Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 16
16 Visir. Mánudagur 28. april 1975. ______ Ný _____________ '!^sruRVf>/s6lldÍnd\^ru*v^ Vorum aö fá stóra sendingu af góöum hljómplötum svo sem: Gentle Giant — flestar Genesis — flestar Jethro Tull — flestar Black Sabbath — allar Ekseption — flestar Procul Harum — Grand Hotel Procul Harum — Exotic Birds Procul Harum — Live Jim Croce — I Got aö name Jim Croce — You dont mess around Refugee Bachman Turner Overdrive — Not Fragile Bachman Turner _ As Brave belt Barry White — Stone Gone Barry White — I’ve got so much to give Nice — Elegy Lobo — Calumet Lobo — Just a singer Lobo — Best of Allman Bros — ýmsar Lindisfarne — Fog on the tyne Lindisfarne — Roll on Ruby Leon Russel — Stop allt that jazz Yardbirds & Sonny boy Williamson Edith Piaf Nana Mouskouri — flestar Beethoven — niunda Cesar Franck — Pierre Cocheran Tschaikowski — Svanavatniö Tschaikowski — 1812 Mozart — Eine kleine nachtmusik og margt fleira, komiö og skoöiö. Sendum I póstkröfu. Hljóöfæraverzlun Sigriöar Helgadóttur Vesturveri — simi 11315. Myndliosta- og Handíðaskóli íslands INNTÚKUPRÚF fyrir þá nemendur, er hyggja á nám i dag- deildum Myndlista- og handiðaskóla Islands, fer fram i húsakynnum skólans, Skipholti 1, Reykjavik, dagana 2. -3.-4. og 5-júni (mánudag til fimmtudags) n.k. Umsóknareyðublöð, sem liggja frammi á skrifstofu skólans, skulu hafa borist fyrir 20. mai 1975. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans frá kl. 2—5 e.h. simi 19821. Skólastjóri. Skipholti 1 - Sími 19821 Lausar stöður Eftirtaldar stööur I verkfræöi- og raunvisindadeild Há- skóla lsiands eru lausar til umsóknar. Dósentstaöa i efnafræöi. Aöalkennslugreinar eru á sviöi ólifrænnar efnafræöi. Lektorsstaöa f landafræöi viö jaröfræölskor. Aöalkennslu- greinar eru á sviöi mannvistariandafræöi og svæöalanda- fræöi. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um stööur þessar ásamt ýtarlegum upplýsing- um um námsferil og störf skulu hafa borist menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25, mai n.k. — Umsækjendur um dósentsstööuna skulu einnig láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unniö, svo og ritsmiöar og rannsóknir. Menntamálaráðuneytið, 22. april 1975. t>arna stóö hún I fjórtán daga og beift eftir þvi aft komast heim aftur. íslenzkir víkingar ó Jómfrúareyjum: Á BÚÐARÁPI f 40 STIGA HITA — Örn Petersen flugþjónn segir fró Farkostur. Boeing 720. VV 511. Flugstjóri. Arngrimur Jó- hannsson. Flugmaöur. Gunnar Þor- valdsson. Vélamaöur. Ævar Guömunds- son. Flugfreyjur. Marit Daviös- dóttir. Ingibjörg Nordal. Eygló Gunnarsdóttir. Fiugþjónn. örn Petersen. Verkefni: Leiguflug Air Vik- ing, fyrir „Pansk vestur- indiska féiagiö” frá Kaup- mannahöfn tii St. Croix i Karabiska hafinu. Klukkan var tíu að morgni er við loksins lentum á flugvellinum á St. Croix. Við höf ðum lagt af stað frá Kaupmannahöfn um miðnætti t snjókomu og skítakulda og flogið í ein- um áfanga með stuttum millilendingum í Kefla- vík og Halifax á Nova Scotia. Véiin haföi veriö leigö Dansk- vestur-indiska félaginu, en þaö er nokkurs konar vináttufélag Dana og ibúa Jómfrúeyja, en eyjarnar tilheyrðu Dönum á ár- unum 1733-1917. Flest þetta fólk var af æðri stéttum, og á farþegalistanum mátti lesa allar tegundir stjóra og jafnvel greifa og greifynjur, svo eitthvað sé nefnt. < Einnig var með i förinni karlakór Kaupmannahafnarhá- skólans, sem til allrar hamingju lét ekki til sin heyra I vélinni, enda flestir sofandi alla leiðina. Mikil viðhöfn var á flugvellin- um við komu farþega okkar. Viö flugstöðvarbygginguna lék hljómsveit, og á langboröi einu stóöu fjöldámörg glös af þjóöar- drykk eyjabúa „Pina Colada” (romm — ananas — kókós- hnetusafi). En okkur var ekki til setunnar boðið, siðasti farþeginn var kominn frá borði (geispandi eins og allir hinir), og nú þurfti að ganga frá vélinni. Yfirleitt er mér ekki mjög hlýtt til vélmenna, en einhvern veginn vorkenndi ég nú samt vélinni að þurfa að standa þarna ein og yfirgefin á glóandi heitri flugbrautinni i hálfan mánuð. Ég hrökk upp úr daumórum minum, er feitur náungi frá heilbrigðiseftirliti eyjarinnar tjáði okkur með bros á vör, aö okkur stæði tvennt til boða: Annaðhvort skyldum við sort- éra rusl okkar i tvo poka, mat- arleifar i annan og afganginn i hinn, ellegar fljúga með þessa þrjá vesældarlegu ruslapoka til næstu eyju. „Nei, heyrðu mig góði,” gall við i flugfreyjukórnum. Og eftir fimm minútna islenzkan „flug- freyjusjarma” bugaðist sá feiti gersamlega og hvarf á braut með pokana þrjá. „Er allt klappað og klárt,” gall við i Arngrimi, „eigum við ekki að fara að koma okkur i bæinn?” Jú, það var i tima, hitastigið i vélinni minnti einna helzt á gufubaðið á Loftleiðum. Bandariska toll- og vega- bréfseftirlitið sýndi okkur mikla lipurð og afgreiddi okkur á svipuðum hraða og landssiminn gerir, þegar simareikningur hefur ekki veriö greiddur. Þá var haldiö til stærsta bæj- ar eyjarinnar. Christiansted, i stæröar leigubil sem ók vitlausu megin á veginum alla leið. Á leiðinni gafst mér fyrst tækifæri til að lesa Iitlu grænu bókina „Historic St. Croix” sem ég hafði krækt méj i i Kaup- mannahöfn. „Já, látum okkur nú sjá”, St. Croix er ein þriggja eyja er til- heyra svonefndum „Virgin Is- lands” Jómfrúeyjum, hinar eru St. Thomas og St. John. Fyrstu ibúar St. Croix voru suðurameriskir Indiánar af „Arawak” ættum. Þeir fengu að lifa þarna i ró og spekt, þar til Kólumbus kom ár- ið 1493 og „fann eyjuna”. Arið 1625 kasta svo Spánverj- ar eign sinni á eyjuna, eins og flestallar eyjar i Karabiska haf- inu. Nú nenni ég ekki að lesa öll þessi ártöl, en les að eyjan hafi verið i spánskri — hollenzkri — enskri — franskri — og danskri eign frá upphafi byggðar og nú tilheyri hún Bandarikjamönn- um. Ástæðan fyrir þessari sifelldu eignarskiptingu segir bókin mér að sé eflaust uppskerubrestur á sykri, svo og verðbreytingar á þeirri sætu vöru. Einnig hefur eyjan litla nær enga hernaðarlega þýðingu, og hefur það eflaust eitthvað að segja lika. Bezta efnahagslega timabil eyjarinnar var á árunum 1733- 1900, er eyjan var i eign Dana. Danir keyptu St. Croix af Frökkum 1733 eftir að hafa her- numið hinar tvær eyjar Jómfrú- eyjaklasans. Þeir upphófu þeg- ar mikla sykurrækt, og með að- stoð vinnuafls, er þeir fluttu til eyjanna frá svörtu Afriku, og högnuðust vel af. Ekki má þó beint segja að Danir hafi stundað þrælahald, þvi þeir gáfu þrælum sinum öllu meira frjálsræði en tiökaðist á þeim timum. En eftir aldamótin 1900 lækk- aði sykurverð skyndilega, og slæmt efnahagsástand heima fyrir gerði það að verkum, aö Danir séu sig tilneydda að selja hæstbjóöanda, Bandarikja- mönnum, á 25 milljónir dollara. Eyjarnar teljast þó ekki ame- riskt fylki og njóta sjálfræðis að flestu leyti, nema þá i varnar- og utanrikismálum. St. Croix telst til austasta hluta Bandarikjanna. Ég lit upp úr litlu grænu bókinni og sé að við erum komin niður i Christi- ansted, litill bær það. Negrar vírðast hér i meirihluta, ekki verður maður var viö neinn lúxus hér, en allt virðist óvenju snyrtilegt. Hótel okkar reynist vera hreinn draumastaður, litið Viklngarnir vift brottför, tallö frá vinstri: Arngrimur Jóhannsson flugstjóri, greinarhöfundur flugþjónn, Ingibjörg Nordal flugfreyja, Ævar Guðmundsson véiamaöur, Marit Davfösdóttir fiugfreyja, Gunnar Þorvaldsson (sá brosandi) flugmaöur, Eygló Gunnarsdóttir fiUgfreyja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.