Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 19. april 1975. TONHORNIÐ Eurovision '75 — söngvakeppni sjónvarpsstöðva Teach In Þeir félagar Vignir og Clyde voru báðir I hörku stuði. Ljósm: Björgvin Pálsson. gjarn. Þessa tónlistarstefnu slna, ef stefnu skyldi kalla, undirstrika þeir félagar með mjög góðri sviðsframkomu. Þeir eru allir mjög liflegir og hreyfanlegir á sviðinu, en í þeim efnum mættu flestar, ef ekki all- ar, islenzkar hljómsveitir bæta sig. Og kvöldið leið. Aður en varði var klukkan orðin tvö og dans- leiknum lokið. Gestimir tóku að tinast Ut, aUflestir á tveimur fótum, en þónokkrirá baki eða i fangi kunningja sinna. Fyrir utan heyrði ég nokkra hrifna áheyrendur ræða saman: „Djöfull eru Júdasar góðir, þeir eru helmingi betri en Pelican, mar....” Persónulega f innst mér allur metingur um, hvorir séu betri, Pelican eða Júdas, heimskuleg- ur og óþarfur. Báðar hljóm- sveitirnar eru þrælgóðar á is- lenzkan mælikvarða og eiga vonandi eftir að batna að mun. — Við islendingar ættum að fagna þvi að hafa eignazt tvær hljómsveitir er við getum vænzt mikils af i framtiðinni og verið hreykin af, frekar en að vera si- fellt að hrósa annarri á kostnað hinnar. —AT Það var auðvelt að finna, hvernig spennan minnkaði i salnum og hvarf loks alveg, er Júdasar komu hlaupandi fram á sviðið, klæddir sinum beztu föt- um og málaðir i andliti eftir öll- um kúnstarinnar reglum. Mót- mælapipið datt alveg niður, en þess I stað tóku við undrunar- og fagnaðaróp. Þvi miður gat hljómsveitin ekki hafið leik sinn þegar i stað, þar sem hinar hefðbundnu sam- stillingar voru eftir. En eftir óvenju-stuttan tima var öllu stimabraki lokið og dansleikur- inn hófst á ný. Strax I fyrsta lagi kvöldsins, „Lady Marmelade”, náði Júdas traustum tökum á áheyrendum, og áttu þau tök eftir að herðast að mun eftir þvi sem leið á kvöldið. — Tónlistin, sem Júdas flytur, er mjög vel unnin og vönduð, en hún er einnig árás- arkennd og krefjandi, og hún treður sér inn i innstu hugar- fylgsni áheyrandans, svo að ósjálfrátt hrifst hann með og verður sjálfur frekur og árásar- 0 m Hér snyrtir Inga Fanney Vigni Bergmann. Ljósm: BP Á sveitaballi með Júdasi Geraldine Þá er hún búin, blessuð keppnin, ósköp ómerkileg að vanda. Hér kemur þá álit Tónhorns- ins: 1. Stjórnandi hljómsveitarinnar er lék undir hjá þeirri þýzku (sem reyndar var ensk). Hástökk hans var frábært og takturinn eftir þvi. 2. Geraldine, sú frá Luxem- bourg, hafnar i öðru sæti fyrir að syngja fyrir Luxembourg, vera Irsk og syngja á frönsku. (Skyldi hún svo ekki eiga is- lenzkan hund?) 3. Teach In frá Hollandi. Fyrir það að vera ensk hljómsveit og ugglaust með bezta lag keppn- innar, þó að samkeppnin hafi nú ekki verið geysihörð. örp. „Djöfull eru Júdasar góðir. Þeir eru helm- ingi betri en Pelican mar. — Ha!! Kva seiuru? Hefuru aldrei heyrt i Júdasi??? Kvadda mar, ertu frá Loðmundarfirði, eða kvað, ha!!??” Og auð- vitað rann sá dagur upp, að ég fékk svo heiftarlega minnimátt- arkennd af að hafa aldrei heyrt i Júdasi, að ég þandi kvöld eitt á sveitaball með þeim félögum, mér til and- legrar hressingar. Klukkan var að verða tiú og húmið tekið að færast yfir, þeg- ar við ókum i hlaðið á Hvoli. Fyrir framan dyrnar var þegar kominn hópur af unglingum, sem létu flöskurnar óspart ganga á milli sin, meðan þeir biðu eftir þvi að hleypt yrði inn i húsið. Við stöldruðum smástund á hlaðinu, en þar sem enginn gerði sig liklegan til að bjóða okkur sjúss, géngum við inn I Hvolinn, sannfærðir um, að rangæskri gestrisni hefði hrak- að stórlega síðan svo til hver einasti bóndi i syslunni stundaði landaframleiðslu i fristundum slnum. Innanhúss var allt á fleygiferð. Rótarar spændu fram og aftur um sviðið og hlýddu skipunum og bendingum digurs og valdsmannslegs bel- jaka með ógurlegt kónganef. Og þó, — ekki voru allir jafnauð- sveipir við jakann, öðru nafni Kidda rótara, þvi að þarna var einn langur gaur, sem sifellt reif kjaft og var almennt hjartan- lega ósammála samstarfs- mönnum sinum. Þetta var sér- legur ljósameistari Júdasar, sem var mættur með risastóra ljóskastara, sem eftir útlitinu að dæma gætu verið ættaðir frá Keflavikurflug velli. Og fyrr en varði var allt til- búið. Ljósin i salnum voru deyfð, sviðið baðaðist I rauðum og bláum ljósum og fram gekk hljómsveitin Caron, sem hafði fengið það hlutverk að hita upp mannskapinn, áður en Júdas hæfi leik sinn. Caron er nýjasta framlag Suðurnesjamanna til poppsins. Hljómsveitina skipa fjórir ungir menn, sem með auknum þroska og æfingu ættu að geta náð langt á tónlistarbrautinni. Enn sem komið er eru þeir aðeins of stifir og þvingaðir, en það á vafalaust eftir að eldast af þeim. Lagaval hljómsveitarinnar er gott, bæði nýjustu lögin, sem ungt fólk hlustar á um þessar mundir, svo og nokkur gömul og góð rokk- lög, sem vafalaust fara brátt að teljast til sígildrar tónlistar. Er Caron hafði lokið leik sin- um, varð alllangt hlé, unz Júdas birtist á sviðinu. Aheyrendur undu þessu hléi illa og mót- mæltu með hrópum, blistri og stappi i gólfið. Slagsmál og hrindingar hófust nú út um allan sal, þrátt fyrir að auglýst hefði verið strangt bann við kung fú. Og svo að notuð séu fá orð, þá mátti helzt likja ástandinu I salnum við stemmninguna á árshátiðum menntaskólanna. — Og loksins kom Júdas. Hrólfur litur út eins og nýkominn frá Apaplánetunni. Hér sést hluti út „ljósashowi” kvöldsins svokailað „stroboscope”. Ljósm: Björgvin P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.