Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 1966 TÍMINN Rafgeymarnir hafa verið ■ notkun hér á landi i rúm erjú ár Reynslan hetur sannaS aS þeir eru flokks aS efni og frágangt og fullnægja ströngustu kröfum úrvals rafgeyma. TÆKNIVER, Hellu. Sími í Reykjavík 17976 og 33155. Rýmingarsala Stór lækkað verð LAUGAVEGI 66. ÚR — KLUKKUR og margt til fermingar- gjafa. Póstsendum MAGNÚS ÁSMUNDSSON, úrsmiður, Laugavegi 66, Ingólfsstr. 3. Lausar stöður Staða deildarstjóra og yfirtollvarðar við tollgæzl- una í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Einnig nokkrar tollvarðastöður vegna fyrirhugaðrar aukningar tollgæzluliðsins. Umsóknarfrestur til 10. maí n.k. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Ungir menn með góða undirbúningsmenntun ganga fyrir um tollvarðastöðurnar. Umsóknareyðublöð fást hjá skrifstofustjóra toll- stjóra, Arnarhvoli, og tollgæzlustjóra, Hafnarhús- inu, og skulu umsóknir sendar til annars hvors þeirra. Tollstjórinn í Reykjavík. MATRÁÐSKONA Viljum ráða matráðskonu að mötuneyti um 3ja mánaða skeið. Upplýsingar gefur STARFSMANNAHALD SÍS. Eigendaskipti standa fyrir dyrum að tveggja-herbergja íbúð á jarðhæð í öðrum byggingaflokki félagsins. Félags- menn, sem vilja neyta forkaupsréttar. hafi sam- band við Guðmund Óskar Jónsson, í síma 33387, fyrir 25. apríl n.k. Byggingarsamvinnufélag atvinnubifreiðastjóra. Gangastúlku vantar til starfa í Heilsuhæli N.L.F.Í., Hveragerði, nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu Heilsuhælisins, Hvera- gerði. Brúðarkjóll Hvítur blúndukjóll, hálfsíður, til sölu. Upplýsingar í síma 3 65 43. Ríkisjörðin Alftavatn í Staðarsveit er laus til ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefnar í jarðeignadeild ríkisins, í Landbúnaðar- ráðuneytinu. :n 111 T I T >-< ►H -< ■-< >-< ►-< --< >-« (slenzli frtmerki or tvrstadagsum SlÖR Eríenð frtmerkl Innstungubækur mlkln örvall FRÍMERKJ ASAI.AIV Læktarsötu 6A «-« <-< >-< >~< >-< <-< H iT I I XX X I I 1 Bændur Duglegur og samvizkusam- ur 12 ára strákur vill Kom- ast í sveit. Upplýsingar í síma 40389. ,»í Á VÍÐAVANGI „Listi unga fólksins" Bjarni forsætisráðherra hefur upp ástaróð til unga fólksins f Reykjavíkurbréfi sínu á sunnu daginn, og klökknar af hrifn- ingu yfir því, hve Sjálfstæðis flokkurinn sýni æskunni mik- inn trúnað með því að hafa ungt fólk á borgarstjórnarlista sínum. Er á forsætisráðherran um að skilja, að þetta sé alveg einstakur æskulisti. Maður sem las þetta gerði sér til gamans að reikna út hver væri meðalaldur fólks á lista íhaldsins og til samanburð ar, hver væri meðalaldur fólks á lista Framsóknarflokksins og komst að þeirri niðurstöðu, að fólkið á Framsóknarlistanum væri að meðaltali 7 árum yngra en fólkið á íhaldslistanum, og væri tekin 9 efstu sætin á báð um listunum var fólkið á Fram sóknarlistanum að meðaltali 2 árum yngra. Sést því á þessu, hvaða Iisti það er, sem er „listi unga fólks ins“ i borginni, en við íhalds- listann er ekkert sérlega ung- legt, nema þá þessi skrítnu skrif forsætisráðherrans um hann — þau eru mjög ungæðis- leg — eða öllu heldur barnaleg. Hefur veikt aðstöðu íslendinga Sigurður A. Magnússon skrif ar „rabb“ í Lesbók Mbl. s. I. sunnudag um álmálið og segir m a. svo um samningana: „Mér virðist sem sé liggja í augum uppi, að það hafi mjög veikt aðstöðu íslendinga í samn ningsumleitunum við sviss- neska auðhringinn, þegar þeir, sem að samningsgerðinni stóðu, fóru að útmála fyrir lesendum blaða sinna, hvílíkt himinsent hnoss alúmínið væri okkur. All ar þær greinar hafa vafalaust borizt svissnesku nefndinni meðan á samningsviðræðum stóð og sér hver maður í hendi sér, að ekki hafi það bætt að- stöðu íslenzku samninganefnd arinnar.“ „Trúboðskennd skrif" Og Sigurður segir ennfrem- ur: „Þó er hitt kannski ekki síð ur íhugunarvert, að með trú- boðskenndum skrifum sínum um alúmínmálið hafa íslenzkir formælendur þess raunveru- lega vakið víðtæka (og von- andi óþarfa) tortryggni í hug um margra íslendinga, því það hlýtur hver skyni borinn mað- ur að sjá i hendi sér, að samn ingurinn er hvorki eins hag- kvæmur né snurðulaus og full yrt er af „trúboðunum“. Með málefnalegri málflutningi áttu dagblöðin gullið tækifæri, sem þau létu fram hjá sér fara til að vekja traust alþjóðar með því að gera henni ljósa grein ■fyrir þeim mörgu og miklu vandkvæðum sem samningnum eru samfara ekki síður en kost unum. Slíkur málflutningur hefði fremur styrkt en veikt að stöðu íslendinga i viðræðunum við hinn svissneska auðhring. En vitaskuld varð hinn Iand- lægi pólitíski atkvæðakvilli (sem raunar er tómur misskiln ingur) heilbrigðri dómgreind og þjóðarhagsmununum yfir sterkari."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.