Vísir - 07.12.1974, Síða 6

Vísir - 07.12.1974, Síða 6
6 Vlsir. Laugardagur 7. desember 1974 vísrn Útgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Biaöaprent hf. Álitlegt fyrirtæki Orkuskorturinn i heiminum hefur gert málm- blendiverksmiðju að mjög álitlegu fyrirtæki á ís- landi. Reikna má með, að þjóðfélagið geti hagnazt um meira en einn milljarð króna á ári, ef slikri verksmiðju yrði komið upp hér á landi. Það virðist þvi sjálfsagt að rikisstjórnin undir- riti hinn margumtalaða samning við Union Car- bide um sameign verksmiðjunnar — svo framar- lega sem full trygging er fengin fyrir þvi, að mengun verði litil sem engin frá verksmiðjunni. Verksmiðjan á að kosta um átta milljarða króna, að mestu leyti lánsfé. Hlutafé rikisins á að nema um hálfum öðrum milljarði króna, sem er 55% hlutafjárins. Starfsmenn verða tiltölulega fáir eða aðeins 114. Verksmiðjan á að starfa alveg eftir islenzkum lögum, þar á meðal skatta- og tollalögum. Samizt hefur um óvenjuhátt orkuverð frá Sig- öldu til verksmiðjunnar. Meðalverðið hækkar smám saman úr 5 millum i 5,7 mill og siðan i 6,2 mill. Þetta er mun hærra verð en i Noregi og Bandarikjunum, þótt miðað sé við nýja orku- samninga i þessum löndum. Árlegar gjaldeyristekjur verksmiðjunnar eru áætlaðar tæplega 3,5 milljarðar króna. Þegar búið er að draga frá erlendan tilkostnað i hráefn- um, ýmsum gjöldum, fjármögnun og arði til Union Carbide, verða eftir i landinu tæplega 1,3 milljarðar króna á ári. Það er hagnaður þjóðfélagsins i formi orkusölu, launa, skatta og arðs. Skattar verksmiðjunnar verða miklir. Fyrstu fimm árin verða þeir tæplega 100 milljónir króna á ári, siðan rúmlega 220 milljónir króna á ári næstu fimm árin og loks rúmlega 350 milljónir króna á ári. Þjóðarbúið munar vissulega um minna. Þá er áætlaður arður rikisins af eignaraðildinni ekkert smáræði. Fyrstu fimm árin verður hann um 180 milljónir króna á ári, siðan um 240 milljónir króna á ári næstu fimm árin og loks rúmlega 300 milljónir króna á ári. En peningahliðin er alls ekki eina hlið málsins. Islendingar kæra sig ekki um tæknilega fram- þróun, ef hún mengar umhverfi þeirra. Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið þátt i undir- búningi málsins og telur mengunina verða litla sem enga. Unnt verði að binda 99% ryksins frá verksmiðjunni. Föstu úrgangsefnin séu alveg hættulaus og henti vel til vegagerðar. Margir eru þó ekki fyllilega sannfærðir um, að þetta sé rétt. Skynsamlegt væri að fá nokkra greinargóða menn, sem búa i héraðinu umhverfis hina fyrirhuguðu verksmiðju, til að fara utan og kynna sér ástandið við hliðstæðar verksmiðjur erlendis. Slik kynnisferð yrði væntanlega til að eyða misskilningi og fordómum um mengunar- áhrif verksmiðjunnar. Ekki eru heldur allir ánægðir með staðsetningu verksmiðjunnar á Grundartanga norðan Hvalf jarðar. Komið hefur i ljós, að meðal Borgfirðinga eru skiptar skoðanir um verksmiðjuna. Það kemur þvi fastlega til greina að koma henni fyrir annars staðar, þar sem andúðar á stóriðjunni gætir litt eða ekki. Þegar leystir hafa verið siðustu hnútar meng- unar og staðsetningar, hafa íslendingar fengið upp i hendurnar óvenju álitlegt gróðafyrirtæki. -JK llllllllllll M) MFM UMSJÓN: G. P. Konstantin konungur og Anna Marla drottning hans I útlegö. Myndin var tekin skömmu eftir aöhann fiúöiland tilRómar. Vilja þeir konunginn heim aftur? Grikkir ákveða núna um helgina, hvort þeir vilja heldur konungs- veldi eða lýðveldi — spurning, sem borin hef- ur verið upp við þá nokkrum sinnum i sið- ustu 50 ára sögu lands- ins. Sex milljónir manna hafa rétt til þátttöku I þjóöaratkvæöa- greiöslunni um, hvort þeir vilji, aö Konstantin útlegöarkonungur snúi aftur heim eöa hvort stofnaö veröi lýöveldi undir forseta. Stjórnarskrá konungsríkisins Grikklands var numin úr gildi I júnl 1973 af herforingjastjórninni, sem landinu stýröi frá 1967 þar tií I júll I ár. Konstantln konungur, sem kom til valda snemma árs 1964, fór I útlegö I desember 1967 eftir misheppnaða gagnbylt- ingartilraun. Æöimargir aöilar tala máli hins 34 ára konungs, sem býr um þess- ar mundir I London. Þeir halda þvl fram, að konungur geti veriö eins konar öryggisventill I landi eins og Grikklandi, þar sem rlkir mikiö rót I stjórnmálallfinu. Svo sýnist sem þeir hafi sannfært marga Grikki. Sjónvarpsræöa konungs I slöasta mánuöi, þar sem hann ávarpaði þjóðina, varö ennfremur til þess að auka álit hans, einkum meðal fólks úti I sveitum. Grlska konungsveldið var upp- haflega sett á laggirnar 1843, eftir aö Grikkland hafði öðlazt sjálf- stæöi, en þaö haföi áður lotið Tyrkjum. Fyrsta þjóðaratkvæöagreiöslan á þessari öld um framtíð kon- ungsveldisins fór fram 1920, þeg- ar Konstantln konungur fyrsti var I útlegö. Hann vann meö 99% at- kvæöa og sneri heim til hásætis- ins. A hinn bóginn tapaði sonur hans og eftirmaður, George II, I svipaöri atkvæöagreiðslu 1924, og Grikkland varö lýðveldi meö kjörnum forseta. 1935 settist Ge- orge aftur I hásæti eftir eina at- kvæöagreiðsluna enn, þar sem hann vann með 97% atkvæða. George II flúði úr landi, þegar Þjóöverjar hernámu það á strlös- árunum, en hann sneri aftur heim 1946 eftir ennþá eitt þjóöarat- kvæðiö. Nú er lýöveldið og konungs- veldiö enn á ný komiö á vogar- skálarnar vegna þess að herfor- ingjastjórnin undir forystu Ge- orge Papadopoulosar afnam kon- ungsveldið I júni 1973, tveim mán- uöum eftir tilraun konungssinn- aöra flotaforingja til gagnbylt- ingar, sem kæfö var þegar I fæö- ingu. I júll 1973 fór fram þjóöarat- kvæöagreiðsla, sem staðfesti stjórnarskrárbreytingu þá, er varö þess valdandi, að Papado- poulos settist I forsetaembætti. Ari eftir það afsalaði herinn sér völdum, og I síðasta mánuöi kusu Grikkir til þings. Niöurstööur þjóöaratkvæöa- greiöslunnar I júll 1973 voru aldrei teknar gildar af stjórn- málamönnum landsins, sem heldur ekki viðurkenndu lögmæti herforingjastjórnarinnar. Konstantin konungur kallaöi þjóöaratkvæöagreiösluna I tlu mlnútna ræöu, sem tekin var á sjónvarpssegulband, „nauögun á þjóðarvilja”. Konungurinn játaöi þar á sig fyrri mistök. Hann hét þvl aö viöurkenna lýöræöislegt frelsi þjóöarinnar og aö valdið lægi hjá henni. Hann jafnvel fullvissaöi kommúnista um, aö allir Grikkir skyldu jafnir fyrir lögunum, hvar I flokki sem þeir stæöu. Þrjár nefndir hafa komizt á laggirnar, sem styðja konung og kalla sig „vini konungslýðveld- is”. Þær hafa starfað saman að þessu sameiginlega stefnumáli sinu og opnaö skrifstofur I Aþenu og ýmsum þéttbýliskjörnum úti á landi, þar sem rekinn er áróður fyrir endurkomu konungsins. Eitt af þvl, sem þeir hafa á móti lýðveldisstofnun, er það, aö vel gæti fariö svo — eftir nokkur ár — aö viö forsetaembættinu tæki sóslalisti eða maður með kommúniskar skoðanir. Þeir minna fólk óspart á, að Konstantin konungur er I útlegö núna vegna þess að hann reyndi aö losa þjóöina við herforingja- stjórnina I desember 1967. Sú til- raun fór út um þúfur vegna þess, að þriöji herinn, sem hafði bæki- stöö nærri Salonica, brást og veitti konungi ekki þann stuðning, sem honum var nauðsynlegur, þar sem hann hafði komið sér fyr- ir á Noröur-Grikklandi. Andkonungssinnar saka á hinn bóginn konung um að hafa veriö orsök þess pólitiska glundroöa, sem skapaðist I landinu 1965, en þeir halda þvl fram, að það hafi kallað fram byltingu hersins I aprll 1967. Forsætisráðherra frjálslyndra, George Papandreou heitinn, sagöi af sér 1965 eftir ágreining viö Konstantln konung um yfir- stjórn hersins. Konungssinnar segja, að Papandreou hafi neyðzt til aö segja af sér, eftir að uppvíst varö um samsæri nokkurra for- ingja hersins sem ætluðu aö taka yfir stjórn alls heraflans. Andstæðingar konungs halda þvl jafnframt fram, að konungur hafi sætt sig við herforingja- stjórnina I átta mánuði, áöur en hann gerði byltingartilraun slna. A þeim tíma undirritaði konungur — segja þeir — 210 tilskipanir herforing jaklíkunnar. Konungur hefur þráfaldlega neitað þvi að hafa undirritað nokkrar tilskipanir ofurstanna. Hann heldur því þvert á móti fram, að hann hafi unnið stööugt aö þvl aö svipta þá völdum og aö hann hafi farið I útlegö til þess að koma I veg fyrir blóösúthellingar og borgarastyrjöld. Konstantin settist I hásætið eft- ir fráfall fööur síns, Páls kon- ungs, I marz 1964. Hann hefur verið sakaöur um mistök og fyrir aö hafa sótt ráö til misviturra ráögjafa, en sérstaklega hefur honum verið núiö um nasir að hafa verið undir slæmum áhrifum frá móöur sinni, hinni þýzkættuöu Frederiku drottningu. Hún leggur nú stund á hugleiöslu I Indlandi og hefur lýst því yfir, að hún ætli sér aö dvelja þar áfram. Eitt af áróöursspjöldunum, sem hengd voru upp I Aþenu fyrir þjóöarat- kvæöagreiösluna I jdil 1973. „Nai” á grisku þýöir já.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.