Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Föstudagur 16. mai 1975—109. tbl. Börnin ó sundskýlum „Hér er sannkallað Mallorka- veður Idag og enn betra var veðr- ið I gær, blankandi logn, glamp- andi sól og hiti. Hitastigiö! Það veit ég ekki um. Lit aldrei á mæli”, sagði séra Páll Þórðarson I Neskaupstað I viðtali við blaðið I morgun. Gróðurinn hefur heldur betur tekið kipp, þótt sumariö sé mun seinna á ferö en I fyrra. Menn ganga um á skyrtunum og börn leika sér i sundskýlum. Páll sagði, að það væri dásamlegt fyr- ir sig, sem væri fyrrverandi borgarbarn, að þurfa ekki alltaf að vera með úlpuna við hendina. Hann sagði, aö algeng sjón væri að sjá mótorbáta keyra þvers og kruss um sjóinn og sumir væru á sjóskiðum. Kaffibrúnir ungir menn dytta að bátum sinum og mikill hugur I mönnum við smá- bátaútgerð. Menn eru i óðaönn að hreinsa flóðasvæðin og keyra I nýja garð- inn við höfnina og leggur dökkan athafnamökk inn af hafnarsvæð- inu.” Fólkið er að gera staðinn aftur að sinum stað”, sagði Páll. — E VI Loks kemur Lénharður Ekki var hún sýnd um jólin og ekki um páskana. En nú er þriðja stórhátiðin fram- undan og þá fáum við loks að sjá hina umtöluðu kvikmynd sjónvarpsins, Lénharð fógeta. Myndin verður á dagskrá sjónvarpsins annan i hvitasunnu. Gunnar Eyjólfsson og Sunna Borg fara með aðalhlutverkin. Sjá meira um sjónvarpið á hvitasunnunni á bls. 20 og 21. 700 milljóna JfC 9 J H ■ Q „Gerðardomur ylli flótta fró skipunum" Sædýrasafninu hefur bætzt góður Iiðsauki. Það er lltill kópur, minni en venjulegir selkópar, og halda menn að þarna sé kominn hringanóri. Það voru menn á báti frá Súgandafirði, sem fundu kópinn um 20 milur frá landi. Honum viröist hafa litizt ágætlega á bátinn og áhöfn hans, þvi að hann kom syndandi að bátnum. Áhöfnin var ekki lengi aö bjóða hann velkominn og gaf hann svo til Sædýrasafnsins, þar sem Bragi tók þessa mynd af honum i morgun. _ ea — segir formaður vélstjórafélagsins ,,Ég tel það fráleitt og óliklegast af öllu, að gerðardómur verði sett- ur i togaradeilunni,” sagði Ingólfur Ingólfs- son, formaður vélstjóra- félagsins, i viðtali við Visi. Hann sagðist leggja litið upp úr orð- rómi, sem uppi er um, að stjórnvöld gripi til slikra aðgerða. „Menn hafa hent þetta á lofti sem hugsanlega leið vegna for- dæma,” sagði Ingólfur. „Það er fráleitt, að til þess komi. Þessi deila er að vlsu erfið, en ekki verri en margar aðrar.” „Ég vona, að þetta breytist allt til hins betra,” sagði hann. „Gerðardómur mundi valda flótta frá skipunum, ef ekki ein- hverju verra.” Ingólfur sagði, aö lauslegar spár um afkomu skipanna bentu til 700 milljón króna halla á 22 stærri togurunum á árinu. Þjóö- hagsstofnun hefði áætlað, að tap á útgerð 15 togara, sem athugaðir heföu verið, benti til 490 milljón króna hallarekstrar á þeim. Ingólfur andmælti hugmyndum um fækkun I áhöfn, sem útvegs- menn og undirmenn hafa til at- hugunar. Kynni svo að fara, aö skipin skiluöu varla nema hálfum afköstum, ef gripið væri til sliks. — HH Hver er hinn „gullni meðal- vegur" * íbúðaverðinu? Sjá leiðara á bls. 6 Bíóin lokuð í dag, morgun og hinn — en hvað fáum við svo að sjá? — bls. 10 og BAKSÍÐA Poppuð Flug- leiðaauglýsing — sjá Tónhornið á bls. 8 „Erfiðisvinna að leita sér að atvinnu í dag" Þá vantar vinnu. Gunnar og Snorri leita fyrirgreiðslu Ráöningar- istofu Reykjavikurborgar. — Ljósm: Bragi. „Það er ekkert að ske. Engar stórframkvæmdir að ráði og þar af leiöandi Htil vinna,” sagði hann mæðulega, hann Gunnar Sighvatsson, einn þeirra mörgu, sem áttu erindi á Ráðningar- stofu borgarinnar I gær, en þar hefur veriö gestkvæmt undan- farið, og þá ekki sizt vegna þess, að skólunum er rétt um það bil að ljúka. „Gunnar sagðist hafa unniö slðast hjá Sindra-stál. „Nei, ég er ekki iðnlærður til eins eða neins. Maður verður bara aö taka það sem býðst,” sagði hann. Og hann bætti þvl við, að það væri mikil erfiðisvinna að veröa sér úti um vinnu um þess- ar mundir. Næst tókum við tali 18 ára pilt, sem var að bíöa eftir af- greiðslu. Hann kvaðst heita Snorri Aöalsteinsson og vera 18 ára gamall. „Ég losnaði úr skólanum I siðustu viku og hef siðan verið á harðaspretti á milli atvinnuveitenda I leit að vinnu. Ennþá hefur mér ekkert gengið,” sagði hann. „Kannski ég hafi farið of seint af stað.” Snorri kvaðst helzt vilja geta komizt I vinnu við Sigölduvirkj- un. „Það ætti aö vera hægt aö hafa góðan pening þar,” sagöi hann. „1 fyrrasumar vann ég viö útkeyrslu. Það var ágætt starf, en alltof litil auka-. vinna...” 1 gær voru samtals 518 á at- vinnuleysisskrá. Kvenfólk var þar I meirihluta, eða 349 alls. Þar af voru 150 skólastúlkur. Karlmenn á atvinnuleysisskrá voru hins vegar 169 talsins og þar meö taldir skólapiltar, sem að sjálfsögöu njóta ekki at- vinnuleysisbóta. „Skólafólk hefur ekki leitað til Ráðningarstofunnar á þessu vori meira en áður,” sagði skrifstofustúlkan, sem þarna vinnur. „Þvier þó ekki að neita, aö það er minna um vinnu nú en undanfarin sumur og erfiðara að hjálpa þessu unga fólki. Það sem setur stærsta strikið I reikninginn er togaraverkfallið. Viö höfum jafnan getað sent mikinn fjölda skólafólks I fisk- vinnu, sem nú er ekki fyrir hendi.” — ÞJM 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.