Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 10.09.1975, Blaðsíða 7
Visir. Miðvikudagur 10. september 1975. 7 Að herða sultarólina um tíma getur þýtt eignaaukningu um 1,5 milljón á óri — spjallað við Ragnar Tömasson lögfrœðing og fasteignasala Markaðsverð á fast- eignum í dag einkennist mjög af því efnahags- ástandi, sem nú er ríkjandi, en þó með öðrum hæfti en gerist og gengur með aðra vöru og þjónustu. Allt verðlag hefur hækkað geysilega mikið á síðustu misser- um. En fasteignaverð hefur nú sem fyrr verið viðkvæmara f yrir kaupgetu almennings, þ.e. þegar kaupgeta minnkar helzt fasteigna- verðið óbreytt, þrátt f yrir hækkanir á byggingarkostnaði. En aftur getur fasteignaverð átt það til að hækka mikið, þótt ekki séu neinar umtalsverðar hækkanir að ræða í byggingarkostnaði, vegna mikillar eftir- spurnar. Ekki er ótitt að fasteignasöl- y um sé kennt um hátt fasteigna- ; verð, en ennþá biðum við eftir ; hrósi fyrir hið hóflega verð, sem íj er á fasteignum i dag. ■ ; Hvenær hækkar fast- eignaverð aftur? Hvenær fasteignaverð mun hækka aftur verulega er ekki l gott að segja um, en hitt er ljóst, | að það er aðeins timaspursmál. Það er ekki óskhyggja fast- 8 eignasala að verð hækki, en ekki er hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að frá þvi 1. marz 1974 hefur byggingarvisi- j talan hækkað um 88.5% meðan ibúðaverð hefur varla hækkað nema um 40-50%, sem útaf fyrir | sig er nokkuð hressileg hækkun. Verðbólgan er ein höfuð j uppspretta efnahags- l legra verðmæta 1 á islandi Fyrir okkur sem fylgjumst | með fasteignamarkaðnum, get- I ur það verið grátbroslegt að sjá | allt atvinnulifið riða til falls i hatrömmum verkföllum, þar sem barist er um nokkur þúsund krónur hækkun á mánaðarlaun- um, sem engu virðast breyta um það, hvernig mönnum geng- ur að koma undir sig fótunum fjárhagslega. Staðreyndin er sú, að verðbólgan er ein höfuð j| uppspretta e.fnahagslegra verðmæta á Islandi og gildir það jafnt um einstaklinginn, bóndann, útgerðarmanninn og atvinnurekendur yfirleitt. Það er t.d. ekki óhugsandi að fyrirtæki sem rekið hefur verið með tapi alla tið nái að mynda verulegar eignir, hafi það fengið lán til að fjárfesta i fasteign. j Þetta stangast auðvitað á við I alla ,,hagfræðilega skynsemi” verði að aurum — og svo timum við ekki að byggja yfir gamla fólkið. Lán til íbúðakaupa meginforsenda efna- hagslegs sjálfstæðis einstaklingsins Á sama tima og baldnar eru tilfinningarikar ræður um \ launajafnrétti og kjarabætur ; gleymist algerlega að lán til ibúðakaupa eru, eins og nú | háttar, megin forsenda efna- | hagslegs sjálfstæþis I einstaklinganna. Þó hart sé að '* segja frá þvi, þá hefur það verið j svo um langt árabil að sá sem til . dæmis ætlar að safna af miklum krafti fyrir útborgun i ibúð hef- | ur i lok hvers árs orðið að j horfast i augu við þá staðreynd, I að útborgun i meðalibúð hefur : oftast hækkað meira en honum hefur tekist að spara á árinu. j Ráðlegg ungu fólki að safna fé í banka Ungu fólki vildi ég benda á að ; sparimerkin reynast mörgum mikilvæg eign, þegar til ibúða- kaupa kemur. Sjálfsagt er einnig að ganga i lifeyrissjóð, þvi þeir eru i rauninni gildásti lánveitandinn á ibúða- ! markaðinum. Þá tel ég það ráð að leggja reglulega fyrir af laununum i sparisjóðsbók hjá banka við- komandi, þrátt fyrir það sem áður segir um áhrif verðbólgunnar á sparifé . Þannig getur þetta unga fólk vænzt lánafyrirgreiðslu hjá bankanum, þegar til kastanna kemur. Hafi fólk verið búið að eignast bil, þá hefur sala hans oft verið ómetanlegur liður i þeirri erfiðu þraut, sem kaup á fyrstu ibúðinni óhjákvæmilega er. Fáránlegt fyrirkomulag i á úthlutun lána til kaupa á eldra húsnæði Tilfellið er, að eftir að fólk er búið að eignast sina fyrstu ibúð, þá verður áframhaldið léttara. Ég myndi þess vegna ekki telja g það neina goðgá að G-lán hús- | næðismálastjornarinnar, sem | er til kaupa á eldri húsnæði yrði hækkað um helming. 1 dag nem- ur það að meðaltali 300.000. Yrði það aðeins lánað þeim, sem eru að kaupa i fyrsta sinn. Þá myndi virkilega muna um þessi lán. Nú er alveg fáránlegt fyrir- komulag á úthlutun þessara lána. Enginn leið er að fá að vita fyrirfram, hvort menn fá lánin, þannig að reyndin er sú, að þau eru öll veitt fólki, sem hefur keypt sér ibúð án tillits til þess, hvort það fengi lánið eða ekki. Mér finnst þessi G-lán vera tilvalið tækifæri fyrir þjóð- félagið, til þess að hjálpa þeim af stað, sem ekkert þak eiga yfir höfuðið. Þar er þörfin brýnust fyrir lánin. I stað þess að mjaka fólki, er á i erfiðleikum, inn i framkvæmdarnefndar- eða borgaribúðir, sem gera það að verkum, að það kemst aldrei yfir eigin ibúð á hinum frjálsa markaði. -HE. Tökum sem dæmi að tvær fjölskyldur hefðu árið 1970 þurft að taka afstöðu til þess hvort þær ættu að festa kaup á ibúð fyrir 1.500.000:-, mestan part fyrir lifeyrissjóðslán og önnur hliöstæð langtimalán. Þeirri varkárari hefði boðið hugur við háum afborgunum og vöxtum en hin hefði afráðið kaupin. Eginaaukning þeirrar siðar- nefndu væri kr. 6.000.000:-, þ.e. ibúðin seldist i dag fyrir kr. 7.500.000:- Ef að likum lætur hefur fyrrnefndu fjölskyldunni þó ekki auðnast að leggja mikið til hliðar, a.m.k. sýnist manni að sú sé reynslan. Það sem hún kann að hafa geta sparað er þá að mestu horfið i verðbólguhitina. Tíma ekki að byggja yfir gamla fólkið Þeir, sem spara,eru i raun að gefa hinum, sem fá lánað. Gamla fólkið sem hefur sparað saman til elliáranna, verður að horfa upp á það að krónur þess og ekki nema von að hag- fræðingar fái gæsahúð af að stúdera islenzkt efnahagslif. Einstaklingur, sem fær lán til fasteignakaupa þarf yfirleitt ekki að kviða framtiðinni fjár- hagslega, þó hann verði fyrst um sinn að herða sultarólina, meðan verið er að komast yfir erfiðasta hjallann vegna kaupanna, svo framalega sem lif hans og heilsa er i góðu lagi. Þetta er staðreynd, allir sjá, sem hana vilja sjá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.