Vísir - 11.09.1975, Page 7

Vísir - 11.09.1975, Page 7
Visir. Fimmtudagur IX. september 1975. 7 ÞESSI ÁRIN gera Austurlandabúar upp við sig hvers konar stjórnarfar þeir skuli aðhyllast og koma á, að likindum til nokkurrar frambúðar. Og um það hefur orðið töluvert spjall i blöðum eystra, og menn furðu almennt sammála. að naumast sé enn fundið það stjórnarform sem þar eigi best við af öllu. A annað virðast allir sættast: það stjtírnarform verður ekki vestrænt lýðræði. Þegar rætt er um Austurlönd, eins og að likindum öll lönd utan hins vestræna menningarsvæðis, þá er að jafnaði aðeins visað til Íitils minnihluta menntaðra manna sem löngum þágu mest af hugsun sinni frá Vesturlöndum. Völdin féllu af sjálfu sér i hend- ur þessum mönnum þegar gömlu nýlenduveldin drógu sig i' hlé eftir heimsstyrjöldina siðari, og sjálf- sagt þótti að koma á vestrænu lýðræði. Menn voru bjartsýnir á að unnt reyndist að kenna tílæsum almúganum að hugsa á lýðræðis vfsu, en sást yfir hve menningar- legum erfðum bregður mjög frá þvi sem gerist á Vesturlöndum. NU virðist fyrst vera að daga upp fyrir þessum menntaða minnihluta að nauðsyn ber til að taka almýgann eins og hann er og reikna ekki alltaf með honum eins og menn vildu helst hannværi. Lýðræði er stjórnarform sem meðal annars rækir mannrétt- indi: skoðanafrelsi, tjáningar- frelsi og þar fram eftir götum. Sjálfsákvörðunarréttur almenn- ings og mannréttindi eru sannast sagna aðal lýðræðisskipulagsins. En réttum og sléttum almUga- manni i Austurlöndum er rikara i huga hvað hann eigi að borða, en hvað hann eigi að segja, og þegar brýnustu lifsnauðsynjar eru oft- ast-nær af skornum skammti og hann sveltur stundum heilu hungri hugsar hann naumast um annað en þær. Nýlenduveldin sviptu fólk ekki einasta frelsinu, þau tóku viðast brauðið frá munni þess. Þar að auki komst almUginn i þessum löndum aldrei svo langt M) MM að gera sér ljósa grein fyrir mannréttindum. Þau eru fram- andi hugtök. Það er kommUnismi raunar lika, enda skilur hann það orð allt öðruvisi en við. En þar er þó I huga hans á ferðinni nýtt samfélag sem leyfir mönnum að minnsta kosti að hafa nóg að bita og brenna. 1 þessu sambandi eru Indverjar I nokkurri sérstöðu. Að vi'su hafa þeir aldrei kynnst neins konar sjálfsákvörðunarrétti um stjórn lands og lýðs, umfram almennar sveitarstjórnir eða hreppsnefndir (panchat), en þar i landi var skoðana- og tjáningarfrelsi löng- um tryggt af trúarbrögðunum. Og af þvi kann að stafa hve byltingaröflum reynist þungur róðurinn á Indlandi. Um siðustu áramót var um það rætt i Far Eastern Review (Honkong) að lýðræðisform ásamt mannréttindum eins og við skiljum það orð á Vesturlöndum, mundi lUta i lægra haldi alstað- ar þar um slóðir og þvi spáð að nokkurs konar einsflokkskerfi yrði tekið upp i' staðinn. Blaðið taldi að hinn menntaði minnihluti i flestum þessara landa kysi helst að halla sér að eins konar mildri einræðisstjórn af þvi hUn væri i mestu samræmi við hinar austrænu hefðir um stjórnsýslu. Slíkt stjórnarform yrði þó tæp- lega óblandin sæla. Varla fer það framhjá neinum menntuðum manni að einsflokks- kerfið hefur marga viösjárverða galla. Þvi fylgir undantekningar- laust að upp vex ný sérréttinda- stétt, stétt þeirra manna sempnnast stjórnsýslu og ráða yfir her og lögreglu. Það er aust- ræn kenning að vald spilli manninum alltaf, og einu gildir hvernig vald er til komið: þvi er ekki vel beitt nema af góöum manni. 1 annan stað veit enginn hversu velja skuli eftirmanninn. Innst I kongulóarvefi yfirráðanna býr sá sem i alla spotta togar, sbr. Mao formann, Brésnev og þá herra alla með tölu, og hvernig á að velja heppilegan eftirmann þegar hann fellur frá? Um það er engin formUla finnanleg önnur en valdið., oftast ráðin yfir her og lög- reglu.' Hið nýja einsflokkskerfi veröur varla gagnólikt hinni fornu höfðingjastjórn nema að þvi leyti sem 20. öldin er frábrugðin liön- um tlmum. Auðvitað hefur lýðræðisskipu- lagið sina galla eins og allt sem mannlegt er > og stjórnmála- • fræðingar Austurlanda gera sér þá ljósa. Lýðskrumið verður æ fyrir- ferðarmeira I lýðræðisrikjum, og það verur æ meira áberandi að sá - > sem er liklegur til að verða hæstur I lýðræðislegri kosningu er alls ekki alltaf, kannski sjaldnast, sá sem er liklegastur til að stjórna best og fara af mestri gát með tækifæri valdanna. Þannig er hætta á að lýðræðislega kosið þjóðþing troðfyllist smátt og smátt af snoppufriðum og tungu- liprum meðalmennum. Þá er það aigeng skoöun á Austurlöndum að lýðræðisrikjum sé hættara en öðrum við að spilling grafi um sig, hrossakaup um völd og aöstöðu séu meiri, en agi viö vinnu og framkvæmdir minni. í min eyru hefur merkur indverskur stjórnmálamáður, róttækur mjög og hlynntur RUss- um, látið uppskátt það álit að verkafólk ætti ekki að njóta verk- fallsréttar, a.m.k. ekki svo viðtæks sem gerist I lýðræðisrikj- um. Riki undir einsflokkstjórn eru raunar heldur ekki ónæm fyrir þessum göllum. Þeir eru bara nefndir öðrum nöfnum og færra er um þá sagt afþvi hið frjálsa orð skortir og fjölmiölarnir stunda fremur pólitiskt trUboð en sann- ferðuga upplýsingu um það sem er að gerast. Ekki er þó fyrir það að synja að Austurlönd þróist til lýðræðis og mannréttinda, en þau verða að finna sitt eigið formog almUginn að þroskast upp til ábyrgrar þátt- töku I stjórnmálum, og þaö byrjar ekki fyrren hann er hættur að hafa áhyggjur af næsta máls- verði. S.H. Ólafur Jónsson skrifar Leikhús Er voða gaman hlœja? að Randver Þorláksson I hlutverki slnu I „Ringulreið”. Atriöi úr „Ringulreið”. Ingunn Jensdóttir, Arni Tryggvason og Sigriður Þorvaldsdóttir I hlutverkum slnum. — Ljósm: Bragi. sem þeir Flosi og MagnUs Ingi- marsson vilja iöka? Þaö vona ég aö ekki sé. Það er lika voöa gaman að hlæja ef eitthvað veröur til að erta I manni hlát- urtaugarnar. En þaö er ekki nóg að segja bara skripó, skripó til að allir fari þegar I staö að velt- ast um af hlátri. Það er heldur íábreytt: kcir.mtun að leika sér til lengdar að merkingar-af- brigðum sagriarinnar ,,að riöa”. Það er allt 1 lagi aö vera klúr. En það er ekki þar meö sagt að það sem klúrt er verði um leiö fyndið af sjálfu sér. Þetta er nU ekki svo að skilja, sem betur fer, að Ringulreiö þeirra félaga Flosa og MagnUs- ar sé eintóm klámfengin aula fyndni þótt margt af þvi sem mestan fögnuð vakti á frumsýn- ingu væri einmitt af þvi taginu. En I stystu máli sagt fannst mér sýningin steyta á sama skeri sem svo algengt er I Islenskum gamanmálum á sviði og annars staöar: á þvi að ætla sér af, setja markiö sifellt of lágt. Flosi Ólafsson er mikill rugludallur I gamanþáttum slnum. Þaö sem þar tekst best sýnist oft eintóm- ur græskulaus ruglugangur meö málið, algengt orðafar Ur dag- legu lifi, skrafi og skeggræðum Þá er jafnan skammt I UtUr- snUning og eftirhermu, dáragys um allskonar dagfarslega ósiði og hugsunar-óvenjur. En þvi miður er eins og sU paródia, eftirherma óperu sem liggur til grundvallar Ringulreið dragi ósköp skammt til markverðrar fyndni, skopið ber I þetta sinn fjarska litla merkingu, og þá er nærtækt að fylla form farsans marklausum skripalátum og ærustu. Það breytir ekki þvi að viða nýtur sin vel I sýningunni hagmælska Flosa Ólafssonar i lausu máli og bundnu og maka- laus hermigáfa hans i einstök- um atvikum leiks, orðaskiptum og.jafnvel heilum samræðum, og þar koma fyrir fjarska margar smellnar hugmyndir. En það er eins og Uthaldið bresti, hugvit til aö semja margar sundurleitar hugmynd- ir sýningarinnar I eina mark- visa, markverða heild. NU er auðvitað spursmál hvaða kröfur beri að gera til skemmtunar af þessu tagi. En hljóta menn ekki að eiga þess von að einnig skripóganginum séu sett listræn markmið I kjall- ara ÞjóðleikhUssins og hafi meiri metnað til að bera en koma gestum með fruntabrögð- um til þess aö flissa bara að ein- hverju? Sliku verkefni hygg ég að leikendur mundu prýöisvel valda, er fóru af kátinu og hag- leik með sin blendnu gamanmál I Ringulreið. Það var vitað fyrir að Sigriður Þorvaldsdóttir er yfirburöa gamanleikkona en Randver Þorláksson og Ingunn Jensdóttir komu einnig mjög gleðilega fyrir I sýningunni að ólöstuðum þeim sem þá eru ónefndir. sjálfsagt sjónvarpinu lika, oftast nær i upp- skrúfuðum eftirhermu- tón eftir stilsmáta Flosa sjálfs. Var þá ekki von að menn væru orðnir spenntir á þriðjudaginn? Það hafa nú visast einhverjir verið orðnir. Og þvi er auðvitað ekki að neita að þeir sem fylgst hafa t.a.m. með gamanþáttum Flosa Ólafssonar I blöðum og bókum að undanförnu gátu með sanngirni gert sér vonir um a.m.k. nýstárlega skemmtun i leikhúsinu. Brást sú von? Ekki var svo að sjá á þriðjudags- kvöld: hin þröngu salarkynni þéttsetin, húsfyllir og vel það I Leikhúskjallaranum og ekki heyrði ég betur en ýmsir leik- húsgestir beinllnis veinuðu af hlátri undir Ringulreiðinni. En þvi miöur: ekki veinaði ég. Af hverju skyldi þaö nú stafa? Eintómri fordild, ósmekk og fordómum fyrirfram á þann glaða og græskulausa skrlpaleik Leikhúskjallarinn: RINGULREIÐ Ópera I 3 þáttum og 21 atriöi meö prólóg og epilóg Höfundar: Flosi Ólafsson og Magnús Ingimarsson. Leikmynd: Björn Björnsson. Dans: Elln Edda Arnadóttir. Fyrir iifandi löngu, einhverntíma í vor, var byrjað að skrifa i blöð- in um fyrirhugað snilldarverk þeirra Flosa Ólafssonar og Magnúsar Ingimars- sonar, „óperuna” Ringulreið, sem frum- sýnd var i Leikhús- kjallaranum á þriðju- dagskvöld. Siðan hefur ekki linnt skrafi og skeggræðum um þetta tilkomandi gaman i blöðum, útvarpi og

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.