Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 28.04.1975, Blaðsíða 6
6 Vtsir. Mdnudagur 28. aprll 1975. vísrn Útgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesión Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Sl&umúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánu&i innanlands. t lausasölu 40 kr. eintaki&. Bla&aprent hf. Fólkið hefur talað Þær vonir rættust, að fólkið i Portúgal segði skýrt og skorinort, hvað það vill. Eftir þingkosn- ingarnar veit allur heimur, að fólkið vill lýðræði með vestrænu sniði og ekkert annað. Þótt herfor- ingjar, sem margir hverjir vilja fremur róttækt, vinstri einræði, muni reyna að villa mönnum sýn á næstu mánuðum, mun það ekki takast. Kosningarnar urðu sigur lýðræðisafla, svo ótvi- ræður, að með ólíkindum gæti það kallazt i landi, þar sem fólk hefur ekki getað neytt kosningarétt- ar i hálfa öld. Þar hafði hægri einræðisstjórn drottnað, sem fyrir ári var steypt af mislitri sveit hermanna. Sá, sem byltingarmenn völdu fyrst sem foringja, Spinola, hefur siðar orðið ber að til- raunum til að endurreisa hægri einræði. Eftir- menn hans eru, að minnsta kosti enn sem komið er, að meirihluta fylgjendur róttæks sósialisma, sem er mjög mikið til vinstri við þann lýðræðis- lega sósialdemókratisma, er sækir fyrirmyndir sinar tilrikja einsog Sviþjóðar, sem sigurvegarar þingkosninganna fylgja. Hættan er sú, að þeir herforingjar, sem fyrirfram lýstu fyrirlitningu á kosningunum og boðuðu áframhaldandi einræði, hvað sem úrslitum kosninganna liði, muni enn reiðubúnir að hunza vilja fólksins. Fólkið hefur i kosningunum hafnað þvi rauða einræði, sem þessir menn boða. Tveir flokkar, sem báðir boða lýðræðissinnaðan sósialdemókratisma og það i fullri alvöru, fengu hreinan meirihluta i kosningunum. Sósialista- flokkurinn, sem er eftir klofning i vetur hreinn jafnaðarmannaflokkur, hefur fengið um 37 af hundraði atkvæða, og alþýðlegi demókrataflokk- urinn mun hafa fengið um 25 af hundraði, en hann boðar einnig lýðræðislegan sósialisma. Hins veg- ar fengu kommúnistar, sem hafa verið valda- mestir af flokkunum, vaðið uppi og fengið að traðka á hlut lýðræðissinna i skjóli hersins, að- eins um 12 af hundraði og systurflokkur þeirra um 5 af hundraði. Kommúnistaflokkurinn hefur verið næst hjarta hinna raunverulegu valdhafa, hersins, og enn er ástæða til að óttast, að kommúnistar reyndi að skapa i Portúgal einræði með fyrirmyndum i Austur-Evrópu. Kommúnist- ar hafa völdin i alþýðusambandi landsins, vegna þess að þeir voru flokka fyrstir til að skipuleggja verkalýðsforystu, þótt kosningarnar sýni að sjálfsögðu, að kommúnistar eru i miklum minni- hluta meðal verkafólks. Herinn leyfði stjórnmálaflokkunum að halda þessar þingkosningar, en af yfirlýsingum herfor- ingja laust fyrir þær varð ljóst, að suma var farið að iðra þess. Kosningaþátttaka var mikil, tæp- lega 92 af hundraði, og aðeins um 7 af hundraði kjósenda munu hafa farið að óskum hersins og skilað auðum og ógildum seðlum. Herforingjar reyndu á ýmsa lund að gera lýðræðisflokkana tortryggilega rétt fyrir kosningarnar. Allir til- burðir þeirra til að svikja lýðræðisfyrirheit sin hafa nú hlotið fordæmingu almennings, en þeir skáka enn i skjóli byltingarráðs sins, sem þeir gerðu skömmu fyrir kosningar að varanlegri valdastofnun, sem sett er yfir þingið. Rödd fólksins hefur nú heyrzt um allan heim. Það verður vonandi hvatning fyrir lýðræðissinna, sem enn hafa nokkur áhrif meðal herforingja. Það ætti að vera óþarft að lið, sem hefur innan við fimmtung af fylgi, geti neytt rauðu einræði upp á þjóðina. —HH H vað er orðið af völdum hans? Svo seint sem á fyrstu stjórnarárum Lyndon Johnson lá stjórnmála- valdið i höndum for- setans i Hvita húsinu, en siðan hefur það smám sainan færzt nær alveg yfir til þingsins. Þrátt fyrir allar tilraunir Fords forseta til þess a& ná ákvaröana- valdinu aftur til Hvlta hússins me& ræöum sinum, yfirlýsingum, vi&tölum og bla&amannafundum — a& ekki sé minnzt á alla einka- fundina meö þingmönnum — þá eru þingmennirnir ekki á þvi aö sleppa þvi aftur, sem þeir hafa einu sinni náö. Forseti Bandarikjanna var fram a& þessum tima valda- mestur þjó&höf&ingja lýöræ&is- rikja, og menn hafa ekki almennt áttaö sig á þessari breytingu. Henni veröur kannski bezt lýst me& oröum erlenda sendiherrans i Washington, sem sagöi: „Ég þyrfti I rauninni tvær sendirá&s- skrifstofur, a&ra viO Hvita húsiö og hina hjá þinghöllinni.” Þessi margreyndi sendifulltrúi bætti þvi reyndar vi&, aö hann þyrfti aö bera sig aö meö tvennum hætti I erindrekstri fyrir riki sitt. Onnur væri þessi venju- lega diplómatiska framganga viö stjórnarráö og embættismenn, en hin einkenndist af hörku og þraut- seigju f samningaþófi viö stjórn- málamenn I lykilnefndum þingsins. Þaö eru margar ástæöur fyrir þvi, aö Ford hefur ekki tekizt aö endurheimta fyrri völd forsetans. Þar veldur þó mestu um, aö hann hefur ekki nóg atkvæöafyigi i þinginu til þess aö koma fram sinum málum. Þar aö auki geldur hann þess, að hann hefur ekki veriö kosinn til sins embættis. Hann er heldur ekki gæddur neinni sérstakri málsnilld, nema ef siöur væri. Svo aö hann er ekki fær um aöhrifaaöra með sér með niælsku. Mesti ósigur Fords forseta varö i siöustu viku, þegar þingið þver- neitaði beiöni hans um aukna hernaðaraðstoð við Suður-Viet- nam. Aö þeirri synjun stóöu bæöi þingmenn demókrata og flokks- bræðra forsetans, republikana, orönir langþreyttir og leiöir á þessu endalausa og kostnaöar- sama striöi. Kom þar fyrir litiö, þótt Ford sendi máttarstólpa stjórnar sinnar, Henry Kissinger utanrikisrá&herra og James Schlesinger varnarmálaráö- herra, til þess aö tala máli sinu viö nefndir þingsins og for- ystumenn. Illlllllllll ■ ■■■■■■ i m ii Guðmundur Pétursson Þegar huga er hvarflaö aftur yfir þaö, sem stjórnin hefur fengiö til lei&ar komiö, þá rifjast upp, a& þingiö haga&i þvl þannig, aö tvö stærstu stjórnarfrum- vörpin — annaö um skattalækkun og hitt um áætlanir orku- sparnaöar — komust þá fyrst I gegn, er þingmenn höf&u gert á þeim þær breytingar, sem þeim sjálfum sýndist. Svo a& þau uröu nánast þeirra mál en ekki stjórnarinnar. Ford neyddist til aö undirrita lög, sem fólu i sér 23.000 milljón dala skattalækkun, en þaö var aö minnsta kosti 4.000 milljón dala meiri lækkun, en hann ætlaöist til. Hann var tregur til, en kveiö þvi aö neitun á sta&festingu laganna mundi seinka aögeröum stjórnar- innar til þess aö stööva kreppuna. Reyndar er ekki lokið afgreiðslu tillagna hans um orku- sparnað. Þær gengu aöallega út á aö lagt yröi 3 dala innflutnings- gjald á hverja tunnu af oliu. — Allsherjarnefnd fulltrúadeild- arinnar hefur frumvarpiö til meöferðar þessa dagana og eftir fréttum að dæma er hún langt komin meö aö gjörbreyta þvi I afgreiðslu sinni. í orkumálum á þó forsetinn smátromp I bakhendinni, ef þingiö reynir aö bregöa fyrir hann fæti. Þegar þingiö lýkur afgrei&slu málsins, sem búizt er við undir mánaöamótin, kynni svo aö fara, a& þaö samþykkti aöeins 1 dals innflutningsgjald á hverja oliu- tunnu. En forsetinn hefur umboö til þess aö leggja til bráöabirgöa 2 dala innflutningsgjald til vi&bótar á hverja tunnu. — Siöar yröi þaö þó aö koma fyrir þingiö til stað- festingar, en Ford mundi vinna á meöan tima. Enn ein stórorusta býöur Fords i stri&inu viö þingiö, og þar á hann aftur gó&an möguleika á þvi a& lúta I æ lægra haldi. Styr stendur um halla fjárlaganna Ford liggur undir ámæli hægrimanna I repú- blikanaflokknum, sem finnst 53.000 milljón dala halli of mikiö af þvi gó&a. Hann hefur lýst þvl yfir, aö hann muni ekki li&a þinginu eyöslu, er leiöi til meira en 60.000 milljón dala halla á fjár- lögunum. Bandariskir þingmenn eru ekkert ööruvisi en aörir þing- menn, hvaö viökemur örlæti á kosningaloforö viö kjósendur sina. Þeir eiga enn eftir efna obb- ann af þeim, og vilja ekki láta staöar numiö, fyrr en hallinn er kominn I 65.000 milljónir dala aö minnsta kosti. — Ýmsir áhrifa- miklir þingmenn hafa aö undan- förnu látiö á sér heyra, aö þeim finnist engin go&gá, þótt hallinn nemi jafnvel 70.000 milljónum dala, e&a 75.000. Ef frekari fjárveitingartillögur ganga út á vinsælar aögeröir á borö viö aö útvega atvinnulausum vinnu, gæti Ford rekiö sig á þaö, aö neitunarvaldi hans yröi hnekkt meö þvi að tveir-þriðju meirihl. fengist i þinginu. í utanríkismálum er ekki aö sjá I nánd nein sérstök stórátök milli forsetans og þingsins. Þar er ekki að vænta i bráð ákvörðunar um að aflétta vopnasölubanninu á Tyrkland, sem þingiö samþykkti I mótmælaskyni viö innrás Tyrkja á Kýpur. — Ford fór bónarveginn að þinginu til aö þaö aflétti banninu og benti I þvi sambandi á mikilvægi landamæra Tyrklands, sem snúa að Sovétrikjunum. — Þingiö hefur tekiö þvi með tóm- læti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.