Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 10. september 1975 — 205. tbl. Skákeinvígið er enn höfuðverkur Vantar m.a. 1,3 milljónir - Sjá 4. siðu Margra vikna stríð við kakka- lakka í Laugardalssundlauginni V-Þjóðverjar segja: ÁTTUM VON Á AÐGERÐ- UM, EN EKKI FRÁ ASÍ — sjá baksiðu Að herða sultarólina um tima getur þýtt eignaaukningu um 1,5 millj. V V • a ari — spjallað við Ragnar Tómasson lögfrœðing og fasteignasala — sjá bls. 7 Lézt í Loft- leiðavél í morgun Skömmu eftir aö Loftieiða- fiugvét lagði af stað frá Keflavfk i morgun áleiðis til Luxemborgar, fékk einn far- þeginn, kona um sextugt, hjartaáfall. Tveir læknar voru i vélinni. Þeir reyndu að bjarga lifi konunnar á meðan vélinni var snúið til Kefla- vlkur. Það nægði þó ekki og lézt konan skömmu fyrir lendingu. Á flugvellinum beið þá sjúkrabill og læknir. Þeir sátu I einum heitu pottanna I morgun og iétu sér fátt um kakkaiakkana finnast. Lfklega hafa þeir rætt meira um kuldann og snjóinn i Esjunni, eða fréttirnar I VIsi í gær. Blásýru beitt ef annað dugar ekki Undanfarnar vikur hefur verið háð mikið strið við kakkalakka i sundlauginni i Laugardal. Búið er að sprauta eitri þar tvisvar og gera á eina tilraun enn til að ráða niðurlögum þeirra á þann liátt. Ef það tekst ekki verður laugunum lokað og ráðizt gegn þeim með blásvru eða einhverju álika sterku eiturefni. — Það varð fyrst vart við þá. þegar verið var að gera við böðin. sagði Stefán Kristjánsson, Iþróttafulltrúi borgarinnar, við Visi. Við teljum liklegast, að þeir hafi borizt með farangri einhvers sundlaugargestsins. — Það er búið að sprauta tvisv- ar-og þriðja tilraunin verður gerð innan skamms. Sprautunin hefur farið fram á nóttunni og það hafa ekki verið notuð svo sterk eitur- efni að það hafi stöðvað rekstur- inn. Það hefur mátt opna strax daginn eftir. — Það má alls ekki skilja þetta svo að allt sé morandi af kakka- lökkum þarna i laugunum. En við vitum af þeim — og þar sem við viljum alls ekki vita af þeim á þessum stað, verður þeim út- rýmt. — ÓT VERKFALL Á GRUNDARTANGA ,,Ef ekki verður staðið við samninga hefst allsherjar- vinnustöðvun hér á Grundar- tanga nú klukkan 12 á hádegi,” sagði einn starfsmaöur þar i morgun. — Viðgerðarmenn, sem nú vinna að undirbúningi málm- blendiverksmiðjunnar fóru i setuverkfall klukkan 19 i gær og i nótt stöðvaðist öll vinna i tvo tima. Að sögn starfsmanna er ástæðan brot á samningum. Einnig áttu tveir menn úr Reykjavik að byrja að vinna, en það vilja heimamenn ekki. Þá segjast þeir ekki hafa fengið greidd laun i gær, eins og lofað hefði verið og óuppgert væri við alla vélaeigendur.— A skrifstofu verktakans, Jóns V. Jónssonar, fékk Visir þær upplýsingar i morgun, að erfið- leikar hefðu skapazt með greiðslu reikninga vegna drátt- ar á greiðslum frá Málmblendi- félaginu. Drægist þvi oft að reikningar væru borgaðir, eins og nú er uppi á teningnum. —AG/ÓH „Er vongóður um samkomulag" — sagði ritari Hattersleys óður en hann fór frá Lundúnum i morgun til Reykjavikur „Við erum vissulega vongóðir um, aö árangur náist i þessum viðræðum. Enda þótt viö gerum okkur vart vonir um að viðræðun- um Ijúki með samkomulagi á morgun, vonum við, að svo verði áður en núgildandi samkomulag rennur út I nóvember.” Þetta sagði Westbrook, ritari Roy Hattersleys aðstoðarutan- rikisráðherra Bretlands, i sima- viðtali við Visi i morgun, áður en ráðherrann hélt áleiðis til Reykjavikur. Hattersley er væntanlegur hingað til lands eftir hádegi i dag i fylgd með Edward Bishop, aðstoðarráðherra i brezka landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytinu. Þeir munu eiga hér viðræður við islenzka ráð- herra og embættismenn, sem hefjast munu á morgun. Westbrook sagðist ekkert geta sagt um, hverjar yrðu kröfur Breta i þessum viðræðum, þær yrðu fyrst kynntar islenzku rikis- stjórninni. Hann sagði, að fisk- veiðihagsmunir Islands og Efna- hagsbandalagslandanna færu aö mörgu leyti saman og mikilvægt væri að leysa deilur um þessi mál milli landanna. GHH Skeggjaðir heim eftir 3 mánuði á Grœnlandi — Sjá 3. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.