Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 16. mal 1975. vísrn írtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason / Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 AfgreiOsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaöaprent hf. Vegur úr vanda Það þarf enga smáræðis spákaupmannsgáfu til að vera húsbyggjandi og selja á föstu verði. Ibúðir eru venjulega 1-2 ár i smiðum, og visitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um hvorki meira né minna en 56,8 af hundraði siðustu tólf mánuði, reiknað fram til 1. marz Slik spá- kaupmennska hlýtur að vera mjög óæskileg i þjóðfélaginu. Iðulega sitja verktakar með sárt ennið, þegar þeir sjá ekki, fremur en aðrir, fyrir linnuiausa verðbólgu og tiðar gengisfellingar, sem á þeim dynja. íbúðakaupendur njóta góðs af þvi. í öðrum tilvikum reyna húsbyggjendur að tryggja sig gegn verðbólgunni með okurverði. Húsbyggjendur hafa i mörgum tilvikum reynt að verja sig með þvi að fá inn i kaupsamning ákvæði um að kaupverðið skuli hækka við gengis- fellingar og visitöluhækkanir. Samþykki Seðla- bankans þarf til þess, að slik ákvæði séu gild lög- um samkvæmt, þótt iðulega sé farið i kringum þessi lög. Alræmd málferli hafa risið út af sliku. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður i þess- um efnum sem öðrum. Með sanngirni er hvorki unnt að hrekja húsbyggjendur út i spákaup- mennskuna með þvi að heimta, að jafnan sé selt á föstu verði né varpa ibúðakaupendum á bál verðbólgunnar með þvi að heimila visitölutryggingu á öllum kaupsamningum. Kjör- um almennings i landinu er ekki þannig farið um þessar mundir, að fólk upp til hópa geti undir þvi risið, verði verðbólgan slik, sem hún hefur verið undanfarin2-3 ár. í þeim tilvikum mundu margir ibúðakaupendur fara á höfuðið, þegar að skulda- dögum kæmi og stór vandræði skapast. Inn i dæmið kemur nauðsyn þess að verðlauna þá húsbyggjendur, sem fram úr skara og skila fullsmiðuðum ibúðum ef til vill á nokkrum mánuðum, meðan aðrir eru slóðar og draga sem lengst að ljúka verkinu. Slóðarnir verða að fá þá refsingu, sem þeir hafa kallað yfir sig. En það væri mjög ósanngjarnt, að verðtryggingin kæmi þannig niður á hinum framsæknu, að þeir, sem lengur sitja á verkinu, nytu góðs af verðbólgunni. Það kerfi, ef svo mætti segja, sem nú gengur i þessum efnum, er óalandi og óferjandi. Liklegasta lausnin væri liklega sú, að visi- tölutryggja kaupverðið að einhverjum hluta og koma jafnframt inn i slik ákvæði verðlaunum fyrir byggingarhraða. Stjórnvöld töldu nauðsyn á þess háttar ákvæðum, þegar þau bundu lán hús- næðismálastjórnar byggingarvisitölu að nokkru leyti. Með þessu móti fengist bót á málunum. íbúða- kaupendur vissu betur, að hverju þeir gengju, en gerist þeim tilvikum, sem húsbyggjendum tekst að knýja fram visitöluákvæði, og byggjendur fengju að minnsta kosti talsverða tryggingu fyrir ' skakkaföllum, sem harkalegar gengisfellingar og lamandi verðbólga valda þeim. Á þessum efnum þarf að finna lausn. Þetta hef- ur alltof lengi verið látið slarka. -HH. Kúga fé út úr félags- mönnum og atvinnu- rekendum jafnt ólympíuleikarnir hafa sett mikið ofan á undan- förnum árum, þar sem menn hafa hiklaust notað þennan vettvang til póli- tisks þrefs og jafnvel hryðjuverka. Til viðbótar því öllu hafa þeir nú dreg- izt inn í vinnudeilur í Kanada, gestgjafa ólym- píuleikanna 1976. Verkamenn lögöu niöur vinnu i ólympiubænum og á öörum bygg- ingarsvæöum i Quebec núna i vikunni I mötmælaskyni viö til- lögur sérstaklega skipaörar nefndar um hreinsanir innan byggingariönaöarins. Þeir, sem standa aö ólympiu- leikunum og skipuleggja þá, segja að ástandiö sé orðiö mjög alvarlegt og horfur tvisýnar um, hvort nokkuð veröi af leikunum. Simon St. Pierre, varaforseti framkvæmdanefndar ólympiu- leikanna, sagöi á dögunum: „Ef yfirstandandi deilur leysast ekki senn, verðum viö mjög illa stadd- ir.” Nefnd, sem sett var á laggirnar til að rannsaka hag byggingar- iönaöarins I Quebec, hefur gagn- rýnt stjórnvöld mjög harðlega fyrir dugleysi og linkind gagnvart ofbeldisaðgerðum verkalýösfé- laganna. — Formaður nefndar þessarar er Robert Cliche dóm- ari. t skýrslu nefndarinnar eru at- vinnurekendur einnig gagnrýndir fyrir að hafa reynt að múta leiö- togum verkalýðsfélaganna. Ekki aðeins til þess aö losa fyrirtæki sin út úr fjárþvingunum þessara samtaka — sem þykja á stundum starfa ámóta og þau samtök, sem ánetjuðust glæpahringum i Bandarikjunum, þegar verst lét þar —heldur lika til að fá verka- lýðsleiötogana til aö snúa aftur til vinnu verkamönnum, sem eiga raunverulega um sárt aö binda, annaöhvort i kjörum eöa aðstööu á vinnustaö. Haröoröastir voru þó nefndar- menn i garð leiðtoga þessara fé- laga, sem hafa meö blygöunar- lausum fjárþvingunum neytt stórfé út úr byggingafyrirtækjum og verktökum með verkfallshót- unum. Það er ekki aðeins, aö þessir forráðamenn félaganna hafi þvingaö fé út úr atvinnurek- endum, heldur einnig út úr fé- lagsmönnum með hótunum um vinnumissi eða jafnvel likams- meiöingar. Nefndin gerir ýmsar tillögur, sem miöa i hjartastaö þessarar spillingar. M.a. annars gerir hún tillögur um nýjar aöferöir viö mannaráðningar, sem mundu draga mjög úr áhrifum og aö- stöðu samtakanna. Þau hafa haft aðstöðu til þess aö láta eigin fé- lagsmenn sitja i fyrirrúmi um vinnu og notaö hana til þess aö þvinga nýráöna til þess aö greiöa inntökugjöld I samtökin meö litl- úm réttindum, eöa jafnvel notaö aöstööuna til að útiloka frá ráön- ingu þá, sem eru samtökunum eöa forystu þeirra ekki nógu þægir. Verkalýössambandið i Quebec lét sina félagsmenn leggja niður vinnu þegar i stað, er skýrsla nefndarinnar sá dagsins ljós. Lét sambandið i þaö skina, að rikis- stjórnin ætti ekki að skipta sér af þessum málum. En nokkrum dögum siöar lagöi stjórn Quebec fram frumvarp á Quebec-þingi, sem fól i sér tillögu um að svipta fjögur verkalýðs- samtök Quebec fjárforræöi og setja yfir þau fjárhaldsmann. — Þetta var að tilhlutan nefndarinn- ar. — Auk þess fól frumvarpið i sér, að settar yrðu strangar regl- ur, sem miðuðu að þvi að fyrir- byggja, að innan félaganna kæm- — Nota sér nú ólympíuleikana til að verja spillinguna Séöyfir byggingarsvæöin, þar sem ólympiubærinn ó aö risa. Illlllllllll JMFMI Umsjón: G.P. ust til áhrifa óæskilegar persónur. Eins og sakir standa núna, hafa verkalýðsfélögin einu trompinu fleira en hiö opinbera: Verkfallið á byggingasvæðum I austurhluta Montreal, þar sem ólympiuleik- arnir eru fyrirhugaðir, er þeim sterkt vopn. Stjórnvöld verða aö vega og meta hættuna á þvi, að þau standi uppi með hálfbyggðan ólympiubæinn, þegar leikarnir eiga aö hefjast. Annars vegar togast á hjá þeim skuldbindingar viö alþjóölegu ólympiunefndina nefnt þann möguleika enn sem komiö er. Menn velta þvl fyrir sér, hvort stjórn Roberts Bourassa i Quebec standi nógu styrkum fótum til þess að geta gripið til nauðsyn- legra aögerða. Þrir þingmenn frjálslyndra náðu kjöri i Quebec með aöstoð verkalýðssamtak- anna i kosningunum 1973. Sumir Quebecráöherrarnir hafa sýnt sig i þvi að vera hikandi við að beita verkalýössamtökin hörðu. Eftir stendur þó yfirlýsing Bou- rassa forsætisráðherra Quebec um að hann muni ekki hika við að fórna ólympiuleikunum I þessari baráttu. Cliche-nefndin skýrði frá þvi, að rannsóknir hennar heföu leitt i ljós, að innan verkalýðssamtak- anna úði og grúði af svindlurum, afbrotamönnum og öðru hyski. — Hún komst að raun um, að sumir leiðtogarnir komu slnum vilja fram við atvinnurekendur og fé- lagsmenn sina jafnt með flokkum Þetta er likan af olympiubænum, eins og hann á aö llta út fullgeröur I Montreal. Þessir fjórir 18 hæöa hálfpýramidar eiga aö hýsa um 10.000 iþróttamenn og fararstjóra. og hins vegar sú vissa, að verði. ekki spyrnt við fótum núna, þá fæst aldrei friður á vinnumark- aðnum fyrir spillingaröflum. Fram til þessa hafa stjórnvöld ekki látið neinn bilbug á sér finna. Forsætisráðherra Quebec lýsti þviyfir, að félagsmálin yrðu látin sitja i fyrirrúmi fyrir ólympiu- leikunum, nauðsyn fram yfir leik. — Hann var studdur af forsætis- ráðherra Kanada, sem tók i sama streng. Samt er engin vissa fyrir þvi, að stjórnvöld vilji taka skrefið til fulls. Einn nefndarmanna Cliche- nefndarinnar hglt þvi fram, að sennilega yrði áð setja á laggirn- ar byggingarfyrirtæki rikisins til þess að hreinsa til i þessari at vinnugrein. Stjórnvöld hafa ekki ofbeldismanna sem beittu likams- meiðingum hiklaust. Sumir á- hrifamanna félaga, sem virtust berjast i bökkum fjárhagslega, áttu i sinum einkabankabókum innistæður, sem námu tugum milljóna króna. Aðrir virtust ekki sjá ástæðu til aö aðgreina sinar persónulegu fjárreiður eða sjóði happdrætta félaga sinna, lifeyris- sjóði og aðra lánasjóði. 1 einu tilviki hafði „trúnaðar- maður” á vinnustað aga á félags- mönnum með aðstoð skamm- byssu, sem hann bar á sér. Svo skiljanlega þykir mönnum ástandið orðið alvarlegt og ekki við stjórnvöld að sakast, þótt þeim finnist ólympiuleikarnir verða að sitja á hakanum, ef svo ber undir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.