Vísir - 17.12.1974, Qupperneq 6
6
Vlsir. ÞriOjudagur 17. desember 1974.
VÍSIR
ÍJtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
/ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Fjögurra milljarða blóðgjöf
Skammt er nú stórra högga milli i innflutningi
erlends lánsfjár. A nokkrum dögum hafa nærri
fjórir milljarðar króna verið teknir að láni til að
styrkja þjóðarbúið og tryggja miklar fram-
kvæmdir og næga atvinnu fram eftir næsta ári.
Er þetta með mestu blóðgjöfum, sem þjóðarbúið
hefur fengið.
Þetta fé er sennilega allt arabiskt oliufé að upp-
runa. 2,2 milljarðar af þvi er tekið hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og 1,7 milljarðar hjá frönsk-
um bönkum. Fyrra lánið fer i að bæta gjaldeyris-
stöðu þjóðarinnar og hið siðara fer til ýmissa
stórframkvæmda innanlands.
Gjaldeyrisstaða íslands hefur nánast hrunið á
þessu ári. Hún versnaði um hvorki meira né
minna en 7,7 milljarða á fyrstu ellefu mánuðum
ársins. Allur gjaldeyrir var að verða uppurinn
vegna óhóflegs innflutnings i samanburði við út-
flutning. Gengislækkun og visitölubinding hinnar
nýju rikisstjórnar stefndu að stöðvun þessarar
óheillaþróunar. Og 2,2 milljarða lánið á að byggja
aftur upp gjaldeyrisvarasjóðinn. Meirihluti láns-
ins eða 1,2 milljarðar fara þó væntanlega i að
slétta viðskiptaskuld íslands við Sovétrikin, sem
myndazt hafði vegna verðhækkana á oliu og
bensini.
Siðara lánið fer til ýmissa stórframkvæmda,
einkum i orkumálum og samgöngum. Á þeim
sviðum eru einmitt að fæðast djarfar ráðagerðir
um stórfellda uppbyggingu. Þessi verkefni verða
sum fjármögnuð með hinu erlenda láni, en önnur
með innlendum sparnaði eða á annan hátt.
Eitt stærsta verkefnið, sem væntanlega hefst af
fullum krafti á næsta ári, er lagning varanlegs
slitlags á hringveginn um landið. Það er dýrt
verk eins og sést af þvi, að áætlað er, að kaflinn
milli Reykjavikur og Akureyrar muni kosta um
sjö milljarða króna. Á Alþingi virðist mikill áhugi
á að fjármagna upphafsframkvæmdirnar með
innlendu happdrættisláni.
Ætla má, að á næsta ári verði lagðir 25 km við
Blönduós, 10 km við Akureyri og 8 km i Hvalfirði
og að árið 1976 verði haldið áfram á Kjalarnesi, i
Borgarfirði, við Hvammstanga, um miðjan
Skagafjörð og við Akureyri.
Um svipað leyti eru að hefjast stórfram-
kvæmdir i flugvallamálum. Bygging flugstöðvar
á Keflavikurflugvelli og lagning millilandaflug-
vallar á Egilsstöðum eru þau verkefni, sem hæst
ber á þvi sviði.
Ekki eru siðri hin fyrirhuguðu verkefni i orku-
málum. Rafmagnslinan milli Suður- og Norður-
lands mun kosta um 1,4 milljarða króna og á ao
verða tilbúin eftir tæplega tvö ár. Hin mikla hita-
veita Suðurnesja á að kosta um 1,8 milljarða
króna og byggjast upp á 3-4 árum.
Hið háa oliuverð i heiminum veldur þvi, að við
verðum að leggja sérstaka áherzlu á fram-
kvæmdir i orkumálum. Oliuverðið er eitt þeirra
atriða, sem leikið hafa gjaldeyrisvarasjóð okkar
grátt. Sem dæmi um sparnaðinn við notkun inn-
lendra orkugjafa má nefna, að upphitunar-
kostnaður hitaveitu Suðurnesja verður i fyrstu
80% af oliuhitun og lækkar siðan á 15 árum niður i
50% af oliuhitun.
Upphafsframkvæmdir næsta árs við slik stór-
virki munu tryggja mikla veltu i þjóðfélaginu á
næsta ári og mikla vinnu. Má þvi búast við, að
ástandið i atvinnumálunum verði áfram ólikt þvi,
sem gerist i nágrannalöndunum, þar sem at-
vinnuleysið vex jafnt og þétt. — JK
Robert Vesco — sakaöur um svindl og brask — hefur öruggt hæii I Costa
Rica, en hversu lengi verður það öruggt?
Illlllllllll
m mm
UMSJÓN: G.P.
hann framseldan. Honum hefur
verið gefið að sök að hafa svindl-
að fé út úr kaupanautum sinum
og aö hafa reynt að hafa óheiðar-
leg áhrif á verzlunarmálaráð
Bandarikjanna og rannsókn þess
á viðskiptum hans. Beindist sú
rannsókn fyrstað 200 þúsund doll-
ara peningagjöf hans i kosninga-
sjóð Nixons fyrir kosningarnar
1972. En siðan ákærði ráðið hann
og fjörutiu aðra fyrir að hafa hirt
224 milljón dollara sjóð fyrirtæk-
is, sem hann stofnaði i Genf. Það
fyrirtæki átti að annast milli-
göngu fyrir bandarisk fyrirtæki
viö fjárfestingu erlendis.
Eftir þvi sem árásirnar á
Robert Vesco mögnuðust i Costa
Rica, fóru vinstrisinnaðir hópar
að taka undir með þeim. Einstök
ráðuneyti voru sökuð um að vera
algerlega i vasa braskarans.
Vesco hefur
þá í vasanum
>( Bandaríski braskar-
)l inn, Robert Vesco, sem
, hefur verið á flótta und-
an bandariskri réttvisi,
hefur staðið af sér enn
eina tilraunina til þess
að visa honum úr litla
Mið-Amerikuríkinu,
Costa Rica.
t þetta sinn eru ofsækjendur
hans ekki yfirvöld Bandarikj-
anna, sem margsinnis hafa reynt
að fá hann framseldan til aö
svara til saka fyrir svindl og
) fleira. Heldur er það stjórnarand-
' staöan i Costa Rica, sem komið
1 hefur af stað miklum blaðaskrif-
[ um gegn honum og andvesco-her-
) ferö. Hámarki náðu þessar deilur
[ á dögunum, þegar einn ráðherr-
) anna, sem er á bandi Vesco,
[ bauöst til að heyja einvigi út af
) þrætunum.
) Það er málsháttur i Costa Rica,
[l að ekkert hneyksli endist þar
) lengur en i viku. Þvi horfir til
[ þess, að hinn 39 ára gamli
) kaupsýslujöfur geti hafzt þar við
[ áfram. Mest þvi að þakka, að
) þegar neyðin var stærst, þá var
[ hjálpin næst, þar sem var annars
) vegar Daniel Oduber, forseti. —
En auðvitað hefur 50 milljón doll-
) ara fjárfesting Vesco á eyjunni,
; einnig verið þung á metunum.
,1 Vesco hefur verið umdeildur
) pesónuleiki i litla lýðveldinu, allt
. frá þvi að þessi svindlari komst i
náin tengsl við Jose Figures,
fyrrverandi forseta. Sú vinátta
skóp Vesco hæli i Costa Rica, þeg-
ar hann fór i útlegð frá Banda-
rikjunum 1972.
Oðru hverju hafa hinir og þessir
hópar lagt fram kröfur um, að
honum yrði visað úr landi, en
hann hefur alltaf getað treyst á
aðstoð frá forsetahöllinni.
Siðasta herferðin gegn honum
hófst I siðasta mánuði, þegar
( Vesco var i þann veginn að þenja
*M
út itök sin I blaðaútgáfu landsins,
en þau þóttu þó ærin fyrir. Það
var með útgáfu nýs dagblaðs,
„Exelsion”, sem Vesco á að
hluta.
Keppinautarnir á hinum blöð-
unum létu til skarar skriða.
Mynduð voru samtök, sem köll-
uðu sig nefnd til verndar borg-
aralegu siðgæði.
Forsiðufyrirsagnir og heilsiðu
leiöarar voru helguð persónuleg-
um árásum á herra Vesco. Var
þar ekki ávallt tekið drengilega
til orða. Neyddist þá Vesco til að
koma fram i sjónvarpi og verja
hendur sinar. Þar hélt hann þvi
fram, að ákærurnar, sem biða
hans heima i Bandarikjunum, en
hann flúði, áður en til réttarhalda
kom, hefðu aldrei verið sannaðar,
né heldur hefði hann verið dæmd-
ur nokkurn tima.
Hann hefur margsinnis fengið
hrundið tilraunum til þess að fá
Mario Charpantier, sá ráðherr-
ann, sem fer með velferðarmál,
lét þessar aðdróttanir ergja sig
svo, að hann bauðst til þess að
ganga á hólm við blaðaeigand-
ann, Rodrigo Madrigal. Dagblað
Madrigals, „La Republica”, hef-
ur farið fyrir hinum i gagnrýninni
á stjórnina.
Blóðsúthellingum var þó af-
stýrt, þegar Oduber forseti lagði
blátt bann við hólmgöngunni.
Einu óþægindin sem Vesco varð
fyrir, voru nokkrar hávaðasam-
ar, en meinlausar mótmælaað-
gerðir fyrir utan lúxusvillu hans i
auðmannahverfi San Jose.
Svo fór að lokum, að forsetinn
þverneitaði að verða við kröfum
gagnrýnendanna um að visa
Vesco úr landi. 1 ræðu, sem hann
flutti af þvi tilefni, komst hann
meðal annars svo að orði:
„Litil klika eigenda fjölmiðl-
anna — blaða, útvarps og sjón-
varps — ákveður með sér, að ein-
um manni skuli visað úr landi.
Þeir setja af stað margra vikna
herferð gegn honum, saka hann
um allt mögulegt, satt og upplog-
iö.
Þannig tekst þeim að koma
fólki I uppnám, sem vill vel. Þvi
er talin trú um, að hin skelfileg-
asta hætta steðji, að landi og þjóð.
Og sannfært um, að allt þetta séu
staðreyndir, fer þetta fólk á stúf-
ana til þess að firra Costa Rica
imynduðum ógnunum.”
Figueres, fyrrverandi forseti Costa Rica, var mikiil vinur Vesco og hélt
yfir honum verndarhendi, en þau tengsi uröu honum að falli I póli-
tikinni. — En Vesco er á grænni grein, þvi að hann er einnig I góðu vin-
fengi við núverandi forseta.