Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 28. april 1975. Gunnar Viðar Ég var með kransæðastiflu og skrámaður. Ég dó um leið og ég átti að fara inn á röntgendeild og var þá fluttur beint i likhúsið og boðið i opinn kassann. Ég varð að biða lengi, þar sem ég lá á slys- staðnum, áður en eftir mér var tekið. Fyrst var bara gengið fram hjá mér. Guðmundur Jónsson Ég var með rifið milta og var lát- inn biða á spitalanum. Annars var ég raunverulega dauður fyrir þann tima, þvi i bilnum var ég að velta yfir á næsta mann, en sá, sem var að passa okkur, rak þá bara höndina i kviðinn á mér og ýtti fast á móti. Július Júliusson Ég hefði varla lifað af, með sprungið milta. Þegar komið var á spitalann, voru fötin rifin upp um mig og svo var ég settur beint inn i heljarkulda og látinn dúsa þar. Sum slysanna voru hroðalega Ijót, enda voru 44 tilfelli af þeim 108, sem þarna var um að ræöa, svokölluð stórslys, og þurftu ákveðna meöhöndlun innan til- tölulega skamms tíma, ef ekki átti að fara illa. Ljósm. Bj.Bj. BJÖRGUNARMENN STÓÐU SIG YFIRLEITT MEÐ PRÝÐI — œfingin sem slík vel heppnuð, en nokkrir veikir hlekkir komu í Ijós Björgunarmenn stóðu sig með prýði, var einkunn stjórnenda eftir á, og gilti það um alla björgunarhópa. Hér eru menn úr björgunar- sveitinni Ingólfi að störfum. Ljósm. Bj.Bj. Þeir, sem að æfingunni á laugardaginn stóðu, voru á einu máli um það á eftir, að á heildina litið hefði hún gengið mjög vel. Eins og vænta mátti komu þó fram nokkur smáatriði, sem þurfa lag- færinga við, en æfingin var einmitt gerð til þess að leiða í Ijós þá veiku hlekki, sem kynnu að vera í þeirri björgunar- áætlun, sem til er varð- andi áföll af þessu tagi. „Sjúkraflutningarnir tókust sem slikir mjög vel,” sagði Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna, er við hittum hann að máli i stjórnstöð Almannavarna eftir æfinguna. Hann var þá þangað kominn ásamt Erni Bjarnasyni lækni, sem hafði yfirumsjón með starfi læknanemanna við þessa æfingu. „Flutningstæki voru alltaf til staðar,” sagði Guðjón, en sjúklingarnir dreifðust ekki eins vel milli spitalanna og við hefð- um óskað. t fljótu bragði virðist, að Landakot hefði mátt taka við fleiri sjúklingum. Land- spitalinn hafði aftur á móti samband við okkur i lokin og óskaði eftir þvi, að álagið yrði minnkað.” Orn Bjarnason gat þess, að Landakotsspitali hefði um þetta leyti verið að taka við svokall- aðri „acutevakt”, og þess vegna hefði ef til vill verið talið ráðlegt að hlifa honum sem mest. Tveir gallar komu fram þegar i stað, en það var skortur á greinilegum merkingum hinna slösuöu. Guðjón taldi, að ástæða væri til þess að greiningarlækn- ar gætu sett veifur hjá hinum slösuðu, sem sýndu sjúkraflutn- ingamönnum, hvaða tilfelli væru bráðust og i hvaða röð þyrfti að taka sjúklingana, og mætti gera það með mismun- andi litum flöggum. Hinn gall- inn var sá, að sendibilar, sem fengnir voru til sjúkraflutninga, voru ekki auðkenndir á nokkurn hátt, og fengu þess vegna engan forgang i umferðinni. úr þvi mætti lika bæta með þvi að hafa viðeigandi merki tiltæk og setja á bilana i neyðartilfellum. Orn Bjarnason lagði áherzlu á, hve góð samvinnan hefði ver- ið við skátana 108, sem fengnir voru i hlutverk hinna slösuðu. Þeir hefðu allir verið stundvisir og ekki hefði komið til neinnar ringulreiðar meðan verið var að undirbúa þá. Hlutverk sin hefðu þeir svo rækt af mikilli prýði. Hann sagði, að 44 hefðu leikið hlutverk stórslasaðra. Þeir þurftu allir að fá rétta með- höndlun mjög fljótt. 32 voru minna slasaðir, en þó mikið meiddir, með beinbrot og þess háttar. 32 i viðbót voru svo litiö eða ekki meiddir, en sumir með sjúkdóma. Til dæmis voru tvær fæðandi konur, fjögur hjartatil- felli, sex utan við sig með and- legt áfall. Mikið reyndi á björgunarmenn að bregðast rétt við, meðal annars láta þetta fólk rétt upp á börur, og var reynt að fylgjast vel með þvi. örn sagði, aö björgunarmenn hefðu upp til hópa staðiðsig mjög vel og farið rétt að, meðal annars i dæmum, þar sem röng handtök hefðu skilið milli lifs og dauða, hefði verið um alvöru að ræða. Bæði Orn og Guðjón lögðu áherzlu á, hve vel áhorfendur hefðu hegðað sér i þessu tilviki, haldið sig utan við slysstaðinn og sýnt tillitssemi. örn taldi þó, að fréttamenn og ljósmyndarar, sem snigluðust innan um slas- aða og björgunarmenn, hefðu gegnt þvi hlutverki að valda ruglingi, eins og áhorfendur gera venjulega, þegar um raun- verulegt slys er að ræða. Hann sagði jafnframt frá einu dæmi, þar sem rétt viðbrögð sjúkraliðsmanna hefðu bjargað mannslifi, ef þetta hefði verið alvöruslys. Þar var um að ræða mann, sem var með ákafa blæð- ingu, og voru gefnar tiu minútur ólifaðar. Einn sjúkraliðsmann- anna fann þennan mann þegar i stað og gerði viðeigandi ráð- stafanir af mikilli kunnáttu. 1 alvöruslysi hefðu viðbrögð þessa manns haft úrslitaþýð- ingu. Orn lagði áherzlu á, að það hefði ekki verið óviljandi, sem nokkur timi leið frá þvi að fyrstu sjúkrabilar komu, þang- að til farið var að flytja slasaða. Hann sagði, að athugun og um- önnun á slysstaö væri mjög þýðingarmikið atriði, og nauð- synlegt að gera sér glögga grein fyrir eðli slysanna og hvað gera þyrfti i hverju tilfelli þegar i stað, þvi á þvi ylti hvað hægt væri að gera á eftir. Þvi mætti ekki rjúka til þess að stafla slösuðum inn i bila eftir þvi hverjir væri hendi næstir. Með- ferðog brottflutningur verða að vera af yfirveguðu ráði. — SIIH Lœknanemar undirbjuggu þó sem ,slasaðir' voru „Þú sprittar vel á þér liáls- inn, og siðan limirðu þetta sár hér á þig,” sagði einn lækna- neminn við skáta, sem hann var aö setja inn i hlutverk sitt. „Svo verður tengd slanga við sárið, og blaðran á endanum á slöng- unni á að vera undir holhöndinni á þér. Þegar læknir eða hjálpar- maður nálgast, dælir þú mcð Læknanemar undirbjuggu „slysatilfcllin” og limdu sár á skátana með tilheyrandi málun. Siðan fylgdust þeir meö þvi út I gegnum æfinguna, hvaða meöhöndlun tilfellin fengu. Ljósm. Bj.Bj. Skátarnir léku margir óhugnanlega eðlilega, og svo var um þennan, sem var einn þeirra er „létust.” Hann lá lengi þarna á steinunum og depiaði varla auga, svo viðstaddir voru jafnvel farnir að gefa þvi gætur, hvort ekki væri annaöog meira en leikur á feröinni. Ljósm. Bj.Bj. blöðrunni eins og þér sé að blæða út, en ekki nema þegar einhver er hjá þér, þvi þaö er ekki svo mikið i blöðrunni. Ef þú hefur ekki fengið rétta með- höndlun eftir 25 minútur, ertu dáinn. Skilurðu þetta?” Það voru 10 læknanemar und- ir stjórn Arnar Bjarnasonar læknis, fulltrúa landlæknis, sem undirbjuggu tilfellin, settu skátana inn i hlutverk sin og fylgdust siðan með þvi, hvort hver og einn fengi rétta með- höndlun. Þeir skiluðu siðan skýrslu, sem leiðir i ljós, hvað var rétt og vel gert og hvað var miður. — SliH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.