Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Föstudagur 16. mal 1975. Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla CITROEN I.D. 19 og bragga VW VARIANT '66 station VOLVO AMASON TAUNUS 17 '66 SKODA 1000 '69 Drif og stýrismaskinur i FÍAT 125 Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5 laugardaga VANTAR YÐUR STARFSFÓLK 7 Atvinnumiðlun menntaskólanna Sími 82698 Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótagjöldum, samkvæmt 2. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. jan. og 15. mai s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 16. mai 1975. Flugleiðir eignast aðild að Kynnisferðum. A framhaldsaðalfundi Kynnis- ferða nýlega var forml. gengið frá eignaraðild Flugleiða h.f. að Kynnisferðum s.f., en aðrir eig- endur sameignarfélagsins eru, Ferðaskrifstofa rikisins, Ferða- skrifstofan Sunna, Ferðaskrif- stofa Zöega, Ferðaskrifstofan Ot- sýn og Ferðaskrifstofan tlrval. Stjórn fyrirtækisins skipa aðilar frá öllum þessum fyrirtækjum. Stjórnarformaður er Birgir Þorgilsson, varaformaður Kjartan Lárusson og ritari Orn Steinsen. Framkvæmdastjóri Kynnisferða s.f. er Kristján Jóns- son. Afgreiðsla fyrirtækisins er i Hótel Loftleiðum. Hvað hefur sumarið upp á að bjóða: Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1975” kem- ur nú út i þriðja sinn. 1 honum er að finna upplýsingar um framboð borgarstofnana fyrir þennan ald- ur, en æskulýðsráð, fræðsluskrif- stofa, skólagarðar, vinnuskóli og iþróttaráð standa að útgáfunni. Eins og áður er bæklingnum dreift i skólum borgarinnar til 10 aldurshópa (6-16 ára) og fer sú dreifing fram þessa dagana. Ástæða er til að hvetja foreldra og forráðamenn til þess að kynna sér vel hvaða starfsþætti börn þeirra geta valið um og hvað þátttaka kostar, en starfið er að verulegu leyti greitt af borgarsjóði. Allar nánari upplýsingar veita skrifstofur þeirra stofnana, er viðkomandi starf annast. Hótel Húsavík þarf ekkert að kvarta. Oft hafa hótelin haft af slæmri nýtingu að segja yfir vetrarmán- uðina, ekki sizt hótel úti á landi. Þeir hjá Hótel Húsavfk hafa ekki þá sögu að segja. Fyrstu 4 mán- uði ársins jókst nýtingin um 51% miðað við i fyrra. Og útlitið fyrir sumarið er gott, segir i frétt i Islendingi — Isafold á Akureyri. Pantanir hafa verið fjörugar, m.a. er von á 6-700 Þjóðverjum. Hótélstjórinn kveðst hafa fulla ástæðu til að vera bjartsýnn á framtiðina. Stuttu skeytin verða dýrari, — langlokurnar ódýrari. Island er i Evrópusambandi Pósts og sima (CEPT). Nú hefur náðst samkomulag milli landanna um breytingu á gjöld- um fyrir simskeyti. Fast gjald fyrir skeyti hækkar nú verulega i 390 kr. fastagjald, orðið verður 12 kr. til Færeyja, 17 til Englands og 21 til annarra CEPT — landa. Gjald fyrir 20 orða skeyti verður það sama, samkvæmt nýju og gömlu reglunum, styttra en 20 orð þýðir að hvert orð verður dýrara, en lengri skeyti gerast ódýrari. Reglurnar gengu i gildi i gær. Skólafólk rekur sjálft vinnumiðlun Dökkt útlit er hjá þeim mörgu, sem nú koma úr skólum og sækja á vinnumarkaðinn, talið er að 45 % menntaskólanema hafi ekki enn tryggt sér sumarstarf. Hefur Landssamband menntaskóla- nema þvi ákveðið að setja á stofn atvinnumiðlun. Aðsetur skrifstof- unnar er i Menntaskólanum i Hamrahlið. Siminn er 82698 og þangað ættu atvinnuveitendur og nemendur að leita. Munið bólusetninguna gegn mænusóttinni. Það er ódýr trygging gegn erfiðum sjúkdómum að gangast undir bólusetningu. Núna býður Heilsuverndarstöð Reykjavikur borgarbúum mænusóttarbólu- setningu. Einkum er lögð áherzla á að ná til Jjeirra, sem fæddir eru 1955, og eru þeir beðnir að koma núna i þessum mánuði. Er það i beinu sambandi við ónæmisað- gerðir sem sá árgangur fékk i skóla. Þá er heppilegt að árgang- ar, sem standa á heilum og hálf- um tug, mæti, einnig þeir sem fengu ónæmisaðgerð 1970, þvi bólusetninguna ber að gera á 5 ára fresti, þannig að fólk geti ver- ið öruggt. Dauðadans i siðasta sinn Eitthvert magnaðasta verk Strindberg, Dauðadans, hefur hlotiö mjög góðar viðtökur i Iðnó i vetur sem kunnugt er, en þau GIsli Halldórsson og HelgaBach- mann, sem hér sjást i hlutverkum sinum, leika ásamt Þorsteini Gunnarssyni höfuðpersónur verksins. Nú eru einungis eftir tvær sýningar á leiknum, næst- komandi föstudagskvöld og svo laugardaginn 24. mai, en þá verð- ur 30. og jafnframt siðasta sýn- ingin. Forskóii fyrir prentnóm Verklegt forskólanám i prentiðn hefst i Iðnskólanum i Reykjavik að öllu forfalla- lausu 2. júni nk. og lýkur 20. júni. Forskóli þessi er ætlaður nemendum er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næst- unni og þeim sem eru komnir að i prent- smiðjum, en ekki hafið skólanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skól- ans i siðasta lagi miðvikudaginn 28. mai. Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar verða látnar i té á sama stað. Iðnskólinn i Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.