Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 13. september 1975. 3 „Gott oð vera komin í íslenzkan skóla" — segir Ingibjörg Ólafsdóttir, sem búið hefur í Kenya í rúmt ór. — „Kennararnir i Kisii lemja nemendurna með prikum," segir hún í fyrstu skildi ég ekki orð af þvi, sem sagt var, en siðan var ég send i skóla i Nairobi, sem var rekinn af Bandarikjamönn- um. Þar lærði ég ensku fljót- lega. A skólanum voru krakkarnir viða að úr heiminum og kynntist ég þar mörgum kynþáttum. Mér fannst leiðinlegt að vera fjarri fjölskyldu minni, svo ég fór aftur til Kisii og fór þar i skóla innfæddra. Kennaramir þar voru ákaflega strangir, ef krakkarnir voru ekki hlýðnir, þá voru þeir lamdir með priki. 1 skólanum var mikill aldurs- munur á krökkunum, þvi þarna voru krakkar komnir til að læra að lesa, þó þau væru orðin 17 ára gömul. Krakkarnir i Kisii leika sér á svipaðan hátt og við hérna heima, nema hvað þau eiga engar dúkkur, stundum búa þau sér til dúkkur úr tré. Þegar krakkamir eiga ekkert band til að sippa með, þá binda þau saman peysurnar sinar og reyna hver getur stokkið sem hæst. Mest öll verzlun fer fram á stórum útimörkuðum, þar sem er selt allt milli himins og jarð- ar; bæði dautt og lifandi. Þarna hittist fólkið og eru samræður oft líflegar. Stundum eru haldnar eins konar útiskemmtanir, þar sem innfæddir koma saman og dansa hefðbundna þjóðdansa, viö undirleik tromma. Þessir dansar eru ekki lengur i sam- bandi við trúarbrögð, þvi flestir eru kristnir i Kisii, sagði Ingi- björg. Ég kann ekki að dansa þessa dansa, en pabbi kann það. Viö höfum ferðazt mjög mikið um hina viðáttumiklu þjóð- garða. Þar em allar tegundir dýra, sem finnast i Afriku. Dýr- in eru alls ekki stygg og hægt er að aka bilum alveg upp að dýr- unum.en það má ekki fara útúr bilunum þvi þarna er mikið af ljónum, filum, hlébörðum svo -Ég bý ásamt fjölskyldu minni i litlu þorpi, sem heitir Kisii, og er um 400 km frá höfuðborg Kenya Nairobí. Þar búa um 10 þúsund ibúar og eru þeir flestir mjög fátækir. Heimili þeirra eru ieir- eða bambuskofar með stráþaki. Þeir efnuðustu búa þó i steinhúsum, sagði Ingibjörg Ólafsdöttir, sem búið hefur meö foreldrum sinum I Kenya í rúmt ár. En faðir hennar aðstoðar innfædda við að koma á stofn iánastofnunum en þetta starf er liður i þróunarhjáip Norður- landa á þessum slóðum. -Ég bý I steinhúsi og við höfum innfætt þjónustufólk. Annar er matreiðslumaður, hinn er garð- yrkjumaður. Þeim innfæddu fannst skrftiö aö sjá þetta Ijdsa hár, sem ég hef,og oft spuröu þeir hvort þeir mættu ekki snerta þaö. jÖKKREYKJAVIK í Herradeild JMJ VIÐ HLEMM HJk$T¥ »A«A og ótrúlegum hjörðum af anti- lópum, buffalóum, villisvinum og fleiri dýrum. Þessir þjóðgarðar eru alger- lega friðaðir og er tekið mjög hart á öllum friðunarbrotum. Utan við þessi friðuðu svæði eru önnur svæði þar sem er leyft aö veiöa dýr, þó undir ströngu eftirliti. Það eru einkum vestur- landabúar, sem nýta þessa aö- stöðu. Hinir innfæddu veiða þama stundum einnig, en þeir nota æingöngu boga og örvar, við veiðarnar, en ekki byssur eins og hvíti maðurinn. Við fórum nokkrum sinnum niður að Indlandshafi og böðuð- um okkur i sjónum. Þar er mjög gaman, að leita að skeljum og kuöungum, sem eru mjög lit- fagrir. En baðstrandargestimir mega ekki taka með sér þessa gripi, þvi þeir eru fremur sjald- gæfir. Mér finnst mjög gott að vera kominn heim, þó það hafi verið ævintýralega skemmtilegt i Auglýsing um skoðun bifreiða með G-skrdsetningarmerki í Gullbringusýslu og Grindavík Það tilkynnist hér með, að skoðun bifreiða með G-skrásetningarmerki i Gullbringu- sýslu og Grindavik fer fram mánudaginn 22. september, þriðjudaginn 23. septem- ber, miðvikudaginn 24. september og fimmtudaginn 25. september 1975. Skoðunin fer fram við Bifreiðaeftirlitið i Keflavik að Iðuvelli 4, Keflavik áður- nefnda daga kl. 9-12 og 13-16.30. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. At- hygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminntir um að færa reiðhjól sin til skoðunar. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi, sýslumaðurinn i Kjósar- sýslu. Bæjarfógetinn i Keflavik og i Grindavík, sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. 11. september 1975. Auglýsing Auglýstar eru lausar til umsóknar stöður skattendurskoðenda og staða ritara við embætti skattstjórans i Reykjanesum- dæmi. Umsækjendur um stöður skattend- urskoðenda þurfa að vera reiðubúnir að sitja námskeið i skattamálum og sýna hæfni sina að þvi loknu. Umsóknir sendist skattstjóranum i Reykjanesumdæmi Strandgötu 8-10 Hafnarfirði, veitir hann jafnframt nánari upplýsingar um störfin sé þess óskað. Fjármálaráðuneytið, 11. sept. 1975. i Kenya ieika krakkarnir sér stundum aö skjaldbökum. Hún Ingibjörg er ekki hrædd vib þær enda eru þær nauða meiniausar. Afriku, þá finnst mér sérstak- lega gott að vera kominn i is- lenzkan skóla, sagði Ingibjörg, en hún býr hérna hjá afa sinum og ömmu, þvi foreldrar hennar veröa I Kenya i rúm tvö ár i viðbót. — HE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.