Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 7. desember 1974 9 BÆKUR Óður um island Hannes Pétursson skáld hefur látiö frá sér fara ljóðabók, sem nefnist Óður um Island. Bók þessi er um margt sérkennileg og óvenjuleg, en hana lýsti og hannaði Hörður Agústsson list- málari. Hún er talin 46 blaðslður á vandaðan pappír og kostar kr. 1940.-. Útgefandi er Helgafell. Gunnlaugur Scheving Út er komin hjá Helgafelli bókin Gunnlaugur Scheving eft- ir Matthlas Johannessen. A bókarkápu segir, að bókin sé til oröin af löngum kynnum Gunn- laugs og Matthíasar, og hefur að geyma ævisögu listmálarans ásamt merkilegum viðtölum, sem Matthias átti við hann yfir árin, um æviferil hans, list og skoðanir. Bókin er 262 bls. og kostar kr. 2345.-. Bærinn á ströndinni Bærinn á ströndinni heitir bók eftir Gunnar M. Magnúss, sem Setberg gefur út. Þetta er sagan af Jóni Guggusyni og Guðrúnu Lukku, sem bæði eru tólf ára, þegar sagan hefst. I sögunni er sagt frá reynslu og kynningu þessara barna. Bókin er 135 bls. aö stærð og kostar kr. 690,- Árásin mikla Setberg hefur gefið út bókina Arásin mikla, sem er sannsögu- leg lýsing byggð á viðtækri heimildakönnun um örlagarlk- asta viðburð heimsstyrjaldar- innar siöari, árásina á Pearl Harbour. Walter Lord skráði bókina, en Björn Jónsson Is- lenzkaöi. Bókin er prýdd nokkr- um myndum, 207 bls. að stærð og kostar kr. 1845,-. GAMLAR OG NtJAR SNEKKJUR Jólagjöfin RAPIDMAN 824 Kr. 24.500.- Hún gerir allt.... . X sin — sin'1 — cos — cos'1 — tan — tan'1 •fa ex — ln — log ■fa TT — 1/x — V5T ☆ + + X - •fa Minni ■fr Reiknar útkomu X 108 8 stafa ljósaborð Straumbreytir tengjanlegur ■fa 9 volta rafhlaða ☆ 1 árs ábyrgð Opið til kl. 6 í dag OLIVETTI SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. Hafnarstræti 17 Tryggvagötumegin. Simi 28511. ..sem þú þorft að gera Frá Rauðasandi til Rússiá Dr. Kristinn Guðmundsson, fyrrum utanrlkisráðherra og ambassador, rifjar upp endur- FRÁ RUÐVSAXDI TIL RIJSSÍÁ ENDURMINNINGAR SENDIHERRA tMOASSA|K}M lllfJAI. 1111' INiXIMMINNINlWMI OYLFI GRONDAL SKRAOI minningar sínar I bók, sem Gylfi Gröndal hefur skráð og heitirfrá Rauðasandi til Rússíá. Bókin er prýdd fjölda mynda frá ferli dr. Kristins, blaösíður eru 184 og verðiö er kr. 1994.-. Kvennaskólinn i Reykjavik Almenna bókafélagiö minnist aldarafmælis Kvennaskólans I Reykjavlk með bók, sem nefnist Kvennaskólinn I Reykjavlk 1874-1974. Þetta er hin merkasta bók að öllu ieyti og hefur að geyma minningu skólans frá upphafi, nemenda hans og. kennara. Þessi bók er 335 bls. aö stærð I stóru broti og kostar kr. 3927,-. Skipabókin Skipabókin heitir ný bók frá Almenna bókafélaginu, gefin út I samvinnu við sama frumútgef- anda og gaf út hina vinsælu bók Víkingarnir, sem nú er gersam- lega uppseld. Skipabókin er árangur samstarfs sérfræðinga I Svlþjóð, Bandarikjunum, Bretlandi, Danmörku, Finn- landi, Hollandi, Noregi og Þýzkalandi. 1 bókinni eru 1580 skýringarmyndir og teikningar. Bókin er I mjög stóru broti og öll hin aðgengilegasta, 280 bls. og kostar kr. 3927,-. STÆKKUNAR. GLER Fjolbreytt urval stækkunarglerja, m.a.stækkunargler með Ijósi. FRÍMERKJAMIDSTÖÐIN Skólavöröustig 21 A-Simi 21170 MOKKAHIJFM FRÁ HETTI, DOIU.ARM SI KLÆÐIR ALLA Nt SAIÐ*AÝJAR GERÐIR FÁST í KAUPFÉLAGINU OG í SÉRVERZLUNUM UMLANDALLT ^ÉÉÉF Hugmynd að rallegrí jólaskreytingu Manstu í fyrra þegar komið var að jólum, og þú ætlaðir að skreyta heimilið, jólaskrautið nægði ekki. Það vantaði kúlur og fleira ó jólatréð, jólapappírinn nægði ekki, og kortin voru of fó. Áætlun þín um að gera þetta allt fullkomið fór út um þúfur. Nú er aftur komið að jólunum, en þú hefur tímann fyrir þér í þetta sinn. Hugmyndin þín að fallegri jólaskreytingu verður að veruleika eftir eina ferð á jólamarkað Pennans. Dragðu það ekki til morguns. Jólamarkaður Hafnarstræti 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.