Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 21

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 21
Vísir. Mánudagur 28. aprll 1975. 21 BELLA Fröken Bella, er þin tillaga til • stjórnarinnar ennþá um aö bæta loftræstinguna hér á skrif- stofunni? Þann 7. des. voru gefin saman i hjónaband i Kópavogskirkju af séra Ama Pálssyni ungfrú Guð- rún Ólafsd. og Haraldur Pálma- son. Heimili þeirra er aö Greni- mel 40. (Studio Guömundar). 18. jan. voru gefin saman i hjónaband af séra Areliusi Ni- elssyni ungfrú Aslaug Guö- mundsdóttir og herra Einar Finnsson. Heimili þeirra er að Baröavogi 22, R. (Nýja myndastofan). Þann 25. des. voru gefin saman I hjónaband I Eyrarbakkakirkju af séra Valgéiri Astráössyni ungfró Hólmfriöur Inga Guö- mundsdóttir og herra Sigurður Ingi Svavarsson. Heimili þeirra er aö Hvoli, Eyrarbakka. (Ljósmyndast. Suðurlands, Sel- fossi). -K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-k Spáin gildir fyrir þriöjudaginn 29. april Hrúturinn,21. marz — 20. april. Fylgstu vel með öllu nýju sem er að gerast i dag. Þú munt ná miklum árangri i dag og jafnvel bæta stöðu þina. Nautiö, 21. april — 21. mai. Vinnufélagar þinir eru með mjög góðar ráðagerðir á prjónunum, sem þú skalt samþykkja. Reyndu að komast hjá þvi ef einhver ætlar að fá lánað hjá þér. ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ I I i ★ ★ ★ [ I ★ ★ ★ t t. ¥ ¥ ¥ t ¥ i ¥ ¥ t í m ea Nt Xa Tviburarnir,22. mai — 21. júni. Þú skalt ekkert vantreysta þér i dag, faröu bara rólega i þvi að taka ákvarðanir, og vertu ekki of fljótfær. Þú skemmtir þér vel i kvöld. Krabbinn, 22. júni — 23. júli. Taktu vel eftir öllu sem sagt verður við þig i dag, þú getur ráðið mjög margt af þvi. Þú þarft að taka erfiða ákvörðun. Ljóniö,24. júli — 23. ágúst Vertu ekki með neitt vesen i dag. Farðu snemma að vinna og not- færöu þér nýja tækni, og vertu ekki með neitt slór. Meyjan,24. ágúst — 23. sept. Þetta verður þinn dagur i dag. Þú færð að öllum likindum tækifæri til aö stunda þina eftirlætisiöju og sýna færni þina á þvi sviöi. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Leggðu áherzlu á að sinna heimili þinu vel i dag og laga til i kringum þig. öðrum i umferðinni hættir til að stöðva skyndilega. Prekinn, 24. okt. — 22. nóv. Þú munt koma ár þinni vel fyrir borö i dag. Hlustaðu á hvað aðrir hafa aö segja og dragðu þinar ályktanir af þvi. Kvöldið verður rólegt. Bogmaöurinn, 23. nóv.— 21. des. Láttu það eftir þéraðkaupa það sem þú þarfnast en vertu samt ekki of eyðslusamur(söm). Þú þarft á ein- hverjum stuðningi að halda. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Þér gengur vel að aðlaga umhverfi þitt að þér. Þú færð ýmsar góöar uppástungur og upplýsingar. Þér er óhætt að trúa flestu sem þú heyrir i dag. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. feb. Þú færð mikla ánægju út úr þvi að lesa bækur um sálfræðileg efni og reyna að heimfæra það upp á lifið i kringum þig. Fiskarnir, 20. feb — 20. marz. Þú nærð lang- þráöu takmarki um morguninn. Taktu lifinu meö ró seinni partinn og lestu það sem þig langar til. ★ ! ! ! 1 i I 1 ¥ * ¥ * I ¥ ¥ ♦ i ¥ ! ¥ * ¥ ¥ ♦ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ U □AG | Q KVÖLD | O □AG | Q KVÖ ldJ o □AG ~| Ný morgunsaga handa börnum: Anna Snorradóttir. Stúart er lítil mús í eilífum vandrœðum Anna Snorradóttir'byrjaði aö lesa nýja barnasögu I morgun og annan lestur sögunnar er aö finna i morgunútvarpinu á morgun. Sagan heitir i þýðingu önnu „Stúart litli” og fjallar um litla mús, sem elst upp hjá hjónum og ungum syni þeirra i New York. Músin er að sjálfsögðu agnar- litil og lendir auðvitaö i ýmsum vandræöum af þeim sökum. En Stúart litil er glúrinn og kemst þvi klakklaust út úr hinum ólik- legustu vandamálum. Höfundur „Stúarts litla” er Elwyn Brooks White frægur bandariskur höfundur, sem skrifað hefur meira fyrir full- orðna en börn. Eftir höfundinn liggja þó nokkrar barnasögur og hafa þær oröið efni i teikni- myndir. Sagan verður flutt á 10 morgnum og verður annar lestur hennar á morgun. SJÓNVARP • 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagiö Bresk framhaldsmynd. 29. þáttur. Kappsigling um völdin Þýöandi Óskar Ingi- marsson. Efni 28. þáttar: James siglir til Sansibar og á þar hagstæð viðskipti við arabahöfðingja nokkurn, sem telur hann á að flytja fyrir sig pilagrima til hafn- arborgarinnar Jidda i heim- leiöinni. Á leiöinni kemur I ljós aö arabinn er f raun og veru þrælasali og skjólstæö- ingar hans á leið á mark- aöstorgiö en ekki til Mekka. James losar sig viö farþeg- ana viö fyrsta tækifæri og hraöar sér heim til Liver- pool, en þar hafa Onedin- hlutabréf veriö boöin til sölu. James hyggst kaupa bréfin og ná þannig völdum I félaginu, en Fogarty hefur gert svipaðar áætlanir. Eig- andi bréfanna ákveður loks, aö þeir keppinautarnir skuli sækja sinn tefarminn hvor til Kina, og fái sá hlutabréf- in, sem fyrr kemur til baka. 21.30 íþróttirMyndir og frétt- ir frá Iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maöur Ómar Ragnarsson. 22.00 Skilningarvitin Sænskur fræöslumyndaflokkur. Lokaþáttur. Jafnvægis- skyniö 22.35 Dagskrárlok IÍTVARP • Mánudagur 28. aprll 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Viövinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Sá hlær bezt....” eftir Asa I Bæ. Höfundur lýkur lestri sög- unnar (12). 15.00 Miödegistónleikar. Felicja Blumental og Sin- fóniuhljómsveit Vinarborg- ar leika Pianókonsert I a- moll op. 17 eftir Pader- ewski, Helmuth Froschauer stjórnar. Sinfóniuhljóm- sveitin I Filadelfiu leikur „Hátlö i Róm”, sinfónæiskt ljóö eftir Respighi, Eugene Ormandy stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. ÓMAR Á HORNBJARGI Ómar Ragnarsson var fyrir helgina staddur á Horn- bjargi. Þar safnaöi hann ásamt öðrum starfsmönnum sjónvarpsins efni i nýjan „Heim sóknarþátt”. Fá sjónvarpsáhorfendur i þeim þætti að kynnast starfi vita- varðar á afskekktum stað. —JB (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Að tafli. Ingvar As- mundsson menntaskóla- kennari flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Bárður Halldórsson menntaskólakennari á Akureyri talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 Blööin okkar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Tannlækningar. Þor- grimur Jónsson lektor talar. 20.50 Til umhugsunar. Sveinn H. Skúlason stjórnar þætti um áfengismál. 21.10 Trompetkonsert eftir Henri Tomasi. Pierre Thi- baud og Enska kammer- sveitin leika, Marius Con- stant stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „öll er- um viö ímyndir” eftir Simone de Beauvoir. Jó- hanna Sveinsdóttir les þýð- ingu sina (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Byggða- mál. Fréttamenn útvarps- ins sjá um þáttinn. 22.45 Hljómplötusafnið l' um- sjá Gunnars Guömundsson- ar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.