Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 19. apríl 1975. Vélverk hf. bílasala Fiat 125 ’71, Flat station 125P ’73, Volvo 142 ’71, Vauxhall Victor ’72, Volvo 164 ’71, Plymouth station ’71, Renault R-6 ’71, Datsun 1200 ’73, Fiat 127 ’73, Mercury Comet ’72 og ’73. VW Passat ’74, Blazer jeppar ’70, ’73 og ’74, Datsun 1200 ’72, Mercury Cougar ’67, Citroen GS ’71, Sunbeam Alpina GT '70, Cortina ’69 og ’74, Jeepster '66, International 1100 árg. ’67 meö drifi á öllum hjólum. Peugeot station 204 ’72, Ford Fairlane ’70, Vauxhall Viva ’71, Scout jeppar ’66 og ’67. Fiat station 128 ’71, Fiat 132 ’73, Volvo 144 ’71. Fjöldi annarra bila á skrá. Vörubilar i ilrvali. Leitiö upplýsinga. Vélverk hf. bílasala Bildshöföa 8. Slmi 85710 og 85711. Vinsæl prestshjón fá einbýlishús til umráða Þaö er ekki ofsögum sagt aö séra Jón Guöjónsson og fril Lilja Pálsdóttir njóta vinsælda sam- borgara sinna. Haustiö 1973 var ákveöiö i bæjarstjórn Akraness jrðu ekki látið segjast, jafnvel þótt margs koi 5semi reykinga hafi birst í fjðjmiðium síðustu bendum þér á í fuilri vinsemd, að því fleiri s ir á dag, — þeím mun meirí hætta er á því ngustu reykingasjúkdómum og þeir ríði þér s Y meðal þeirra, sem aidrei hafa ingum. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR aö kaupstaöurinn léti byggja ein- býlishUs að Bjarkargrund 31, sem þau hjón fengju til umráða. Bygg- ingunni er nU lokið, og á dögunum var þeim séra Jóni og Lilju af- hentur lykill að hUsinu af forseta bæjarstjórnar, Daniel AgUstinus- syni. Séra Jón hefur látið af prestsstörfum, en starfar af alefli aö hinu myndarlega byggðasafni Akurnesinga að Görðum, en þar á hann ófá sporin undanfarna ára- tugi, eins og mönnum er eflaust kunnugt. Stuðningur við verkfallsmenn Fjölmargir hafa orðið til þess aö senda verkfallsmönnum hvatningu og fé i verkfallssjóö. StUdentaráð Háskólans lét máliö til sin taka og lýsti stuöningi við aögeröir verkfallsmanna og átaldi viðbrögð stjórnenda KA. Sendi ráðiö þessu til áréttingar 5000 krónur I verkfallssjóðinn, segir i fréttatilkynningu frá ráð- inu, undirritaðri af G. Hallgríms- syni. Vesalingur á tiu mán- uðum! „Fullorðinn maður, sem neyt- ir áfengis I óhófi veröur drykkjumaður á 10 árum. Táningur getur hins vegar orðiö vesalingur á tiu mánuðum”, segir yfirmaður áfengisvarn- anna I Noregi, Kjölstad. Leggur hann mikla áherzlu á aö komið sé I veg fyrir drykkjuskap ung- menna. Bendir hann á ýmsar tölur frá Ontariófylki i Kanada máli sinu til stuðnings, en þar var áfengiskaupaaldur lækkað- urór 21 ári i 181 jiili 1971. tslenzkt útvarp i Winnipeg Útvarpskóngur einn I Kanada, Casimir Stancykowsky, komst að raun um að 60% ibúa Winnipeg eru af öðru en ensku og frönsku bergi brotnir, og að fjórðungur þessa fólks talaði sina eigin þjóö- tungu á heimilum sinum. Akvaö hann aö setja á stofn útvarpsstöð þjóðarbrotanna og lagði 70-80 milljónir króna i fyrirtækið, út- varpsstöðina CKJS. I stöðinni fær Islenzk tunga inni, enda fjölmarg- ir íslendingar i Winnipeg og Manitobariki. Guðbjartur Gunnarsson kennari mun stýra Islenzka þættinum I stöðinni, og var fyrsti þátturinn 9. april sl. milli 8.30 og 9um kvöldið. Veröur þátturinn einu sinni I viku á sama tima á miövikudagskvöldum. Ber stjórnandi sjálfur ábyrgð á efni og auglýsingum, en laun stjórn- enda eru prósentur af auglýs- ingatekjunum. Myndin er af Guð- bjarti Gunnarssyni, sem starfar nú við Manitobaháskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.