Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 13. september 1975. 7 cTVIenningarmál Ástir og álfor fyrir vestan Leikfélag Reykjavikur: SKJALDHAMRAR Sjónleikur i fimm þáttum eftir Jónas Árnason Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd: Steinþór Sigurösson Lýsing: Daniel Williamsson. Er svo langt liðið frá upphafi striðsins, her- náminu, að farið sé að slá á það i endur- minningunni hálf— rómantiskum bjarma? í öllu falli eru i hinu nýja leikriti Jónasar Árnasonar dregin skýr skil á milli fortiðar og nútima, gleðiefna og alvöru lifsins. Það verður i lok leiksins, þann dag sumarið 1941, þegar ameríski herinn, tæknivæddur og trigger-happy, tekur viðhernámilandsins af gamla, góða tjallanum. Annars eru leikslokin einkar haganlega af hendi leyst i Skjaldhömrum og leikurinn I heild finnst mér saman settur með mun meiri hagleik en hin fyrri leikrit Jónasar Arnasonar. NU gætir ekki til neinna veru- legra lýta tilhneigingar hans til að þrautnýta hvert skopefni og einstaka brandara textans og hann hefur nií miklu betra taumhald en áður á sinni ljóðrænu viðkvæmni sem svo gjamt var að snúast upp i velluskap. Og með byssuskotinu i leiks- lokin er bundinn endir á þann LEIKHUS eftir r Olaf Jónsson A leið heim til ömmu (Páll Daniel Nielssen, spæjari: Kjartan Ragnarsson og Kor- mákur, vitavörður. góðmótlega gamanleik sem farið hefur fram á sviðinu I Iðnó, bent til að nú renni upp nýir tímar. Þar tekur veru- leikinn við sem leiknum sleppir — ef menn endilega vilja leggja sem mest þeir mega upp úr efni hans. En annars fer blessunarlega lftiö fyrir alvörugefnum og svo- nefndum raunveruleika i Skjaldhömrum, þar með taliö raunsæi i atburðarás og mann- lýsingum. Það er mikil sólskins- saga sem Jónas Arnason segir i leiknum, og hann segir hana greitt og glaðlega, með gáska og fyndni sem sifellt jaðrar við farsaleik. Það er kannski nýstárlegast við leikinn hve far- sællega honum tekst að feta sig á mörkum farsans, án þess að fara út I óþarflegar öfgar og án þess að láta neins konar óvið- eigandi alvöruefni iþyngja glaðværð og gamansemi efnisins. Efni leiksins spinnst af at- burði sem út af fyrir sig gæti verið dagsannur: þýskur kaf- bátur skýtur innlendum njósnara á land á afskekktri strönd fyrir vestan. Það sýnir sig nú brátt að hann er heldur en ekki hjárænulegur, enda fara af þvi litlar sögur hvaða dáð hann átti að drýgja gegn veldi breta á íslandi. Kjartan Ragnarsson gerir úr litlu efni hlutverksins fjarska kátlega mannlýsingu umkomuleysið uppmálað, enda að leita að ömmu sinni. En sá sem hann hittir fyrir, Kormákur vitavörður i Skjaldhörmum, hann er nú enginn hversdags- maður, afreksmaður og hetja anglófil og bókmenntamaður, vellærður bæði i Encyclopediu Britannicu og ljóðmælum Heines. Hann kann ekki bara landafræði Lundúnaborgar á fingrum sér, heldur er hann lika vel heima i fjölskyldutengslum og samkvæmislifi fyrirfólksins i bænum, enda áksrifandi að Who is Who. Um lýsingu hans og vitans I Skjaldhömrum er að auki safnað allmiklu úrtaki þjóðlegrar átthagafræði: þar er ekki bara æðarfugl og selur, kindur og kýr heldur lika álfar ■ y v s~~ . öryggisgæsla hins breska heimsveldis á tslandi — Katrln lautninant og majór Stone: Karl Guðmunds- son. Fær hún að verða vitavarðarfrú? — Lautninant Katrln Stanton: Helga Bachmann og Kormákur vitavörður: Þorsteinn Gunnarsson. og huldufólk og gott ef ekki draugar. I Skjaldhamravik hefur aldrei verið skotið af byssu: þegar isbjörn réðst þar á land um árið banaði vita- vörður honum með ljánum sin- um úr þvi ekki tókst að telja bjössa á að fara burt með góðu. Það var eiginlega undravert að sjá hve vel Þorsteini Gunnarssyni tókst að fá sundur- leit efni þessarar mannlýsingar til að loða saman i sýningunni i Iönó: persónu sem borin var uppi af drengslegri einlægni og þokka og leikandi kimni. Inn I þennan friðarheim ryðjast nú fulltrúar striðsins og stóveldanna, fyrst hinn hjákát- legi spæjari, og á hæla honum harla skörulegur kven- lautninant: Helga Bachmann. Hún er ekki bara ráðherra- og lávarðsdóttir, heldur lika ein- hver greindasti kvenmaður I bresku öryggisþjónustunni. Enda má ekki i milli sjá hvort hún er fljótari til að falla fyrir vitaverðinum eða finna spæjarann og sjá uppmálað sakleysið i augum hans. Ekki er að spyrja að ástinni! Fyrr en varir er lautninant Katrin búin að gefa frá sér framavonir sinar bæði i hernum og meðal breska fyrirfólksins, farin að sjóða grá- sleppu i eldhúsinu á Skjald- hömrum og vildi vi'st fegin fá að verða vitavarðarfrú. A meðan þessu fer fram meðal fyrirfólksins i leiknum skottast Birna litla, systir vita- varðarins, út og inn með selkóp i fanginu en alsælan, breskan korpóral i togi, æskan og sak- leysið sjálft, imynd friðar og fegurðar. Enda er hún mállaus — talar allténd ekki við aðra en huldufólk. Þetta hugljúfa par leika þau Lára Jónsdóttir, ný leikkona að ég hygg, og Hjalti Rögnvaldsson. En i baksýn er reigingslegur, breskur majór og montrass: Karl Guðmundsson, sifellt að rexa i þvihvernig fram gangi njósnamálið á Skjald- hömrum. Það tekur enda að lokum, eins og lika blessuð ástin, alvara lifsins tekur við þegar tjaldið fellur. En alvöruleysi hans verður ekki fundið að leiknum né höfundi — þvert á móti er styrkur hans hin glaða og græskulausa gamansemi sem svo vel fær að njóta sin, iléttriog lipurri sviðsetningu Jóns Sigur- björnssonar og ljómandi, létt- vigri áhöfn sýningarinnar. Areiðanlega eiga Skjaldhamrar eftir að létta mörgum skap i Iðnó, þegar skammdegi fer i hönd. OSKAST KEYPT Móttaka smóauglýsinga í Reykjavík: Hverfisgata 44 og Síðumúla 14 Opið: Kl. 9-6 Laugardaga: Kl. 10-12. VÍSIR TIL SÖLU KENNSLA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.