hús með lágum tolli, heldur hinir væntanlegu erlendu atvinnurekendur í okkar landi. Eg er leigjandi og hefi um skeið leitað að möguleikum til að ná eignarhaldi á þaki yfir höfuð ið á mér og minni fjölskyldu. Eg varð bjartsýnn í þessu efni þegar vextir voru lækkaðir á lánum Hús næðismálastofnunar ríkisins, en nú er upplýst, að þeir vextir geta farið í 60% á ári með áfram haldandi viðreisnarstefnu. Veldur þvi vísitöluákvæði lánanna. Ný von vaknaði hjá mér um viðundandi húsnæði, er ég heyrði fréttina um flekahúsin, en brennt bam forðast viðreisnareldinn op hrunadansinn í kringum hann. Þess vegna bið ég um svar við framangreindum spurningum. þeirrar borgar, sem næst er við- komandi háskóla og heim aftur. Umsóknareyðublöð eru afhend á skrifstofu menntastofnunar Bandaríkjanna, Kirkjutorgi 6. 3. hæð. Umsóknirnar skutu síðan sendar í pósthólf stofnunannnar nr. 1059, Reykjavík fyrir li> maí n.k. S. Ferðastyrkir til Bandaríkjanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.