Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 13. september 1975. yism tJtgefandi: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Löggjöf um flokkafjármálin Fyrir skömmu benti Visir á nauðsyn þess að settar yrðu almennar lagareglur um fjármála- starfsemi stjórnmálaflokkanna i landinu. Þessi mikilvægi þáttur i öllu flokksstarfi hefur alla tið verið undir huliðshjálmi. Ljóst er að i þeim efn- um má koma fram ýmis konar úrbótum. Starfsemi stjórnmálaflokkanna hefur smám saman verið að opnast og ekki er óeðlilegt að sama regla gildi um f jármál og önnur svið flokks- starfsemi. Engin skynsamleg rök mæla með þvi að fjáröflun flokkanna eigi að vera einhvers kon- ar leyndarstarfsemi. Að undanförnu hefur lóðarúthlutun til bygg- ingarfélagsins Ármannsfells verið tengd við fjár- öflunarstarfsemi vegna byggingarframkvæmda Sjálfstæðisflokksins. Um þetta mál liggja ekki fyrir nein opinber gögn sem hægt er að henda reiður á og treysta. Allar bollaleggingar um það hljóta þvi að vera að meira eða minna leyti til- gangslausar. Það er næstum útilokað að fá nokk- urn botn i þær. Ef fjármál flokkanna væru opinber, væri miklu auðveldara að skýra slik mál og hreinsa þá sem kunna að ósekju að liggja undir grun um mis- ferli. Fjármálastarfsemi stjórnmálaflokkanna er flokksmönnum oft á tiðum jafn hulin ráðgáta eins og utanflokksmönnum. Fulltrúar flokkanna sem gegna opinberum trúnaðárstöðum geta þannig tekið i ólitiskar ákvarðanir, án þess að vita um fjármálalegar bakhliðar tiltekinna mála. Með opinni fjármálastarfsemi flokkanna og fastmótuðum reglum mætti koma i veg fyrir hugsanleg mistök af þvi tagi. Það er þvi augljóst mál, að stjórnmálaflokkarnir og þeir sem eru i ábyrgð fyrir þá hafa hagsmuni af þvi að leyndar- hjupunum verði lyft af fjármálum flokkanna. Ljóst er að engar sönnur hafa verið færðar fram i umræðum að undanförnu um misferli af þessu tagi, en auk þess er full ástæða til að auka aðhald á þessu sviði. Eitt dagblað heldur þvi fram i forystugrein i gær að tilgangslitið sé að lýsa sekt á nafngreind fyrirtæki og stjórnmála- menn út af einstökum dæmum um þetta ástand. Þetta er athyglisverð skoðun. En ef menn eru sammála um að brýnt sé að auka aðhald i fjár- málakerfi stjórnmálaflokkanna sýnist hitt vera skynsamlegra að auka ábyrgð þeirra, sem með fésýsluna fara. Að öðrum kosti geta menn ávallt skýlt sér á bak við hina flokkspólitisku samtrygg- ingu. Það er ekki lausn á vandanum. í þessum efnum eru allir stjórnmálaflokkarnir sama marki brenndir. A.m.k. þrir stærstu flokkarnir standa i umfangsmiklum byggingar- framkvæmdum. Engum kemur til hugar að hér sé um óeðlilega starfsemi að ræða. Þvert á móti má færa rök að þvi að mikilvægt sé, að flokkarnir hafi góða félagsaðstöðu. Þeir gegna óneitanlega veigamiklu hlutverki i þvi lýðræðislega stjórn- skipulagi, sem við búum við. Einmitt fyrir þessar sakir á ekki að rikja nein leynd um þá óhjákvæmilegu fjáröflunarstarf- semi, sem flokkarnir verða að ástunda. Þvi er eðlilegt að settar verði almennar reglur um þetta efni. En um leið verða menn að gæta þess, að flokkarnir verði ekki ómagar á rikisjötunni. Gegn slikum kröfum verða menn að standa einarðlega. Umsjón: GP liæsæsaBsssiSKssaisaiisaisusiisassi: Æ MFM Bygging Iþróttaleikvangsins, Iþróttahallar og Ibúða fyrir iþróttafólkið kostar Montreal skildinginn. Hvar á borgarstjórinn að taka 300 milljónir dollara? I n : « : u ■ :■ ■ ■- ii : u Verður fjórhœttu- spil lótið fjúr- magno olympíuleik- ana í Montreal? Það verður fjölgað [j Iþróttagreinum á jj ólympiuleikunum i [j Montreal 1976, ef Jean |j Drapeau, borgarstjóri, j fær þvi ráðið sem hann 3 vill. ■ ■ '9 [ Þvi hefur Drapeau borgar- 3 stjóri látið sér koma i hug það 3 ráð, að reyna að stofna fljótandi 5 spilaviti, það stærsta i heimi, [ sem gefið gæti af sér tekjur til : að mæta tapinu. — Hann er með I ráðagerðir um að kaupa FRANCE, lúxusfarþegaskipið franska, sem nýlega hefur ver- ið lagt fyrir fullt og allt. Drapeau vill láta binda skipið við bryggjur i höfninni i Montreal. bar ætti að vera nóg bryggjupláss, þvi að athafna- semi við höfnina i Montreal hefur dregizt saman um 50% á þessu ári. Fylkisstjórnin i Quebec styð- ur Drapeau borgarstjóra I þess- um ráðum, enda hefur hún lengi haft á prjónunum bollalegging- ar um að reka — að minnsta kosti um stundarsakir — á veg- um rik'sins spilaviti. Drapeau vill um leið leggja braut fyrir hraðlest sem tengi saman New York og Montreal. Slik samgöngubót mundi fyrst og fremst til þess gerð, að auð- velda ibúum Nýja Englands að- göngu að Mirabel-flugvellinum, sem er norður af Montreal. En vafalitið hefur borgarstjórinn þar einnig i huga, að lokka ein- hverja af fjárhættuspilurum frá Bandarikjunum norður eftir til að spila i nýja spilavitinu — ef af þvi verður. Samningar eru i undirbún- ingi. Eigendur FRANCE, sem er franska rikið, vilja fá 40 milljónir dollara fyrir skipið. Hallinn á rekstri skipsins knúði þá til þess að leggja þvi, sem gekk þó ekki hávaðalaust fyrir sig, einsog menn munu minnast af fréttum. Sjómannasamtökin frönsku og fleiri undu þvi illa, þegar segja þurfti allri áhöfn- Franska lúxusskipiö, FRANCE, er falt fyrir 40 milljónir dollara. inni upp. Tók áhöfnin skipið traustataki og neitaði að sigla þvi til hafnar fyrr en yfirvöld höfðu lofað þeim bætum fyrir atvinnumissinn. Hvað um það, Frakkar vilja fá 40 milljónir, en Drapeau borgarstjóri býður þeim aðeins 15 milljónir dollara svo að töluvert ber á milli. A meðan velta efasemdar- menn þessari hugmynd borgar- stjórans fyrir sér og finnst sum- um þeirra hún vægast sagt fjar- stæðukennd. Þeir telja, að hagnaður af rekstri spilavitis um borð i skipinu, mundi ekki gera meira en vega upp kostnaðinn af lántökum vegna kaupa skipsins. Hvað þá að vonast megi eftir stórgróða, sem staðið geti undir halla af ólym piuleikunum ? Og einn þröskuldur er að minnsta kosti á veginum. Spila- viti eru nefnilega bönnuð sam- kvæmt kanadiskum lögum, nema þá i mynd einhverra happdrætta eða hlutaveltu hjá liknarfélögum og þá aðeins með undanþáguleyfum viðkomandi yfirvalda i hvert sinn. Má vera, að Drapeau borgar- stjóri fái yfirstigið þann þrösk- uld með þvi að kalla ólympiu- leikana góðgerðarstarfsemi, en það er ekki vist, að hann fái sannfært alla um, að atvinnu- fjárhættuspilarar verði ekki meðal gesta sem sækja spilavit- ið. En það gæti hugsazt, að hann fengi sannfært mestu vand- lætingarpostulana, ef hann get- ur sýnt fram á, að skattabyrðin yröi þeim léttari i staðinn. Það er eins og áhyggjur manna af sálarvelferð náungans viki oft, þegar annað þýðingarmeira mál, eins og velferð pyngjunn- ar, kemst á dagskrá. Það verð- ur jú auðvitað að taka hlutina fyrir i réttri röð. 300 milljón dollara tap, sem dreifa yrði á öll bök manna i Montreal, mjó sem breið, er auðvitað mikið meira mál. ■ ‘■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•í «■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■■■■■■■■■!--

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.