Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 20
2Ö Visir. Föstudagur 16. mai 1975. ÚTVARP OG SJÓNVARP UM HELGINA „Heimsókn" á hvítasunnudag klukkan 20.15: ÚTVARP • Jóhann vitavörður heimsóttur ómar Ragnarsson hefur þróaö með sér sérstaka tækni sem gerir honum kleift aö fljúga flugvél og taka myndir i sömu andránni. Hann tekur um stýriö meö tánum og smellir svo af meö fingrunum segir i þjóösögunni. Þessa mynd tók hann er hann flaug ásamt sjón- varpsmönnum yfir Hornbjarg. Séð yfir vitann á Hornbjargi. Sjónvarpsmenn i Hornbjargi ásamt Jóhanni Péturssyni vitaverði, sem er lengst tii hægri á myndinni. Sjónvarpsmennirnir eru frá vinstri Oddur Gústafsson hljóömaður, Þrándur Thoroddsen stjórn- andi og örn Harðarson, sem stendur þarna viö Eclair myndavélina sina. örn Ifaröarson mundar Beaulieu kvikmyndatökuvélina er Arvakur siglir fyrir Horniö. Ljósmyndir ómar Ragnarsson. Sjónvarpsmenn sigldu noröur á Hornbjarg siöustu vikuna I april til aö heimsækja Jóhann Pétursson, sem veriö hefur vitavörður þar siðastliðin 15 ár. Sjónvarpsmennirnir, sem voru þarna á ferö, heita Ómar Ragn- arsson, sem hafði umsjón meö öllu og tók auk þess myndirnar, sem viö birtum hér á siöunni, Þrándur Thoroddsen, sem stjórnaöi kvikmyndatöku, örn Harðarson, sem tók myndina, og Oddur Gústafsson, sem sá um aö hafa hljóö meö myndinni. Eitt og annaö gerðist i þessari ferö, sem ekki kom kvikmynda- tökunni viö, til dæmis tóku sjón- varpsmenn meö góöri aðstoð áhafnarinnar á varöskipinu Ar- vakri brezkan togara i landhelgi þegar siglt var heim á leiö á ný. Myndin sem sýnd veröur á sunnudagskvöldiö er bæöi tekin á landi og eins úr flugvélinni hans Ómars sem flaug yfir Hornbjarg áður en haldið var .til Reykjavikur á ný. —JB SJÚNVARP • Sunnudagur 18. mai Hvitasunnudagur 17.00 Hátiöarmessa Sr. Óskar J. Þorláksson, dómprófast- ur, predikar og þjónar fyrir altari. 18.00 Stundin okkar 1 þessum barnatíma, sem er sá sið- asti að sinni, lenda bræð- urnir Glámur og Skrámur i nýju ævintýri. Sýnd verður mynd um Robba eyra og Tobba tönn og brúðuleikur um meistara Jakob, sem að þessu sinni reynir hæfni sina sem barnfóstra. Loks verða svo sýndir þættir úr sýningu Þjóðleikhússins á Kardimommubænum eftir Torbjörn Egner og rætt við nokkur börn sem taka þátt i sýningunni.Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Fram- vegis i sumar verður annað bamaefni flutt á þessum tima á sunnudögum. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.15 Heimsókn. „Maður er aldrei einn...” Sjónvarps- menn heimsóttu Horn- bjargsvita um sumarmál, einu mannabyggðina á nyrsta hluta Vestfjarða- kjálkans, og kynntust lltil- lega kjörum og viðhorfum Jóhanns Péturssonar, sem verið hefur vitavörður þar siðastliðin 15 ár. Umsjón Ómar Ragnarsson. Stjórn kvikmyndunar Þrándur Thoroddsen. 21.00 Albert Schweitzer þýsk heimildamynd um franska visindamanninn, trúboðann og listamanninn Albert Schweitzer og æviferil hans allt frá fæðingu hans árið 1875 og fram til ársins 1955. Schweitzer er sjálfur þulur og textahöfundar myndar- innar og segir þar frá upp- vaxtarárum sinum, náms- ferli og starfi sinu sem læknir og trúboði i Afriku. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 22.10 Birtingur (Candide) Breskt sjónvarpsleikrit, byggt á samnefndri skáld- sögu Voltaires, sem út hefur komið í islenskri þýðingu Halldórs Laxness. Leik- stjóri James MacTaggart. Aðalhlutverk Frank Finlay (Voltaire), Ian Ogilvy )Birtingur), Emrys James (Altunga), Angela Richards (Kúnigúnd). Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Sagan um Birting er nöpur ádeila á heimspólitikina og raunar á flest, sem miður fer I sam- skiptum þjóða og einstak- linga. Hún kom fyrst út árið 1759, en á þó vafalaust enn fullt erindi til fólks. Aðal- persónan er ungur efnispilt- ur, sem á vingott við greifa- dótturina Kúnigúnd. Fyrir vikiðeru þau bæði útlæg ger úr rikinu, og þar með byrjar ævintýralegt ferðalag með hrakningum til og frá um heimsbyggðin.a. 23.40 Dagskrárlok. Mánudagur 19. mai Annar i hvitasunnu 18.00 Endurtekiö efni Tólf reiðir menn. Bandarisk bió- mynd frá árinu 1957, byggð á leikriti eftir Reginald Rose. Aðalhlutverk Henry Fonda, Lee J. Cobb og Ed Begley. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Myndin lýsir réttarhöldum yfir pilti, sem sakaður er um, að hafa drepið föður sinn, og eru málsatvik honum flest i ó- hag.Einn kviðdómenda talar þó hans máli. Áður á dag- skrá 12. ágúst 1974. 19.30 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lénharðus fógeti. Kvik- mynd byggð á leikriti eftir Einar H. Kvaran. Texti Æv- ar R. Kvaran. Kvikmynda- handrit Baldvin Halldórs- son, Haraldur Friðriksson, Snorri Sveinn Friðriksson og Tage Ammendrup. Tón- list Jón Nordal. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Per- sónur og leikendur í aðal- hlutverkum: Lénharður fógeti.. Gunnar Eyjólfsson, Guöný á Selfossi... Sunna Borg, Eysteinn úr Mörk... Sigurður Karlsson, Torfi i Klofa... Ævar R. Kvaran, Ingólfur bóndi á Selfossi... Rúrik Haraldsson, Magnús ...Gfsli Alfreðsson, Hólm... Sigurður Hallmarsson, Fyrsti Lénharðsmaður... Flosi ólafsson, Helga i Klofa... Þóra Friðriksdóttir, Bjarni frá Hellum... Valur Gislason, Freysteinn.. Jón Júliusson, Kona Frey- steins.... Ingunn Jensdóttir, Hljóðupptaka og hljóðsetn- ing Marinó Ólafsson. Klipp- ing Erlendur Sveinsson. Leikmynd og búningar Snorri Sveirin Friðriksson. Kvikmyndataka Haraldur Friðriksson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. Sagan gerist i byrjun 16. aldar, en þá voru miklar ýf- ingar milli kirkju og verald- legra höflngja á Islandi. Fyrirmaður höfðingja á Suðurlandi var Torfi sýslu- maður Jónsson i Klofa á Landi. Fulltrúi kirkjunnar , var Stefán biskup Jónsson I Skálholti. A Bessastöðum sat umboðsmaður hirð- stjóra Danakonungs. 1 upp- hafi sögunnar situr Ingólfur stórbóndi á Selfossi að búi sínu. Tveir ungir menn lita Guðnýju, dóttur hans, hýru auga, Magnús fóstursonur biskupsins i Skálholti, og Eysteinn úr Mörk, sem er efnalitill og af lágum ætt- um. Þær fréttir berast, að Lénharður fógeti fari um sveitir með óaldarflokk sinn, taki hús á bændum, ræni búpeningi þeirra, brenni bæi og svivirði kon- ur. Skjótt dregur til tiðinda, og hefur Torfi sýslumaður forystu fyrir bændum. 21.50 Göreme Bresk fræðslu- mynd um sérkennilegan, af- skekktan dal I Tyrklandi. Þýðandi Þórhallur Gutt- ormsson. Þulur Ólafur Guð- mundsson. 22.50 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. mai Hvitasunnudagur 9.00 Morguntónleikar. 11.00 Messa I Akureyrarkirkju Séra Birgir Snæbjörnsson predikar. Séra Pétur Sigur- geirsson vigslubiskup þjón- ar fyrir altari. Organleik- ari: Jakob Tryggvason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Leitin að nýju tslandi Fyrri hluti dagskrár um að- draganda og upphaf vestur- ferða af Islandi á 19. öld. Bergsteinn Jónsson lektor tekur saman. Flytjandi ásamt honum: Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. 13.40 Dagskrárstjóri I eina klukkustund Brian Holt. ræðismaður ræður dag- skránni. 14.40 Óperukynning: „Man- on” eftir Jules Massenet Einsöngvarar, kór og hljómsveit Opera comique i Paris flytja Pierre Mon- treaux stjórnar. — Guð- mundur Jónsson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Ailtaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Geirlaug Þorvaldsdóttir leikkona stjórnarGeirlaug og nokkur börn á barnadeild Land- spitalans segja söguna um „Manninn með húfuna”, sem börnin hafa samið sjálf. Ennfremur lesa þau úr dæmisögum Esóps. 18.00 Stundarkorn meö Rögn- valdi Sigurjónssyni. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Um austrænan hugsunarhátt og vestrænan Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 19.45 Frá tónleikum Kammer- sveitar Reykjavikur i hátiðarsal Menntaskólans við Hamrahlið 20. f.m. a. Konsert i D-dúr fyrir clarino og hljómsveit eftir Leopold Mozart. b. „Forleikur um Gyðingastef” fyrir klari- nettu, strengjakvartett og pianó eftir Prokofjeff. c. Brandenborgarkonsert nr. 5 i D-dúr eftir Bach. 20.25 Frá árdegi til ævikvölds Nokkur brot um konuna i is- lenzkum bókmenntum. Fyrsti þáttur: „Við eigum stúlku með augun blá”. Gunnar Valdimarsson tekur saman þáttinn. Flytjendur auk hans: Helga Hjörvar, Grimur M. Helgason og Úlf- ur Hjörvar. 21.10 Frá samsöng Skagfirzku söngsveitarinnar i Háteigs- kirkju I marz. Einsöngvari: Guðrún Tómasdóttir. Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson. Söngstjóri: Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Söngsveitin syngur lög eftir Pál Isólfsson, Mascagni, Bruckner og Bach. 21.30 írskir og enskir helgi- menn Séra Sigurjón Guð- jónsson fyrrum prófastur flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldtón- leikara. Ensk svita nr. 51 D- dúr eftir Bach. Dse og Nicolas Alfonso leika á gitara. b. Fiðlukonsert nr. 2 f b-moll eftir Paganini. Shmuel Ashkenasi og Sinfóniuhljómsveitin i Vinarborg leika, Heribert Esser stjórnar. c. „Litið næturljóð” eftir Mozart. Filharmoniusveit Berlinar leikur, Herbert von Karajan stjómar. d. Flautukonsert i D-dúr eftir Haydn. Valerie Novak og hljómsveitin Con- sertium Musicum leika, Fritz Lehan stjórnar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.