Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 16. mai 1975. Huldumanni í Háoleiti svarað: DREKKA BRENNIVÍN Halldór Kristjánsson skrifar þættinum: „í tilefni af ritgerð Ólafs Sveinssonar í Vísi 12. þ.m. langar mig til að biðja hann að svara: 1. Veit hann hvernig fór i Finnlandi, þegar minnka átti brennivlnsdrykkjuna meö þvi aðauövelda mönnum aðgang að bjór? 2. Kann hann að nefna eitt- hvert land á jarðarkringlunni þar sem mönnum hefur verið „kennt hvernig drekka skal vin” svo að áfengissjúklingar og aðrir slíkir þekktust ekki? 3. Hvað heldur hann að gróði islenzka rikisins af áfengissölu sé mikill þegar rikissjóður er búinn að borga það sem drykkjuskapurinn kostar hann? Svörin eru annars þessi: 1. Brennivinsneyzla Finna óx um nálega 50% á einu ári. 2. Það land er ekki til I Evrópu, sem kennt hefur sllkt. 3. Ætli „gróð- inn” sé ekki minni en enginn?” „GRÓÐINN" AF AÐ Hilmar Bjarnason, lagermaður: — Ég keyri bllinn alls ekki mikið. Ég bý i Kópavogi og stunda þar mina vinnu og þarf því ekki að aka langar leiðir I og úr vinnu. Benslnkostnaðurinn einn er þó aldrei minni en átta þúsund á mánuði. Guðmundur Magnússon: — Við hjónin notum bilinn bæði og telj- um þaö nokkuð vel sloppiö að þurfa ekki að kosta meiru en 15 til 20 þúsund krónum til reksturs hans á mánuöi.. Jón Sturlaugsson skrifar: „Sl. þriðjud. 12. þ.m. fær séra Árelius heldur óþyrmilegar kveðjur i dálkum þessum, og þar sem ég hef átt þess kost um aldarfjórðungsskeið að fylgjast nokkuö meðstörfum hans, þyk- ist ég mega leggja þarna orð I belg. Allur fjöldinn telur störf prestanna vera fólgin i þvl að leggja út af bibliunni úr ræðu- stól á þann hátt, að enginn kenni til,skíra, ferma, gifta greftra og gefa út tilskilin vottorð við hjónaskilnaði, svona álika og þegar lögreglumaður setur sektarmiða á bflrúðu, og mér er ekki grunlaust um, að sumir klerkar vorra leggi þennan skilning I starf sitt að einhverju leyti lika. En svo eru prestar, eins og séra Arelius, sem leggja allt annan skilning i köllun sina. Þegar þeir leggja t.d. út af oröum Krists, reyna þeir að færa boöskap þeirra til kring- umstæönanna í dag, líkt og menn eru nú að færa fornsögur okkar til nútima stafsetningar, svo að auðskildari verði. Og Arelfusi nægir þetta ekki. • Hann álitur það einnig skyldu sina aö reyna að hugga þá, sem eiga I sorgum og erfiðleikum, i stað þess að humma slík óþæg- indi fram af sér. Fyrir þetta skal hann dæmdur. Eitt af þvi, sem hann stendur dags daglega I, er að reyna að koma I veg fyrir upplausn heim- ila vegna drykkjuskapar og annarra vandræða, leita hælis og læknisbóta fyrir þá, sem út- keyröir eru af ofnautn alls konar eiturlyfja, ef vera mætti, að lifi þeirra og jafnvel heilsu yrði bjargað. Fyrir þetta skal hann dæmdur. Það er af þessum orsökum, að klerkur getur ekki oröa bundizt I blöðum og hljóðvarpi, en ekki endilega af þvi að hann hefur veriðófullur alla sina ævi. Hann vill knýja menn til að sjá og viðurkenna hvað á seyði ér i okkar þjóðfélagi, hreint eins og meistari hans geröi fyrir tæpum tvöþúsund árum, og þetta getur hann, þótt hann hljóti aö höggva nærri mörgum, sem ekki kjósa að sjá bjálkann I eigin augum, þvi hér er enn rikjandi mál- frelsi, og forráðamenn fjölmiðla skilja nauðsyn þess, að almenn- ingur átti sig á þeirri vá, sem hér er fyrir dyrum, auk þess sem það er ekki lengur I tizku að krossfesta svona óróaseggi, sem raska andlegri svefnró manna. „Megi Árellusi endast sem lengst kjarkur, þor og heilsa til þessara björgunarstarfa sinna,” segir Jón Sturlaugsson i bréfi slnu. Segjum nú svo, að Arelius settist niður og ritaði grein I VIsi I hvert sinn sem hann kæmi úr þessum llknarferöum, og VIsis- mönnum þætti nú nóg að birta eina I hverju tölublaði. Þeir yröu þá að gefa út fleiri en eitt blaðog fleiri en tvö suma daga til að hafa við. Það er langt I frá, að ég sé nokkur bindindismaður, eins og þaö orð er almennt skilið, og er alls ekki fylgjandi áfengisbanni, þvl mér finnst það bæði ófram- kvæmanlegt og óskynsamlegt. En ég skil mætavel örvænt- ingu prestsins og annarra hans llka, þvl að ég hef um dagana séð margt líkt því, sem hann berst við daglega, og mér hefur hreint ekki liöið vel fyrst á eftir. Megi Areliusi endast sem lengst kjarkur, þor og heilsa til þessara björgunarstarfa sinna.” Bjarni Sigurðsson, leigubilstjóri: — Ætli manni dugi minna en átta þúsund krónur fyrir benslni á mánuði. Leigubillinn, sem er mitt atvinnutæki, er að sjálfsögðu mikið dýrari i rekstri. Hann kost- ar mig sjálfsagt eitthvað um 50 þúsund krónur á mánuði — áður en ég fer að taka út min laun. Guðmundur Ágústsson, bakari: — Ég á nú erfitt með að reikna það út svona I fljótheitum. Veit bara, að það er ofsalega dýrt. Og ekki er það ódýrara að nota fyrir- tækisbilinn. Þessi litli sendiferða- bill, sem ég nota, eyðir bensini fyrir um 500 krónur á dag. Guðrún Alfreðsdóttir, verka- kona: — Ég held nákvæmt bókhald yfir rekstur bilsins, og það eru ógnvekjandi tölur, sem ég fæ út úr þeim reikningi. Með þvi að keyra bilinn um eða yfir 12000 km á ári kostar útgerðin ekki minna en 300 þúsund á ári. ,Áfram Árelíus' Guðmundur Árnason, kennari: — Lágmark 20 þúsund krónur á mánuði. Það er þó nýr blll, sem ég þarf ekki að kosta miklu til i viðhald á ennþá. Mannleg sjónarmið og virðing fyrir lagalegum rétti samborg- arans kafna fullkomlega þegar Huldumaður eignar sjálfum sér til frambúðar landareign Reykjavikurborgar og tilkynnir opinberlega, að ofanritaðir ætli að eyðileggja hvildarreit nágranna sinna. Rétt er, að minnzt hefur verið á að einhvers konar tengsl gætu myndazt á milli fyrirhugaðra tveggja hæða og standsetningar umræddrar lóðar, á sama hátt sem lóð Háaleitisbrautar 58-60 tók á sig kvöð um gangbrautar- réttindi fyrir þá ibúa nærliggj- andi húsa, er teldu hagstætt fyrir sig að ganga um lóðina. Huldumaður krefst þess, að lyftur verði i húsinu þegar það hefur verið hækkað um tvær hæöir — ekki er fyrirhugað að hafa lyftur til að koma fólkinu upp á 3. og 4. hæð, enda óþarfi, eins og reynslan hefur sýnt i ibúöarblokkum, enda er þess ekki krafizt fyrr en komið er upp fyrir 4. hæðina. Huldumaður hefur áhyggjur af að tilvonandi ibúar verði fyrir bifreiðum á lóð Háaleitisbraut- ar 58-60. Það hlýtur aö vera ósk okkar allra að ekki komi til slikra atburða, og sem betur fer sýnir reynslan, að þar sem mun meiri umferð er en við Háa- leitisbraut 58-60 og verri skilyrði hefur blessunarlega verið kom- izt hjá bifreiðaslysum, og þessi staðreynd styöur þær tilgátur, að þar sem fólk gerir sér grein fyrir duldum hættum verða fæst slys. Huldumaður gerir tilraun til aö lýsa byggingarsögu um- rædds húss — öll hús hafa sina sögu, og þvi stærri sem þau eru þvi meiri saga um erfiðleika — mistök — svik — efnisskort — verkföll — en einnig gleðistund- ir, þetta eru helztu kynni byggj- enda undanfarin ár, og nú virð- ist löghelgi eignarréttarins sjá sklmu af sóslalisma þegar um nágrannann er aö ræða, en sjálfur vill Huldumaður slá um sig skikkju valdsmannsins og segja sér hæfari mönnum fyrir verkum, i skipulagsmálum, og flokka siðan fólk hvar það eigi að búa. Við ofanritaðir erum sam- mála Huldumanninum um að heildarskipulag Háaleitishverf- isins er þokkalegt en teljum þó, að óþarfi hafi verið að gera glæsileg ibúðarhús að bakhús- um, með hinum stuttu, lokuðu götum, svo ekki sé talað um stefnubreytingar á Ibúðarblokk- unum með þvi að láta þær snúa þvers og kruss um Háaleitið og setja siðan falleg einbýlishús þar innan um. Að sjálfsögðu er þetta smekksatriði, og ekki er hægt að gera svo öllum liki. Við teljum að skipulagsnefnd séskipuð I dag hæfum mönnum, sem mættu þó halda uppi betra nýtingargildi lóða, þvi sóun á hvaða sviði sem er kann ekki góðri lukku að stýra. Að endingu hvetjum við Huldumann til að virða eignar- rétt nágrannans og snúa sér að sinum eigin vandamálum, hvort heldur sálrænum eða efnisleg- um.” ef það sjálft telur þær henta fyrir sig, eða hver annar aldursflokkur. Allt annað væri hroka- og drambsháttur, sem Huldumaður virðist vera uppfullur af. Siguröur Þ. Söebech og Her- mann Bridde gera athugasemd viö frétt I VIsi 14. mai. „Huldumaður bendir ofanrit- uðum á að lesa dagblaðið Timann siðastliðinn sunnudag til að sannfæra sig um tölulega hlið á hugsanlegum Ibúðafjölda Háaleitisbrautar 58-60. Tölurn- ar 100-200 ibúar eða 20 ibúðir sjáum við ekki, enda er sann- leikurinn, kæri Huldumaður, 30 einstaklingsibúðir. Huldumaður segir m.a.: „Þarna verða litlar Ibúðir fyrir gamaltfólk.” Ekki fáum við séð hvers vegna Huldumaður notar gamla fólkið i niðrandi og fyrir- litningartón á sama tima og hann skrökvar upp stærð einstaklingsibúöanna með þvi að segja þær litlar. Hið rétta er að ibúöirnar verða 2ja, 3ja og 4ra herbergja með stórum svölum og nýtizku- legum þægindum, og gamalt fólk er velkomið i þessar Ibúðir, HRINGIÐ I SÍMA 86611 KL13-15 r r r r IBUÐARHUS AÐ BAKHUSUM... vísntsm: — Hvaö teljið þér að bíllinn yð- ar kosti I rekstri á mánuði? LESENDUR HAFA ORÐIÐ „ÓÞARFI AÐ GERA GLÆSILEG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.