Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 10
10 Vlsir. Mánudagur 28. aprll 1975. Búúúú, hvein I hátalaranum. Slökkviðliðsmennirnir fieygðu frá sér þvottakústunum og tóku til fótanna. Ljósm. Bragi. þeir voru bornir úr sjúkrabllum, sendiferðabilum og björgunar- sveitarbilum. 3. 1 1 12. 13.— 27. 28,— 32 33. 42 43 400. Dregið i 1. fiokki 6.mai BIFREIÐAR eftirvali, 500 þús ... 4.500.000.00 UTANLANDSFERÐ eftir vali.,...._ 250.000.00 UTANLANDSFERÐIR eftirvali, 100 þús...— 1.500.000.00 HÚSBÚNAÐLfö eftir vali, 50 þús.. 250.000.00 HÚSBÚNAÐUR eftir vali, 25 þús.._ 250.000.00 HÚSBÚNAÐUR eftirvali, 10 þús.... 3.580.000.00 Eitt férnarlambanna var strax fært upp á skurðstofu Landspltalans | vegna áverka á hálsi. Ljósm. Bragi. ,Þessi er alveg þrœlkaldur, sko í alvöru' Laugardagurinn virtist œtla að verða tíðindalaus, en raunin varð önnur Þetta var rólegheitadagur aö þvi er virtist. (Jr þvl að sólin virtist ætia að fara að skina sáu sjúkraflutningsmennirnir i slökkvistöðinni við öskjuhliðina kjörið tækifæri til að þrlfa sjúkrabilana eftir slagviðrið daginn áður. Einni minútu áður en klukkan sló hálfellefu renndu sér tveir sjúkrabilar út úr aðalbila- geymslunni og inn á þvottaplan- ið á bak við húsið. Sjúkraflutn- ingsmennirnir tóku sér kústa i hönd og röbbuðu um sumar- komuna á meðan þeir luku við að þvo annan bilinn. Sá fyrri var færður frá og þvotturinn á þeim siðari var að hefjast klukkan nákvæmlega 10:33, er hár tónn rauf kyrrðina. „Lögreglan tilkynnir um hóp- slys við Hliðaskóla”, heyrðist i hátalara. Það var engin taugaveiklun greind af hreyfingum sjúkra- flutningsmannanna, er þeir stigu hratt en örugglega inn i bilana, sem æddu af stað á rauð- um ljósum. Hópurinn sem hafði verið að rabba saman úti f veðurblíðunni var skyndilega horfinn og kom- inn inn I aðra bila stöðvarinnar, slökkvibila og sjúkrabila. Eins og vigvöllur Hliðaskólinn er ekki langt i burtu og þvi blasti ófögur sjón fljótlega við augum sjúkraflutn- ingsmannanna. fþróttavöllur skólans var eins og vigvöllur á að lita, án þess þó að hugsanleg orsök blóöbaðsins sæist i fljótu bragði. Sjúkraflutningsmennina fór nú að gruna margt og er hinir slösuðu voru athugaðir nánar. létti flutningamönnunum stór- um. Það kom I ljós, að þarna höfðu ekki Baader-Meinþof samtökin verið að verki, heldur var þetta æfingin, sem til stóð að halda einhvern daginn i mánuðinum. Þar eð sjúkrabilarnir full- nægðu hvergi nærri eftirspurn- inni hlúðu sjúkraflutnings- mennirnir að hinum slösuðu af mikilli leikni á staðnum. Það varð að biða eftir lækni á stað- inn til að greina.hvaða sjúkling- ar væru I mestu hættu, áður en hægt var að hefja flutningana. Fyrsti læknirinn á staðinn varð raunar Jón Sigurðsson.fyrrver- andi borgarlæknir, sem býr i næsta nágrenni við skólann. Hann varð þrumu lostinn er hann heyrði öll lætin, og gat ekki imyndað sér hvað gerzt hafði, fyrr en hann var leiddur i allan sannleikann. „Mætið samstundis” A meðan á þessu stóð höfðu björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni, Hjálparsveit skáta og Slysa- varnafélaginu verið ræstir út með þeim orðum, að slys hefði orðið og þeir þyrftu að mæta samstundis á birgðastöðvarnar. Fljótlega voru bilar sveitanna komnir af stað. Lögreglumenn, sem komið höfðu heim af vakt klukkan sex um morguninn og starfsfólk spitalanna, sem var byrjað á sinni frihelgi, var allt boðað á vinnustaðinn. Ekki fyrr en þangað var komið frétti það, að um æfingu væri að ræða. Greiningarlæknir var kallað- ur út af Borgarspitalanum. Hann greip tösku, sem stendur þar tilbúin fyrir atburði sem þessa, og þusti á vettvang. Nær um leið og hann hafði hafið störf voru fyrstu sjúklingarnir á leið á Borgarsjúkrahúsið. Skömmu siðarfórsjúklinga að drifa inn á Landspitalann. Allt tiltækt starfslið var þar mætt til aö taka á mdti hinum slösuðu, er „Leggstu niður!” „Slagæðablæðing hér!” „Komið þessum i öndunar- tæki!” „Hjálpið þessum, hann hefur híotið lost”. Skipanirnar hljómuðu og sjúklingarnir voru fluttir á deildir samkvæmt þeim, sumir á skurðstofu, aðrir i umbúnað og nokkrir á gjör- gæzlu. Visismenn fylgdust með hjúkrunarkonu og sjúkraliða, sem fluttu einn sjúklinganna á gjörgæzludeildina. „Annars eigum við ekki að vera i þessum flutningum”, sagði hjúkrunarkonan, „við bara leyfðum einum sjúklingi að verða samferða”. „Likið” á börunum ætlaði nú að fara að taka þátt i samræðunum og reis upp. „Svona leggstu niður”, sagði hjúkrunarkonan og sá slasaði hlýddi. Á gjörgæzlunni var sjúkling- um komið i rúm og læknir deildarinnar bað hjúkrunarkon- ur að taka blóðþrýsting, athuga hvort öndunartæki væru i lagi og að þær kynnu á þau. „Viðskulum lika steypa þess- um sjúklingum þeir hafa gott af þvi” og hjúkrunarkonurnar sturtuðu rúmunum, en lækkuðu þau þó aftur þegar sjúklingarnir voru farnir að roðna iskyggilega i andlitinu. Af 108 er i slysinu lentu voru 47 fluttir á Landspftalann. Þeir siðustu voru að koma inn á Landspitalann um hálftólf, og voru þeir minna slasaðir en þeir er áður höfðu komið. „Hann er alveg þrælkaldur þessi, sko i alvöru”, sagði hjúkrunarkona um einn skát- ann, sem fengið hafði að liggja i tæpan klukkutima úti I vornepj- unni. Skátinn var fljótlega af- greiddur og þar með var stærsta hluta þessarar æfingar lokið. — JB Þaft var all svakalegt um aölitastá „slysstaftnum" vlft Hliftaskóla, þegar hiaum slösuftu haffti verift dreift um svæftift, og starfsfúlk gekk á milli meft tómatsósu og gusafti á vifteigandi staði yfir skátana. Ljásm.Bj.Bj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.