Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Föstudagur 16. mai 1975. Diskötekiö er mjög vinsslt I Tónabæ, hér sést Þorgeir diskótekari aO störfum. Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Tónabæjar. ar, svo sem i Klúbbnum og Tjarnarbúö, þvi þaö eru jú ung- lingarnir hérna, sem svo kaupa hljómplötur þeirra.” T. „Hvaö veldur þessu þá?” Ó. „Ekki spyrja mig, ég skil þetta ekki. Mér fannst það spor i rétta átt, þegar stórt umboðsfyrirtæki var myndað hér á þessu ári, en þaö hefur brugðizt minum vonum gersamlega.” T. „Meinarðu Demant h/f?” Ó. „Já, þeir hafa upplagt tækifæri til þess að fá smásystem á þetta, en leggja vist minnsta áherzlu á það að minu mati, þar ættu þeir að taka Omar Vald. til fyrir- myndar.” Þarna er viðtaliö komið út á viðkvæman punkt sem kannski væri vert að minnast á seinna meir, en sleppum þvi núna. I framhaldi af þessu viðtali okkar við Ómar Einarsson viljum við Tónhyrningar koma smááskorun á framfæri. Við vitum að unglingar á aldr- inum 16—19 ára eiga i smábasli i skemmtanalifi sinu og viljum þvi hvetja sem flesta á þessum aldri til að skrifa okkur nokkrar linur. Við viljum fá að vita hvað þið ger- ið ykkur til skemmtunar yfir helgar, og ef þið hafið einhverja úrlausn á þessu vandamáli ykk- ar, þá myndi það gleðja okkur að koma henni á framfæri opinber- lega og til réttra aðilja. Persónulega- teljum við Tón- hyrningar yfirvöld vanrækja þennan aldursflokk algerlega, og við höfum vitaskuld tillögur á reiðum höndum til úrbóta (við erum jú svo klárir), en bréf ykkar ganga fyrir. TAKK. Að lokum eru svo nokkur atriði úr fjölritaðri skýrslu Ómars um starfsemi Tónabæjar. A siðasta ári fengu eftirtaldar hljómsveitir mesta aðsókn, mið- að við meðaltal: 1. Brimkló 379 2. Pelican 350 3. Dögg 291 4. Júdas 273 (aðrar hljómsv. minna). Að lokum „keep up the good worrk Omar”. örp. „Jóhann G.Jóhannsson á fullri ferð" Eftir langt hlé er nú væntan- legt annað „eldgos” frá Jóhanni G. Jóhannssyni. A morgun opnar hann sina þriðju einkasýningu, og i þetta sinn að Hamragörðum. Ekki tókst okkur Tónhyming- um aö ná sambandi við Jóhann I vikunni, en búast má við fjöl- breytilegri og vandaðri sýningu, að vanda. Ekki nóg með málverkasýn- ingu, Jóhann mun á næstu dög- um senda frá sér nýja plötu, 45 sn. i þetta sinn. Eitthvað hefur plata þessi tafizt á leið sinni hingaö, þvi u.þ.b. ár er síðan hún var hljóðrituð I London. Hér er um að ræða nokkurs konar auglýsingarlag fyrir Loftleiðir (afsakið Flugleiöir) annars vegar, en á B-hliö plöt- unnar er lag af siðasta albúmi Jóhanns, „Langspil”. Þetta auglýsingarlag Loft- leiða á eflaust eftir að vekja mikla athygli og umtal, og bíða menn nú i ofvæni eftir við- brögöum Air Vikings. örp. P.S. Nánar verður skrifað um plötu þessa seinna: „Snúður með súkkulaði?" Þaö var I grenjandi rigningu hérna á miðvikudaginn var, að viö Tónhyrningar heimsóttum Tónabæ. Ekki var þetta þó að kvöldlagi, heldur um miöjan dag og bakariið meira að segja opið. „Einn snúð og eitt vinarbrauð, svona meö giashúð, takk”, svo keyptum við okkur kók i kjöt- vöruverziuninni, og þrömmuðum upp á skrifstofu tii Ómars. Ómar Einarsson heitir þessi ungi fram- kvæmdastjóri Tónabæjar, aðeins 21 árs að aidri. Ómar hefur, þó ungur sé að ár- um, áöur haft afskipti af æsku- lýðsmálum, þvi það var hann m.a. sem barðist fyrir æskulýðs- heimilifyrir ungt fólk á Akureyri á sinum tima. Uppskera þessárar baráttu hans fyrir norðan (ásamt fleirum) er æskulýðsheimilið „Lónið”, sem nú gegnir veiga- miklu hlutverki i skemmtanalifi ungs fólks á Akureyri. Ekki nóg með það, Ómar dvald- ist siöar tvö ár i Gautaborg þar sem hann stundaði nám i „fritidsledelse” (sem kalla mætti „æskulýðsleiðsögn á slæmri islenzku). Siöastliðiö haust tók ómar svo við fram- kvæmdastjórn Tónabæjar af Magnúsi Þ. Þóröarsyni.... Við vorum satt að segja heppnir að ómar haföi verið nýbúinn að fá sér kaffi, þvi við gleymdum nefnilega aö kaupa kók og snúð handa honurp, en hann reddaði upptakara. T. „Jæja Ómar, hvernig hefur þessi fyrsti vetur lagzt I þig?” Ó. „Mjög vel, miklu betur en ég bjóst við.” T. „Hvað meinarðu?” Ó. „Tja, mér finnst eins og ég hafi komizt I persónulegt sam- band við unglingana, þeir hafa oft komiðtil min með . persónuleg vandamál, sem ég hef svo reynt að leysa eftir beztu getu, þvi ég lit á þá sem algera jafningja, og þeir sömuleiðis á mig.” T. „Hver eru þeirra vanda- mál?” Ó. „Það er mismunandi, heimilisástand, áfengi, ástir, skólinn og fl. Smápása á meðan Tónhyming- ar fá sér vænan bita af snúð meö súkkulaöi. T. „Þaö er lokað hjá ykkur núna, hvers végna?” (Góöur þessi snúður!) Ó „Skólarnir eru allir i prófum, en viö opnum aftur 30. mal.” T. „Verður einhver breyting á fyrirkomulagi skemmtana i sum- ar?” ó. „Nei þær verða nú ekki mjög Það er þröngt á þingi I Tónabæ, þegar aldursflokkurinn ’61-’62 flykkist á staðinn. miklar, en við ætlum að reyna að hafa reglulega dansleiki á fimmtudögum I sumar fyrir 16 ára og eldri.” T. „Er þetta aldursflokkurinn, sem hefur orðiö útundan i Tónabæ?” ó. „Nei, ekki beint, en þessir krakkar hafa flúið staðinn vegna hinna yngri, sem skiljanlegt er, þvi þeir vilja gjarnan skemmta sér saman.” T. „Hvað verður þá um hina yngri?” Ó. „Þau halda sinum dögum, en spursmálið er, hvar eiga krakkarnir á aldrinum 16-19 ára aö skemmta sér, það er varla til staður fyrir þennan aldursflokk, og þetta er aöeins tilraun hjá okkur.” Nú ráðast Tónhyrningar á snúðinn með miklum krafti, þvi þetta er allathyglisvert mál. T. „Já, þetta er anzi sterkur punktur hjá þér, þessi aldurs- flokkur virðist ekki eiga heima á neinum skemmtistöðum hér I borg, en hver er þin tillaga til úr- bóta?” Ó. „Tja, það er I fyrsta lagi öld- ungis ómögulegt að krefjast þess af barþjónum að þeir haldi uppi löggæzlu i sambandi við vinveit- ingalöggjöfina. Við vitum það jú allir að átján ára krakkar komast inn á vinveitingastaði, en mega samt ekki snerta áfengi. Þetta geta þeir á svokölluðum „dauðum dögum” i bransanum, þ.e. fimmtudögum og sunnudögum, en á öðrum dögum komast þeir ekki inn, þvi þá hafa staðirnir nægilegan bissness af eldri krökkum.” T. „Þá eru það göturnar sem heilla?” Ó. „Einmitt, eina ráðið er að lækka vinveitingalöggjöfina i átján ára.” T. „Nú fær einhver „siðferðis- postulinn” slag?” Ó. (hlær) „Já, ég vona nú samt ekki, en það er samt vitað mál að þessi aldursflokkur kemst jafn- auðveldlega i áfengi og við eldri, og það gerir þetta ennþá meira spennandi.” T. „Er mikil áfengisneyzla hér i Tónabæ?” Ó. „Nei, mjög litil og fer snar- minnkandi.” Nú hefur annar Tónhyrningur- inn litla lyst á vínarbrauðinu sem eftir er. T. „Má bjóða þér vinarbrauö, Ómar.” Ó. „Nei takk, ómögulega.” T. „Ókei, biddu bara þar til ég býð þér næst, góurinn.” T. „Er ekki dýrt að reka svona stað?” Ó. „Jú, i fyrra fór a.m.k. ein milljón i rekstur og viðhald, og eiginlegt tap staðarins i fyrra var 5.4 milljónir.” T. „Hvað veldur þessu tapi?” Ó. „Það er margt sem spinnst inn i, við greiðum 1.3 milljónir I aug- lýsingakostnað I Morgunblaðinu (og bætir siöan við), og þótt und- arlegt megi virðast fáum við ekki svo mikið sem krónu i afslátt fyrir þessa rokupphæð). 2.6 milljónir greiðum við i söluskatt, og svo greiðum við svimandi upp- hæðir til hljómsveita, á siðasta ári var þessi upphæö 3.5 milljón- ir.” T. „Er það ekki óeðlilega mikið?” Ó. „Jú, það finnst mér. Mér finnst það mjög skritið að hljómsveitir fara fram á meira en helmingi nærri greiðslu hér en annars stað-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.