Vísir


Vísir - 29.07.1975, Qupperneq 9

Vísir - 29.07.1975, Qupperneq 9
ígainst Don Murray, Vlsir. Þriöiudagur 29. júli 1975. Vísir. Þriðjudagur 29. júli 1975. íslandsmótið í golfi: Tveir krýndir ,Stóra bola" Fyrstu islandsmeistararnir I golfi á þessu ári voru krýndir I gærkvöldi, en þá lauk keppni I tveim flokkum á íslandsinótinu I golfi á Akureyri. Það var I unglinga- og drengjaflökki, en þeir luku I gær við að leika slðustu 18 holurnar af 72, sem leiknar eru I öllum flokkum á islandsmótinu I ár. Islandsmeistarar i þessum flokkum 1975 urðu Eirikur Þ. Jónsson Golf- klúbbi Reykjavikur i unglingaflokki og Sveinn Sigurbergsson Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði i drengjaflokki. Sveinn varð átta höggum á undan 'næsta i sinum flokki, en Eirikur, sem verður 16ára i næstu viku varð fjórum höggum á undan Gylfa Garðarssyni frá Vestmannaeyjum, sem var fyrstur , eftir fyrsta dag mótsins. Lék Eirikur á 328 höggum, en Gylfi á 332. Annars urðu þessir piltar fimm fyrstu i þessum tveim flokkum: Unglingaflokkur: Eirikur Þ. Jónss. GR 328 Gylfi Garðarss. GV 332 i Sigurður Péturss. GR 334 Gunnar Finnbjörnss.GK 341 Guðni ö. Jdnss. GL 343 i Drengjaflokkur: Sveinn Sigurbergss. GK 333 I Gylfi Kristinss. GS 341 Björn Björnss. GL 357 Hilmar Björgvinss. GS 357 Kristján Þorkelss.GR 366 Þeir Björn og Hilmar urðu að leika I sex aukaholur um 3ju verðlaunin i mótinu og hafði Akurnesingurinn þar 1 sigur. 1 dag lýkur keppninni i 3. flokki 1 karla og kvennaflokki, en staðan þar fyrir siðasta daginn er þessi: Kvennaflokkur: 1 Kristin Pálsd. GK INGA Magnúsdóttir GK 1 Katrin Frimannsd. GA Svana Tryggvad GR 1 Alda Sigurðard. GK 305 313 325 335 1 338 Engin af beztu golfkonum landsins — þær, sem eru i meistaraflokki — 1 mætti i þetta mót, og var þvi geröur einn flokkur úr 1. flokki kvenna og telpnaflokki og keppa þær um íslands- meistaratitilinn. 3. flokkur karla: Jóhann Guðmundss. GA 292 Gunnlaugur Höskuldss GHorn 294 1 Tryggvi Sæmundss GA 295 Þorsteinn Þorsteinss GR 296 Sæmundur Pálss. GR 305, 1 morgun klukkan sjö hófst keppnin i 2. flokki karla, og á morgun hefst1 öldungakeppnin svo og keppni á milli golfklúbbanna — 8 manna sveitir frá hverjum — svo Einherjakeppnin, en það er árleg golfkeppni þeirra kylf-1 inga, sem hafa farið „holu i höggi”. A fimmtudaginn hefst svo aðalslag-1 urinn — en þá byrjar keppnin i meistara- og 1. flokki karla, og verða 1 flestir beztu golfmenn landsins með i þeirri baráttu, sem mun standa fram á 1 sunnudagskvöld. -klp- Svo til það sama! Hörður Hilmarsson, Val, og Grétar Magnússon, IBK, hafa verið settir út úr landsliðshópnum, sem valinn hefur verið fyrir landsleikinn við Sovétrikin á Laugardalsvellinum annað kvöld. Þeir voru báðir með i ferðinni til Noregs en fá nú „hvlld”. 1 þeirra stað hafa verið valdir Karl Hermannsson ÍBK og Elmar Geirsson, Eintracht Trier, en þeir hafa báðir verið I hópn- um fyrr i sumar. Landsliðsnefndin tilkynnti 16 manna hópinn I gær og er hann þannig skip- aður: (Fyrir aftan er landsleikjafjöldi ’þeirra) Arni Stefánsson Fram 2 Þorsteinn ólafsson ÍBK 10 Jón Pétursson Fram 9 Marteinn Geirsson Fram 24 Jóhannes Eðvaldsson Holbæk 14 Gisli TorfasonÍBK 16 Teitur Þórðarson 1A 15 Elmar Geirsson Eintract Trier 17 Björn Lárusson ÍA 8 Jón Alfreðsson ÍA 4 Matthias Hallgrlmsson ÍA 34 Arni Sveinsson iA 2 Örn óskarsson ÍBV 7 Karl Hermannsson ÍBK 8 Ólafur Júliusson ÍBK 13 Guðgeir Leifsson Viking 26 Landsliðið er nú á Þingvöllum og mun æfa sig þar og á Laugarvatni fram að leiknum, sem hefst á Laugar- dalsvellinum annað kvöld. Er það siö- asti landsleikurinn i knattspyrnu hér á landi I sumar, og veröa örugglega margir, sem ekki vilja sleppa tæki- færinu að sjá hann. -klp- bílí aukaverðlaun! Guillermo Vilas frá Argentlnu sigr- aði Bandarlkjamanninn Harold Solo- mon i úrslitum I „VVashington Star” tenniskeppninni, sem lauk i gærkvöldi. Var það sama keppnin og Rúmeninn var rekinn úr fyrir að henda skónum sínum i annan Hnuvörðinn eins og við sögðum frá I gær. Verðlaunin I þessari keppni voru 100 þúsund dollarar. Vilas, sem er 22 ára gamall, fékk 16.000 af kökunni og auk þess nýjan b II, sem „aukaverð- laun”.... —klp— Leeds fékk skell Leeds United tapaði fyrir vestur- þyzka 1. deildarliðinu Hamburger SV I æfingaleik i Þýzkalandi I gærkvöldi með fimm mörkum gegn tveimur. Þjóðverjarnir komustl 5:0, en á sið- ustu minútum ieiksins skoraði Allan Clarke tvö mörk fyrir enska liöiö — þar af annað úr vitaspyrnu. Fyrir Hamburger SV — sama félag og Einar Magnússon leikur handknatt- leik fyrir — skoruðu Georg Volker þrjú mörk og Hans Ettmayer og Horst Bertl eitt mark hvor. —klp— Góð byrjun! Bandarikjamaðurinn George Burns, sem gerðist atvinnumaður I golfi fyrir þrem vikum, sigraði I stærstu golf- keppni, sem haldin er á Noröurlöndun- um ár hvert —„Skandinavian Open” á laugardaginn. Þá lauk þessari 72 holu keppni með aukakeppni á milli Burns, sem er 25 ára gamall, og Graham Marsh frá Astraliu — bróðir enska knattspyrnu- mannsins fræga Rodney Marsh. Þeir voru jafnir eftir 72 holurnar á 279 höggum og léku svokallaðan „bráðabana” um fyrstu verðlaunin, sem voru 5.400 sterlingspund. Þurftu þeir aðeins að leika fyrstu holuna — þar sigraði Burns — lék á 5 höggum en Marsh á 6 höggum. Þriðji i keppninni varð Brian Hugg- et, Bretlandi, á 280 höggum og fjórði Bob Gilder, USA, á 281 höggi. Keppnin fór fram i Malmö i Sviþjóö og fylgdust með henni allt að 20 þúsund manns hvern dag. —klp— Leikmaður sem Celtic mó ekki missa af... Segja skozku blöðin um Jóhannes Eðvaldsson, sem hefur fengið fróbœra dóma fyrir þó tvo leiki, sem hann hefur leikið með liðinu — hefur verið valinn í lið Celtic ó móti Derby ó laugardaginn kemur l>aö fer ekki fram hjá neinum, sem séð hefur skozku blöðin að undan- förnu, að til er maður, sem heitir Jóhannes Eð- valdsson, og að skozka liðið Celtic sé á eftir honum. Hvert blaðið af öðru hefur skrifað langar greinar um íslend- inginn og hrósað honum á hvert reipi fyrir þá tvo æfingaleiki, sem hann hefur leikið með Celtic. Fyrirsagnir eins og „BOY OH BHOY” og aðrar álika, sem lýsa hrifningu blaðamannanna á hon- um eru yfir þverar siðurnar og stórar myndir af honum i alls konar stellingum fylgja með. Blöðin segja, að Celtic hafi ekki efni á þvi að missa þennan islenzka víking, þvi hann komi örugglega til með að styrkja liðið mikið. Hann sé verðugur arftaki Billy McNeill, sem var fyrirliði Celtic þar til I fyrra. Ekki aöeins knattspyrnulega heldur einnig á ýmsan annan hátt. Hann likist honum á allan hátt — sé svipaður á leikvelli, gangi og hlaupi eins, og gefi ekkert eftir frekar en Billy. Eitt blaðið heldur þvi örugglega fram, að Jóhannes muni skrifa undir samning við Celtic eftir leikinn við Rússland á tslandi á miðvikudaginn. Muni hann fá á milli 20 og 30 þúsund sterlings- pund i sinn vasa fyrir þann samn- ing —c.a. 10 milljónir islenzkar — og ekki undir 200 sterlingspund- um i laun á viku. Það sé ekki mikið miðaö við hvað þessi fyrirliði islenzka landsliðsins geti i knattspyrnunni — hann sé öruggur, ákveðinn og nákvæmur i öllu, sem hann geri, og slikir knattspyrnumenn séu ekki auðfundnir nú til dags. Jóhannes kom heim i gær- kvöldi, og hittum viö hann hjá föður sínum, Eðvald Hinrikssyni, i gufubaðstofunni 1 Hátúni, þar sem hann var ásamt félaga sinum I landsliðinu, Birni Lárussyni, að koma úr baði og búa sig undir að halda austur á Þingvöll til að æfa með landsliðinu. „Það hefur ekkert verið gengið frá neinum samningi á milli min og Celtic,” sagði hann. „En eins og málin standa núna, er ekkert fjarri lagi, að ég fari til þeirra. Mér leizt mjög vel á mig hjá þeim og mannskapurinn þarna er alveg stórkostlegur. Ef ég meiðist ekki i leiknum við Rússa á miðvikudaginn, held ég til Glasgow á fimmtudag og verö hjá Celtic fram yfir helgi. Það er búið að velja mig i liðið i leik við Englandsmeistarana Derby, sem á að fara fram á Parkhead I Glasgow á laugardaginn, en það er fyrsti stórleikurinn i Skotlandi á þessu keppnistimabili. Ég vona, að ég nái þeim leik — þvi það er ekki á hverjum degi, sem maður fær tækifæri til að mæta öðru eins liði og Derby og það með eins góðu liði og Celtic er. Ég hef fleiri tilboð, sem ég á eftir að kanna betur — m.a. frá Hollandi og Vestur-Þýzkalandi — en ég efast um, að þau geti verið betri en þetta, sem ég hef fengið frá Celtic, og að þar sé eins gott að vera. Þvi má vel vera að ég slái til, en úr þvi fæst skorið um eða eftir næstu helgi”. -klp- Þessi glaðlyndi hópur skipaði islenzka frjálslþróttalandsliöiö, sem tók þátt I Kalottenkeppninni I Noregi um helgina. Island sigraöi i keppninni, hlaut samtals 328 stig, gestgjafarnir Norömenn uröu I ööru sæti meö 301,5stig, Finnar uröu þriöju meö 272,5 stig og Svfar ráku lestina meö 266 stig. Mynd: Bj.Bj. Bjarni Stefánsson kemur fyrstur f markiö i 100 m hlaupinu og fékk tímann 10.7 sek. Bjarni náÖi afar lélegu starti og varö langslöastur I byrjuninni. Seinni hluti hlaupsins var hins vegar mjög góöur hjá Bjarna, sem viröist vera I mjög góöri æfingu um þessar mundir. Siguröur Sigurösson varð fyrstur I sfnum riöli og fékk sama tlma og Bjarni. Þeir kepptu líka hvor I sínum riðlinum i 200 m hlaupinu og þar fengu þeir llka sama timann, 22.4.!!! Mynd: Bj.Bj. -r'l9".tniont Smm »2*2 the BIG pictures. ^ ^ — B,G paper BHOÝf Oundal. n . T^UrSt^ar *” star calms Celtic, then they turn on goal style Joöannoi Edvildnon _Oundalk 0. Celtic 01 m J Ícelander set for Parkhead By ALAN DAVIDSON |oii\\m;s covAiu- SO\ niiM look. Ukcly 1« 1 ' 1 ,ul1' CcIir- „Var eiginlega búinn að fó nóg' — sagði gullmaðurinn fró Kalottenkeppninni í Tromsö „Þetta var anzi erfitt I lokin,” sagði Bjarni Stefánsson, sem hlaut fimm gullverölaun I Kalott-I enkeppninni. Bjarni varö fyrstur I Erna Guömundsdóttir fékk nóg aö gera I Kalottenkeppninni. Hún keppti i sex greinum, 100 og 200 m hlaupum, þar sem hún varö önnur á 12,4 og 26,2 sek. Mynd: Bj.Bj. 100 m og 200 m hlaupinu ásamt Siguröi Sigurössyni og vann 400 m hlaupið meö yfirburöum, auk þess sem hann var I boöhlaups- sveitunum, sem sigruöu I 4xl00m og 4x400 m boðhlaupunum. „Mað- ur var ekki upp á marga fiska eft- ir slöustu greinina, 4x400 m boö- hlaupið, þvl aö stuttu áður var ég búinn aö hlaupa 100 og 400 o og var þvl eiginlega búinn að fá nóg.” Bjarni og Lilja Guðmundsdóttir voru kosin beztu Islendingarnir I keppninni. Lilja keppti i 800 og 1500 m og hafði algjöra yfirburði yfir aðra keppendur. Hún kom heim með landsliðshópnum á- samt Júliusi Hjörleifssyni, en þau hafa stundað æfingar I Sviþjóð i sumar, og ætla þau að keppa á Meistaramótinu, sem hefst á þriðjudaginn. „Ég bjóst ekki við meti við þessar aðstæður,” sagði Stefán Hallgrimsson eftir að hafa sett nýtt íslandsmet I 400 m grinda- hlaupinu i Kalottenkeppninni I Tromsö. „Vindurinn var 6,2 m á sekúndu og það gerði mér mjög erfitt fyrir I hlaupinu. Við betri aðstæður á ég að geta mun bet- ur.” Stefán hljóp 400 m grindahlaup- iö á 52,4 sek og nálgast nú Olympiulágmarkið óðum. Agúst Asgeirsson náði mjög góðum árangri I 3000 m hindrun- arhlaupinu. Hann varð þriðji, hljóp á 8.58,4 min, sex brotum frá Ólympiulágmarkinu. Þetta er aðeins lltill hluti af fyrirsögnum og greinum um Jóhannes Eövaldsson úr skozku blööunum aö undanförnu — allt af baksiðum blaöanna, sem eru meðal þeirra stærstu á Bretlandi. Imsjón: Kjartan L. Pálsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.