Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 3
Vísir. F8«t«dagur 16. mai !»75. 3 iMinníspen- ingur um Rally Sérstakur bronspeningur verö- ur gefinn út í tilefni fyrstu Rally-keppninnar á íslandi. Þetta er penfngur, sem teiknaöur er af Báröi Jóhannessyni og steyptur í silfursmiöju hans. Gefin veröa út 150 tölusett eintök, sem seld veröa hvert á 4000 krónur. _jB Varnarliðs- menn í veltu Þrlr ungir varnarliösmenn voru I bilaleigujeppa, er valt á þjóöveginum viö Læk I Leirár- sveit I gærdag. Jeppinn stór- skemmdist viö óhappið, en varnarliðsmennirnir sluppu viö meiri háttar meiösli fyrir utan einn, er hlaut höfuöhögg og skarst á hendi. Eftir rannsókn á sjúkra- húsinu á Akranesi fékk hann þó aö fara heim ásamt félögum sin- um. —JB Einn á stofuna, þrír á stöðina Einn varö fluttur á slysavarö- stofuna og þrir á lögreglustööina eftir að fundum nokkurra pilta haföi borið saman á stigagangin- um I Þórscafé rétt fyrir klukkan 12 i gærkvöldi. Lögreglan var kvödd á staðinn 'vegna átakanna og voru þrlr fluttir til yfirheyrslu vegna áverka, er sá fjórði hafði hlotið. Einn piltanna fékk að dúsa i fangageymslu lögreglunnar i nótt vegna meintrar llkamsárásar. -JB. Nóg heitt vatn, en SUMIR NOTA ÞÓ OLÍUNA í REYKJAVÍK Ekki er hægt aö segja aö marg- ir Reykvíkingar kyndi hús sin með oliu. Á borgarskrifstofunum fengum viö þær upplýsingar, aö það væru i kringum 1700 manns, sem njóta oliustyrks. Ef gert væri ráð fyrir 4ra manna fjölskyldu i hverri ihúö yrðu þetta 425 ibúðir, sem nota oliuna. Flest þeirra húsa, sem kynt eru með oliu, eru gömul og á rifa vegna skipulags borgarinnar. Þykirþvi ekki taka þvi að leggja I kostnað vegna breytinga, sem lagning hitaveitu i húsin hefði i för með sér. Þess verður þvi væntanlega ekki langt að biða, að hægt verði að segja með sanni, að Reykjavik sé borgin reyklausa. — EVI — Vegaþjónusta F.í.B. Félag Islenzkra bifreiðaeigenda mun eins og áður halda úti vega- þjónustu fyrir bifreiðaeigendur um hvitasunnuhelgina. Bifreið- arnar verða á leiðunum austur fyrir fjall og Þingvellir — Laug- arvatn, kallmerkin eru FIB 11, sem er kranabifreið, og FÍB 4. Bifreiðarnar taka við skilaboðum I talstöð, einnig er hægt að koma skilaboðum um Gufunes-radió, simi 22384, ennfremur hlusta þeir á rás 19 á 27 MHz. tfðnissviðinu. Þjónustutíminn verður sem hér segir: 17. mai frá klukkan 14-20. 18. mai frá kl. 14-20.19. mai frá 14- 22. FÁAÐVílÐA RÆKJUNAEN HVAR Á AÐ VINNA HANA? „Það er töluvert fariö að hitna I kolunum, sérstaklega út af þvi að Eyfirðingarnir skuli vera búnir aö veiða svo mikiö sem raun ber vitni og fá aö halda áf'ram, meðan viö sem erum að búa okkur af staö, Húsvikingar og Köpskeringar, fáum hvergi aö koma okkar afla i land, vegna þess aö hinir eru búnir aö fylla stöðvarnar.” Þetta sagði fréttaritari Visis á Kópaskeri ' en svo virðist sem rækjan sé mesta striðs- skepna, þvi viðast risa dfajr, þar sem hún er með i spilinaT, „Okkur finnst, að Axarfjörður sé það svæði, sem við ættum að hafa forgang að, samanber ísa- fjarðardjúp og Húnaflóa, þar fá engir aðrir inn að koma en þeir bátar, sem eru þar i kring. Hins vegar hefur Húnaflóabátum verið veitt leyfi við Grimsey, þegar þeir voru búnir með sinn tima I Húnaflóanum. Það höfum við ekki fengið, enda litið gagn I þvi, þegar við höfum leyfi i Axarfirði, en getum ekki notað það, vegna þess að aflinn yrði ónýtur, ef við veiddum hann.” Eins og Visir hefur sagt frá áður, var 10 rækjuveiðibátum veitt leyfi til rækjuveiða i Axar- firði frá 6. mai til mánaðamóta, sex frá Eyjafjarðarhöfnum, tveimur frá Húsavik og einum frá Kópaskeri. Aðeins ein stöð er á svæði þessara báta, sem hefur aðstöðu til móttöku og leyfi til rækjuvinnslu. Kópaskersmenn höfðu fengið loforð fyrir þvi, að sú stöð myndi taka við frá þeim, en að- eins Eyjafjarðarbátar voru reiðubúnir að hefja veiðar, þeg- ar leyfið gekk I gildi, og hafa nú Sveinn opnar sýningu Sveinn Björnsson rann- sóknarlögreglumaöur i Hafnar- firöi hefur aö undanförnu veriö önnum kafinn viö þaö I fritima sinum aö ganga frá sýningu, sem opnuð veröur á Kjarvals- stöðum á morgun klukkan fjög- ur. Nú er Sveinn kominn i sumar- fri, svo aö hann ætti nú aö geta einbeitt sér aö málaralistinni um sinn. Á myndinni er Sveinn Björnsson og kona hans viö eitt hinna fjölmörgu verka á sýning- unni. — JB DRENGURINN VAR NÚ RAUNAR STÚLKA ... — og það meira að segja kannske upprennandi stjarna Eins og kom fram i Visi i gær var létt yfir mönnum eftir frum- sýninguna á Lénharði fógeta. A forsiðu sáum við mynd af Gunn- ari Eyjólfssyni, meö Magnúsi Bjarnfreðssyni og eiginkonu hans. Það var líka sagt frá þvi að það væri sonur þeirra sem með var á myndinni. Það var nú reyndar heldur betur misskilningur, þvi að myndin var af dóttur Gunnars, Þorgerði Katrinu. Raunar er hún þegar farin að feta i fótspor föður sins, þótt aðeins 9 ára sé, og við heyrðum hana nýverið fara með eitt aðalhlutverkið i barnaleikriti útvarpsins Sadoko. Ekki er ósennilegt að við eigum eftir að heyra meira og sjá til hennar. Þetta er svo sem ekki I fyrsta sinn á þessum timum jafnréttis- ins, að það sem við teljum að sé piltur, reynist vera stúlka, enda allir klæddir á sama hátt. — EVI - fyllt stöðina, enda fengið upp i 12 tonn i ferð. „Hitamál verður þetta alla vega, ef Eyfirðingar fá áfram leyfi til að fylla stöðina með rækju, sem þeir veiða uppi i kál- görðum hjá okkur, af þvi að þeir voru tilbúnir að hefja veiðar þegar leyfið kom, en við fengum ekki að víta þetta fyrr en búið var að veita leyfið og við þurf- um tima til að búa okkur. Með alminnsta kostnaði kostar um 700 þúsund að búa sig. Annar bátanna hér er tilbúinn á veiðar, en fær hvergi uppsetn- ingu. Við viljum láta stoppa þá báta nú, sem búnir eru að vera að, og gefa hinum kost á að veiða til jafns við þá. Sótt hefur verið um þó nokkur rækjuvinnsluleyfi á Norður- og Norðausturlandinu, en vinnslu- leyfi hafa ekki verið gefin út, þótt tiu bátar hafi fengið veiði- leyfi. Nú er aðeins ein rækju- vinnsla I gangi austan Skaga- strandar. Heyrzt hafa sögu- sagnir um, að Kópasker og Hauganes fái vinnsluleyfi,. en undirbúningur að þvi að koma vinnslunni upp tekur nokkra mánuði, og er nokkuð dýrt. Dal- vik hefur svo gott sem komið sér upp vinnslu, en hefur ekki fengið vinnsluleyfi, svo vitað sé. Þá má lika geta þess, að Berghildur og Jökultindur frá Siglufirði fóru um daginn leyfis- laust inn i Axarfjörð og toguðu þar. Þessir bátar eru með leyfi á Grimseyjarmiðum, en frömdu þarnagróft landhelgisbrot. Mér er kunnugt um, að sjávarút- vegsráðuneytið hefur nú sent þeim skeyti um afturköllun á leyfi vegna brota á reglum.” —SHH Bíóin lokuð í kvöld: SÝNINGARMENN TAKA SKÍRDAGS- FRÍIÐ NÚNA Kvikmyndahúsin veröa ekki er fridagur sýningarmanna, og til þess aö stytta fólki kemur i stað skirdags. stundirnar núna um hvíta- Hér áður fyrr var skirdagur sunnuna. Strax idag falla meira fridagur þeirra, en á siðasta ári að segja niður sýningar, og var þessu breytt og þessi dagur engin sýning veröur fyrr en á tekinn upp i staðinn. Þeir halda annan I hvitasunnu, eða á m.a. sinn aðalfund þennan dag. mánudaginn. Eftir sem áður er þó opið i Sjálfsagt fellur ekki öllum leikhúsunum og á skemmti- eins vel að engar sýningar skuli stöðunum. Það má geta þess að verða i dag eða i kvöld. Þjóðleikhúsið frumsýnir einmitt Skýringin á þessu er sú, að þetta Þjóðniðing i kvöld. -EA. Meðlagið dugir ekki fyrir barnaheimilinu — einstœðir foreldrar fara fram ó hœkkun á barnalífeyri „Viö væntum þess auövitaö að þingið taki til greina 45.9% hækk- un barnalifeyris/meðlags,” sagöi Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- maður, formaður Félags einstæðra foreldra, en félagið hélt nýlega fjölmennan fund, þar sem skorað var á Alþingi og rikis- stjórn aö bæta kjör barna einstæðra foreldra. Jóhanna sagði, að þessi 45.9% væri sama prósenttala og rætt væri um á þingi vegna tekju- tryggingar aldraðra i frumvarpi um launajöfnunarbætur, al- mannatryggingar og verðlags- mál. Væri hækkun framfærslu- eyris barnanna sett fram sem viðbótartillaga við frumvarpið. Nánast væri þessi prósenttala viðurkenning i verki á hækkun framfærslukostnaðar. Jóhanna sagði, að hún hefði ný- lega gert könnun á þeim konum, sem fá barnalifeyri/meðlag (sem eru tvö nöfn á sama framfærslu eyri). Var þar hlutfall ekkna lægst eða 18.5%, ógiftar væru 34.7% og fráskildar 46.8%. Þær, sem fengju þá barnalif- eyri, væru þvi samkvæmt könn- uninni 18.5%, en hinar 81.5%, sem fengju meðlagið. Hækkun þessi kæmi þvi hlutfallslega minnst við rikið, þvi að aðallega væri þetta peningatilfærsla milli einstakl- inga. Eins og stendur nægir barnalífeyririnn/meðlagið ekki einu sinni fyrir kostnaði við dag- vistun barna á barnaheimilum, hvað þá meira. Gerir Félag einstæðra foreldra sér vonir um, að þingmenn geri sér grein fyrir, hversu brýnt það er að rétta börnum einstæðra for- eldra þá hjálparhönd, sem þau eiga kröfu til, eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. — EVI —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.