Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 24
vism Mánudagur 28. apríl 1975. Með lekan y togara ó leið til lands Varðskip var með brezka togarann Brucella i togi á leið til lands, þegar viö höfðum samband viö Landhelgisgæzluna i morgun. Er skipstjóri togarans um borð i varðskipinu. Ahöfn togarans fór hins vegar um borð i Mánafoss og er skipið væntanlegt til Aberdeen i dag klukkan tvö. Það var rétt eftir hádegið á laugardag sem Brucella hafði samband við Vestmannaeyja- radló og tilkynnti um leka f vélar- rúmi. Var togarinn þá staddur út af Stokksnesi. Mánafoss var þá staddur á svipuðum slóðum. Ekki virtist sem um mikinn leka væri að ræða. — EA Seyðfirðingar fó ferjuna: •## „Got ekki farið öðruvísi segir bœjarstjórinn á Seyðisfirði. - „Mistök", segir sveitarstjórinn á Reyðarfirði „Auðvitað fengum við ferjuna. Það gat ekki farið öðruvisi ef hlut- lausir aðilar dæmdu þar um,” sagði Jónas Hallgrimsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, i við- tali við Visi. En Seyð- firðingum hefur verið tilkynnt i skeyti, að fær- eyska ferjan Smyrill komi til með að gera höfn þeirra að „stoppu- stöð” sinni hér. „Okkur barst skeyti Fær- eyinga skömmu fyrir helgi, en i þvi er litið annað en formleg til- kynning um ákvörðunina,” saeði Jónas. „Núna biðum við eftir að heyra kröfurnar, sem þeir gera um lagfæringar á höfninni, en framkvæmdir þar að lútandi þurfa að geta hafizt hið fyrsta.” „Mitt persónulega álit á ákvörðun Færeyinga er það, að þeir hafi gert mistök,” sagði Hörður Þórhallsson, sveitar- stjóri á Reyðarfirði, er Visir náði tali af honum i morgun. En svo sem kunnugt er, var valið á milli Rpvðnrfiarðor oe Sevðis- fjarðar. „Tenging Seyðisfjarðar inn á landið er ekki nógu góð og staðurinn þvi óhentugur. Þvi hefur aftur á móti verið haldið fram, að dýpið hér hjá okkur sé ekki nægilegt. Það er vitleysa”, sagði Hörður stutt og laggott. „En hvað um það,” bætti hann við. „Ég get ekki annað en óskað Seyðfirðingum til ham- ingju með ferjuviðskiptin.” — ÞJM Varð fyrir bíl og lézt Ung stúlka, 21 árs, lét lifið, er ekið var á hana á ísafirði aðfara- nótt sunnudagsins. Hún var á ieið heim af dansleik i Ilnífsdal, og var önnur stúlka með henni, en þær voru fótgangandi. i þessum bryggjukrika kemur Smyrill tii með að iiggja, og hægt veröur aðaka beint af bryggjunni að og frá borði. Meira fer þó fyrir bflaferjunni en triliunni Hjördlsi, sem þarna liggur. Ljósm. GIsli Biöndal. Bill, sem kom á mikilli ferð sömu leið, ók á stúlkuna, og er talið að hún hafi látizt sam- stundis. ökumaður ásamt þrem- ur farþegum voru i bilnum, og leikur grunur á, að um ölvun hafi verið að ræða. Stúlkan lætur eftir sig ársgam- alt barn. — EA FRIÐURINN ÚTI HJÁ RÍKISSTARFSMÖNNUM Hörð átök verða um stjórn Starfsmannafélags rlkisstofnana á aðalfundi I kvöld eftir margra ára „frið”. Einar ólafsson, útsölustjóri hjá Áfengisverzluninni, hefur veriö formaður félagsins i fimm ár. I langan tima hefur verið sjálfkjör- ið I flest æðstu embætti félagsins, og mun ekki hafa verið boðið „Nœsta œfing verður fyrirvaraiaus" — segir Örn Bjarnason hefur veitt svör við ,,Ég fæ ekki betur séð en ailir hafi lifað þetta af, nema þeir, er dauðir voru fyrir, og nokkrir af þeim dauðvona,” sagði örn Bjarnason læknir i inorgun, en hann fylgdist með fyrstu við- brögðum sjúkraflutningamanna og greiningarlækna á slysstaðn- um, er settur var á svið við Hliðaskóla á laugardaginn. „Sjúkraflutningsmennirnir brugðust rétt við á staðnum, en eftir er að fara yfir skýrslur um það, hversu lengi, sjúklingarnir voru i sjúkrabílunum á leið á sjúkrahús,” sagði örn. Svör við ýmsum spurningum liggja þó þegar ljós fyrir. Menn veltu fyrir sér, hversu marga lœknir. — Æfing almannavarna á laugardaginn ýmsum spurningum lækna væri ráðlegt að senda á slysstað sem þennan, og nú þyk- ir Ijóst, að lágmarkið eru þrir eins og gert var á æfingunni, en i'ull þörf væri að fá þann fjórða. Þá liggur nú ljóst fyrir, að hentugast er að merkja ástand sjúklinganna á staðnum með litlum veifum, sem gefa vis- bendingu um hverja á að flytja af staðnum strax, hverjir mæti afgangi, hverjir þoli ekki flutn- ing með bilum og svo fram- vegis. „Heildarniðurstöðurnar liggja vart fyrir fyrr en i næstu viku, en fijótt á litið held ég að niðurstaða æfingarinnar verði hagstæð. Alla vega stóðst heildarskipulagið. Ég held að ekki sé óraunhæft að halda slika æfingu árlega, þar sem fjöldi nýrra starfsmanna bætist við á sjúkrahúsunum ár hvert, og ég tel, að æfingar sem þessi á laugardaginn haldi mönnum vakandi,” sagði Orn Bjarnason. „Viðkomandi vissu, að þessi æfing stæði fyrir dyrum, en næst reikna ég með að við höldum svona aéfingu fyrirvaralaust og útbúum þá fólk á öllum aldri i gervi hinna slösuðu. Nú voru þetta mest unglingar er þátt tóku i æfingunum og það er ekki nógu raunhæft að skrifa á bring- una á 16 ára strák, að hann sé 65 ára,” sagði Orn Bjarnason læknir. — JB fram gegn Einari fyrr en nú. Nú fer fram gegn honum Jóhann Guðmundsson, deildarstjóri á Landspitalanum, og fullskipaður listi hefur verið lagður fram gegn núverandi stjórn félagsins. 1 félaginu eru um þrjú þúsund sagði i morgun, að „vekja” þyrfti félagið og treysta tengslin milli stjórnar og hins almenna félaga. Hann kvaðst vona, að kosning- arnar I kvöld yrðu spennandi, hvort sem andstæðingum félags- stjórnar tækist að fella hana I manns. Jóhann Guðmundsson þessari atrennu eða ekki. —HH Varð illilega var við œfinguna Það var nokkuð liðið á laugar- dagsmorguninn, er maðurinn vaknaði eftir gleði næturinnar áð- ur. Með nokkrum afrétturum tókst honum að hafa sig á fætur og læðast út að bilnum sfnum.sem hann ætlaði að aka i heim. Okuferðin gekk eins og I sögu, enda beindi ökumaðurinn allri athygli sinni að akstrinum og gætti að sér i hvivetna. En þegar ökumaðurinn beygði inn i Litlu- hlið við Hafnarfjarðarveginn, mætti honum skelfileg sjón. Framundan var heill her lög- reglubila og bila með blikkandi ljós, sem stöövuðu alla umferð. Allar varúðarráðstafanirnar voru til einskis. Maðurinn var lát- inn stöðva bil sinn og kom þá sannleikurinn i ljós. Það er von, að manninum hafi sárnað, enda var það enginn jólahugvekja, sem hann flutti um ágæti almanna- varnaæfinga, er honum var stungið inn i einn lögreglubilinn. —JB Henti bílnum ó gangandi vegfaranda Ökumaður utanbæjarbifreiðar, sem var á lcið austur Hringbraut- ina klukkan átta i morgun, tók ekki eftir þvl i tíma, að bíllinn fyrir framan hann hafði stanzað við gangbraut, og lenti þvi harka- lega aftan á honum. Slys þetta var við gangbrautina á móts við Umferðarmiðstöðina. Þar hafði bifreið stanzað fyrir stúlku, sem var á leið yfir götuna, er næsta bifreið á eftir skall harkalega aftan á fyrri bifreiðina og henti henni yfir gangbrautina. Við þetta skali stúlkan utan i bifreiðina. Hún var flutt á slysa- varðstofuna, en fékk að fara heim eftir rannsókn. — JB Bifreiðin er slysinu oili var mikið skemmd, og varð að flytja hana með kranabll af staðnum. Ljósm. JOB 3 SLOSUÐUST VIÐ BJÖRGUN A HVASSAFELLINU Þrir menn af brezka björgunarskipinu, sem unnið hefur að þvi að ná Hvassafellinu út, slösuðust mikið i gær. Enginn slasaðist þó lifshættulega, en mennirnir voru allir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem þeir liggja nú. Það var um hádegið i gærdag sem hlekkur i keðju slitnaði, þegar var verið að vinna við að hreyfa Hvassafellið. Mennimir þrir, sem allir voru frammi á björgunarskipinu, slösuðust við það, og datt einn þeirra i sjóinn. Brotnuðu mennirnir allir, og missti einn þeirra mikið blóð. Svo vel vildi þó til, að hjúkrunarkona var af tilviljun stödd um borð i Hvassafellinu, og gat hún gert að opnum sárum mannanna, þar til frekari hjálp barst. Björgunarsveitin á Húsavík og þrír læknar af sjúkrahúsinu þar fóru á gúmmibáti og v.b. Svani út í skipið, sem kom til móts við þá með slösuðu mennina. Eftir það var sfðan flogið með mennina til Akureyrar. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.