Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Miðvikudagur 10. september 1975.
3
Með glœsilegt alskegg eftir
3 mánaða flug á Grœnlandi
— Ég var sléttur eins og
barnsbossi þegar ég fór frá ís-
landi, sagöi Þórólfur Magnús-
son, flugstjóri hjá Vængjum, og
strauk sér giottandi um mikiO
og viröulegt alskegg. Þaö er
einhvern veginn tilhlýöilegt aö
menn komi skeggjaðir eftir tæp-
lega þriggja mánaöa dvöl á
Grænlandi.
Þeir voru þar þrlr félagarnir
aö fljúga mælingaflug fyrir
jarðfræðistofnun danska rikis-
ins I annarri Islander vél
Vængja frá Syöri-Straumfirði.
Hinir tveir voru Jón Valdimars-
son, flugstjóri, og Lárus Atla-
son, flugvirki.
— Við bjuggum I eldgömlum,
lélegum bröggum, sem herinn
hafði einhverntlma notað, en
sem betur fór þurftum við ekki
að elda á gólfinu þar heldur
borðuðum á SAS hótelinu.
— Þetta er stór alþjóðavöllur
og þarna er mikil umferð. Hins
vegar er félagslíf ekki sérlega
skemmtilegt. Við fengum að
fara I ókeypis bló sem amerlski
herinn rekur fyrir sina menn og
gátum einnig spilað billiard og
badminton I Iþróttahúsi hans en
það var lítið annað til afþrey-
ingar. Þarna eru að vlsu tvö
diskótek, en þar er lltið annaö
hægt að gera en að drekka
brennivln. Og þar sem við vor-
um alltaf fljúgandi þegar fært
var, þýddi lltið að hugsa um
það.
— Við flugum allt að tólf tlm-
um á dag enda lukum við verk-
inu mun fyrr en áætlaö var.
Þetta gekk allt saman mjög vel.
Veðrið er nokkuð stöðugt þarna
og við lentum aldrei I neinum
erfiðleikum.
— Það er nú samt ekki laust
við, að ég hafi verið orðinn leið-
ur, sagði Þórólfur. Þetta er allt I
lagi fyrsta mánuðinn en svo fer
nýjabrumið af. Og þetta er anzi
langt að vera I burtu frá slnu
fólki. Þaö er allavega gott aö
vera kominn heim.
— ÓT.
Viö komuna til Reykjavikur I gær. Jón Valdimarsson, Þórólfur Magnússon og Lárus J. Atlason. (Mynd
Jim).
Úr Tivólí í
Sundahöfn!
Hafskip hefur eignast nýja
Rangá, og á félagiö nú sex skip.
Gamia Rangá var seld til Dan-
merkur fyrir einu ári, en nýja
skipiö er keypt frá Þýzkalandi.
Þaö er tólf hundruð lestir, eöa 112
þúsund rúm-fet og er útbúiö til aö
flytja gáma.
Hafskip sigla aðall. á áætlunar
leiðum til vestur- og austur-
Evrópu. Félagið á nú þann skipa-
stól, sem áætlað var, að það þyrfti
Til heiðurs hinum
viðskotailla Onedin
Otgerðarmaðurinn Onedin
er horfinn af skjánum um
stundarsakir, við söknuð
margra. Nafnið Onedin er þó
ekki alveg horfið af sjónar-
sviðinu eins og sjá má á
hliðinni á einum bátanna
sem liggja við landfestar úti
á Granda. Trillan sú er
glæsilegaðsjá.skreyttá alla
kanta. Efalaust hefur hún
verið sklrð Onedin til heiðurs
hinum viðskotailla, brezka
nafna slnum. Við höfum hins
vegar ekkert frétt hvernig
lunderni skipstjórans á
þessum islenzka Onedin er
háttað.
— ÓH/Ljósm.: Jim,
að eignast, þegar það var endur-
skipulagt. — Næst á verkefna-
skránni er vörugeymsla við
Sundahöfn, sem væntanlega
verður byrjað á næsta ár. Nú er
félagið með vörugeymslur á
þremur stöðum i borginni, sá
kunnasti er gamla Tivoli. Aðeins
einn þessara staða er við höfn,
sem telst litt viðunandi hjá skipa-
félagi.
—AG
INN DREGUR UR
ATVINNULEYSI
Atvinnuleysi hefur
minnkað á landinu ef born-
ar eru saman heildar tölur
þeirra sem eru á atvinnu-
leysisskrá 31. ágúst og
þeirra sem voru á skrá 31.
júlí.
Heildartalan fyrir landið allt er
sú, að 274 voru á atvinnuleysis-
skrá i ágústmánuði á móti 350 i
júli. Atvinnuleysisdagarnir eru
fyrir ágústmánuð samtals 4841 en
7973 i júlí. Heildartalan skiptist
þannig niður að i kaupstöðum,
sem eru 19 á landinu, voru 237 at-
vinnulausir I ágúst en 305 I júli.
Atvinnuleysisdagar voru samtals
4184 i ágúst, en i júli 6650 samtals.
I kauptúnum með 1000 ibúa og
fleiri voru 25 manns á atvinnu-
leysisskrá i ágúst samanborið við
29manns I júli. Atvinnuleysisdag-
arnir voru 293 i ágúst en 418 i júli.
önnur kauptún sem eru 31 að
tölu og eru með ibúa undir 1000
talsins voru 12 á atvinnuleysis-
skrá en voru 16 i júlimánuði. At-
vinnuleysisdaga:-nir voru 364 i
ágúst en 905 i júli. —HE.
Iscargo fœr
„styrk" frá
— Þaö fé sem Iscargo hf.
fær úr rikissjóöi er ekki á
neinn hátt styrkur til félags-
ins, heidur eru þetta útflutn-
ingsbætur til aö lækka flutn-
ingsgjöld fyrir islenzka út-
flytjendur. Félagiö fær þvi
aöeins fé frá ríkinu aö þaö sé
aö flytja út einhverja is-
lenzka vöru, sagði Árni
Guöjónsson, við VIsi I morg-
un.
— Þessar greiðslur eru í
vegna þess að Iscargo nýtur
ekki sömu hlunninda og
Flugleiðir. Samkvæmt lög-
um er tollur lagður á aðeins
helming flutningskostnaðar
hjá áætlunarflugfélögum en
Iscargo verður hinsvegar að
þola fulla tollálagningu.
Þess má geta að þessi upp-
hæð, kr. 100 þúsund fyrir
hvert flug, hefur verið ó-
breytt frá 1972. Þá kostaði
hver ferð út með Islenzkar
engan
ríkinu
vörur 420 þúsund og þar af
voru 100 þúsund frá rikinu.
Vegna gifurlegra hækkana
til dæmis á eldsneyti er ferð-
in nú um 1600 þúsund og
inni i þvi eru 100 þúsundin
frá rikinu, óbreytt. Iscargo
mun frá upphafi hafa óskað
eftir að fá fremur sömu
tollakjör og hin flugfélögin
en þessa viðbótargreiðslu.
—ÓT
Lýsa furðu á afstöðu
einstakra afturhalds-
sinna og œsingamanna
„Fundurinn lýsir furðu sinni á
afstööu einstakra afturhaldssinna
og æsingamanna i Svinavatns- og
Bólstaöarhiföarhreppi, sem hafa
með furðulegum fundum og
fréttatilkynningum reynt að
varpa sk'ugga á hagkvæmni
Blönduvirkjunar.”
Svo sterklega er tekið til orða I
samþykkt, sem Ungmennafélagið
Húnar hefur sent frá sér. Fundur-
inn hvetur eindregið til áfram-
haldandi rannsókna á virkjun
Blöndu. Allar fyrri rannsóknir
sanni hagkvæmni stórvirkjunar
þar.
Ungmennafélagarnir vilja
hefja öfluga baráttu fyrir virkj-
unum, þar sem mest orka fæst
fyrir minnst fjármagn. „Ekki að
skattgreiðendur á Islandi verði
endalaust látnir henda tugmill-
jónum i einhverja bráðabirgða-
lausn, sem svo kemur að litlum
sem engum notum”, segja þeir
félagar.
—ÁG