Vísir - 07.12.1974, Side 5

Vísir - 07.12.1974, Side 5
Vísir. Laugardagur 7. desember 1974 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: G.P. Kœrí jólasveinn Kæri jólasveinn! Viltu gera svo vel að senda mér þessi ieikföng og ég lofa þvi að vera þægur drengur. Þannig skrifar litill Lundúnadrengur jólasvein- inum i Lapplandi. Fleiri slik bréf hafa streymt til Finnlands, öll stiluð á Lappland. Ferðamálaráð Finna stenzt ekki mátið og er nú byrjað að svara þessum bréfum, en ekki er þar með sagt, að orðið sé við öllum óskunum, sem i slikum bréfum koma fram. MAKARIOS í AÞENU Makarios forseti Kýpur (að nafninu til) hefur verið i heimsókn i Grikklandi, þar sem hann hefur átt viðræður við Karamanlis for- sætisráðherra og aðra framámenn. Myndin hér að ofan var tekin af honum, þegar hann kom fram á svalir gistihúss sins og ávarpaði Aþeninga, sem kallað höfðu hann út. íþróttaf rétta menn Evrópu hafa kosið bezta iþróttafólk ársins 1974, mann og konu. Hlutskörpust urðu þau Muhammed Ali, heimsmeistari i hnefa- leik, og Irena Szewinska lang- stökkvari. — Bæði þóttu þau hafa unnið mikil þrekvirki með þvi að endurheimta fyrri heimsmeistara- tign eftir töluvert hlé á iþróttinni. 4 íþróttafólk órsins '74 Þannig skal ólympluþorpið lfta út árið 1976 samkvæmt hugmynd arkitektsins. Ólymplu- leikarnir verða haldnir I Montreal I Kanada, eins og menn vita. 1 þessum húsum eiga að rúmast 10.800 iþróttamenn og starfslið leikanna. En það kostar skildinginn. 33 milljónir dollara er ætlað að það kosti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.