Tíminn - 04.10.1966, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 1966
2
TÍMINN
Hin kunna söngkona Ingela
Brander er farin að syngja
fyrir gesti í Lídó. Gafst blaða-
mönnum tækifæri til að spjalla
við söngkonuna og umboðs-
mann hennar, Fritz Ruzicka,
sem undanfarna áratugi hefur
verið umboðsmaður kunnra
skemmtiskrafta á fslandi, m.a.
Ninu og Friðriks, sem héldu
tónleika í Austurbæjarbíói fyr-
ir átta árum síðan.
Ingela kvaðst vera rafmagns
verkfræðingur að menntun en
kvaðst hins vegar hafa meiri
ánægju af því að syngja og
leika á saxófóninn, sem hún
hefur leikið á, síðan hún var
átta ára gömul. Er ekki að
efa, að gestir í Lídó kunni vel
að meta söng þessarar ungu
og bráðfallegu söngkonu.
Söngkonan mun koma fram
á kabarett í Austurbæjarbíói
á miðvikudagskvöldið en þar
munu auk hennar koma fram
Ómar Ragnarsson með nýtt
skemmtiatriði, Sextett Ólafs
Gauks o.fl.
SKÁTA-
DAGUR
FB-Reykjavík, mánudag.
Á sunnudaginn var haldinn
skátadagur á tjaldsvæði borgarinn
ar í Laugardal. Þar voru reist
tjöld og þrautabrautir, sem menn
gátu spreytt sig á. Skátadagurinn
hófst klukkan 2 og frani til klukk-
an 6 fóru fram leikir ýmiss konar
og kaffisala. Klukkan hálf níu um
kvöldið byrjaði varðeldur, sem
stóð fram til klukkan 10. Að hon-
um loknum var flugeldasýning. Á
varðeldinum voru sungnir skáta-
söngvar og sýndir leikþættir við
góðar undirtektir áhorfenda. Skáta
dagurinn er til þess ætlaður að
kynna börnum og fullorðnum
skátastarfið, en í sambandi við
hann hófst innritun, sem haldið
verður áfram f Skátaheimilinu.
Gert er ráð fyrir, að næsta
sunnudag verði Skátadagur hald-
inn við Eskihlíð. Myndina tók
ljósmyndari Tímans GE.
9 Ijósmæður
ótskrifast
KJ-Reykjavík, máftudag.
Á föstudaginn var Ljós-
mæðraskóla íslands sagt
upp í aðalkennslustofunni í
nýbyggingu Landspítalans,
að viðstöddum mörgum gest
um. Er þetta í fyrsta sinn
sem skólanum er slitið, eft
ir að nýtt kennsluskipulag
var tekið þar upp, en núna
er námstíminn við skólann
tvö ár.
Níu ljósmæður brautskráð
ust frá skólanum, og hlutu
allar góðar einkunnir á
lokaprófi.
Yfirlæknir Fæðingadeild-
arinnar Pétur Jakobsson
flutti skólaslitaræðuna, en
áður söng Guðmundur Jóns
son við undirleik Ólafs Vign
is. Móheiður Sigurðardóltir
flutti ávarp fyrir hönd
hinna nýútskrifuðu ljós-
mæðra, og auk hennar töl-
uðu við athöfnina Guðrún
Magnúsdöttir yfirljósmóðir,
Freyja Antonsdóttir ritari
Ljósmæðrafélags íslands og
landlæknir dr. Sigurður Sig-
urðsson.
Viðstaddur voru læknar
og hjúkrunarkonur á Land-
Framhald á bls. 14
Póst- og símamálaráðherra hef-
ur látið hafa það eftir sér að ekki
verði komið til móts við óskir
starfsmannanna, og munu því all-
ir 45 starfsmennirnir sem sagt
hafa upp störfum hætta í Gufu-
nesi. Auglýstar hafa verið stöð-
ur við Loftskeytastöðina í Gufu-
nesi, og hafa nokkrir sótt um,
en talsverðan tíma tekur að þjálfa
hina nýju starfsmenn til starf-
anna.
í gær voru lesnar tilkynningar
frá Gufunesi á bylgjunni „2790“,
þess efnis að draga yrði allveru-
lega úr þjónustunni á þessari
bylgju; en land og bílastöðvar
hafa hana. Aðeins það nauðsyn-
legasta er afgreitt, svo sem veð-
urskeyti frá Hveravöllum og þ.h.
Nýskipun prestakalla og kirkju-
sjóður aöalmal kirkjuþingsins
SJ-Reykjavík, mánudag.
Fundur Kirkjuþinfis hófst kl.
10 í morgun, í safnaðarsal Nes-
kirkju. Herra biskup Sigurbjörn
Einarsson setti þingið með ræðu.
Sleipniskosn-
ingar á fimmtu-
dag og föstudag
Kosning fulltrúa á ASÍ þingið
fyrir Bifreiðastíórafélagið Sleipni
fer fram á skrifstofu félagsins
Freyjugötu 26 n.k. fimmtudag og
föstudag frá kl. 13—21 báða dag-
ana. Tveir listar hafa komið fram
og aðalmenn á A-lista eru Pétur
Kristjónsson og Einar Steindórs-
son. Varamenn á listanum eru
Sveinbjörn Gíslason og Valgeir
Sighvatsson.
Þetta er í fyrsta sinn sem Bif-
reiðastjórafélagið Sleipnir kýs
sérstaka fulltrúa á ASÍ þing, en
áður var félagið deild í Bifreiða
stjórafélaginu Frama.
Síðan fór fram kosning kjörbréfa
nefndar. 1. forseti var kjörinn
séra Gunnar Árnason og 2. vara
forseti Þórarinn Þórarinsson, fyr
verandi skólastjóri. Skrifarar vora
kjömir sr. Sigurður Guðmunds
son, prófastur á Grenjaðarstað og
Steingrímur Benediktsson skóla-
stjóri í Vestmannaeyjum. Þá var
kosið I allsherjarnefnd og laga-
nefnd.
Að þessu loknu flutti biskup
skýrslu kirkjuráðs, og síðan var
lagt fram aðalmál kirkjuþingsins,
frumvarp til laga um skipan presta
kalla og prófastsdæma, samið af
nefnd sem skipuð var af ráðherra
í fyrra til þess að endurskoða
prestakallaskipunina. Jafnhliða
var lagt fram frumvarp frá Kirkju
ráði um stofnun Kirkjúsjóðs. Drög
að þessu frumvarpi var lagt fyrir
síðasta Kirkjuþing. Lagt er til að
þessu frumvarpi verði skeytt við
frumvarpið um skipan prestakalla,
og úr því verði samfelldur laga-
bálkur.
Með stofnun kirkjusjóðs er hug
myndin sú að gera kirkjunni fært
að lagfæra það vandræðaástand
sem ríkir víða úti á landsbyggð-
inni, þar sem prestþjónustan er
mjög ófullkomin. Einnig hefur
kirkjan hug á þvi að geta grip-
ið inn á fleiri svið þjóðlífsins,
en forsenda frekari framkvæmda
er að hafa eitthvað frjálst fé undir
höndum. Þessum sjóði er ætlað
Framhald á bls. 14.
Háskólafyrirlestur
um félagsvísindi
Prófessor T.E. Chester frá
Manchester dvelst nú hér á landi
í boði Háskóla íslands f því skyni
að gera ráð um, hvernig skipu-
leggja megi hér nám í félagsfræði.
Prófessorinn mun halda opin-
beran fyrirlestur í 1. kennslustofu
Háskólans þrlðjudaginn 4. októ-
ber kl. 5.30. Efni fyrirlestrarins,
sem fluttur verður á ensku verður
The role of social studies in the
univesity.
Öllum er heimill aðgangur.
Prentarar á
ASÍ-þing
SI. laugardag klukkan 16. var
útrunninn frestur til að skila til-
lögum um fulltrúa hins íslenzka
prentarafélags á 30. þing Alþýða
sambands íslands. Aðeins ein til-
laga kom fram og eru því eftir-
taldir menn sjálfkjörnir fulltrúar
félagsins á næsta þing A.S.f.
Aðalfulltrúar: Jón Ágústsson,
Óðinn Rögnvaldsson, Pjetur' Stef-
ánsson, Stefán Ögmundsson.
Varafulltrúar: Ellert Ág. Magn-
ússon, Pálmi A. Arason, Jón Már
Þorvaldsson, Guðrún Þórðardótt-
ir.
STÖÐUGT FÆKK-
AR í GUFUNES!
KJ-Reykjavík, mánudag.
Stöðugt fækkar starfsmönnum í
Loftskeytastöðinni í Gufunesi, og
hefur starfsemi stöðvarinnar dreg
ist all verulega saman núna yfir
helgina.
Kosnir ASÍ-fulltrúar
Verkalýðsféllags
Húasvíkur.
Frá skólaslltum Ljósmæðraskóla (slands á föstudaginn. Hinar nýútskrifuðu Ijósmæður sltja fremst og eru FulItrúar^ Verkalýðsfélags Húsa
frá v. talið. Þórey Baldursdóttir, Reyðarfirði, Sigurborg Kristinsdóttir Akranesl, Móhelður Sigurðardóttir, Birt jJinJssonS'Albert"11 ''Th^ SVemn
ingaholti Árn., Hildur Halldórsdóttir, Rvík., Herdís Björnsdóttir Keflavík, Helga Ásmundsdóttir Eyrarbakka, j Qunnar Jónsson og Guðrún Si'’
Guðrún Davfðsdóttir, Rvik., Áslaug Hauksdóttir Rvík., og Jónína Helgadóttlr Eyjaflrði. (Tfmamynd Kárl) I fúsdóttir.