Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 9
Visir. Mánudagur 28. april 1975. 9 1 tr=j. i— L_ _j ” ] 'rQ Norrænií lögfræðingar þinga i Reykjavik Mörg markverö lögfræöilég málefni veröa krufin til mergjar á lögfræöingaþingi miklu, sem haldið verður í Reykjavík dagana 20.-22. ágúst I sumar. Meöal mál- efna má nefna fjölþættari starfs- reynslu lögfræðinga, um óvigða sambiíð, sem Danir kalla ,,den papirlöse familie”, um réttar- vernd gegn afbrotum, sem varða fjárhagnað, um réttarvernd við skipulagningu landsvæða, um fjál-hagslega ábyrgð faglegra ráðunauta, þörf almennings á upplýsingum um lagaleg málefni, samúðaraðferðir stéttarfélaga til stuðnings vinnudeilu í öðru landi, og fleira mætti upp telja. Kunnir framsögumenn verða frá öllum Norðurlöndunum, þeir islenzku eru Magnús Thoroddsen, borgar- dómari og Jónatan bórmundsson, prófessor. bátttaka á að tilkynn- ast i dómhúsi Hæstaréttar dag- ana 28.-30. april kl. 5-7. Hinn fullkomni einkaritari bað er vist draumur hvers einasta stjórnanda fyrirtækis aö hafa við hlið sér „hinn fullkomna einkaritara”. I vetur hóf starf Einkaritaraskóli i Reykjavik, og nýlega gengust nemendur skólans undir fyrstu prófin. Af 32 nemendum stóðust prófið 30 nemendur i fyrsta prófi, 2 féllu. Prófin við skólann eru samin af Pitman Examinations Institute i Englandi og dæmd af sömu stofnun. Prófin fara aftur á móti fram i Reykjavik. islendingar neðarlega á drykkjuskránni, merkilegt nokk! Afengisvarnarráð hefur sent frá sér lista yfir áfengisneyzlu i nokkrum löndum, neyzlan er talin ilitrum á mann og á við árið 1972. Frakkar eru að sjálfsögðu efstir á blaöi, drekka 16.91ftra af hreinum vinanda, 107litra af léttum vinum á mann, 40 af öli og 2,3 af sterkum drykkjum. Af 35 löndum á list- anum nær ísland „aðeins” 30. sæti. Við drukkum 2,5 litra af sterku vini, 2 litra af léttum vinum, — og að sjálfsögðu ekkert sterkt öl. Afengisneyzlan á mann er þvi 2,8 litrar af hreinum vin- anda. Liklega drekka Islendingar sjaldnar en aðrir menn, — en meira. Og trúlega er meira af smygluðu áfengi og sterku öli I umferð hér en I öðrum löndum. Minkur utan fyrir 80-90 milljónir Minkabúin hafa ekki skilað þeim mikla ágóða til þjóðar- búsins og eigenda búanna, eins og fyrirfram hafði verið reiknað með. En minkaræktendur gefast ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun. Nú starfa 7 minkabú og hafa um 11 þúsund læður. I fyrra var útflutningsverðmæti skinnanna 30-40 milljónir króna fyrir 20 þúsund skinn. t ár er áætlað að útflutningur aukist verulega, verði a.m.k. 30 þúsund skinn, og gjaldeyristekjurnar verði milli 80 og 90 milljónir króna. bess má geta hér að minkaræktin er óháð styrkjakerfinu alræmda og er eina grein landbúnaðar, sem stendur á eigin fótum að þessu leyti. Gjaldeyrissparnaður, — ekki aldeilis, takk! A sama tima og ramakvein kvað við og ógurlegt tómahljóð kom úr gjaldeyrissjóðum okkar, gerðist það að ferðafúsum íslendingum fjölgaði. Hér er miðað við marz 1975. bá komu 2354 tslendingar til landsins að sögn útlendingaeftirlitsins. Arið áður voru þeir 2145. Útlendingar til landsins voru eilitiö fleiri, eða 3114 I marz 1974, en 3270 I ár. Gegnum útlendingaeftirlitið komu fyrstu 3 mánuði ársins 15115 manns, en i fyrra á sama tima 13234. Aukningin fólst að mestu leyti i auknum ferðalögum okkar, minna i auknum ferða- mannastraumi hingað. ,,Forfald” Ragnhildar útvarpssaga i Dan- mörku Inger Bagger, dönsk leikkona, hefur að undanförnu lesið skáld- sögu Ragnhildar ólafsdóttur, „Forfald”, sem útvarpssögu I danska útvarpinu. Bókin var lesin I átta köflum og varfyrsti lestur hennar2. april s.l. Er þetta mikill sigur fyrir höfundinn, en hún býr I Danmörku. Um þessar mundir er unnið við að þýða bók hennar á islenzku. Verður bókin væntan- lega gefin út i haust hjá Helga- felli. Rnnir þú til feróalöngunar; an is þá er það vitneski um vorið erlendi sem veldur 25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. FLUCFÉLAG LOFTLEIOIR ISLAJVDS Felög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.