Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 9
MUÐJTTDAGTJR 19. anrfl 1966 ræfr* timinn tmm mem UPPSALABRÉF FRÁ LÁRUSS JONSSYNI: Hinar miklu frosthörkur í Svíþjóö og sundunum í kringum landiö höfðu mikla erfiöleika í för með sér. Hér sést þyrla aðstoða skip f Eyrar- sundi. Það er orðið langt síðan ég seinast hrjáði lesendur Timans með bréfi héðan. Ekki hefur þó viljann vantað. Ferðalög og þrálátt kvef hafa hamið anda- gift og skrifkláða. Veðrið. Á hverju ætti ég að byrja ef ekki veðrinu? Veturinn hef- ur verið sá lengsti, sem menn muna. Brast á með hörku frosti aðfaranótt 16. nóvember. Frost- unum linnti um 20. febrúar, síðan hafa verið umhleyping- ar, kalt um nætur, snjókoma og leiðinda tíðarfar Kuldamet hafa skráðst flestar nætur og hvern mánuð. 30 stiga frost hefur ekki verið óvenjulegt í Uppsölum. Snjóþyngsli voru (eru) óvenjuleg. ísalög til baga samgöngur á sjó til Finnlands lögðust niður um tíma. Mest umtal hafa erfiðleikar járn- brautanna vakið. Snjór var fyr ir þeim sem öðrum farartækj- um. Engar áætlanir stóðust. Seinkanirnar komust upp í dægrið. Tilviljunum undirorpið hvenær Uppsalabúar, sem vinna í Stokkhólmi, komu til vinnu sinnar, eða heim að kvöldi. Of an á allt þetta bætist, að það er eins og járnbrautariestirn- ar og teinarnir fari illa saman í miklu frosti. Viðnámið eykst og allt slitnar meira niður. Eimreiðirnar voru svo illa farnar þegar veðrabrigðin koniu að nokkrir kuldadagar til hefðu valdið algerri ringulreið. Ekki bætti úr skák fyrir fyrirtækinu að það tók í notkun nýtt stjórn- arkerfi við aðalstöðina í Stokk- hólmi í nóvember um sömu mundir og veturinn skall svo óvænt á. Allt hefur þetta farið mjög í taugar ferðamanna og járnbrautirnar fengið orð í eyra. Ég skil msbtavel þann starfsmann þeirra, sem fannsí undarlegt að enginn æmtir eða skræmtir þegar sjóferðir til Finnlands leggjast niður, en allt verður vitlaust þegar sömu vetrarhörkur setja járnbrautirn ar út af laginu. ^ Kjarabarátta. Það er harka í fleiru en vetri konungi. Aldrei hefu. gengið verr að ná samkomulagi um kaup og kjör síðan 1945 að ekkert samkomulag varð. 1945 var seinasta stórverkfall í Svíþjóð. Þess ber að gæta að þá stóð hátt baráttan um verkalýðshreyfinguna milli kommúnLsta og sósíal- demókrata. Verkfallið var af pólitiskum toga að undirlagi kommúnista. Síðan liafa sósí- aldem. náð algerum ráðum i öllum verkalýðssamböndum. Það er aðeins í vissum ein- stökum félögum að baráttan geisar við hverjar stjórnar- kosningar. Verkfallið 1945 var langdregið og harðsótt. Það náði til málmiðnaðarmanna. Þrátt fyrir þó nokkur verkföll síðan. sem ekki hafa þó talizt meirí háttar, er sænsk kjarabarátía víðfræg orðin fyrir friðsemd. Framkvæmdastjóri vinnuveit- endasamtakanna (vv) Kugel- berg og formaður verkalýðssam takanna (LO) Arne Geijer hafa m. a. ferðazt hönd í hönd um þver og endilöng Bandarfki Norður-Ameríku og lýst þvi hvernig þeim ávallt tekst að semja án verkfalla. Báðum mun því nokkuð í mun að enn semjist. Eitt af aðalvandamálum í ár er launaskriðið, þ.e. sú launa- hækkun, sem á sér stað á samningstímabilinu, umfram samninga. Þetta iaunaskrið er ójafnt og fer eftir atvinnu- greinum sérstaklega og á sér auðvitað margar rætur, ein er skortur á vinnuafli, önnur mis- munandi afkoma atvinnugreina og þar af mismunandi sam- keppnisaðstaða um vinnuaflið. Munurinn í launum milli hinna ýmsu iðngreina eylcst og eykur óánf gju manna. Á sein asta samningstímabili var hin samningsbundna launahækkun hófleg, meðan launaskriðið var til muna stærra.LO túlkar þetta svo að möguleikarnir til launa hækkanna voru betri en vv vildu vera Iáta og vill ekki láta þetta endurtaka sig. Hvor ugum aðilanum er vel við launaskriðið, a.m.k. opinber- lega LO lýsti fljótlega yfir að lágu launin yrðu aðalatriði samninganna í ár. Þetta hefur að sjálfsögðu tvær hliðar. Ef gjaldþol þessara iðngreina er svo lítið, sem hið litla launa- skrið bendir til, þá er . hætt við að mörg heltist úr lestinni Það er bara gott og blessað, segir LO. Vinnumarkaðnum er þann veg farð í dag, að nú er hentugur tími að leggja niður fyrirtæki, þ.e. sársaukalítið frá hagfræðilegu sjónarmiði, og hví skyldi þá halda uppi litt arðbærum fyrirtækjum, þegar hægt er að flytja inn vörurnar, og veita fólkinu atvinnu, sem gefur meira í aðra hönd? Sænska ríkið rekur mikla starf- semi til þess að endurþjálfa fólk, sem orðið hefur atvinnu laust i iðngrein sinni, og þarf að leita inn á nýjar brautir. Talsverðu fé er varið til þess arna. Vv lýstu því yfir að mógu- leikar á launaþækkunum væru mjög litlir og kröfðust fram- lengingar á samningum. Fljót lega komu aðilar sér saman um að ástæðu- eða þýðingar- laust væri að halda afram samningum. Ríkisstjórnin til- nefndi sáttanefnd, sem gerði ýmsar tilraunir með ýmsar nýj ungar. Hinar helztu nýiungarn ar voru þær að láglaunafólk fengi meiri hækkun nú og að þeir, sem ekki nytu góðs af launaskriðinu, myndi fá upp- bót eftir þvi sem liði á samn- ingstímabilið. Þá kom það at- hyglisverða i ljós að hálauna verkalýðsfélög voru mjög hik- andi allt að þvi neikvæð, en láglaunafélögin voru iákvæð. Hálauna iðngreinar voru frem- ur jákvæ'íar, en láglauna og miður arðbærar greinar nei- kvæðar. Allt er þetta auðskilið, því að hver litur mest til eig- in pyngju. Það fer varla á milli mála að þessar samningaumleitanir hafa dregið fram í dagsljósið eitt meiri háttar vandamál laun þegasamtakanna, þ.e. hina „sol idarisku“ kjarabaráttu, allir fyrir einn og einn fyrir alla. Það er sýnilega erfitt að fá hálauna greinar iðnaðarins að slá af kröfum sínum, til þess að auðvelda hinum verr settu að rétta sinn hlut. Hvað um þetta. Sáttanefnd- in gafst upp. LO bannlýsti yf- irvinnu í vissum atvinnugreinu Vv svöruðu með verkbanni, sem á fáum vikum hefðu náð til sjö hundruð þúsund manna. Þetta þótti hart fram geragið, Hitt vakti þó meiri furðu að framkvæmdastjórinn Kufel- berg gaf þá skýringu að st:y»*n- arfarið i landinu væri þa*=ig, sívaxandi skattar og alls >v*ns álögur, að nú yrði að si^na við fæti. Ástæðan virtist þ.mnig pólitísk fremur en greiðsluþol atvinnuveganna Fannst sumum að Kugelberg ætti að láta stjórn og Ríkisdag um að ráða þeim málum á sama hátt og ríkisstjórnin lætur aðila vinnu- markaðsins um kaupið. Samtím- is var svo dylgjað um öað að 9 9 kröíur uO væru ai pólitiskum S rótum með tilliti til kosning- 3 anna í haust. W Þegar búið var að lýsa vfir R formlega vinnustöðvun tók g sáttanefnd aftur til starfa og 3 stríðsaðgerðum var frestað ril B þess. en hún hafði gert sitt. í fyrrakvöld lagði svo sátta- nefnd fram úrslitatilboð. Aðeins jj skyldi sagt já eða nei, öllu b var slegið inn í einn pakka jj -Eftir góðan umhugsunarfrest tóku báðir tilboðinu, með f| .nokkrum fyrirvara. Það er :mj ög ótrúlegt að þetta bresti héðan af. Það eru einkum þrjár nýj- ungar í samkomulaginu. Það ;er samið til þriggja ára, sér- :stakar aðgerðir til þess að rétta jhlut hinna láglaunuðu, og að :vinnutíminn er styttur með :samningum í staðinn fyrir með lagasetningu, sem hingað til hef ur verið hið venjulegasta. Vinnutíminn er nú 45 stundir á viku, verður 1. febr. 1967 styttur um 50 mínútur án þess að vikukaupið lækki, næstu 50 mín falla 1. feb. 1968 einnig þá með óbreyttu vikukaupi, síð- asta styttingin, sem þetta sam- komulag nær til, kemur svo 1. jan. 1969. Auk þessa kemur svo viss kauphækkun og auka- hækkun til hinna lægst laun- uðu. Næsta ár fá svo þeir, sem ekki njóta launaskriðs þetta ár, uppbót. Þótt þessari tillögu verði endanlega tekið, þá er samt eftir að skipta kökunni, það gera starfsgreinasamtökin með samningum við sína at- vinnurekendur. Það hefur verið reiknað út að allt sem allt þýðir þetta einn milljarð í aukin útgjöld fyrir þá atvinnurekendur, sem sem samkomulagið nær til ár ið 1966. Ríkisstjórnin hefur lofað harðvítugri baráttu gegn verð- hækkunum, það er bara að bíða og sjá hver árangurinn verður ^ Þó að útkoman sé nú nokk- uð gefin fyrir verkalýðssamtök in, þá á skrifstofufólk eftir að semja sem og opinberir starfs- menn. Samtök háskólamennt- aðra manna hafa verið í stríðs- skapi fyrir hönd þeirra með- lima sinna, sem eru í starfi hjá ríkinu. Því er haldið fram að kaupmáttur launa þessa íólks hafi minnkað hin síðari ár. Opinberir starfsmenn hafa nú fengið verkfallsrétt og ýms samtök, sem áður höfðu hægt um sig hafa nú innheimt skatta af meðlimum sínum til styrktar stríðssjóðnum sínum. Framhaldssögurnar. Tvær hef ég haft framhalds- sögumar í þessum bréfum mín um og verður ekki út af brugð- ið í þetta sinn. Wennerström, sá hinn frægi njósnari, var dæmdur í ævi- langt fangelsi. Það segir sig sjálft, að þetta hafði tals verða breytingu a lifnaðarhátt- um hans, enda var hann sam- kvæmismaður í bezta lagi. Hon- um var sýndur sá heiður að klefi hans var endurbættur sérstaklega og mun hann ram- gerr. I fyrstunni mun hann hafa sleikt umslög, siðan tók hann að skrifa endurminningar sínar, sem hann skrifaði í bréf- formi og sendi konu sinni, að hún mætti láta þær birtast að vild og hirða ritlaunin, því að allt, sem Wennerström fær, h hirðir ríkið upp í skaðabæt- j| urnar. Heldur munu þessar 1 endurminningar, sem eiga að B fjalla um njósnirnar, vera | Framhald á bls. 12. B LENGSTIVETURI MANNAMINNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.