Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 19. apríl 1975. 3 Kœrir fyrir stuld ó hugverkum - brot ó byggingasomþykkt o.fl. Hér er húsið við Akurholt I Mosfellssveit, sem Þorgils Axelsson teiknaði, en telur Verk h.f. hafa breytt og afbakað höfundarréttinn á. (Ljósmynd BG.) — Prófmál þar sem 25 slík geta fylgt á eftir í uppsiglingu eru stórfelld málaferli, þar sem teiknistofan Kvarði kærir Verk h.f. fyrir hugverkastuld annars vegar, en sama fyrirtæki, bygginga- nefnd og hreppsnefnd Mosfellssveitar og hús- byggjenda þar i sveit hins vegar fyrir brot á höfundarrétti, bygg- ingarsamþykkt og fleira. Þetta er prófmál út af rnörgum húsum. Visir hafði i gær samband við nokka aðila þessa máls, sem þingfest verður i næstu viku. Þorgils Axelsson, bygginga- fræðingur hjá Kvarða h.f., skýrði málið þannig: „Tildrög eru þau, að þegar Verk h.f. hefði byggt eitt hús, var farið fram á samvinnu við okkur, og við unnum út allar lausnir, sem þurfti að gera til að stilla saman einingahúsum Verks hf. Eftir tvö ár var þess- ari samvinnu slitið, en Verk h.f. stofnaði sina eigin teiknistofu, þar sem verk okkar voru kópieruð. Ég hef undir höndum 11 slik mál, þar sem varla er um að ræða tilfærslu á málum eða uppröðun húsgagna. Á þessum tima teiknuðum við 170—180 hús. Þegar slitin voru gerð, var eftir að byggja um 25 af þessum húsum. Þá breytti Verk h.f. teikningunni, lagði til hliðar allar útfærsluteikningar og vinnuteikningar húsanna og tók að nota sinar eigin. Við það breyttist sjálf aðalteikningin, útlitsteikning hússins, og þar með höfundarverkið. í byggingasamþykkt segir, að sá sem gerir aðaluppdrátt eigi að yfirfara allar sérteikn- ingar og gæta þess, að burðarþol sé ekki rýrt. Með þvi að nota aðrar teikningar en þær upprunalegu er mér ekki gefinn kostur á þessu, en er lagalega á- byrgur gagnvart hugsanlegum skaðabótakröfum, að ég tel. Fyrsta húsið, sem þetta á við um, er við Akurholt i' Mosfells- sveit. Þar er til staðar aðalupp- dráttur, sem ég hef teiknað, og var byrjað að byggja sam- kvæmt honum, en hætt við þeg- ar á að fara að reisa húsið ofan á plötuna og notaðar breyttar teikningar. Þessu mótmælti ég þegar með simskeyti til bygg- inganefndar, oddvita Mosfells- hrepps, til eigenda hússins og Verks h.f. Þrátt fyrir þetta var haldið áfram að reisa húsið, og endaði með þvi, að eigandinn lagði fram nýja teikningu af húsinu, eins og það litur end- anlega út. Hún er samþykkt á fundum bygginganefndar og hreppsnefndar fyrir örfáum dögum. Þar með tel ég, að þetta lög- brot sé staðfest og heimilað af þessum nefndum. Þetta er fyrsta málið, sem reynir á á þennan veg af um 25 húsum. Hvað snertir kópieringu Verks h.f. koma hin húsin til með að lenda i sömu aðstöðu fyrr eða siðar. Ég geri kröfu til að komið verði i veg fyrir það á einn eða annan hátt. Ég fór úpp eftir með eiganda hússins, þegar verið var að byrja að reisa húsið, og benti honum á þá galla, sem ég taldi að væru á verkinu og bað hann um að hætta við þetta. Hann vildi það ekki, og þá tjáði ég honum að ég ætti ekki annars úrkosta en fara i þetta mál af fullri hörku. Eftir nokkra baráttu tókst mér að fá útskrift úr bókum bygginganefndar og hrepps- nefndar um málið, en fékk ekki að sjá teikninguna, sem er af- bökuð teikning min, staðfest af verkfræðingi Verks h.f., né heldur bréf það, sem er rök- semdin fyrir breytingunni. Ég hef leitað til félagsmálaráðu- neytisins og fékk þær upplýsing- ar þar, að ég ætti rétt á útskrift- inni og mætti sjá öll önnur gögn i málinu. Þetta eru sönnunar- gögn i máli, sem verður refsi- mál, og mér þykir undarlegt, að ég skuli ekki fá þau. Að minu mati er frágangur þessara húsa fyrirfram von- laus, og þess vegna get ég ekki staðið undir honum. Ef þessi 25 hús verða reist á þennan hátt, á ég yfir höfði mér jafnmörg málaferli, þar sem ég ber laga- lega ábyrgð á þeim. Hvert mál myndi leiða af sér skaðabætur upp á 500 þúsund til eina milljón, og þá væri ég öreigi eftir. Þvi verðégað láta reyna á þetta,” sagði Þorgils Axelsson. Jón Baldvinsson, sveitarstjóri i Mosfellssveit, sagði, að óskað hefði verið eftir breytingu á byggingateikningu viðkomandi húss. Slikt væru ekki óalgengt, og hefði það verið samþykkt. Gunnar Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri Verks h.f., sagði Visi, að Þorgils hefði ekki verið til viðtals um breytingar á teikningum sinum til samræmis við breytta framleiðsluhætti i verksmiðju Verks h.f. ,,Við vit- um ekki til, að hann eigi einka- rétt á að teikna einingahús,” sagði Gunnar. ,,Við teljum okk- ur eiga allan rétt á þvi að not- færa okkur alla möguleika til að byggja með ákveðnum, stöðluð- um einingum og bæði við og aðr- ir teiknum með tilliti til þess.” „Ég held þetta hafi verið þannig,” sagði Kjartan Blöndal forstjóri hjá Verki h.f., ,,að Þor- gils hafði teiknað þetta hús, fyrir eiganda þess, en vegna breytinga i verksmiðju okkar gekk sú teikning ekki, en Þor- gils neitaði öllum breytingum. Þá vorum við beðnir að gera nýja teikningu, sem var gert. Hvað það snertir að við höfum tekið hans teikningar og eignað okkur, er það ekki rétt. Við sett- um aðeins á stofn okkar eigin teiknistofu, enda breyttum við okkar framleiðslu þannig, að hans teikningar ganga ekki.” —SHH VERÐBÓLGAN eigum ennþá metið Við höldum meti okkar i verðbólgu óhögguðu. Tyrkir koma næstirokkur af þjóðum, sem eru i efnahagsstofnuninni OECD. En bilið milli okkar og þeirra er býsna stórt. Verðbólgan var hér siðustu tólf mánuðina, miðað við febrúar, 53,7 af hundraði. t Tyrklandi var hún 30,2 af hundraði. Irar höfðu 23,8% verðbólgu, ttalir 23,3% og Portúgalir 22,3% og aðrir minna. Minnst verðbólga i OECD- rikjunum var 5,8 af hundraði i Vestur-Þýzkalandi, 8,2 I Sviþjóð og 8,4 i Sviss. Meðaitalið I þeim 24 ríkjum, sem að OECD standa, var 12,8 prósent þessa siðustu tólf mánuði. Hér er miðað við visitölu neyzluvöru. —HH Ríkisstjórn og Seðlabonki leita leiða: fjárskorti iðnfyrirtœkja Bœtt úr Rikisstjórn og Seðlabanki glima við að finna leiðir til að bæta úr rekstrarfjárskorti iðnað- arins. Iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, skýrði frá möguleik- um í þessum efnum á ársfundi iðnrekenda I gær. Áherzla er lögð á þrjú atriði. Gildandi reglur um endurkaup bankakerfisins á lánum, sem iðn- aðurinn tekur til framleiðslu og rekstrar, skulu gerðar rýmri. 1 vaxandimæli verður tekið tillit til þeirra framleiðsiugreina sem njóta enn nokkurrar tollverndar en munu lenda i mjög harðnandi samkeppni á næstunni af völdum tollalækkana. Sérstaka lánafyrirgreiðslu skal veita iðnfyrirtækjum vegna gengistaps af innflutningi hrá- efna. Iðnfyrirtæki, sem hafa með höndum viðskipti við fyrirtæki i sjávarútvegi og fiskiðnaði og hafa lent f greiðsluerfiðleikum vegna hallareksturs, skulu fá sérstaka fyrirgreiðslu. Þetta eru aðalatriði tillagna um úrbætur, sem rikis- stjórn og Seðlabanki reyna nú að koma saman. — HH „Er mjólkin búin til hér" Krakkarnir úr ísaks- skóla voru á svolitlu ferðalagi í gærdag. Þeir fóru ásamt kenn- urum sínum og fer.gu að skoða staðinn ,,þar sem mjólkin er búin til", Mjólkursamsöl- una við Laugaveg. Að sjálfsögðu vita krakk- arnir allir núna hvernig mjólkin kemst alla leiðina frá spenum kúnna i sveitinni i mjólkurbúðirnar. Það er langur vegur og margar hendur þurfa að leggja hönd á það nytjaverk. En hér eru semsé tsaks- skólabörnin á leið i leyndar- dóminn til að fá að vita allt um mjólkina. (Ljósmynd Visis Bjarnleifur.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.