Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Mánudagur 28. aprfl 1975 — 95. tbl. Norðangarrmn ófram... Ekki er útlit fynr annað en norðangarrinn verði áfram i dag og á morgun að minnsta kosti, og i nótt er spáð kólnandi veðri. Sumarið heilsar ekki beinlinis á viðeigandi hátt að sumra dómi, og þá sérstaklega ekki þegar það fer að snjóa. „Það er ekkert einstakt”, sagði Markús A. Einarsson veðurfræðingur i morgun. „Það kemur mjög oft fyrir að það fellur snjór i april, en hann varir þá ekki lengi”. Mesturkuldi á láglendi klukk- an niu i morgun var 6 stiga frost i Grimsey og á Raufar- höfn, en á hálendi var kaldast 10 stiga frost á Hveravöllum. 1 stigs frost var i Reykjavik, en það mun aukast i nótt. — EA Þannig komu ökumenn I Reykjavik að bilum sinum i gærmorgun. Þetta þykir þó ekki einstakt í aprfl. Ljósm.Bj.Bj. Enn í úlfakreppu í gjaldeyrismálum HROÐAIEG UTKOMAIMARZ Ekki er ein báran stök og vöruskiptajöfnuður i marz varð einhver sá hroðalegasti, sem dæmi eru um i einum mánuði. Við vorum um 4.2 mill- jarða króna i minus. Út var flutt af vörum i marz fyrir 3.3 milljarða og inn fyrir yfir 7.5 milljarða. Fyrstu þrjá mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæplega 7.4 mill- jarða, svo að varla er von, að safnist i gjaldeyris„sjóðinn” við þær aðstæður. Útflutningur af áli og álmelmi var i marz fyrir um 600 milljónir en innflutningur vegna álfélags- ins varð tæplega 1.3 milljarðar. Við þessar marztölur erþaðað athuga, að útflutningur i seinni hluta febrúar var til auðveldunar útreiknings vegna gengisfelling- arinnar 14. febrúar færður yfir á marzmánuð og sama gilti um þann innflutning i febrúar, sem var tollafgreiddur á nýja geng- inu. Þvi eru marztölurnar hærri, bæði fyrir inn- og útflutning en eðlilegt væri. Ef tillit er tekið til þessa, væri hallinn á vöruskipta- jöfnuði i marz tæplega 3.4 mill- jarðar, ef reiknað er á eldra gengi. Þetta breytir engu um, að útkoman i marz hefur orðið hroðaleg. — HH Vöru- verð hœkkar um 2,5-5% Ýmsar hœkkanir leyfðar um helgina Vöruverð hækkar almennt um 2,5—5 prósent vegna hækk- unar álagningar, sem leyfð var um helgina, og hækkunar sölu- skatts í krónum talið, sem leggst ofan á. Álagning i smásölu hækkar um 14%, sem þýðir, að þar sem álagning var 20% verður hún 22,8. Álagning i heildsölu hækkar um 6% og auk þess fá stórkaupmenn hækkun á vaxtaliðúr 1 i 1,5%, sem þeim er reiknaður. Þetta gæti þýtt, að heildsöluálagning hækkaði um allt að 10—11%, að þvi er kunnugir sögðu i morgun. Söluskatturinn leggst ofan á verðið, eftir að álagning hefur verið á lögð, svo að hann veld- ur einnig hækkun verðs, þótt hann sé óbreyttur i prósent- um. Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna, taldi i morgun, að þetta samanlagt mundi þýða þá hækkun vöru- verðs, sem að framan getur. Þá var 20% hækkun leyfð á töxtum leigubila og 50% hækk- un á vélaleigu, svo og hækkun á allri útseldri vinnu, þar sem laun hafa hækkað við siðustu kjarasamninga. Verð hækkar einnig hjá efnalaugum og hár- greiðslustofum. —HH — stórfelldasta œfing sinnar tegundar, sem gerð hefur verið hérlendis „Guð ininn góður, hvað hefur gerzt?” spurði maður, sem kom aðvifandi að skólalóð Hliða- skólans á laugardaginn var. Og það var von hann spyrði, þvi þar lá yfir hundrað manns i valnum og svöðusárin glömpuðu móti sólinni. Sem betur fer var þetta þó ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir, þvi hér var um að ræða æfingu á vegum Almannavarna rikisins og Reykjavikur. Þetta er ein stórfelldasta æfing sinnar tegundar, sem hérlendis hefur verið haldin, og náði til um 1200 manna liðs. Skátar höfðu tekið að sér að leika þá slösuðu, og læknanem- ar sáu um að lima á þá sára- likingar og búa þá út sem likast þvi, sem um raunverulegt stór- slys hefði verið að ræða. Þeir aðilar, sem æfingin náði til, vissu að hún stæði til, en dagsetningu og tima hafði verið haldið leyndu. Fjölmargir fengu þó að vita um hana kvöldið áð- ur, gegn þagnarheiti. Að þvi leyti kom hún á óvart, eins og slys jafnan gera. Til er heildaráætlun um björgunarstarf undir kringum- stæðum sem þessum, en æfing- unni var meðal annars ætlað að leiða i ljós, i hverju þeirri áætl- un væri ábótavant og hvar væru veikir hlekkir. Þegar skátunum hafði verið dreift um holtið ofan við leikvöll Hliðaskóla, hringdi skólastjór- inn i lögregluna og tilkynnti, að þar hefði orðið stórslys, með lik- lega um 100 slösuðum. Lögregl- an kallaði þegar út allt tiltækt hjálparlið, sjúkralið slökkviliðs- ins og hjálparsveitir, og neyðar- útkall var gert á spitölunum. Fyrstu sjúkraliðarnir sem komu á staðinn um fjórum min. eftir fyrsta útkall, sneru sér að þvi að veita fyrstu hjálp. Eft- ir 12 minútur var fyrsti greiningarlæknir kominn á staðinn ásamt hjúkrunarkonu og hóf þegar að kanna meiðslin og ákveða hverjir þyrftu að komast fyrst á sjúkrahús og á hvaða spitala hver skyldi fara. Læknanemarnir fylgdust með, meðal annars með tilliti til þess að hver og einn fengi rétta með- ferð. Allir sjúkrabilar slökkviliðs- ins utan einn voru sendir á stað- inn, björgunarbilar hjálpar- sveitanna og fimm sendiferða- bilar til þess að flytja hina slös- uðu á spitalana. Allir léku sin hlutverk mjög vel, bæði sjuklingarnir, sem sumir voru „mjög illa haldnir” og eins greiningarlæknar og hjálpar- menn, sem unnu og höguðu sér eins og um „alvöruslys” væri að ræða. Og nákvæmlega klukku- tima eftir að fyrsti sjúkrabillinn kom á staðinn, fór siðasti sjúkrabillinn með siðasta sjúklinginn burtu. Það vakti raunar furðu, hve fáir áhorfendur söfnuðust sam- an við slysstaðinn, og hve vel þeir höguðu sér. Lögreglan var lika undrafljót að girða staðinn af, það tók hana aöeins 9 minút- ur frá þvi að fyrsta útkall kom. Þegar æfingin hófst, var glampandi sól og bezta veður, en þegar fram i sótti brast á þétt haglél, sem átti sinn þátt i að gera æfinguna eðlilegri. Það gerði mörgum hinna slösuðu auðveldara að skjálfa eðlilega, en sem fyrr segir léku skátarnir sitt hlutverk mjög vel, með gráti og gnistran tanna, enda enduðu sumir ekki fyrr en uppi i rúmi á gjörgæzludeild, eftir að búið var að hengja upp flöskur við rúmin hjá þeim. — SHII Aökoman var heldur ógæsileg fyrir björgunarmenn, sem kallaöir voru út klukkan hálfeliefu á laugar- dagsmorguninn til aö sinna hópslysi — en þar var um aö ræöa viöamikla æfingu á vegum Almanna- varna. Minni myndin sýnir björgunarmenn aö starfi, þar sem veriö er aö gefa einum „sjúklingnum” súrefni. STÓRSLYS SVIÐSETT VIÐ HLÍÐASKÓLA Torfi með fullar hendur af deilum Flugmenn og Flugleiöir eru að tala saman, og ég veit ekki, hvenær ég hef þá næst á fundi, sagði Torfi Hjartarson sátta- semjari rikisins i morgun. Enn mun mikið bil óbrúað hjá flugmönnum, en Torfi hefur i mörgu ööru að snúast. Fundur með flugfreyjum verður klukkan tvö i dag, sagöi hann og ræddi siðan um aðrar kjaradeilur, sem á hans snær- um eru. Fundur með matsveinum verður klukkan fimm i dag. Þá eru togaramenn, bæði und- ir- og yfirmenn, en sáttasemj- ari hafði i morgun ekki ákveð- iö, hvenær hann kveddi þá næst til sin. Loks hefur verka- lýðsfélagið i Vestmannaeyjum ekki samþykkt samkomulag Alþýöusambandsins og vinnu veitenda, en ekki hefur verið ákveðið, hvenær sáttasemjari ræðir við aðila að þeirri deilu en verður þó liklega alveg á næstunni. Engir sáttafundir voru um þessa helgi. — HH STÓRÆFING ALMANNAVARNA - SJÁ NÁNAR Á BLS. 2,3,10 OG 24

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.