Vísir

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuni 1975næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Vísir - 27.06.1975, Síða 7

Vísir - 27.06.1975, Síða 7
Visir. Föstudagur 27. júni 1975. 7 • WA'C; y -X-i'. ."Í '4 ' ■: ■•• • '1 '<« Wm ibi aft lærir að þekkja sjá Mjúkir og harðir hlutir segja sína sögu Barnið veitir hlut eftirtekt með augunum, en það er gegn- um snertingu við hann með höndunum, sem það myndar sér skoðun um hlutinn. bá öðlast barnið oft skilning á formi leik- fangsins með þvi að bita i það sjúga og lykta af þvi. Það er þess vegna nauðsynlegt að barnið fái ekki bara lina hluti, ef það á að kynnast umheiminum. Takið eftir töflunni á mynd- inni. Þarna er hægt að stinga inn margvislegum hlutum og bamið skynjar ólika lögun og stærð hluta. Ýmislegt mó sjó í bókunum Llkamleg snerting milli fólks er jafnmikilvæg fyrir fullorðna og börn. Foreldrar ættu þvi að nota hvert tækifæri sem gefst til að grúfa sig yfir bækur eða liti með börnum sinum. Fyrstu úrklippubókina, sem jafnframt má nota til að kenna barninu um veröldina, getur maður útbúið sjálfur. T.d. er hægt að klippa úr myndablöðum og setja i plastmöppur. Það er mikilvægt að myndir i fyrstu bókunum sýni einmitt hluti sem barnið kannast þegar við. Spil með myndum á eru prýðileg til að kenna barninu nöfn á hlutum. Leikföngin á myndunum eru aðeins brot af þeim hlutum sem hugmyndarikir foreldrar geta notað sér til aðstoðar við að koma börnunum til þroska. Hreyfing er mikilvœg Kornabarnið er sifellt að þjálfa og herða vöðvana. Hend- ur og fætur eru á stöðugri ferð. Allur likaminn tekur þátt I mál tið, og fæturnir fylgja með þeg- ar heiidurnar teygja sig eftir einhverju. Gætið þvi þess að hindra ekki hreyfingarnar með fötum, t.d. koma sokkabuxur i veg fyrir að börnin geti skoðað á sér tærnar sem skyldi. Setjið barnið á gólf- ið eins fljótt og unnt er til þess að það öðlist viðari sjóndeildar- hring. Barnið hefur venjulega mestan áhuga á hlutum sem skoppa og rúlla og þvi er nauð- synlegt fyrir það að fara fljótt á gólfið, gætið þess bara að hlut- irnir skoppi ekki frá þvi. Plastkassinn á myndinni er mjög góður fyrir barnið þegar þaö byrjar að bera sig um. Það er alveg upplagt að ýta kassan- um á undan sér, eftir að það hefur reist sig upp við stuðning frá trékassanum. Hvað er fyrir utan rúmið? Það er afar mikilvægt að barnið fái að öðlast sem mesta reynslu, innanhúss og utan. Það þarf að kynnast hita og kulda, sandi og grasi, blautri jörð, rigningu o.s.frv. En oftast hætt- ir foreldrum til að vera of var- kárir i þessum efnum. Uppal- andinn getur aldrei lýst fyrir barninu tilfinningunni sem fylg- ir þvi að liggja i nýslegnu grasi og enn siður lyktinni. Fátt þroskar barnið meira en finna sand renna milli fingra sér og blanda siöan vatni saman við sandinn. Fötur til að ausa með eru þvi ómissandi I baðið. Barnið skoðar og athugar með þessum hlutum Barnið liggur á bakinu og veit um að það hefur hendur og fæt- ur. En það geta liðið margir mánuðir áður en það veit af bolnum og höfðinu. Spegill hjálpar mjög til við að kynnast eigin likama. Barniö skilur að sjálfsögðu ekki hvað þetta er sem það sér I speglin- um. En það sér eitthvað sem hreyfir sig og hefur augu, nef og munn. Hljómur bjallna þjólfar eyrað Nýfædda barnið heyrir en það er ekki fyrr en eftir nokkrar vik- ur sem það hlustar eftir hljóð- inu. Það kann bezt við lágar og vingjarnlegar raddir og þykir það gott fyrir málþroska að hjalað sé við barnið, t.d. meðan skipt er um bleyju. Við 9-10 mánaða aldur byrjar barnið að fylgja eftir takti. En farið samt I guðanna bænum ekki að láta útvarpið ganga allan daginn fyrir barnið. Litlu börnin leika sér... Sagt er aö börnin byrji að leika sér, þegar þau fara að fylgjast með þvi hvernig gluggatjaldiö bærist eftir vindáttinni, eða þegar barnið snýr sér frá pelanum til að hlusta eftir framandi hljóði. Það nægir þó barninu ekki til langframa aðhlusta. Maður kynnist ekki umheiminum nema með þvf að ,,taka I” hann. Með fingrum og munni læra kornabörn aö greina á milli ólíkra hluta. i Ieiknum þjálfar barniö sál sina og llkama. Með leikföngum, sem barninu eru gefin, lærir það aö þekkja umhverfi sitt. Ákveðin leikföng eru ætluð t.d. 1-3 ára o.s.frv. En foreldrar verða að gæta þess að láta ekki múlbinda sig við uppgefinn aldur. Börn þroskast mjög ólikt og það er ekkert betra aö þröngva leikföngum upp á börn en mat. barnsaugað Enginn veit nákvæmlega hve- nær börnin fara að skynja um- hverfi sitt með þvi að sjá hlut- ina. Samt sem áður er snemma byrjað að gefa þeim leikföng i skærum litum. Þá eru það margir sem setja upp mjög skær gluggatjöld i einlitum barnaherbergjum. Talið er betra fyrir börnin að hengja marglitu hringlurnar við hliðinu á rúminu heldur en strengja þær yfir rúmið. Margbreytilegir litir heilla

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 142. Tölublað (27.06.1975)
https://timarit.is/issue/239123

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

142. Tölublað (27.06.1975)

Gongd: