Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 16. mai 1975. 7 cTVlenningarmál Tilraun til Það er orðið langt síðan nokkuð hefur gerst í port- inu við Vatnsstíg. Kjól- klæddu öskutunnurnar hafa haft á sér jarðarfar- arsvip og margir hafa talið félagið SUM andvana. Jafnvel gamlir stuðnings- menn og þátttakendur hafa kveðið svo hart að orði að dauði þess væri eðlileg þróun, því félagið hefði skilað sínu dagsverki og hefði engan tilgang lengur. Eins og segir i sýningarskránni fyrir SÚM 75, var félagið aldrei stofnað til höfuðs öðrum mynd- listarfélögum, heldur til ,,að inna af hendi starf sem eldri myndlist- armenn höfðu hvorki ástæður né innsýn til að sinna”. Það væri einnig gaman að vita hversu mik- inn þátt návist Dieter Rot og per- sónuleg sambönd hans áttu i starfsemi SÚM, en þetta er atriði sem mörgum SÚM-mönnum er illa við að ræða, einhverra hluta vegna. Vist er að SÚM hefur unnið merkilegt starf i islensku listalifi, með þvi að kynna erlenda lista- menn eins og Hamilton, Filliou, Beauys, Holstein, Hagenberg og fleiri, og varð þetta nána sam- band SÚM-ara við þá menn til þess að islenskir listamenn voru, aldrei þessu vant, næstum i þungamiðju þess sem var að ger- ast i listalifinu úti i hinum stóra heimi. Einnig var SÚM sjálft nauðsynleg erting inn á við, og á sýningum félagsins urðu áhorf- endur sifellt að vera við þvi búnir að spyrja sjálfa sig grundvallar- spurninga um eðli listar, sam- band lifs og listar, þjóðfélags og t.d. hægt að sýna fram á með þvi að halda skrá yfir allt það sem listamaðurinn tók sér fyrir hend- ur á gefnum tima, og var hin „dókúmenteraða” ökuferð t.d. ákaflega vinsæl, og sömuleiðis varð ljósmyndavélin ómissandi. Einnig var uppákoman einstakur atburður i tima og rúmi og gaf til kynna eitthvað um afstöðu leik- anda eða leikenda. Möguleikarnir voru (og eru) þvi ótal margir, og marga þeirra nýttu SúMarar af kappi. En það er ekki öllum gefið að geta tjáð afstööu sina gagnvart heiminum með ferskum hætti og ekki geta allir beitt meinhæðni Duchamps, þannig að margar gamlar lumm- ur hlutu að stinga upp höfði meðal SÚM-ara eins og hefðbundinna listamanna. Ný og gömul uppátæki Þetta ár hefur einhver krank- leiki gert vart við sig i SÚM, og það leiddi svo aftur til dánar- fregna. En allt i einu var opnuð mikil sýning á laugardaginn sem nefnist SÚM 75. 1 formála að ágætri sýningarskrá segir að þetta sé ekki afmælissýning, heldur „tilraun til samstarfs með ungu myndlistarfólki á jafnréttis- grundvelli” og sé hún einnig „könnun á hvort jarðvegur er fyr- ir áframhaldandi starfsemi i svipuðum dúr og verið hefur”, og hljómar þetta eins og lægð hafi verið yfir starfseminni að undan- förnu og bæta eigi um betur. 18listamenn taka þátt i þessari sýningu og er einn þeirra erlend- ur, Jan Voss, sem má sjá sem einskonar tákn um hina stöðugu „Dutch Connection” félagsins. Varla er hægt að ræða um heild- arsvip á sýningunni fremur en öðrum SÚM-sýningum, en i höf- uðatriðum má segja að mun listar. Ef hægt er að finna eitt sér- kenni á starfsemi svo einstakl- ingsbundinna samtaka, þá er það sennilega hugtakið „umhugsun”. Aðeins örfáir af þeim sem sýnt hafa á vegum samtakanna virö- ast hafa haft áhuga á að vikka þau landamæri islenskrar listar sem byggöust á hreinni málun, formbyggingu og fagurfræði Parisarlistar. Afstaða gagnvart lífinu Það var arfleifö Marcels Duch- amp sem setti mestan svip á starfsemi SÚM, eins og raunar starfsemi margra arinarra list- samtaka og einstaklinga i Evrópu á árunum eftir 1960, og er oft nefnt „conceptualism”. Byggðist hann upp á hugrænum vandamál- um, ofangreindri „umhugsun”, staöhæfingum, sem komið var á framfæri með ýmsum aðferðum og þá oft með þeim háðska undir- tón sem Duchamp hafði tileinkað sér. Þar skipti útlit og framsetn- ing mun minna máli heldur en hugmynd sú sem að baki verksins var, og persónuleiki listamanns- ins skipti svo enn minna máli. List var afstaða listamannsins gagnvart lifinu, og þá afstöðu var minna ber nú á „conceptual- isma” og afkvæmi hans, „mini- malisma”, heldur en oft áöur, og meira er um hreina sjónræna leiki og skirskotun til auga og hugarflugs með aöstoö forms og litar. Er þetta i nokkru samræmi við þaö sem er aö gerast úti I heimi um þessar mundir. Til marksum að hreinn „conceptual- ismi” sé að renna sitt skeið á enda hérlendis, eða réttara sagt, sé orðinn að „manérisma”, er sú staðreynd að þau verk á þessari sýningu sem eru af „conceptual” toga, eru orðin nokkuð aldraðar lummur. Leikur Þuriöar Fann- berg með fullyröingar og per- sónueinkenni i sýningarskrá og „performance” hennar við opnun eru orðin gömul uppátæki sem bæði Duchamp og Magritte fjöll- uðu rækilega um og hundruð ungra listamanna hafa leikið sér með undanfarin tiu ár. Sömuleið- is eru þúfur Ölafs Lárussonar, „Úr sveitinni”, nokkuð keimlíkar heysátunni forðum daga, gólf- verk og ljósmyndir Birgis Andréssonar eru ekki ný af nál- inni og eyður Kristjáns Guð- mundssonar eru „mónumental” lummur. samstarfs Skynrænar athuganir Eftir eru þá myndverk sem höfða til skynrænnar athugunar. Einna eftirminnilegust eru verk Magnúsar Tómassonar, sérlega „Ágrip af sögu flugsins” sem eru reglulega ljóðrænar samsetning- ar þar sem skordýr (einkennandi viöfangsefni) teikning og litun eru samræmd með mikilli mynd- rænni tilfinningu. „Hugsaö um gras” er sömuleiðis bráð- skemmtilegt og lifandi verk, þar og myndræna, og er ég ekki frá þvi að honum hafi loks tekist það i gólfverki sinu „V — eins og i vatní”, þar sem hann leikur sér að lögun stafa og eiginlegt gildi orða i þriðju viddinni, — og er lausn hans á þessu vandamáli einhver sú frumlegasta sem ég hef séö. Teppi Hildar Hákonardóttur eru blessunarlega laus við þau slagorð sem oft einkenna verk hennar og eru hlýleg, hálf-hlut- bundin tjáning á erótisku sam- Guðbergur Bergsson: „V-eins og i vatni” Aðalstein Ingólfsson sem ljósmyndin er ekki notuð sem „conceptual” bókun heldur ljóðrænt myndform. Eftirminnileg er einnig mynd- röð annars myndhöggvara, Jóns Gunnars Árnasonar, sem notar útlinur andlits á fleti sem grunn- form og endurtekur þau siðan, eins og minningu um andlits- seriur Andy Warhols, en með sibreytilegri áferð og litatónum. Það er skaði að þessari myndröð skuli vera skipt miili margra eig- enda, þvi efamál er hvort ein mynd útaf fyrir sig geti staðiö fyrir sinu. Guðbergur Bergsson hefur á SÚM-sýningum gert tilraunir með samræmingu hins ljóðræna bandi karls og konu. Arnar Her- bertsson á hér 4 verk og birtist sem mun verri málari heldur en graflistarmaður, teikningu hans er ábótavant og litir striðir þótt myndmál hans sé ávallt sérstætt. „Hreyfiverk” hans „Fóstur” byggist aftur á móti á nokkuö augljósum forsendum. Teikning- in hrjáir Þorbjörgu Höskuldsdótt- ur eins og svo oft áður og stór- skemmir skemmtilegheitin viö gyðjumynd hennar I sýningar- skrá. Spil hennar eru góð hug- mynd og felur I sér allskonar myndræna möguleika. Verk Nielsar Hafsteins eru merki um hversu arfleifð Dieter Rot er enn lifandi með félaginu og hafa þau áhrif varla verið nema til góðs. Niels hannar „bækur” sinar á nostursaman hátt, en þessa vand- virkni hefur skort i verkum SÚM- manna af þessu tagi. Myndlistar- bakkar Nielsar eru einnig bæði meinhæðnir og myndrænir. Ut á torgin Leikmyndir Sigurjóns Jó- hannssonar stinga nokkuð i stúf við afganginn af sýningunni, en bera skapara sinum gott vitni sem hugmyndarikum og útsjón- arsömum myndlistarmanni. „Ónefndar myndir” Þórs Vigfús- sonar vekja bókstaflega engar til- finningar, og er tilgangi lista- mannsins þá sennilega náð. En „Gufulest” Þórs var ákaflega vinsæl meðal litla fólksins á opn- un. Helgi Friðjónsson sýnir tilraun- ir með ljósmyndir og ljósritun og nær fram skemmtilega grafisk- um áhrifum. Verk Ólafs Gunn- arssonar eru vart reglulega þroskuð sköpunarverk enn sem komið er, ljósmyndir Siguröar Guömundssonar eru af „concept- ual” uppruna og skýra sig sjálfar, og vatnslitamyndir Sigurðar Þór- is Sigurðssonar um „Kapitala” karlinn eru nöpur ádeila sem steytir þó ekki hnefana. Hollend- ingurinn Jan Voss sýnir 3 grafik- myndir og eru tvær þeirra heldur innihaldslaust riss, en „hákarla- mynd” hans sýnir þó að honum er ekki alls varnaö. Það er vonandi að þessi tilraun þeirra SÚM manna til samstarfs heppnist og viö fáum að sjá fleiri sýningar þeirra með styttra millibili á næstu mánuðum, sýningar sem ekki þurfa endilega að vera bundnar við galleriið sjálft. Þvi ekki aö leita út á torgin þegar veður batnar? Frá sýningu SÚM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.