Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Miðvikudagur 10. september 1975. 5 UN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND umsjon GP Kapphlaup í Lice fyrir veturinn reynzt taka lengri tima. Með vissu vita menn um 2.200 manns, sem látið hafa lifið i Lice og nærliggjandi þorpum i hamförunum á dögunum. Menn kviða þvi, að dánartalan eigi eftir að hækka upp i 3.000. En ellefu þúsundir hafa misst heimili sin. Hjálp hefur borizt frá löndum um heim allan. V-Þjóðverjar hafa sent 1.300 tjöld, og Iran bæði tjöld, ábreiður og lyf. Ekki er vitað, hversu mikla aðstoð Tyrkir treysta sér til að þiggja. Stjórnin afþakkaði boð Breta og kvaðst bjargast af eigin rammleik. En fréttamenn i Lice sáu, hvar sojabaunasekkjum frá Bandarikjunum var hlaðið á vörubila, sem vorú i flutningum til hins nauðstadda fólks. Vanir endur- reisnarstarfi Byggingaraðilar i Tyrklandi hafa nokkra reynslu af þvi að koma upp á stuttum tima þaki yfir höfuð fólks, sem svipað hefur verið statt fyrir og ibúum Lice. Þeirreistu 10.000hús, áður en vetrarsnjórinn féll 1970 eftir jarðskjálfta i Gediz i vestur- hluta Tyrklands. Það skeði i marzmánuði. — Arið eftir þurfti að reisa i skyndi 5.000 hús i Bingol, sem er rétt norður af Lice. Framundan er nú kapphlaup upp á líf og dauða í bænum Lice, sem lagðist í rúst í miklum jarðskjálfta í Tyrklandi fyrir fjórum dögum. Byggja þarf 3.000 ný hús og endurreisa 2.000 önn- ur, áður en harður vetur- inn gengur i garð. Innan 80 daga er búizt við þvi, að vetrarkuldinn sæki að, og þá má búast við fyrsta snjó vetrar- ins hvað úr hverju. En þarna i austurhluta Tyrklands eru vetr- armánuðirnir ómildir. Nú liður að hausti og er þá mjög rigningarsamt á þessum slóðum. 1 vætutið yrðu rykugar götur Lice ekki lengur að breyt- ast i forarsvað. Hér fyrir ofan og til hliftar birtum vift myndir, sem borizt hafa frá Lice. Hér fyrir ofan sézt, hvernig gagnfræftaskólinn i Lice litur út, eftir aft útveggirnir hrundu, en milliveggur og þak stóðu uppi. En grjót- hrúgan t.h. var einu sinni bæjarráðsskrifstofur Lice. Tíminn naumur til smíðanna Tyrklandsstjórn hefur til- kynnt, að hún muni veita 5,7 milljarða króna til að endur- reisa bæinn fyrir nóvemberlok. Menn hafa sinar efnasemdir um, að það hafistaf á svo naum- um tima. Endurreisnarstarf eftir aðra landskjálfta hefur 2,200 hafa fundizt látnir í rústunum eftir jarðskjálftana. Enn leitað í braki húsanna Rússar njósna um eldflaugar Holdo úti skipi svo mónuðum skiptir við tilraunastöð bandaríska flotans Strandgæzla Bandarikjanna hefur skýrt frá þvi, að sovézkt njósnaskip hafi haldið sig svo mánuðum skiptir undan strönd San Diego. Skipið hefur að visu verið á alþjóðasiglingaleið, en einmitt þar sem bandariski flot- inn hefur unnið að tilraunum með eldflaugar, skotið þeim undir yfirborfti sjávar. Skipið, sem heitir G. Sarychev, hefur haldið sig skammt frá San Clemente-eyju. Eyja þessi er not- uð sem tilraunasvæöi fyrir eld- flaugar i kafbáta. Meðal annars hafa tilraunir með „Skutulinn”, langdrægustu kafbátaeldflaug USA, verið gerðar þar. Njósnaskipið hefur þó ekki farið inn fyrir tólf milna land- helgina. Hafa Bandarikjamenn ekki treyst sér til þess að amast við siglingum þess, en nánar gætur hafa verið hafðar á ferðum þess. Skipið er útbúið með þessum venjulegu áberandi loft- netum, sem einkenna mjög sovézku njósnaskipin. Auk þess hefur það hlustunarbúnað til neðan^j ávar athugana. Samninganefndir israels (hér fyrir ofan) og Egyptalands (hér fyrir neft- an) sjást hér nndirrita sam- komulagið, sem Kissinger fékk kom- ið til leiðar. Nú er setzt að samning- um um framkvæmd smáatrifta. Byrjaðir að semja um smáatríði Egyptar og israelar þykja líklegir til þess að taka fyrir í dag einstök atriði Sínaí-samninga sinna, eftir að þeir hófu viðræður í Genf í gær. Afrakstur viðræðnanna i gær var litill að sögn beggja, enda notuðu aðilarnir fyrsta fundinn til þess að ræða vandamálin vitt og breitt. Ensico Sillasvuo, finnski hers- höfðinginn, sem stýrir þessum viðræðum herforingja Egypta og Israela, varaði samninganefndir beggja við þvi, i gær að fram- undan biðu þeim hin erfiðustu úrlausnarefni. Verkeim þessara funda er að taka til nákvæmlega upp á klukkustund, hvenær herir Isra- els skuli hopa úr Sinaieyðimörk- inni, hvenær egypzkir hermenn taki sér stöðu þar i staðinn, hvernig sett skuli upp viðvör- unarkerfi, sem báðir geti sætt sig við, hvaða svæði gæzlulið Sam- einuðu þjóðanna skuli standa vörð um og hvernig afhending Abu Rudeis-oliusvæðisins viö Súezflóa skuli fara fram. Samkomulagið, sem Kissinger fékk Israela og Egypta til að fall- ast á, tekur ekki gildi, fyrr en þessar viðræður hafa leitt af sér lokaákvarðanir um þessi tækni- legu atriði. vegna skóla- í Boston Öeirðir bílanna Fjölmennar lögreglusveitir hafa verið sendar inn í tvö hverfi I Boston til að hemja óeirðarmenn, sem setja sig upp á móti skólabíla-ráðstöfunum borgaryfirvalda. 1 Suöur-Boston og Charles- town hefur allt logað i ofbeldis- aðgeröum siðan á mánudag, og hefur lögreglan oröiö að taka þar úr umferð um 90 manns, sem ráðizt hafa aö lögregiu- mönnum i starfi, eða öðrum borgurum. Borgaryfirvöld hafa átt i mesta striði við að framkvæma áætlun sina um að láta aka skólabörnum á milli hverfa til þess að koma þeim i skóla fjarri heimahögum sinum. Tilgangur- inn er að jafna til skólunum, þeldökkum nemendum og hvit- um. Var byrjað á þessu i fyrra- vetur og mæltist misjafnlega fyrir þá eins og nú. 1 Charlestown búa irskættaðir Bandarikjamenn og var byrjað á skólabilakerfinu þar i haust. 300 mæður skólabarna efndu til mótmælaaðgerða þar i gær. Þessum mótmælaaðgerðum hafa fylgt grjótkast, rúðubrot, spjöll á skólabilum og likams- árásir, þar sem hvitir hafa misþyrmt svörtum, og öfugt. Einnig hafa verið mikil brögð að fjarvistum skólabarna úr skólum, eins og i gær, þegar 35% af 76.000 nemendum opin- berra skóla Bostonborgar mættu ekki i skólana. Fjörutiu prösent mættu ekki á mánudag- inn. Ungmenni I Charlestown i Boston gengu berserksgang I gær, eins og þessi simamynd, sem okkur barst I morgun, ber meö sér. Skotspónn þessara á myndinni er skólabiilinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.