Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 2
2 Tismsm- Kviðir þú vetrinum? ✓ Guörún Matthlasdóttir, nemi: Nei, mér finnst tilbreyting að fá snjó og svo finnst mér mjög gaman I skólanum. Ólafur Björgvinsson: Nei, alls ekki, þá getur maður stundað vetrariþróttir eins og skiða- mennskuna. Hilmar Björgvinsson, verzlunar- maður: Nei, það leggst i mig að þessi vetur verði mjög góður. Hver árstið hefur sinn „sjarma” að minu áliti. Sólrún Jónsdóttir, nemandi:Nei, alls ekki. Ég horfi björtum aug- um fram á við. Alfheiður Gunnarsdóttir: Mér finnst alltaf ágætt á veturna. Maður verður bara að klæða sig vel. John ' Gústafsson, Ijósmyndari: Nei, maður er farinn að venjast kuldanum hérna. Ég vinn þannig vinnu, að ég þarf aldrei að vera úti. Sendistöðvar trufla móttöku- skilyrði ótvarps og sjónvarps — 5 þúsund talstöðvar eru í landinu Nokkuð hefur borið á þvi undanfarið að móttaka útvarps- og sjónvarpssendinga i heima- húsum hefur truflazt vegna áhrifa frá einkasenditækjum sem i gangi eru i nágrenninu. Gústav Arnar, deildarverkfræð- ingur hjá Pósti og sima, tjáði Visi i gær, að alltaf væru nokkur brögð að þvi að kvartað væri undan þessu og reyndi radió- eftirlitið að stemma stigu við þessum truflunum eins og hægt væri. Truflanirnar stafa frá sendi- stöðvum sem eru sterkari en heimilt er, eða stöðum sem hafa bilað og senda út með meiri kraftien eðlilegt er. Erfitt getur verið að grafast fyrir um orsök truflananna og hafa upp á þvi tæki sem þeim veldur, þvi tæki þessi eru ekki reglulega i gangi og ekki alltaf á sama stað. Venjulegur styrkleiki á svoköll- uðum almenningsrásum, sem hver og einn sem á senditæki getur notað, er 27 megarið. Alls eru i gangi 10 aimenningsrásir en aðrar 10 eru notaðar fyrir Slysavarnafélagið og ýmsa aðra aðila sem þurfa mikið að nota talstöðvar. Fyrirtæki sem nota talstöðvar eins og t.d. leigubila- stöðvar, nota metrabyljur, sem hafa hærri tiðni, og sama er að segja um lögregluna. í landinu eru skv. upplýsing- um Gústavs Arnar á 5. þúsund talstöðvatæki. Gera má ráð fyrir þvi að 2-3 þúsund séu i gangi að einhverju ráði. Margir leika sér með þessar sendi- stöðvar i fristundum og starf- andi er Félag farstöðvaeigenda, sem eru samtök áhugamanna um þessi mál. Gústav Arnar sagði að þegar truflanir verða væri oft um að kenna kunnáttu- leysi þeirra, sem við tækin fást og ylli það þvi að tækin sendu með meiri styrk en heimilt er. Þó væri nokkuð um, að sterkari tækjum væri smyglað inn i land- ið og væru þau gerð upptæk ef til þeirra næðist og eigandinn sviptur starfræksluleyfi fyrir talstöðvar um hrið. Hjá radióeftirlitinu vinna þrir menn við mælingar og skoðun tækja og reyna þeir eftir mætti að greiða fyrir þeim sem kvarta undan lélegum útvarps- og sjón- varpssendingum af völdum truflana frá sendistöðvum. Allir í sveit nœsta sumar Margur borgarbúinn hefur ekki kynnzt ,,alvöru”-sveitalífi. Bændasamtökin ætluðu i sumar að útvega borgarbúum dvöl á sveitabæjum gegn hóflegu gistingargjaldi. „Okkur fannst of lítið úrval af bæjum boðið fram til að við sæj- um ástæðu til að auglýsa þessa starfsemi upp í sumar. En þetta mun fara af stað á fullu næsta sumar”, sagði Agnar Guðnason, blaðafulltrúi Stéttarsambands bænda i viðtali við Vi'si. „Eitthvað á milli 12 og 14 bæir buðu fram húsnæði. Oftast var um að ræða ibúðarhús sem hætt var að nota, en samt í ibúðarhæfu ástandi. Milli 20-30 aðilar spurð- ust fyrir um þetta hjá okkur i sumar. Við sendum þeim lista yfir bæina, og visuðum beint á þá. Ég veit ekki hvort eitthvað varð af þessu,” sagði Agnar ennfrem- ur. A sameiginlegum fundi bænda- samtaka á Norðurlöndum i sum- ar var ákveðið að gera „sveita- bæjarheimsóknir” mögulegar milli landanna. Næsta sumar má þvi eiga von á gistingum fólks frá hinum Norðurlöndunum á is- lenzkum sveitabæjum. „1 vetur verða héraðsráðunaut- amir virkjaðir í að undirbúa þetta. Þeir þekkja vel til hvar um laust húsnæði er að ræða. Einnig verðum við að finna eitthvert jafnaðarverð fyrir gistinguna. Liklega höfum við til samanburð- ar verðið á hinum Norðurlöndun- um, sem er kringum 600 krónur fyrir tveggja manna herbergi eina nótt,” sagði Agnar að lokum. — ÓH. Emil Hjartarson hefur opnað húsgagnaverzlun I Siðumúla 30 og nefnist hún TM-húsgögn. Emil rekur jafnframi Trésmiöjuna Meiö, og framleiöir hún flest þau húsgögn, sem seld veröa I verzluninni. Þarna veröa seldar flestar tegundir húsgagna, stólar, sófasett og hjónarúm. — Húsnæði verzlunarinnar er rúmgott og geta viöskipta- vinir gengið þar um I góöu tómi og skoöað varninginn. A myndinni er Emil Hjartarson og Erna Arnadóttir, verzlunarstjóri. Dómsvaldið svifaseint Tveggja ára bið í von og óvon óréttlætisdómsþoli skrifar: „Þannig er mál með vexti að um verzlunarmannahelgina 1973 er ég tekinn ölvaður og réttindalaus á bil fyrir norðan. Taldi ég mig þar með hafa misst rétt til að taka bilpróf, sem og reyndist rétt vera. 1 september 1973 varð ég 17 ára, þá var ekki búið að taka málið fyrir. 1 októ- ber fór ég að læra á bil og fékk prófið svo að ég hélt að skýrslurnar hefðu týnzt. En, nei. 1 byrjun ársins 1974 var ég beðinn að mæta og mér sagt að ég myndi ekki öðlast rétt til bil- prófs fyrr en að ári liðnu frá af- mæli minu i september 73. Ég segi þá frá þvi að ég sé bú- inn að fá ökuréttindi. Verður hann eitthvað óhress yfir þvi og segist þá taka þau af mér i eitt ár. Það álit ég að hann geti ekki þvi ég hafði ekkert brotið af mér siðan ég fékk ökuréttindin. Ég áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Loksins, 10. júni 1975, kom dómurinn og ég var dæmdur i 10 daga varðhald, sem var breytt i tveggja ára skilorðsbundinn dóm og ökuskirteinið tekið af mér i 1 ár. Nú starfaði ég sem bilstjóri og var þvi sviptur atvinnunni. Mér finnst þvi helviti hart að þessir karlar geti haldið þessu máli hjá sér i 2 ár og látið mann lifa i von og óvon. Hefðu þeir aldrei látið mig fá réttindin (en það sögðu þeir að ég myndi ekki fá i fyrsta skipti semégkom að tala viðþá), hefði þetta verið i lagi. En að draga þetta i 2 ár er fullgróft.” Verður honum ekki hegnt? „Kobbi” hringdi: „A að láta málið með flug- vélakaup Landhelgisgæzlunnar deyja út? A að láta menn komast upp með þetta? Eftir að i ljós kom, að gæzlan getur alveg eins komist af með 100 milljón króna Beechcraft, eins og 750 milljón króna Fokker, vöknuðu ágætis umræður. Menn hafa hneykslast á^þessum dýru til- lögum forstjora gæzlunnar. En verður ekkert gert nema hneykslast? Rikisstjórnin foV eftir til- lögum forstjórans um flugvéla- kaup. Búið er að panta flug- vélina, og efalaust erfitt að snúa til baka með kaupin, þótt slikt væri i raun og veru réttast. Rdkisstjórnin hefur látið for- stjorann ginna sig til mikilla og óþarfra fjárútláta. Hvernig verður forstjóranum hegnt? Þykir ekki sjálfsagt að honum verði vikið úr starfi: Eru þetta ekki embættisafglöp? Hvers- vegna á forstjórinn ekki að gæta sparnaðar i rekstri fyrirtækis sins eins og aðrir sem starfa hjá rikinu? Ég legg til að rikisstjornin sýni nú einu sinni skörungsskap. Hún á að afturkalla pöntunina á Fokkernum. Það verður vi§t nóg af öðrum til að kaupa þá vél sem byrjað var að smiða. Efa- laust má svo frá Beechcraft vél frá Bandarikjunum með stutt- um fyrirvara og útbúa hana tækjum svo hægt verði að taka hana i notkun þegar fært verður út i 200 milur. Þá er einnig sjálfsagt að sú Fokker flugvél sem gæzlan hefur nú verði nýtt betur. Það hlýtur að mega hafa áhöfn til skiptanna á þá vél. Ef rikisstjórnin vikur ekki forstjóranum frá fyrir þessi afglöp hans, þá er lágmarks- krafa að hann verð harðlega vittur.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.