Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 2
Visir.. Miðvikudagur 10. september 1975.
vhutsm:
Hvernig lízt
þér á „Dag-
blaðið”.
Anna Björk Eövarðsdóttir: —
Vel, það er gott að hafa frjálst og
óháð dagblað I landinu. Annars
hef ég litið hugsað um þetta mál.
Halldór Blöndal,kennari og vara-
þingmaður: — Eins og efni
standa til.
Óskar J.B. Jónsson sendiferðabll-
stjóri:— Ég er ekkert farinn að
lesa blaðið.
Skúli Skúlason framkvæmda-
stjóri: — Mér lizt ljómandi vel á
blaðiö, annars er ekki komin mik-
il reynsla á það ennþá. Mér virð-
ist það fjölþætt. Jónas Kristjáns-
son er áhugaverður persónuleiki,
og hef ég haft gaman af aö lesa
leiöarana hans.
Guðmundur Danlelsson rithöf-
undur: — Ég er ekki búinn að
kynna mér blaðiö rækilega. En ég
hef áhuga á þessu fyrirtæki og
vona, aö þeir leysi vel frá skjóö-
unni án þess að horfa I allar áttir
og hugsa um hvað hæstvirtum
kjósanda finnst. Ég vona að blaö-
ið bregöist ekki þessum vonum
minum.
Hallgrimur Thorsteinsson nem-
andi: — Mér íinnst blaðið ákaf-
lega svipað Visi. Reyndar er það
aðeins stærra. Það er greinilegt
að annað blaðið verður ofan á, en
hvort það verður veit nú enginn,
vandi er um slikt að spá.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Villandi
auglýsing
V.H. skrifar:
„Kvikmyndahúsin eru oft
skömmuð fyrir villandi
auglýsingar um myndir
þær sem sýndar eru, og
ekki að ástæðulausu.
Bíóauglýsing sem ég sá
frá Stjörnubíói tekur þó
út yfir allan þjófabálk
hvað villandi upplýsingar
varðar.
Kvikmyndin „Nikulás og
Alexandra” er auglýst sem
„Óskars-verðlaunamyndin”.
Hvaða Óskarsverðlaun fékk
hún? Jú, samkvæmt islenzka
textanum hlaut hún hvorki
meira né minna en sex Óskars
verðlaun árið 1971, þar á meðal
sem bezta mynd ársins.
Þeir sem sömdu þessa aug-
lýsingu gera sig að algjörum
fiflum, þvi i sömu auglýsingu er
enskur texti, sem afhjúpar
asnaskapinn. Þar stendur nefni-
lega að þessi mynd hafi verið
„nominated for 6 Academy
Awards including BEST
PICTURE”.
Það þýðir að myndin hafi ver-
ið tilnefnd til að koma til greina
að fá Óskarsverðlaun, þar á
meðal sem bezta kvikmyndin.
Þetta þýðir ekki að myndin hafi
fengið verðlaunin. 1 enska text-
anum stendur ennfremur að
myndin HAFI fengið tvenn
Óskarsverðlaun, fyrir það sem
þeir kalla „art direction” og
„costume design”. En þvi fer
Oscars-verölaunakvik-
myndin
Nikulás og Alexandra
ACADEMY
AWARD
WINNER!
Nícholas
Alexandra
6acaoemyawards
Stórbrotin ný amerlsk verö-
launakvikmynd I litum og
Cinema Scope. Mynd þessi
hlaut 6. Oscars-verÖlaun
1971, þar á meöal besta
mynd úrsins.
Leikstjóri: Franklin J.
Schaffncr.
Aöalhlutverk: Michael Jay-
ston, Janet Suzman, Roderic
Nobel, Tom Baker.
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 6 og 9.
Ath. breyttan sýningartima
á þessari kvikmynd.
fjarri að þetta þýði að myndin
hafi fengið sex Óskarsverðlaun.
Hvernig væri nú að vanda sig
svolitið betur við gerð svona
auglýsinga i framtiðinni?”
Hvað er hvalurinn þungur, pabbi?
Fróðleiksfús faðir skrifar:
,,Ég lagði leið mina út á Snæ-
fellsnes um helgina trúandi
góðviðrisspá veðurstofunnar. A
leiðinni stoppaði fjölskyldan við
Hvalstöðina i Hvalfirði og viti
menn við vorum svo heppin að
menn voru á fullu I hvalaðgerð.
Ég leiddi litinn son minn mér
við hlið, sem ber ótakmarkaða
viröingu fyrir vitsmunum min-
um og dómgreind og nú rigndi
yfir mig spurningunum. Hvaða
hvalur er þetta pabbi? Hvað er
hann þungur? Veiða þeir hann
helztu upplýsingum um hvali og
hvalveiði? Það þyrfti lika að
vera á ensku, þvi að þarna
koma margir. útlendingar.
Kannski yrði það til þess að feð-
ur og aðrirgætu haldið virðingu
sinni.”
Fyrirspurn til seljenda og
viðgerðarverkstœða heimilistœkja!
Er þörf á
œgilegum
kostnaði?
Lesandi hringdi:
,,Við,sem þurfum að láta gera
við heimilistæki, rekum okkur
oft á það, að bæði getur verið
erfitt að fá viðgerðamenn og
kostnaðurinn orðið ægilega
mikill. Ég lét um daginn gera
við isskáp hjá mér. Fyrst
hringdi ég i fyrirtækið, sem
hafði umboð fyrir skápinn. Þar
var mér sagt, að maðurinn gæti
komið en ég yrði að vera heima
um miðjan daginn ef ég vildi
ekki greiða yfirvinnu fyrir við-
gerðina. Ég vinn úti og varð
þess vegna að fá fri I vinnunni
og fara heim til að taka á móti
manninum. Hann kom á réttum
tima og byrjaði að skoða skáp-
inn. Hann var nokkra stund að
þessu, en ég sá ekki að hann
gerði neitt annað en að skipta
um kló á rafmagnssnúrunni.
Þetta kostaði mig liðlega 4000
krónur og skápurinn er alveg
eins. Nú verð ég að taka mér
sendiferðabil og flytja skápinn á
viðgerðarverkstæði. Það kostar
áreiðanlega mikla peninga. —
En það er eitt i þessu, sem ég
ekki skil. Samkvæmt hvaða
taxta taka þessir menn laun?
Þeir taka mörg hundruð krónur
fyrir akstur, jafnvel þótt þeir
séu að koma úr næsta húsi. Ég
hef heyrt margar konur tala um
þetta, ekki aðeins um ísskápa
heldur öll heimilistæki. Það
kosti svo mikið að fá gert við
hérna rétt hjá? Hvernig fara
þeir að þvi að sjá hann, þegar
þeir eru að veiða hann? Hvernig
er hann veiddur? Hvað segirðu,
er hvalurinn spendýr? Geta
ungarnir sogið niðri i sjónum
pabbi?
Það getur vel verið að þið hin
hefðuð getað svarað öllum þess-
um spurningum, en svo mikið er
vist að ég fór undan i flæmingi
til að koma ekki upp um fávizku
mina.
Væri ekki ráð að setja upp
skilti við Hvalstöðina með öllum
þetta. Gaman væri nú að fá upp-
lýsingar um það hvað þessir
menn mega taka mikið fyrir
sina vinnu. Hvað fær maðurinn
mikið og hvað fær verkstæðið
mikið, sem hann vinnur fyrir?
Ef þú ekki getur athugað þetta
væri gaman að fá svör frá selj-
endum heimilistækja,”