Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Föstudagur 16. mai 1975. 9 URSLITAKEPPNI ÍSLANDSMÓTSINS í SVEITAKEPPNI LÝKUR UM HELGINA (Jrslitakeppni islandsmótsins I sveitakeppni hófst I gærkvöldi i Domus Medica og taka eftir- taldar sveitir þátt I henni: 1. Sv. Braga Jónssonar TBK 2. Sv. Þóris Sigurðssonar BR 3. Sv. Jóns Hjaltasonar BR 4. Sv. Hjalta Eliassonar BR 5. Sv. Þórarins Sigþórss. BR 6. Sv. Þórðar Eliass. Akran. 7. Sv. Boga Sigurbjörnss. Sigluf. 8. Sv. Helga Sigurðssonar BR * Þóris og Jóns Helga og Þórðar A sunnudag verða einnig tvær umferðir og spila saman i þeirri fyrri sveitir Hjalta og Þóris Þórarins og Braga Þórðar og Boga Jóns og Helga og I þeirri seinni sveitir Braga og Þórðar Þóris og Þórarins Jóns og Hjalta Helga og Boga. t slðustu umferðinni siðdegis á mánudag spila saman sveitir Þórarins og Jóns Þórðar og Þóris Boga og Braga Hjalta og Helga. Núverandi íslandsmeistarar i sveitakeppni eru sveit Þóris Sigurðssonar frá Bridgefélagi Reykjavikur. Spilað verður alla hvitasunnu- helgina i Domus Medica og á laugardag verður sýningartafl- an tekin i notkun. í kvöld spila saman sveitir Helga og Þórarins Þórðar og Hjalta Boga og Jóns Braga og Þóris A laugardag verða tvær um- ferðir og þá spila saman I fyrri sveitir Jóns og Braga Hjalta og Boga Þórarins og Þóröar Þóris og Helga og I þeirri seinni sveitir Boga og Þórarins Braga og Hjalta Frá Barómeterkeppni BR I tilefni af heimsókn Svisslendinga. Bigat snýr baki við myndavélinni, en t.v. við hann er Ragnar Halldórsson forstjóri. Bernasconi situr andspænis Bigat og Kristinn Bergþórsson t.h. er að enda við að sleppa sagnmiðanum á borðið. Tryggvi Gislason hefur staldrað við borð Svisslendinganna til að fylgjast með. FALLEGT VARNARSPIL I seinni landsleik Sviss og is- lands nú á dögunum kom fyrir athyglisvert spil, sérstaklega hvað snertir varnarspila- mennskuna. Staðan var allir utan hættu og vestur gaf 9 8 4 7 2 A 8 2 D 10 7 6 2 * D 10 5 3 V 9 4 4 G 5 4 4 KG54 4 AK6 V K 8 6 ♦ 10 9 6 3 * A 8 3 t lokaða salnum gengu sagnir á þessa leið: 4 ¥ ♦ * 4 ¥ ♦ 4 G 7 2 A D G 10 5 3 K D 7 9 Vestur Slmon 1 ¥ 2 ¥ 3¥ Norður Besse P P P Austur Stefán 1 4 P P Suður Trad P 2G P Norður spilaði út laufasexi, gosi og ásinn áttu slaginn. Hann spilaði tigli og kóngur sagnhafa átti slaginn. Þá kom tigul- drottning, einnig gefin og siðan þriðji tigull, sem norður varð að drepa með ás. Hann spilaði sið- an spaöa og Trad tók tvo hæstu og spilaði fjórða tiglinum. Nú var sama hvað sagnhafi gerði, norður kastar þriðja spaðanum sinum og engin leið er að vinna spilið. Þetta var falleg vörn hjá Svisslendingunum, en sagnhafi gat unnið spilið, þótt þvi fylgdi meiri áhætta. Spili Simon spaða i þriðja slag, þá drepur Trad, spilar tigli og Besse verður að gefa og enn kemur spaði og nú læsist Besse inni á tigulás. Hann verður nú annaðhvort að spila blindum inn á lauf eða spaða og nú er hægt að svina trompkóngnum af suðri. A hinu borðinu spiluðu Sviss- lendingarnir tvö hjörtu og unnu þrjú og græddi Sviss þvi fimm stig á spilinu. Þjóðarskútu er skellt í naust Það er fátt betra en það að gera ekki neitt i tvo til þrjá daga og hvila sig svo vel og lengi á eftir, segja Spánverjar. Það er nokkuð til i þessu hjá þeim og ekki laust við að manni finnist sumir hér uppi á Is- landi fara eftir þessu. Slikt er ekkert undarlegt, þar sem Spánn virðist vera orðinn annaö föðurland margra hér. En nú er sólin farin að skina á okkur og mér er ekki grunlaust um að þetta sé sama sólin og hellir geislum sinum yfir Spán- verja. Gæfuhjól mitt greitt nú snýst á götu er ég ekki þekki. En ef það springur er vafalaust vist aö varadekk fáist ekki. Þeir ætla meira að segja að vera búnir að stjórna landinu fyrir hvitasunnu. Finnst mér það vel að verki verið og enn eitt dæmi um það hvilik ofurmenni þeir eru. Þjóðarskútu er skellt i naust, skrambi er litill hlutur minn. Allt fram streymir endalaust, ef undanskilinn er þingtiminn. Svo er okkur sagt að taka vetrar- hjólbarðana undan bilnum og setja sumardekkin undir. Ef þetta er ekki gert fyrir ákveðinn tima er billinn tekinn og hann settur inn, þótt þetta sé auðvitað alls ekki honum að kenna. En það er æði oft þannig aö þeir saklausu verða að liða fyrir brot annarra. Að ganga sjálfsagt ágætt er og ýmislegt með þvi fengið. Ef gengiö er fram af sjálfum sér, mér sýnist full langt gengið. Eitt af þvi sem hægt er að gera sér til dundurs á sumrin er aö stunda iþróttir. íslendingar hafa alltaf staðið sig vel i þeim. Þó eru tvær greinar iþrótta, sem þeim hefur gengið áberandi best i og eru þær skák og bridge. Er þvi ekki að furða þótt þessar greinar séu ekki viöurkenndar af l.S.I. Nú um daginn komu hingað svissneskir bridgespilarar og er skemmst frá þvi að segja að islendingar sigruðu þá glæsilega. Það er sem sagt öruggt mál að sumarið er komið. Þetta sést raunar á fleira en sólskininu. Þaö sést m.a. á þvi að nú standa fyrir dyrum sumarfri þingmanna. tslendinga elti lán, — þaö æöi sjaldan henda kann — Þeir settu hina hundrað dán er höfðu þeir talaö við ráðherrann. Að sigra oss er engin von A tslandi I lengd og bráð. Það er ef Einar Agústsson þeim útlendu gefur stjórnarráð. önnur grein iþrótta sem við höfum náð umtalsverðum árangri i, fyrir utan auðvitað islenzku glimuna er lyftingar. Þessu til sönnunar eru frásagnir i blöðun- um um alla þá verðlaunapeninga, sem okkar menn hefðu fengið ef þeir hefðu verið sendir til keppni á mót i Sviþjóð, sem haldiö var fyrir skömmu. Ef við sendum islending til útlanda að keppa, engan gefur gullpening gæfan oss að hreppa. En ef við sendum engan mann, eins og núna í vetur, gæfan ætið eltir hann og enginn sigraö getur. Enn eitt dæmið um að vorið er komið er það, að skólúm lýkur. Kennarahá- skólanum lýkur meira að segja og ætti kannski að vera lokiðfyrir löngu, þvi að ef nemendur hans geta lært nóg á rúmlega hálfu skólaári, hvers vegna þá að vera að pina þá i skóla hinn helminginn. Ef langar einhvern æðri mennt ósköp við að glima, I upphafi skal allvel kennt aldrei að mæta i tima. Ég var að horfa á sjónvarp um daginn. Fyriraugum minum varð þátturinn Kast- ljós. Kom þar fram að samkvæmt þvi kaupi, sem visitölufjölskylda þarf, ætti ég a.m.k. að vera dauður, gott ef ekki kona min lika, eða svona hér um bil. Nú er ég auðvitað alls ekki viss um, hvort ég er lif- andi eða dauður. Um það veröa aðrir að dæma.Hitt er vistað, ef ég er dauður, þá hef ég lent á vonda staðnum. Mikið hef ég reynt af raunum. i reynd þó hef ég fundið: Að andast af sinum eigin launum er erfiðleikum bundið. Þar sem allt logar i verkföllum um þessar mundir er ég i dálitlum vafa um, hvort ég á að halda áfram með þáttinn eða fara I það, sem kallað er samúðar- verkfall meö einhverjum. Og þegar ég fer að hugsa málið finnst mér ekkert sjálf- sagðara en að fara i samúðarverkfall með flugfreyjum t.d. á Malljorku eða Austur- riki. Ég þrái eins og fleiri sólgyllta sanda og suöandi fjallalæk. Hugur minn flýgur til fjarlægra landa, þótt freyjurnar séu i stræk. Þá er þættinum lokið. Ég vil þó taka það fram til að forðast að saklaust fólk veröi fyrir aðkasti, að allt efni þessa þáttar er eftir undirritaðan. Engar persónur tilgreindar i þættinum eiga sér stoð i raunveruleikanum. Ef einhver telur samt sem áöur hann sjá sjálfan sig i einhverju sem ég hef sett fram á þessari siðu, og óvægilega að sér vegið er honum vinsamlegast bent á að fara i mál við Indriða G. Þorsteinsson. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.