Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 20
vísir Laugardagur 13. september 1975. Spönsku gestirnir til Club Mollorca koma á fimmtudag Háttsettir,spánskir gestir koma til Club Mallorea næstkomandi fimmtudag og á föstudag veröur haldin mikil grfsaveizla aö Hótel Sögu með bingói, sangria og til- heyrandi. Meöal gestanna er varaborgar- stjóri Palma á Mallorca, sem jafnframt er forseti Landssam- bands hóteleigenda, og forseti Ferðamálaráðs. Annar er forstjóri Hótel Oasis þar sem félagar i Club Mallorca eiga að gista. Hann er jafnframt aðalritari Ferðamálaráðsins. Með þeim koma ýmsir aðstoðar- menn, en ekki dansflokkurinn sem búið var að ráða. Hann komst ekki vegna þess hve heimsöknin dróst á langinn og hann þarf að vera viðstaddur miklar hátiðir á eynni i þessum mánuði. Von var á þessum gestum mun fyrr, en þeir hafa ekki átt heimangengt vegna ófremdar- ástands i hótelmálum á Spáni. Þar var mikið yfirbókað um aðal- ferðamannatimann og ýmis vandræði af þvi. — ÓT. Jeppa- keppnin í dag Torf æruaksturskeppninni scm halda átti i nágrenni Grindavíkur um sföustu helgi, var frestaö þá vegna veðurs. Ákveðið hefur verið að þessi keppni fari fram i dag, laugar- dag. Björgunarsveitin Stakkur heldur keppnina. Hún fer fram i nágrenni Hagafells, við Grindavíkurveginn, og hefst kl. 14.30. Fimmtán þátttak- cndur liafa skráð sig til keppni á fimm mismunandi tegund- um torfæruakstursbíla. — ÓH. Biskup vígir nýjan prest í Dómkirkju Prestvigsla verður f Dómkirkj- unni á morgun, sunnudaginn 14. sept. kl. 11 f.h. Biskupinn yfir ís- landi, hr. Sigurbjörn Einarsson, vigir Svavar Stefánsson cand. thcol til Hjaröarholtsprestakails. Sr. Garöar Svavarsson lýsir vígslu. Vigsluvottar auk hans verða sr. Jón Kr. tsfeld prófastur, sr. Þorsteinn L. Jónsson og sr. Þor- valdur K. Helgason. Sr. Þórir Stephensen, dómkirkjuprestui; þjónar fyrir altari. Hinn nývigði prestur predikar. Dómkórinn syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar, dómorgan- ista. Fíni sófinn er í stóssstofunni í slökkvibílnum Hann er voldugur að sjá og tröll i torfærum, Bedford Hjálpar- sveitarinnar. i dyrunum standa Snorri Hafsteinsson og Valgeir Garðarsson en bilstjórinn, Sig- urður Asgrimsson, hallar sér út um gluggann. Ljósm.: Ólafur Hauksson Slökkviliðsbilar geta verið til margs annars gagnlegir en að slökkva elda. Félagar i Hjálpar- sveit skáta i Vestmannaeyjum fengu slika ofurást á slökkvibil sem var i eigu Viðlagasjóðs að þeir föluðust eftir bilnum. Þeir fengu hann fyrir gott verð, og unnu siðastliðinn vetur við að breyta honum. Visir hitti nokkra félaga úr sveitinni að má!i þegar þeir voru nýkomnir úr jómfrúarferð bilsins á „meginlandinu.” Blaðamanni var að sjálfsögðu boðið sæti i sallafinum sófa i „stássstofunni” i bilnum. Þar sem áður var vatnstankur og brunadælur er nú stórt hús með plássi fyrir tuttugu manns. Þarna mátti lita köfunarbún- inga, bakpoka, svefnpoka, fjall- klifurstæki, mataráhöld og margt fleira. „Við fórum stóran „rúnt” um landið, og klifum i þeirri leið Þumal i Vatnajökli sem enginn hefur áður klifið,” sögðu þeir Sigurður Asgrimsson, Snorri Sófinn í „stássstofunni” I fyrrverandi slökkvibflnum er reyndar ekki ætlaður til frambúðar heldur er hann notaður meðan annað fæst ekki til að sitja á. Hafsteinsson og Valgeir Garðs- son, félagar i sveitinni. „Billinn reyndist alveg stór- kostlega i ferðinni. Við fórum m.a. yfir Sprengisand án minnstu erfiðleika. Það er bara verst hvað hann eyðir miklu benzini. Eyðslan er milli 40 og 50 litrará hundraðið. Ætli þetta sé ekki met,” sögðu þeir félagar, og bættu þvi við að þeir væru að leita að góðri disilvél. Þeir sögðust oft vera spurðir hvað i ósköpunum þeir ætluðu að gera við svona stóran fjalla- bil i Vestmannaeyjum. „Æltun okkar er i raun og veru ekki sú að nota hann að ráði i Eyjum. Við höfum fengið vilyrði hjá bónda i Landeyjum fyrir að hann geymi hjá sér bil inn á sumrin, þá munum við fara á gúmbátum milli lands og Eyja, og nota bilinn að mestu til fjallaferða á „tslandi.” Þeir sögðu það vera nauðsyn- legt fyrir hjálparsveitina að hafa möguleika á þjálfunar- ferðum annars staðar en i Eyjum. Oft gengur erfiðlega að útvega faratæki til slikra ferða, ennúættiþaðvandamál að vera leyst. -ÓH. LEITAR ASÍ TIL BRÆÐRAFÉLAGA ERLENDIS UM STUÐN- ING í LAND- HELGISDEILUNNI? „Það hefur ekki komiö tit tals ennþá að leita til bræðrafélaga ASt i öðrum löndunt i sambandi við aðgeröir i landhelgisdeiiunni við Vestur-Þjóöverja cn við cr- um opnir fyrir þvi aö taka það til athugunar ef við teljum þess þurfa,” sagði Björn Jónsson, forseti ASt, i samtali við Visi I gær. „Við höfum oft kynnt bræðra- samtökunum afstöðu okkar i þessum málum, bæði Alþjóða- sambandi verkalýösfélaga, Evrópusambandinu oe Norræna sambandinu. Það fer ekkert miili máia að forystumönnum þessara samtaka er kunnugt um viöhorf okkar til þessara mála,” sagði Björn. Hann sagði einnig að hann væri ánægður með þær móttök- ur sem samþykkt ASt um af- greiðslubann á vestur-þýzku eftirlitskipin hefur fengið. „All- ir hafa tekið þessu ákaflega vel og manni heyrist að almennt séu menn sammála um nauðsyn þess að ASt gerði þessa sam- þykkt. 011 blööin hafa t.d. tekið þessu afar vel.” Auglýst hefur verið á vegum Innkaupastofnunar rikisins útboð á byggingu nýs húss fyrir norska sendiráðið I Reykjavik. Nýja húsiö verður reist á lóð sem norska sendiráöið hefur átt frá árinu 1936 á Fjólugötu 17, en bústaður norska sendiherrans er að Fjólugötu 15. Byggt verður tveggja hæöa hús sem i verða skrif- stofur og ibúðir fyrir starfsfólk. 1 útboðsauglýsingu segir að verkinu skuli lokið fyrir árslok 1977. Teiknistofan Arkir teiknaði og það voru arkitektarnir Haukur Viktorsson og Ulrik Arthurs- son sem verkið unnu. Norska sendiráðið er nú til húsa að Hverfisgötu 45 en það hús hefur veriö i eigu-norska rikisins frá árinu 1917. Sendiherrabústaðurinn að Fjólugötu 15 var keyptur á striðsárunum og hefur lengi staðið til að byggt yrði á lóðinni nr. 17. „ENGINN FENGIÐ LÓD VEGNA FRAMLAGS TIL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS" — sagði Albert, en vildi ekki rœða um morðsveitirnar — Þaö hefur enginn fengið lóö vegna fram- laga til Sjálfstæðisf lokks- ins og það hefur enginn fengið neitun vegna þess að hann hafi ekki viljað leggja fram fé, sagði Al- bert Guðmundsson, i við- tali við Visi i gær. Hann vildi hinsvegar ekki ræða um þær morðsveitir sem hann sagði í Dagblaðinu að stefndu að mannorði sinu í bak og fyrir. Ég hef talað við sjálfstæðis- fólk viðsvegar að af landinu, bæði fyrirtæki og einstaklinga, og reynt að fá það til að standa saman um að gefa Sjálfstæðis- flokknum þessa byggingu. — Þar á meðal eru góðir sjálf- stæðismenn sem eru aðstand- endur Einhamars. Það er rétt að þeir hafa ekki ennþá lagt fram fé til byggingarinnar en það kemur-óðaúthlutunum ekk- ert við. — Hvað um morðsveitir sem þú segir að sæki að mannorði þinu? — Ég vil ekki gera frekari grein fyrir þvi á þessu stigi. En ég vil leggja á það áherzlu að þegar sótt er að mér þá magn- ast ég. Og ég vona að allt sjálf- stæðisfólk skilji að það þarf að standa þéttar saman um bygg- inguna nú en nokkru sinni fyrr. Þetta á að hleypa baráttuhug i okkur. Visir hafði einnig samband við forsætisráðherra og bað um upplýsingar um rannsókn hans á dylgjum i sambandi við lóða- úthlutanir. Hann bað um frest framyfir helgi til að svara vegna anna. — ÓT: mmmmmmmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.