Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 16
VÍSIR Miðvikudagur 10. september 1975. HLUT- HÁFAR í ÁR- MANNS- FELLI Vegna mikilla umræðna um byggingafyrirtækið Ármannsfell og lóðaúthlutanir til þess, hafði Visir samband við firmaskrá borgarfógeta og fékk nöfn þeirra scm voru hluthafar viö stofnun fyrirtækisins. Þeir reyndust vera Ármann Guðmundsson, sem nú er látinn, Hörður Ólafsson, Ármann örn Armannsson, Guðmundur Ar- mannsson, Sveinn R. Eyjólfsson, Benedikt Jónsson og Halldóra Ár- mannsdóttir. —ÓT 17 ára beið bana Sautján ára piltur beið bana I vinnuslysi i Áburðarverk- smiðju rikisins i Gufunesi I gær. Hann klemmdist I færi- bandi og var látinn áður en tókst að stöðva það. Ekki er unnt að birta nafn hans að sinni. —ÓT 28 „spyrn- arar"teknir Tuttugu og átta ökumenn urðu að taka fótinn af bensingjöfinni og stiga þétt á bremsuna, þegar lög- reglan á Akureyri fór af stað meö radarinn sinn i gær. Allir sem komu inn á hann á 60 kilómetra hraöa eða betur, voru stöðvaðir. Flestir þeirra náðust á Þórunnar- stræti sem er vinsæl „spyrnu- gata”. —ÓT HRINT VEGNA FLÖSKU Þeir urðu eitthvað ósáttir um flöskuna. Sá, sem var með hana, vildi ekki gefa hinum. Vonbrigðin voru svo mikil, að hann rauk á kunningjann og hratt honum harkalega, svo að hann skall með höfuðið I Austurstrætiö. Hann var fluttur á Slysadeild Borgarspitalans en sleppt þaðan fljótlega enda meiðslin ekki alvarleg. Hinn slangraði í burtu, en skylduræknir borgarar eltu hann, handtóku og færðu á lög- reglustöðina. —ÓT. „Áttum von á aðgerð- um, en ekki frá ASÍ" — sagði v-þýzka sendiráðið í morgun //Við áttum von á ein- hverjum aðgerðum af hálfu islendinga en ekki á vegum .alþýðusamtak- ír þegar ófœrir Við verðum vist að sætta okkur við, að það er komið haust og það án þess að það hafi verið sumar, að minnsta kosti hérna i suð- vesturhornínu. Víða á landinu hefur snjóað i fjöll og fyrsti snjórinn er fallinn á Esjuna. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur tjáði okkur i morgun að veðrið héldist svipað áfram. Norðaustanátt er á mest- öllu landinu, sést litt til sólar og strekkingur allt upp i 6-7 vindstig á annesjum fyrir vestan og Norð- vesturlandi. Betra er að taka fram hlýrri fötin. því að hitastig mældist ekki yfir 5 stig kiukkan 6 i morgun sunnanlands, 3-4 stig fyrir norðan og aðeins 2 stig á Galtarvita. úr- koma er mest á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Amkell Einarsson hjá Vega- gerðinni sagði okkur að gránað heföi niður fyrir miðjar hliðar á Isafirði i gærkvöldi. í gærmorgun var oröin snjóvaöall á veginum yfir Breiðadalsheiði og Botndals- heiði. Færö þyngdist þegar leið á daginn og var orðið ófært minni bilum i gærkvöldi. A Rafnseyrar- heiði var komin hálka og Þorska- fjaröarheiði aðeins fær stærri bil- um og jeppum. Ætlunin var að moka Breiðadals og Botnsheiði i dag, en Arnkell vissi ekki i morgun hvort byrjað hefði verið á þvi. Krakkarnir eru byrjaðir i skólanum og komnir i kuldaúlpurnar. EVI anna," sagði herra Fuchs, sendiráðsritari vestur-þýzka sendiráðs- ins, í samtali við Visi í morgun um þá ákvörðun Alþýðusambands is- landsað skora á aðildar- félaga sina að hætta að veita vestur-þýzkum eftirlitsskipum þjón- ustu hér á landi. Talið hefur verið að eftirlits- skipin njósni um ferðir is- lenzku varðskipanna i fisk- veiðilögsögunni. Sendiherra Vestur-Þjóðverja hérlendis er erlendis um þessar mundir en Fuchs er i fyrirsvari fyrir sendiráðið á meðan. „Okkur hefur ekkert borizt formlega um þessa ákvörðun Alþýðusambandsins og ég var fyrst að lesa um hana i dag- blöðunum i morgun,” sagði Fuchs. Hann sagðist, að svo komnu máli, ekki geta sagt mikið um þetta mál, en sagði þó, að sig undraði að verka- lýöshreyfingin hefði ákveðið að hafa þessi afskipti af deilu- máli þjóðanna. Fuchs sagði, að sendiráðinu hefðu ekki enn borizt fyrirmæli um að bera fram „hörðustu- mótmæli” eins og fregnir frá Bonn hermdu i gær, að v-þýzka utanrikisráðuneytið hefði fyrirskipað. Sagði Fuchs, að þegar fyrirmælin bærust, mundi hann ganga á fund Ein- ars Ágústssonar, utanrikis- ráðherra, og bera fram skrif- leg mótmæli. Eins og áður hefur komið fram, mótmælti sendiráðsritarinn klippingun- um um helgina — simleiðis. Visir hefur það eftir áreið- anlegum heimildum, að af- greiðslubann Alþýðusam- bandsins sé bezta ráðið, sem lslendingar geti gripið til i deilunni við V-Þjóðverja, þvi að með þeirri aðgerð gefist Þjóðverjum ekki tylliástæða til að hætta við viðræður á þeirri forsendu, að um form- legt hafnbann islenzkra stjórnvalda væri að ræða. Af- greiðslubann er sagt þjóna sama tilgangi og formlegt hafnbann þótt mikill eðlis- munur sé á þessum aðgerðum •— og ekki er hægt að lita á af- greiðslubann verkalýðssam- takanna sem diplómatiska móðgun. Þess má geta, að löndunarbannið, sem nú er i gildi i V-Þýzkalandi á islenzk skip, er upphaflega til komið vegna aðgerða verkalýðssam- taka þar i landi en er ekki stjórnvaldsaðgerð, þótt bann- ið hafi notið óformlegs stuðn- ings stjómvalda. Heimildir Visis herma þvi, að islenzka rikisst jómin muni siður en svo mótmæla ákvörðun Alþýðu- sambandsins. Bréf til Vísis Vegna útkomu nýs dagblaðs i Reykjavik hefur það komið fyrir, að póstur hefur ckki komist til réttra viötakenda. Bréf, sem Visir hefur átt að fá, hafa farið til Dagblaðsins og öfugt. Það eru vinsamleg til- mæli Visis, að þeir, sem senda blaöinu bréf skrifi aðeins nafn blaðsins utan á þau, Visir, en ekki dagblaöiö Visir. — Þótl Visir og Dagblaðið séu hlið við hlið i Síðumúla hefur dregizt, að Visir fengi brcf, sem farið hafa inn á ritstjórn Dagblaðs- ins. — litaveitan vill 33% Hitaveita Reykjavíkur hefur sótt um að fá að hækka hitaveituðjöld um 33 prósent, þegar í stað. Hún styður beiðni sína með því að f ramkvæmda- og viðhaldskostnaður hafi hækkað mjög mikið síðan í marz sl. Hvert tonn af vatni kostar nú 39,36 krónur en ef hækkunin verður leyf ð, fer það upp í 52.35 krónur. Málið verður tekið f yrir á næsta borgarráðsf undi en fyrir þann f und verður aðöllum líkindum kannað hvaða undirtektir beiðnin fær hjá ríkisstjórninni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.