Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 8
Ali lá, en rotaði
Wepner í lokin!
— Muhammad Ali sigraði í ellefu lotum af 15 í
keppni sinni við Wepner í nótt, en tapaði tveimur.
Var sleginn niður í níundu lotu
Þýzkættaði vlnsölumaðurinn
Chuck Wepner, Bandarikjunum,
sem er I áttunda sæti á áskor-
endalistanum I þungavigt, gaf
heimsmeistaranum Muhammed
ísafjörður
í 2. deild
— en ó ekkert hús
til að keppa í
Fram tapaði úrslitaleikjunum I
3. og 4. flokki á tslandsmótinu I
körfuknattleik, sem fram fóru nú
um helgina.
t 4. flokki hafnaði Fram i neðsta
sæti — þar sigraði Tindastóll frá
Sauðárkróki — Ilaukar urðu i
öðru sæti, Hörður, Patreksfirði, I
þriðja og Fram I fjórða.
t 3. flokki lék Fram til úrslita
við Njarðvík og tapaði 30:28.
Njarðvikurstrákarnir uröu
meistarar, Fram I öðru sæti,
ísafjörður I þriðja og Tindastóll I
fjórða.
tsafjörður sigraði I úrslita-
keppninni I 3. deild og ieikur þvi I
2. deild næsta ár — alla leikina
hér fyrir sunnan, þar sem ekki er
til löglegt hús á ísafirði. í öðru
sæti kom Breiðablik, og leikur við
Grindavfk I kvöld um fi. sætið í 2.
deild næsta ár, en Eiðar urðu I 3ja
sæti. —klp-
Hafðu þetta fyrir — Ali varð
mjög vondur, þegar Wepner
sló hann i nlundu lotu svo
kappinn steinlá á bakinu i
hringnum. Þaut upp á þrem-
ur og lét höggin dynja á mót-
herjanum —hægri, vinstri —
og á myndinni að neðan er
höfuö Wepner út á öxl eftir
mikið hægri handar högg
heimsm eistarans. Sima-
mynd AP í morgun.
Ali miklu meir: keppni, en reikn-
að hafði verið með I Cleveland I
nótt. Sló Ali flatan á bakiö I 9. lotu
og þá varð heimsmeistarinn
virkilega reiður — þaut upp á
þremur og lét svo höggin dynja é
mótherja slnum. t 15. lotu og
þeirri siöustu sló Ali keppinaut
sinn I gólfið —- og dómarinn stöðv-
aði leikinn, þegar Wcpner, alblóð-
ugur með hálflukt augu, reyndi að
krafla sig á fætur I köðlunum. Ali
sigraöi þvi á tækuilegu rothöggi
— og heldur heimsmeistaratitli
sinum. Það mcrkilega er, að leik-
urinn sem slikur var talinn vörn
Alis á heimsmeistaratitlinum þó
svo heimssambandið hafi neitað
að viöurkenna rétt Wepner til að
keppa um titilinn.
Fimmtán þúsund áhorfendur
horfðu á leikinn og honum var
sjónvarpað viða. Fyrir snúð sinn
hlaut Ali eina og hálfa milljón
dollara, Wepner 100 þúsund.
„Hvað ég vildi, að ég hefði sleg-
izt betur” sagði Ali eftir leikinn,
„en Wepner kom öllum á óvart.
Hver hefði trúað þvi, að hann gæfi
mér meiri keppni en George
Foreman”, bætti hann svo við.
Allar likur eru á, að næsti leikur
meistarans verði við Evrópu-
meistarann Joe Bugner, Bret-
landi, snemma i júni.
Ali byrjaði með miklum leik-
araskap i fyrstu lotunum, en mót-
staða Wepners kom honum greini
lega á óvart, það svo, að hann
varö að taka leikinn alvarlega.
Fyrsta lotan var talin jöfn — en
Ali vann næstu fjórar, og stund-
um lá hann þá I köðlunum meö
hanzkana fyrir andlitinu og lét
högg Wepners dynja á þeim. SIÖ-
an renndi hann sér á brott —
hristandi höfuðið skælbrosandi
til að sýna, að höggin heföu engin
áhrif á hann. En það átti eftir að
breytast — i fjórðu lotu sótti
Wepner mjög, og einnig i þeirri
fimmtu, þó svo Ali væri talinn
sigurvegari i þeim.
En siöttu lotuna vann Wepner
— kom þá tveimur höggum á
maga Alis og þau höfðu áhrif. Þá
lagðist Ali i skel sina i köölunum
— notandi sömu aðferð og reynd-
ist svo vel gegn Foreman. Sjö-
undu lotu vann Ali og Wepner
virtist vera að þreytast — en hann
náði sér á strik. Sú áttunda var
jöfn og þá slapp Ali frá „villtum”
höggum, en niundu vann Wepner.
Ali byrjaði með að opna skurð
yfir vinstri augabrún Wepners, en
varð svo fyrir miklu hægri hand-
ar höggi á líkamann og steinlá —
flatur á bakinu. Hann þaut beint á
fætur — dómarinn lét þá byrja á
ný eftir að hafa taliö upp að
þremur. Ali, reiður og ergilegur,
geystist að Wepner og lét höggin
dynja á honum. Blóðið streymdi
niður andlit Wepners, en hann
vann' lotuna.
Ali vann loturnar, sem eftir
voru — og i þeirri tiundu byrjuðu
augu Wepners að lokast. Hann
hékk á Ali til að safna kröftum. I
þeirri elleftu tókst honum aö
hrekja Ali út i kaðlana, og nú fór
Ali ekki sjálfviljugur. En Wepner
átti i erfiðleikum með sjónina —
og i þeirri 12. virtist Ali eiga i
jafnmiklum erfiðleikum með
andardráttinn og Wepner. Æfing-
in litil — en svo kom hann öllum á
óvart i þeirri 13. Fór að dansa —
og stuttu, beinu höggi lentu
miskunnarlaust á andliti Wepn-
ers. Rétt I lokin 114. lotu, kom Ali
miklu höggi á hann — en Wepner
féll þó ekki. Það skeði hins vegar i
þeirri 15. þegar Ali hóf leiftursókn
— greinilega ákveðinn i þvi að af-
greiða mótherjann með rothöggi
— og tvivegis var Wepner næstum
fallinn áður en Ali sendi hann i
gólfið og leikurinn var stöðvaður.
A sama tima kepptu Ken Nort-
on og Gerry Quarry I Madison
Square Garden i New York og var
leikur þeirra stöðvaður I fimmtu
lotu. Quarry var þá með mikinn
skurð yfir hægra auga — og
Norton gat leikið sér að honum að
vild. —hslm.
Einar Magnússon var I strangri gæzlu Dana I leiknum I gærkvöidi og öörum leikmönnum tslands tókst ekki aðnýta að ráöi þá veikingu sem það skapaöi á dönsku
vörninni. A myndinni að ofan hefur Einar sloppiö frá gæzlumanni sinum — og tveir aðrir Danir eru til varnar. Þeir brutu á honum og dæmt var vitakast, en þaö
var misnotaö. Einar skoraði sjö mörk I ieiknum á sunnudag — ekkert I gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur.
SAGAN ENDURTOK SIG!
Fylgja islenzks handknattleiks brást
ekki á fjöium Laugardalshallarinnar i
siöari landsleiknum viö Dani I gær-
kvöldi. Sagan endurtók sig og Danir
stóöu uppi I lokin sem sigurvegarar i
leiknum — sigruöu meö 21-19 — og
tókst þvi aö hefna fyrir tapið á sunnu-
dag. Þaö er næstum jafnt öruggt og
dagur kemur á eftir nótt, aö tap fylgir
sigri i islenzkum handknattleik. Menn
• eru orönir svo vanir þessum sveiflum
aö þaö er hætt aö kippa sér upp viö
slikt. Þannig hefur þaö veriö nær und-
antekningarlaust alla tiö frá þvi Is-
lenzk landsleikjasaga hófst. Eitt i dag
— annað á morgun, og Islenzka lands-
liöiö brá ekki út af venjunni i gær-
kvöldi.
En ekki verður þó gengið framhjá
þeirri staðreynd, að ill örlög gripu i
taumana að þessu sinni. ólafur Bene-
diktsson, snilldarmarkvörður, tognaði
illa I læri eftir aðeins 13 minútna leik —
fór draghaltur af velli og gat ekki leik-
ið meira. Það var mikið áfall og þegar
Ólafur fór út hafði tsland tvö mörk yf-
ir, staðan 7-5, og þá virtist ekkert
benda til þess, að Danir færu meö sig-
ur af hólmi. Sigurgeir Sigurðsson
varði markið það, sem eftir var og þó
Vlkingsmarkvörðurinn væri alls ekki
veikasti hlekkur Islenzka liðsins, fer
hann ekki frekar en aðrir islenzkir
markveröir i skóna hans Óla Ben.
Sigurgeir varði vel i lokin — og kom
meöal annars I veg fyrir, að Danir
skoruðu úr þremur vltum i leiknum.
En það kom fleira til I leiknum —
markvarzlan snerist við frá fyrri
leiknum. Nú var Kay Jörgensen i
miklum ham i danska markinu og
varði um tuttugu skot i þessum lll.
landsleik sinum — helmingi fleiri en
Islenzku markverðirnir. Þar skipti
sköpum, en þó var napurt að tapa
þessari viöureign við Dani. Islenzka
liöiö, sem hafði verið yfirburðalið i
fyrri landsleiknum langa kafla, var nú
I hlutverki statistans, þegar Danir
gerðu út um leikinn um miðjan siðari
hálfleikinn — skoruðu fjögur mörk i
röð og breyttu stööunni úr 14-15 i 14-19.
Sænsku dómararnir áttu talsverðan
hlut að velgengni Dana — þeir voru
þeim ótrúlega hagstæðir, þegar
danska liðið var að vinna upp muninn i
fyrri hálfleiknum. Það jafnaöist hins
vegar talsvert út, þegar á leikinn leið.
En dómgæzlan var það hörmulegasta I
þessum leik — Sviarnir, annar þeirra
er nýbúinn að fá réttindi til að dæma
landsleiki — misstu algjörlega tök á
leiknum. Ráku menn miskunnarlaust
út af og dæmdu viti á viti ofan. Þar
stóð ekki steinn yfir steini og flestir
þeirra islenzku dómara, sem horfðu á
leikinn, voru beinlinis gáttaðir á dóm-
gæzlunni. Ahorfendur áttu bágt með
að stilla sig eftir leikinn — gerðu aðsúg
að dómurunum og þeir gerðu sér litiö
fyrir. Kærðu islenzka áhorfendur til
alþjóðasamtakanna fyrir framkom-
una.
Þrjár breytingar voru gerðar á is-
lenzka landsliðinu frá sigurleiknum,
arrisinn Magnús Guðmundsson, þó svo
Birgir Björnsson liggi þar undir höggi
að velja Magnús svo fljótt i landslið.
Danir settu strax mann til höfuös
Einari Magnússyni — mann, sem elti
Einar hvert sem hann fór. Einari tókst
ekki að rifa sig lausan, en hins vegar
kom á óvart hve illa öðrum sóknar-
mönnum íslenzka liðsins tókst að nýta
þá veikingu á dönsku vörninni, sem
þetta hafði i för með sér. Danir sýndu
þar grimmd og fengu að komast upp
arleikur hans — og vel kom fram, að
Ólafur gengur ekki heill til skógar.
öðrum tókst ekki að hef ja upp merkiö
— og enginn gat tekið upp merki Ein-
ars frá fyrri leiknum, nú, þegar hann
var tekinn úr umferð. Danir fóru að
saxa á forskotið með góðri aöstoö Svia,
sem dæmdu þeim fjögur vitaköst á
stuttum tima. Staðan varö 8-8 og fór
upp I 8-10 fyrir Dani. Þeir skoruðu
fjögur mörk i röð, en Páll, Viggó og
Stefán komu íslandi aftur, yfir, 11-10.
— Danska landsliðið hefndi tapsins frá landsleiknum á sunnudag og
sigraði ísland með 21 —19 í Laugardalshöllinni í gœrkvöldi
en þær skiptu engu höfuðmáli. Út fóru
leikmenn sem litlu hlutverki höfðu
gegnt i fyrri leiknum — en þeir, sem
inn komu gerðu heldur ekki neinar
stórar rósir. Sýndu þó ýmislegt gott,
einkum Gunnar Einarsson, og greini-
legt, að Gunnar og Viggó Sigurðsson
eru menn framtiðarinnar i islenzkum
handknattleik — jafnvel einnig varn-
með það — en markvarzla Jörgensen
var þó Islendingunum erfiðust.
1 byrjun gekk þó allt vel. Eftir sex
min. var staðan 4-1 fyrir Island —
siðan 5-2 og 7-5, þegar Ólafur Bene-
diktsson hvarf af velli. Ólafur fyrirliöi
var stórgóður framan af — skoraði
þrivegis — en hvarf svo að mestu eftir
það. Mest kom þó á óvart slakur varn-
Stefán Gunnarsson reynir markskot af linu, en dönsk hönd kom I veg fyrir rétta
stefnu — og aukakast var dæmt. Ljósmynd Bjarnleifur.
Danir jöfnuðu rétt fyrir leikhlé.
Framan af siðari hálfleik var
barningur, en svo náðu Danir afger-
andiforustu — fjögurra marka forustú
— og von að jafna þann mun hvarf
alveg, þegar Viggó var visað af velli i
fimm minútur fyrir brot, sem ekki var
alvarlegra en mörg önnur I leiknum,
þar sem leikmenn jafnvel sluppu meö
áminningu. Fjórum Islendingum var
visað af velli — fjórum Dönum, Bock
tvivegis I tvær minútur. En munurinn
minnkaði aðeins i lokin — Ólafur
Einarsson skoraði þrjú siðustu mörk
Islands I leiknum úr vitum. Hann var
markhæstur með 8 mörk (6 viti),
Ólafur H. skoraði 3, Gunnar einnig,
Páll 2, Viðar, Viggó og Stefán H. eitt
hver. Eitt vitakast brást hjá Islandi —
Stefán Halldórsson. Erik Bue Peder-
sen var markhæstur Dana með 6 mörk
(1 viti), Dahl-Nielson skoraði 4.Svend
Ove Schink, sem lék ekki i fyrri leikn-
um, fjögur og Ole Eliasen fjögur, tvö
viti.
—hsim.
Vel heitt í kolunum
í landsflokkaglímu
Nýja viðvörunarreglan veldur hörðum deilum og
skiptum skoðunum meðal glímumanna
„Þessar nýju reglur eru að
gera þessa annars skemmtilegu
iþrótt, eins og gliman getur verið,
liálfgerðum skripaleik. 1 þessu
móti keyrði þó alveg um þverbak,
og man ég ekki eftir öðru eins um
mina daga” sagði gamall glimu-
maður, sem við hittum að máli
fyrir utan tþróttahús Kennara-
skólans eftir Landsflokkaglimuna
á laugardaginn.
Það er aðallega strangari regla
um viðvörun — viti — á glimu-
menn, sem harm og fleiri sætta
sig ekki við og finnst vera misnot-
uð af dómurunum. Upp úr sauð,
er Jón Unndórsson KR fékk við-
vörun á móti Ingva Ingvasyni
HSÞ, þannig að hann tapaði glim-
unni — eftir að hafa lagt Ingva á
bragði, sem dæmt var af, en
margir töldu að hefði verið hreint
og löglegt — eins og kom i ljós á
sjónvarpsmynd siðar um daginn.
Mótmælti Jón með þvi að hætta
i mótinu — ákvörðun, sem mörg-
um þótti rétt, en öðrum alröng.
Sögðu margir eftir mótið, að hann
og margir aðrir glimumenn hefðu
ekki kynnt sér reglurnar nægi-
lega vel, en annar hópur, að nú sé
ekki lengur glimt við menn, held-
ur glimulögin.
Pétur Ingvason UV var sigur-
vegari I yfirþungavigt, hlaut 3
vinninga. Siðan komu þrir jafnir,
og i aukaglimu milli þeirra hlaut
Guðmundur Ólafsson Ármanni
annað sætið, Ingvi Ingvason HSÞ
þriðja og Guðni Sigfússon Ar-
manni fjórða sætið.
1 milliþyngdarflokki sigraði
Gunnar R. Ingvarsson UV Þing-
eyinginn Kristján Ingvason —
bróðir Péturs og Ingva — eftir niu
mlnútna aukaglimu um fyrsta
sætið. Pétur Sigurðsson varð
þriðji — tapaði „jafnteflisglimu”
á umdeildri viðvörun.
Guðmundur Freyr Armanni
sigraði I léttþyngdarflokki eftir
harða viðureign við Rögnvald
Ólafsson KR. Þriðji varð Halldór
Konráðsson UV, en þeir þrir voru
jafnir og þurftu að glima auka-
glimu um verðlaunasætin, og
siðan þeir Guðmundur og Rögn-
valdur til þrautar um fyrsta sæt-
ið.
t unglingaflokki varð íslands-
meistari Eyþór Pétursson HSÞ,
drengjaflokki Auðunn Gunnars-
son UtA og sveinaflokki Helgi
Bjamason KR, en þar er mikið
efni á ferð.
Ómar úlfarsson KR hætti við
að taka þátt i mótinu, þegar hon-
um var meinað að nota olboga-
hllfar, en þáð er eitt af þvi, sem
bannað er i glimunni. Ómar kom
þó með bréf frá trúnaðarlækni
IBR, þar sem þess var óskað að
hann fengi að keppa með hlifar til
að verjast meiðslum — en bréfið
var ekki tekið til greina.
— klp —
IS einni hrinu frá
íslandsmeistaratitli
Síðustu leikirnir í íslandsmótinu í blaki
í Laugardalshöllinni í kvöld
„Við erum staðráðnir I aö verða
Islandsmeistarar I ár, enda þurf-
um við ekki að sigra nema I einni
hrinu i leiknum viö Þrótt I kvöld
til að tryggja okkur titilinn.”
Þetta sagði Halldór Jónsson
þjálfari og leikmaður með blak-
liði IS, sem i kvöld mætir Þrótti I
úrslitaleiknum I tslandsmótinu i
blaki i Laugardalshöllinni.
Leikirnir i kvöld verða þrir —
sá fyrsti hefst um kl. 18,30 og er á
milli ÍMA og UMFB. Þar á eftir
leika Vfkingur og UMFL, en siö-
asti leikurinn, sem hefst um kl.
20,30, verður á milli IS og Þróttar.
Ef Þróttur sigrar i öllum þrem
hrinunum, er Þróttur tslands-
meistari, en IS nægir að sigra i
einni til að hljóta titilinn.
A sunnudaginn lék 1S við IMA
og sigraði 3:1 — 15:8 — 12:15 —
15:4 og 15:6. Eftir þann leik er 1S
með 8 stig — alla leiki unna — en
annars er staðan
kvöld þannig:
fyrir leikina i
IS
Þróttur
Vikingur
IMA
UMFL
UMFB
4 4 0 199:119 8 (12:5
4 3 1 217:167 6 (11:5
4 2 2 168:164 4 ( 8:6
4 2 2 168:163 4 ( 7:8
4 1 3 145:200 2 ( 4:11)
4 0 4 122:206 0 ( 2:12)
—klp—
Skœðustu keppendur
Akureyrar úr leik
— á landsmótinu á skíðum, sem hefst á ísafirði í dag. Árni
Óðinsson veikur — Margrét Baldvinsdóttir brotin
„Þaö er þegar kominn mikill
fjöldi fólks hingað og margir eru
á leiðinni — bæði keppendur og
áhorfendur,” var okkur tjáð, er
viö höfðum samband við Skið-
heima í Seljalandsdal i morgun,
en þar hefst skiðalandsmót ts-
lands I dag.
„Mótið var formlega sett i gær-
kvöldi, en keppnin i fyrstu grein-
unum hefst i dag klukkan þrjú. Þá
er keppt I 10 kilómetra göngu 17
til 19 ára og 15 kílómetra göngu 20
I ára og eldri. Veðrið hér er gott —
svolitið kalt, en annars ágætis
keppnisveður.”
Flest af bezta skiðafólki lands-
ins er komiö til Isafjarðar og
hefur verið að æfa sig i brekkun-
um i Seljalandsdal siðustu daga.
Akureyringarnir komu þó án
tveggja sinna beztu — Margrét
Baldvinsdóttir er viöbeinsbrotin,
og Arni Óðinsson veiktist af
hettusótt um helgina og getur þvi
ekki keppt i þessu móti, sem hann
var búinn að æfa af svo miklum
krafti fyrir.
A morgun verður keppt I stökki
á landsmótinu — fimmtudaginn i
stórsvigi og boðgöngu, — laugar-
daginn i svigi og á sunnudaginn i
flokkasvigi og 30 km göngu.
Unglingameistaramótið á skið-
um fer fram á Akureyri og Ólafs-
firði um páskana. A Akureyri
verður keppt i alpagreinunum, en
á Ólafsfirði i norrænum greinum.
Þarna verða um 200 keppendur —
mun fleiri en á Islandsmóti þeirra
eldri á Isafirði.
—klp—
B
O s
!V1 !
IVl
1
MARK, loksins tókst það!