Vísir - 05.10.1974, Síða 8

Vísir - 05.10.1974, Síða 8
8 Vísir. Laugardagur 5. október 1974. Þetta eru the Three Degrees, sem nú eru hvað óðast að leggja heiminn að fótum sér. Three Degrees eru engir nýgræðingar i poppheiminum, þvi þær höfðu verið starf- andi 5 1/2 ár áður en Philadelphia plötu- fyrirtækinu tókst að klófesta þær. Abalmenn Philadelphia eru þeir lagasmiðirnir og upptöku- meistararnir Kenny Gamble og Leon Huff, sem að mestu leyti eru ábyrgir fyrir „The Sound of Philadelphia”, hinu sérstæða „soundi” sem er að finna á öll- um plötum fyrirtækisins og varð m.a. þekkt hér á landi vegna samnefnds lags. Þeir Gamble og Huff stjórnuðu upptöku og skrifuðu frægustu lögin á fyrstu plötu Three Degrees fyrir Philadelphia plötufyrirtækið. Má þar helzt nefna „Year of Decision, Dirty Old Man og When Will I See You Again”. Það var lagið „Dirty Old Man” sem fyrst tók á rás upp alla vin- sældalista en þegar það gerðist voru vinkonurnar að skemmta dátunum okkar uppi á Velli. Annars þýðir Three Degrees „Þrjár gráður”, en við höfum það eftir áreiðanlegum heimild- um að hitastigið sé miklu nær suðumarki þar sem Three Degrees eru að skemmta. MEÐ MÍNUM EYRUM Hann er doktor í tónlist Aftur hleyp ég i skarðið fyrir örn. í dag langar mig að kynna ofurlitið fyrir les- endum Three Degrees, George McCrae og Herbie Hancock. Allt eru þetta blakkir listamenn, sem ný- lega hafa hver i sinu lagi brotizt upp á topp sinnar list- greinar. Eins og þau hin sem kynnt eru hér á siðunni i dag, þá er Herbie Hancock er enginn nýgræðingur i tónlistinni og tónlistarlifinu. Einnig á hann það sameiginlegt með hinum að gangan upp á toppinn hefur ekki verið nein skemmtiganga. Herbie hefur i mörg ár veriö einn virtasti jass pianóleikari Handarikjanna og var þar til á þessu ári svo til ein- göngu þekktur meðal annarra tónlistarmanna og frekar litils hóps áhugamanna. Eftir að hafa spilað með flestum frægustu jassleikurum vestanhafs ákvað Herbie Han- cock að reyna að brjótast frægð- arleiðina upp á eigin spýtur. Warner Brothers skrifuðu upp á samning við hann, og hjá þvi fyrirtæki geröi hann að ég held 3 breiðskifur, en ekkert gekk. Og þó, virðing sú sem hann naut óx og óx. Var hann t.d. á þessum tima gerður að heiðursdoktor i tónlist við Grimmell háskólann i Des Monter, Iowa. Columbia hljómplötufyrir- tækið hafði fengið augastaö á Herbie, og strax og samnings- timi hans við Warner Brothers rann út, tók Columbia hann upp á arma sina. Akveðið var að skapa honum viðunandi vinnu- skilyrði og sjá hvað hann kæmi upp með. 1 byrjun þessa árs kom út fyrsta plata Herbie Han- cock fyrir Columbia, bar hún nafni „Headhunters”. Skemmst er frá þvi að segja að „Headhunters” er fyr'sta platan af hinum svonefndu „þróuðu” plötum sem seldist i gull. Og likur eru á að „Thrust” hin glæ- nýja plata Herbie Hancock verði önnur i röðinni. „Thrust” kom út i siöustu viku og fór strax i fyrstu viku beint i 47. sæti bandariska vinsældalistans, en það er árangur sem ekki nema allra, allra stærstu popp- stjörnur ná. Mér varð það á áðan að nota hið ofnotaða orð „þróaður” um tónlist Herbie Hancock. Auðvit- að er tónlist hans þróuð, en það ætti ekki að fæla neinn frá, sem ekki hefur áhuga á slikri tónlist. Nú, fyrst þú á annað borð nennt- ir að lesa hingað ættir þú einnig að gefa þér tima og gefa Herbie Hancock tækifæri. Þú munt verða undrandi yfir þvi hve hin „þróaða” tónlist Herbie Han- cock er skemmtileg og aðgengi- leg. VINSÆLDALISTARNIR ,Úti er œvintýri../ George McCrae er búinn að vera lengi að ná þvi marki, sem hann setti sér fyrir 10 árum þeg- ar liann ákvað að leggja söng fyrir sig. Eftir að hafa i mörg ár reynt að brjótast i gegn á plötu- markaöinum gafst hann upp og tók til við umboösmennsku fyrir konu sina Gwen, sem er talsvert vinsæll skemmtikraftur i Bandarikjunum. Hann gat samt aidrei sætt við þá ákvörðun sina að hætta við sönginn, þvi ákvað hann fyrir u.þ.b. 3 árum að reyna aftur fyrir sér á þeirri brautinni. McCrae fékk samning við litið plötufyrirtæki T.K. Records, en starfssvæði þess var aðallega bundiö við Flórida. Svo vírtíst sem þessi tilraun ætlaði aö verða endurtekning á fyrri til- raunum George. Samningur sá, sem George haföi gert, átti að renna út á þessu ári og þóttust forráða- menn T.K. Records vera búnir að fá fyrir þvi fullar sannanir að hvorki borgaði sig aö leggja tima né peninga i að gera plötur með George McCrae. Sem sagt, ákveðið var aö endurnýja ekki samninginn. En ævintýrin eru enn að ske. Eitt sinn er George var I þungum þönkum á labbi fyrir framan stúdió T.K. Records heyrði hann lag óma út um op inn glugga, hann stoppaði og hlustaði betur. Siðan tók hann á rás til forstjóra fyrirtækisins og bað hann um leyfi til að fá að syngja þetta lag inn á plötu, sem tónlistarmennirnir væru að æfa inni i stúdiói. En eins og áöur sagði voru forráðamenn T.K. Records ákveðnir að leggja ekki út meiri vinnu fyrir George McCrae, enda var svarið suttt og laggott. Nei! George var ekki siður ákveðinn, hann fullyrti að strax og hann hefði heyrt lagið heföi hann fengið þá tilfinningu að þetta væri það lag sem hann heföi beöiö eftir alla sina söng- tið. Og eftir aö hann hafði hlustað betur á lagið, varð þessi tilfinning að sannfæringu. Svo viss var George McCrae I sinni sök, að ákveðið var að hann fengi lagið, þó eiginlega hefði verið búið að ráðstafa þvi. Nú, við vitum öll hvernig fór. Umrætt lag var auövitað „Rock Your Baby” sem farið hefur eins og eldur i sinu um alla vin- sældalista heimsins. Og ef eitt- hvert lag á eftir að tengja minningu manna við sumarið ’74, þá er það „Rock Your Baby”. Allavega er vist að þetta sumar liður George McCrae aldrei úr minni. London. 1. ( 2) Annie’s song: ......................John Denver 2. ( 3) Hang on in there baby: ...........Johnny Bristol 3. ( 1) KungFu fighting:....................CarlDouglas 4. (11) Rock me gently:.......................Andy Kim 5. (15) Long tall glasses:....................Leo Sayer 6. (19) Sad sweetdreamer:................Sweet Sensation 7. ( 6) Youyouyou: ........................Alvin Stardust 8. (10) Can’t get enough of your love babe:.Barry White S. ( á) YvivaEspana:..............................Sylvia 10. ( 7) Queen of clubs: ......K.C. and the Sunshine Band. New York. 1. ( 4) Thencameyou:....................Dionne Warwicke 2. ( 5) Nothing from nothing: .............Billy Preston 3. ( 2) I honestly love you:...............Olivia Newton 4. ( 7) Earache my eye: ...............Checch and Chong 5. ( 1) Rock me gently:.......................Andy Kim 6. ( 9) Beachbaby: ...........................First class 7. (10) You haven’t done nothin’:.........Stevie Wonder 8. (16) Can’t get enough:.................Bad Company 9. (11) AnotherSaturday night:................CatStevens 10. (15) SweethomeAlabama: ...............Lynyrd Skvnyrd Bonn: 1. ( 1) Rockyourbaby: ...................George McCrae 2. ( 2) Thesixteens:...............................Sweet 3. ( 3) Sugar baby love:.......................Rubettes 4. ( 5) My boy lollypop:.......................MaggieMae 5. (12) Rocket:......................................Mud 6. ( 4) Honeyhoney: ................................Abba 7. ( 7) To night: 8. (8) The night Chicagodied: ...............Paper Lace 9. ( 6) Charley:............................Santabarbara 1Ó. (10) Das tor zum garten..(The garden gate): ...................................Bernd Cluever Amsterdam L < 1) Rockyourbaby: ....................George McCrae 2. ( 2) Wall Street shuffle:........................I0cc 3. ( 5) In the summernight: ....................Teach in 4. ( 4) Air disaster: ..................Albert Hammond 5. ( 3) Gigi l’amoroso:..........................Dalida 6. (28) Kung Fu fighting:...................Carl Douglas 7. ( 7) Manofaction: .................Les Reed Orchestra 8. ( 6) Auf Wiedersehen:...................Demis Roussos 9. (22) Swinging on a star: ..............Spooky and sue 10. (16) Een kind zonder moeder: ..................Mieke Hong Kong. 1. (1) I shot the sheriff:.........................Eric Clapton 2. ( 2) Watcrloo:...................................Abba 3. ( 5) Rock your baby: .................George McCrae 4. ( 7) It could have been me:..................SamiJo 5. (12) Rock me gently:.......................Andy Kim 6. ( 8) I’m leavin’ it aII up to you:.........Donny and ...................................Marie Osinond 7. (11) Rings:......................................Lobo 8. ( 3) Tell Laura I love hcr:...........Thonny T. Angel 9. ( 4) Fecl like makin’love: ............Roberta Flack 10. ( 6) You and me against the world:.......Helen Reddy

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.