Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 16. mai 1975. 5 REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Ford forseti þykir vaxa af röggseminni Tundurspillirinn, Harold E. Holt, sést hér draga flutningaskipiB Mayaguez áleiöis heim, eftir að bandariski flotinn náði skipinu frá Kambódiumönnum. Þessi mynd var tekin I fyrradag af eyjunni Koh Tang á Tahilands- flöa, en reykurinn.semstigur upp af eyjunni stafar frá sprengingu, sem varð i átökunum, þegar landgönguliðar flotans stigu á land á eyjunni. i forgrunninum sést bandariskur tundurspiliir. Sú ákvörðun Fords forseta að láta Banda- rikjaher endurheimta flutningaskipið Maya- guez og áhöfn þess frá Kambodiu hefur aukið mjög álit hans heima fyrir. — En þótt lands- mönnum hans hafi þótt hann vaxa mjög af þeirri röggsemi, er allt i óvissu enn um, hvernig menn bregðast við þessum atburðum erlendis. NBC-útvarpsfyrirtækið gerði könnun á þvi, hvernig Banda- rikjamönnum þætti þetta tiltæki forseta þeirra, og kom þá I ljós, að 65% spurðrá voru þvi mjög fylgjandi. Fréttaskýrendur telja, að með þessu kunni að snúast við minnkandi hylli forsetans að undanförnu eftir ósigra hans I viðureign sinni viö þingið. Meðan kjósendur voru farnir að llta hann sem veikan leiötoga, komi þeir til með að sjá hann I nýju ljósi eftir þessa atburði. Fyrstu viðbrögöin erlendis komu frá Thailendingum og Klnverjum. Thailendingum var mjög misboðið, þegar Ford hóf flutninga á landgönguliðum til herstöövanna á Thailandi. Kin- verjar hafa gagnrýnt mjög að- gerð bandarlska flotans. Þessi viðbrögð hvor tveggja eru á vissan hátt alvarleg fyrir Bandarikjamenn. Afstaða Thai- lendinga kann að leiöa til þess, að þeir um slðir neiti Banda- rikjamönnum um að hafa her- stöðvar i landi sinu. Gagnrýni Kinverja þykir ekki beinllnis heppilegur aðdragandi að fyrir- hugaðri heimsókn Fords til Kina siðar á þessu ári. Þingmenn demókrata vilja i stjórnarandstöðu sinni gera lltiö úr þessu framtaki forsetans. Vilja þeir meina, að hernaðar- aðgerð þessi hafi i rauninni ver- ið óþörf. Rauðu Khmerarnir I Kambodiu hefðu verið komnir á fremsta hlunn með að skila skipi og áhöfn, þegar flotinn tók af skarið. i stað þess aö hætta mannslifum fannst þeim, að reyna hefði mátt betur samn- ingaleiðina. Þeir segja, að Ford hafi verið heppinn, að þetta skyldi takast átakalitið og án mikilla mannfórna. Ella hefði hróður hans minnkaö jafnvel enn frá þvi sem var. Aðrir vilja snúa þessum siö- ustu fullyrðingum viö og telja, að Ford hafi sýnt dirfsku aö hætta stjórnmálalegum frama sinum þannig. 1 þeirra augum kom ekki annað til greina en Bandarikjaher verði lif og eign- ir borgara sinna. Bandarikja- menn hefðu ella glatað öllu áliti út á við, og aðrir bandariskir borgarar átt yfir höfði sér átroðning og yfirgang, ef Rauðu Khmerarnir hefðu komizt upp með töku Mayaguez og áhafnar þess. Enn eitt mann- ránið á Ítalíu Bandarisk orrustuþota af gerðinn F-lll, einn af fyrirrennurum F-16, sem Norðmönnum og Dönum leik- ur hugur á að kaupa til að endurnýja flugvélakost sinn til landvarna. Flugvélakaupin róð- in í þessum mónuði Belgía, Holland og Dan- mörk munu í þessum mánuði kunngera, hvaða orrustuvélar muni keyptar til landvarna þeirra. i nær heilt ár hafa stjórnir þess- ara landa haldið helztu flugvélaframleiðendum heitum og vongóðum um að geta s»ft þeim flugvél- ar, eftir að ákveðið var að endurnýja flugheri þess- ara NATO-landa. Hér er nefnilega um stórverzl- un að ræða, þvi að stjórnir þess- ara þriggja landa hafa lengst af látiö i veðri vaka, að þær mundu kaupa sömu flugvélategund allar þrjár. Fjórða NATO-rfkið ætlar sömu- leiðis að endurnýja flugkost sinn og hefur ákveðið að kaupa sjötiu og tvær F-16 vélar frá Bandarikj- unum, svo fremi sem hinir þrir gera slikt hið sama. Eins og Noregur eru Danmörk og Holland hrifnari af F-16 heldur Antonio de Spinola, fyrr- um forseti Portúgals, sem er í útlegð f Brasilíu hefur sótt um brasilískt vega- bréf. Hefur kvisazt, að hann áformi sér að fara til en Mirage F-1 frá Frakklandi, en Belgar telja hagkvæmara að kaupa Mirage. Kramleiðendur þessara orrustuvélar hafa keppzt um að gera þessum aðilum hvert gylli- boðið á eftir öðru á undanförnum mánuðum. Evrópu, hugsanlega Frakklands. Spinola hefur áður sótt um vegabréf hjá brasilískum yfir- völdum þennan tima, sem hann Lögréglan á Italíu leitar dyrum og dyngjum í Miianó og nágrenni að auð-’ ugum landeiganda og stjórnmálamanni frá smábænum Gaggiano, en honum var rænt um hábjartan dag í gær. Landeigandanum var rænt fyrir utan heimili hans, þegar tveir menn gengu að honum með skammbyssur á lofti, þegar hann var að koma af sveitarstjórnar- 'fundi. Neyddu þeir hann inn i bif- hefur dvalizt þar i landi, en var þa synjað. — Dómsmálaráðuneytið segir, að umsókn hans að þessu sinni sé i athugun, þess og utan- rikisráðuneytisins. Spinola var sviptur portúgölsk- um borgararétti, þegar hann flúði land eftir byltingartilraun hægri manna. Kunningjar Spinola segja, að hann uni sér ekki vel i Brasiliu vegna banns yfirvalda við allri þátttöku hans i stjórnmálum, en það bann gildir reyndar um alla pólitiska flóttamenn, sem leitað hafa hælis i Brasiliu. Tvivegis hafa brasilisk blöð birt ummæli höfð eftir Spinola, þar sem hann hefur látið orð falla um athafnir og yfirlýsingar stjórn- valda i Portúgal. — Slikt er brot á banninu og hefur Spinola sætt ofanigjöfum fyrir. reið með sér og hurfu á brott i miklum rykmekki. — Siðar fékk fjölskylda hans simhringingu og var þar gefið til kynna, að stjórn- málaástæður lægju að baki rán- inu. Lögreglan er þó tortryggin á það. Hópur borgarskæruliða réðst á skrifstofur kristilegra demó- krata i Milanó i gær. Var leiðtogi demókrata skotinn I fótinn, þegar hann reyndi að flýja um leið og bófarnir bundu starfsfólk skrif- stofunnar. Mikil brögð hafa verið að slik- um ofbeldisverkum á Italiu aö undanförnu. Spinola, fyrrum forseti Portú- gals, unir sér ekki i útlegðinni i Brasiliu, þar sem honum er bannað að tjá sig á pólitiskum vettvangi. SPINOLA í FERÐAHUG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.