Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 2
Vísir. Laugardagur 19. april 1975. 'L visiftsm: — Hafið þér keypt sykur á lága verðinu? Agústa Guðjónsdóttir: — Nei, ég var svo vel birg af sykri og er það enn. Ég vona bara, að hann verði búinn að lækka enn meira þegar ég þarf að birgja mig upp að nýju. Karólina Ingólfsdóttir: — Ég á nógan sykur og þarf ekki meira i bili. Aróra Hjálmarsdóttir: — Nei, mig hefur ekki vantað sykur. Ég nota sakkarin i stað sykurs. Ég er nefnilega i megrun. Það eru helzt dætur minar, sem nota sykur. Það er nóg til handa þeim eins og stendur, en þegar ég fer að kaupa sykur næst, fer ég þangað sem hann er ódýrastur. Pagmar Clausen: — Nei, það hef ég ekki gert. Ég er ennþá að nota sykur, sem ég keypti áður en hann hækkaði hvað mest. Þær birgðir eru nú nær á þrotum. * Asa Tulinius: — Nei, ég er ekki búin, en ég er á leiðinni til þess. Sólveig Ingibergsdóttir: — Nei, ég var nú ekki að rjúka upp til handa og fóta þó ég heyrði sykur auglýstan á útsöluverði. Það væri til að æra óstöðugan aö elta allar slikar útsölur. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Fimm barna móðir um fóstureyðingar: LITIÐ Á OKKUR EINS OG MASKÍNUR Svanhildur Bjarnadóttir skrifar: Oft hefur manni blöskrað, en sjaldan eins og nú siðustu vikurnar i sambandi við um- ræður um fóstureyðingar. Nú sannast, sem reyndar oft áður, að á okkur konur er greinilega litið eins og maskinur. Ég segi maskínur, þvi við fengum það hlutverk að verða annað kynið af tveimur mögulegum, og það þeirra sem fæðir af sér afkvæm- in. Um það mál er vist mest litið að segja nema hlýða kallinu. Hlutverk og hlutskipti hins kynsins þarf vonandi ekki að ræða. Ég er sjálf fimm barna móðir, en hefði raunar átt að eiga sex börn, ef ég hefði ekki „fórnað forréttindum konunnar” i eitt skipti. Nú finnst sjálfsagt mörg- um það vera hreinn óhemjuskapur að eiga svona mörg afkvæmi, en þegar frjó- semi er mikil og pillan var ekki fyrir hendi (þegar hún loks kom þoldi ég hana alls ekki), þá ger- ast þessir hlutir, þvi miður. Já, þvi miður, segi ég, og þykir kannski kaldranalegt, en von- andi þarf ég ekki að taka fram að ég elska öll min þörn og vildi án einskis þeirra vera. Hins vegar lit ég svo á, að við konur séum alls ekki allar fæddar i það hlutverk að ala upp næstu kynslóð og gera hana að,,nýt.um þjóðfélagsþegnum” eins og lát- laust er hamrað á, og sennilega verður þess langt að biða að all- ir þegnar þjóðfélagsins verði sammála um hverjir séu ein- mitt þessir „nýtu þjóðfélags- þegnar”. Ég held sem sagt að við séum ekki fremur fæddar i þetta hlutverk en allir karlmenn séu fæddir til að verða járn- smiðir eða læknar. Til dæmis / hef ég oft brotið heilann um, hvers vegna talið sé sjálfsagt að allar konur eignist börn, enda þótt flestir viðurkenni að það sé eitthvert mesta ábyrgöarstarf sem til sé að ala þau upp. Hvaða menntun eða þjálfun eða próf þurfa konur að hafa til að takast þessa miklu ábyrgð á herðar? Ég tel mig til dæmis alls ekki vel til þess fallna að ala upp börn, en hef reynt eftir beztu getu að innræta börnum minum þærleikreglursem gilda i þjóðfélaginu, og þá vonandi helzt þær heiðarlegu, og sýna þeim þá ást sem ég ber til þeirra, en ég hef ekki séð fyrir endann á þeim vanda ennþá. Svo til að kóróna allt saman fékk ég gerða á mér ófrjósemis- aðgerð, sem ég tel vera eitt hið skynsamlegasta sem ég hef gert hingað til. Að minnsta kosti get . ég loksins lifað eðlilegu hjónalifi siðan, en hræðslan við frjóvgun var á góðum vegi með að gera mér það ómögulegt. Við skulum taka annað dæmi um móður, eina af þessum óláns manneskjum sem eiga i vanda með að ala upp stóran barna- hópogfinna að þær ættu að gera betur, en getan ekki meiri. Karlmaður eða kona sem vinn- ur utan heimilis, segir upp starfi, ef hann/hún sættir sig ekki við það eða telur sér það of- vaxið, og sækir um annað starf. Hvað gerir húsmóðir þegar hún verður þreytt á sinu starfi (þvi það er þó starf, ekki satt?); seg- ir hún upp starfinu og labbar burt i annað betra? Svo er það spurningin, hvort blessað barnið hreinlega gleymist ekki i öllum þessum umræðum sem átt hafa sér stað. Það er stöðugt talað um rétt fóstursins, en gleymist ekki stundum að fóstur verður að barni, barnið verður að manni, maðurinn á að verða „nýtur þjóðfélagsþegn” o.s.frv. t þessu sambandi koma mér i hug orð mætrar konu i útvarpsþættinum Um daginn og veginn á dögun um. Hún tók dæmi af „óláns- manneskju” (að hennaráliti) og ætia ég ekki að rekja þa sögu nánar, þvi ég ætla að þeir sem hafa skoðanir á þessum málum hafi hlustað á þáttinn. Var þetta tiltekna dæmi ekki einmitt óhrekjanleg röksemd fyrir rétt mæti fóstureyðingar. Ef það var rétt að umrædd kona hefði ekki betri siðgæðisvitund en fyrirles- arinn gaf i skyn, átti þá blessað barnið að gjalda þess? Hvar hefði það staðið með slika móður að uppalanda? Eða kannski átti hún bara að gefa barnið? t sjónvarpsþætti nýlega var þetta viðkvæma mál enn rætt, og ég verð að segja þegar ég hlusta á þekktan lækni segja, að hann og hans likar séu svo kjarkaðir að ætla sér að dæma um réttlætingu fóstureyðinga eftir eitt eða fleiri viðtöl við hlutaðeigandi konu, til hvers eru þá geðlæknar að eyða mánuðum og jafnvel árum i að reyna að komast fyrir sálrænar flækjur (sem kannski enginn nema aðilinn sjálfur veit um), án þess að fá nokkru verulegu áorkað? Læknirinn, þessi mæti maður, taldi sig vera mann til að dæma um þessa hluti, meðal annars vegna þess að hann hefði einhvern tima verið héraðs- læknir úti á landi i þúsund manna byggðarlagi þar sem hann hefði getað dæmt um að- stæður og ástæður allra byggðarmanna. Ég er viss um, að hér er ekki spurning um efnahag, barnafjölda eða ytri aðstæður yfirleitt, þvi þar sem er nóg hjartarúm þar ku lika vera nóg húsrými, eða er ekki sagt eitthvað á þá leið. Atriðið sem ég vildi koma að með þessum langa inngangi, er einfaldlega þessi staðreynd: Ef kona verður barnshafandi og vill ekki eignast barn, eru það að minu mati fullgildar ástæður til fóstureyðingar. Engin kona leikur sér að þvi að farga fóstri, en þegar verst gegnir verður hún ein að taka afleiðingunum af slikri aðgerð. I sjónvarpinu um daginn sá- um við finnska kvikmynd úr daglega lifinu, sem sýndi á átakanlegan hátt hvernig börn verða að þjást fyrir sina óumbeðnu og óæskilegu komu i þennan heim, enda heyrir maður stundum sagt: Hver var að biðja ykkur um að eignast mig? Ekki bað ég um að fæðast. Og að lokum: Ég hef rekið mig á það, að einmitt barnlausa fólkið getur ævinlega sagt manni, hvernig beri að ala upp börnin. Sama er uppi á teningn- um núna: Konurnar sem engin börnin eiga vita alltaf betur en við barnakonurnar, hvað er okkur fyrir beztu, og vilja alls ekki leyfa okkur sjálfum að ráða lífi okkar og gerðum, barnafjölda og uppeldi. Svanhildur Bjarnadóttir Fleirí sturtur Elin Helgadóttir skrifar: Á ekki að leysa umferðar- hnúta fljótt og vel? Sá, sem mig langar að losna við, er i sturtunum i sundlaug- unum. Er ekki hægt að fá sturt- ur i loft og veggi þannig, að allir, sem inni i herbergið kom- ast geti þvegið sér, samanber sturturnar i iþróttahúsi Alfta- mýrarskóla t.d. Einnig al- vörusturtur inni i sólskýlunum — þvi það er nú til að kóróna óhagræðið að þurfa að fara inn og hanga þar i biðröð til að geta þvegið sér. Tvennt enn; Af hverju stendur hvergi i af- greiðslu sundlaugarinnar i Laugardal tilkynning um, að maður verði að byrja á þvi að skrá sig þar frammi og kaupa þar happdrættismiða, ef maður ætlar að synda 200 m? Og hvað eru margir skápar i notkun kvennamegin? Einn laugardag um daginn var engan skáp að fá. Þó voru bara 50-60 kvenverur sjáanlegar i búningsherbergjum, sturtum og i og við laugina (engin i skýlinu). Svona skipulagsleysi má ekki skemma annars indæl- an og vinsælan stað. t von um endurbætur hið fyrsta og með þökk. SKRÍPALEIKUR Guðrún Júliusdóttir skrifar: Væri ekki athugandi fyrir konur á þessu svokallaða kvennaári, að láta ekki ferma börnin sin? Andvirðið af iburðinum gæti komið að betri notum. Hér vantar sjúkrahús og barnaheimili, svo eitthvað sé nefnt. Banglades verður að biða betri tima, enda gleypir herinn mest, ef ekki allt. Ætli þessir menn ef menn skyldi kalla sem stjórna heiminum hafi ekki all- flestir fermzt? Þvi svelta þeir og limlesta þá saklaus börn? Satt mun vera að mafian stundi vel kirkju. Séra Jónas Gislason (svo dæmi sé tekið) virðist vera óskhyggjumaður. Staðreynd- irnar sýna nú annað hugarfar en hann álitur að ráði. Misminnir mig, að i þessu blaði hafi fermingarbörn verið spurð hvers vegna þau vildu fermast? Var ekki svarið yfir- leitt gjafirnar? Ég hef verið i mörgum fermingarveizlum og aldrei heyrt minnzt á Jesú Krist. Er ekki timabært fyrir konur að hætta þessum blekkingarleik en taka á kýlinu. Burt með allan skripaleik. Réttiætisklæðnað keypti mér, kann sá fagurt að skina, athvarf mitt jafnan er til sanns undir purpurakápu hans, þar hyl ég misgjörð mina. H.P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.