Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 6
6
Visir. Miðvikudagur 10. september 1975.
VÍSIR
y
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i iausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Skattsvik og misrétti
í hvert sinn er skattskrár koma út vekja
upplýsingar, sem þar er að finna, athygli manna.
Yfirleitt er það svo, að fæstir eru ánægðir með
skattana. Flestum þykir þeir greiða einum of
mikið i opinber gjöld enda hefur nú verið gengið
harla langt i skattheimtu rikis og sveitarfélaga.
Eðlilega hafa menn mestar áhyggjur af sinum
eigin sköttum en þvi er ekki að leyna að oftast
nær beinist athygli manna ekki sizt að gjöldum
náungans. Þegar opinber gjöld einstaklinga eru
borin saman getur fæstum blandast hugur um að
aðstaða manna gagnvart skattalögum er afar
misjöfn. Engum vafa er undirorpið að hér eru
skattsvik stunduð i nokkrum mæli. Og þá mun
hitt ekki siður algengt að menn notfæri sér smug-
ur i skattalöggjöfinni til þess að komast hjá að
greiða þá skatta, sem þeim ella ber.
Nú er að sjálfsögðu mjög erfitt um vik að stað-
reyna hversu mikil brögð eru að skattsvikum eða
löglegum tilfærslum. Stjórnvöld hafa aldrei vilj-
að viðurkenna opinberlega að veruleg skattsvik
ættu sér stað i þjóðfélaginu. Starfsemi skatt-
rannsóknardeildarinnar er þó óbein viðurkenning
á þessari staðreynd.
Undanskot frá skatti er alvarlegt þjóðfélags-
mein. Ugglaust er mjög erfitt að vinna gegn þess-
ari meinsemd af þeirri alvöru sem nauðsyn virð-
ist á. Á hinn bóginn er það fullkomið athugunar
efni hvort ekki sé ástæða til þess að gera verulegt
átak til þess að endurskoða skattalöggjöfina með
það i huga að girða fyrir möguleika á skattsvik-
um i hvaða formi sem er.
Hér er einnig á það að lita að aðstaða manna
gagnvart skattalögunum er afar misjöfn. Þetta
er þjóðfélagslegt misrétti sem ekki er unnt að
horfa framhjá. Ýmsar stéttir i þjóðfélaginu, bæði
i hópi atvinnurekenda og launþega, eiga mun
hægar um vik en aðrar að skjóta tekjum undan
skattálagningu, annað hvort innan endimarka
lagareglna eða utan þeirra.
Þó að þrengt hafi verulega að á efnahagssvið-
inu virðist litið lát vera á kaupgetu manna. Tölur
um kjaraskerðingu geta aldrei sagt allan sann-
leikann þar eð inn i slíka útreikninga er ekki tekið
tillit til skattsvika. Meginmeinsemdin er sú að i
þessum efnum sitja ekki allir við sama borð. Það
er gegn sliku misrétti sem þarf að vinna.
Stjórnmálaflökkarnir hafa eðlilega verið
smeykir við að hreyfa i alvöru við þessum málum
af ótta við hagsmunaöflin. Allir stjórnmálaflokk-
ar eru hér undir sömu sök seldir enda eiga i hlut
bæði atvinnurekendur og launþegar. Það er helzt
að stjórnarandstöðuflokkar beri fram gagnrýni
og átelji rikjandi ástand. En þeir snarþagna þá
um leið og þeir komast i rikisstjórn.
Full ástæða er til þess að leggja rika áherzlu á
að við endurskipulagningu skattkerfisins verði
skipulega unnið að einföldun þess með það fyrir
augum að hindra skattsvik. Hert skattaeftirlit er
góðra gjalda vert. En i þessu efni munar mest
um almenningsálitið. Skattsvik þeirra, sem hafa
aðstöðu til þess, er misrétti, sem verður að upp-
ræta. Almenningur á ekki að láta stjórnmála-
flokkana komast upp með að skjóta sér undan þvi
að ræða þessi mál af fullkominni hreinskilni.
Umsjón: GP
$5S"5"S552SS2S5SS5!5i5SS!i3i
Hinn geipistóri þrí-
hyrningur Sinaískagans,
sem herir israelsmanna
yfirgefa senn, hefur
lengst af mannkynssög-
unnar veriö einskonar
höggvari milii Evrópu og
Asíu.
Hann hefur skilið að striðandi
heri, en einnig verið orustuvöll-
ur þeirra. Um hann liggja ein-
hverjar elztu leiðir kaupmanna
og pilagrima, sem rekja má allt
aftur til frásagnartima bibli-
unnar.
Það var þar, sem Móses sá
runnann loga, og upp á Sinai-
fjall sótti hann töflurnar með
boðorðunum tiu. Um þessa eyði-
mörk ráfuðu börn ísraels I
fjörutiu ár, áður en þau komu til
landsins helga. Yfir þær sömu
sandöldur og klettahæðir flúðu
þau Jósef og Maria til Egypta-
lands með jesúbarnið.
Sinaiskaginn er ekki óáþekk-
ur jafnarma þrihyrning, um-
kringdur vatni. Norðurhlið hans
liggur að Miðjarðarhafi, en
suðuroddinn skagar út i Rauða-
haf.
Nyrzt á honum risa sand-
öldurnar upp i átján og tuttugu
og sjö metra hæð. Herflokkar á
ferð á þessum slóðum fylgja
lægðunum, sem liggja flestar i
austur og vestur. Þegar sunnar
dregur ris upp háslétta, mest-
megnis úr kalksteini, en hún er i
jöðrunum, skorin af dölum og
giljum og drangarnir gnæfa
sumir 100 m yfir gilbotnunum.
Þar einmitt eru þessi marg-
nefndu skörð, Giddi og Mitla,
sem hafa svo mikilvæga hern-
aðarlega þýðingu, að þau hafa
verið aðalverzlunarvarningur
tsraela i samningaumleitunum
við Egypta.
Fjörutiu og átta km löng eru
Giddi og Mitla frá náttúrunnar
hendi auðveld varnar, en austan
þeirra breiðist flatneskjan út,
eins og sérstaklega gerður vett-
■Æ MPffl
Kortið sýnir I grófum dráttum út á hvað samningar Kissingers við ■
Egypta og israela gengu.
Verða gyðingar
önnur 40 ór ó
leið úr Sinaí?
vangur fyrir skriðdreka til at-
hafna.
1 fjalllendinu syðst á skagan-
um geta menn lítið athafnað sig
utan þröngra veganna, sem
liggja þar með ströndum. Þar
gnæfa upp tindar Jebel
Karerina,(2,633 metrar), Jebel
Mussa (2,280), sem menn segja,
að sé hið fræga bibliufjall Sinai,
og svo Jebel Serbal,(2,063 metr-
ar).
Yfir hásumarið eru þessir
tindar glóandi heitir af brenn-
andi sólinni en á veturna eru
þeir þaktir snjó. Þar er þó að
finna tvo fjallvegi pilagrima.
Miðgatan, sem oft hefur verið
notuð af herflokkum, liggur frá
Ismaliu hálfa leiðina meðfram
Súezskurði, gegnum Giddiskarð
til Bir Gafgafa og áfram i áttina
til Beersheba og til Dauða hafs-
ins. Hún var beinasta brautin
milli hinna fornu menningar-
miðstöðva Nilar og Eufrates-
dala og gekk undir nafninu
„Striðsvegur”.
Syðri leiðin, „Darb El-Haj”
(Pilagrimabraut), liggur frá
Súez I gegnum Mitlaskarð til
Eilat og Akaba við Akabaflóa og
þaðan áfram til Mekka.
A Sinaiskaga hafa fundizt um-
Imerki manna frá þvi snemma á
steinöld fyrir um það bil 50.000
árum. Er þaðhaldmanna, að þá
hafi engin eyðimörk veriö
þarna.
Uppruni orðsins Sinai hefur
veriö sérfræðingum gott þrætu-
fóður. Sumir telja, aö það eigi
stofn sinn að rekja til tunglguðs
Samverja, sem hét Sin. Aðrir
segja, að það sé dregið af he-
breska orðinu „sneh”, sem þýð-
' ir brennandi runnur. Svo eru
enn aðrir, sem telja sig geta
rakið það til landamæraþorps
Pelusiu, Sin.
Fáir eru eins þrasgjarnir og
gyðingar, nema ef væru þá is-
lenzkir málfræðingar, þegar
upptök orða bera á góma. Sagt
er, að sjái maður þrjá gyðinga
saman þá hafi maður fyrir
augunum þrjá menn i orðastæl-
um.
örnefnaskýringar og staðar-
ákvarðanir sögustaðabibliunnar
eru eitt uppáhalds umræðuefni
þessarar söguþjóðar, sem á það
að minnsta kosti eitt sameigin-
legt með ibúum sögueyjunnar
hér á norðurhjara veraldar.
Eitt af þvi sem þessir bibliu-
fróðu menn hafa ekki getað
komið sér saman um er ná-
kvæm staðsetning Sinaifjalls. 1
bibliunni sjálfri er það nefnt
ýmsum nöfnum. Stundum
„Fjallið Sinai”, stundum „Fjall
Guðs” og stundum einfaldlega
bara „Fjallið”.
Allt frá byrjun miðalda og
fram til daga ömmu okkar og
afa var Sinai nánast týnt land.
Hinir harðgerðu pilagrimar og
bedúinarnir voru þeir einu, sem
stöku sinnum lögðu leið sina þar
um. Bygging Súezskuröarins
vakti athygli aftur á þessum
landshluta og þá einkum pila-
grima og fræðimanna.
Frá stofnun Israelsrikis, árið
1948, hafa hermenn Israels þri-
vegis lagt þetta land undir sig.
Fyrst i sjálfstæðisstriðinu 1948,
svo i Sináistriðinu 1956 og loks i
sex daga-striðinu 1967. Tvivegis
hafa þeir orðið að láta það af
höndum aftur, 1949 og 1956.
tsraelsmenn hefðu belzt vilj-
að, að þetta land yrði friðað fyr-
ir öllum hernaðaraðgerðum. 1
fjörutiu ár flakkaði gyðinga-
þjóðin um Sináieyðimörkina,
áður en Guð leiddi hana til
landsins helga.
Ef Anwar Sadat Egyptalands-
forseta er alvara, þegar hann
segir, að friðar sé ekki að vænta
fyrr en næsta kynslóð er vaxin
úr grasi og ef Israelsmenn sitja
fastir við sinn keip (eins og
gyðinga er vani) um að láta ekki
undan fyrr en fullur friður er
fenginn þá er hætt við að her-
menn ísraels verði önnur fjöru-
tiu ár á göngu sinni heim úr
Sinai.